Morgunblaðið - 15.03.1998, Side 8

Morgunblaðið - 15.03.1998, Side 8
8 B SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Arnalds. Við ráðum sjálf okkar reynslu Jón Arnalds hæstaréttarlögmaður er þekktur fyrir annað en að fara troðnar slóðir í lífinu. Hann hefur átt stóran þátt í að koma einkaleyfisrétti á réttan kjöl hér á landi og rekur fyrirtækið Faktor - einkaleyfaskrifstofa ehf. Að því leyti hefur hann verið á undan sinni samtíð hér á Islandi og á sama tíma hefur lífshlaup hans verið æði frá- brugðið því sem gengur og gerist í samfélagi staðlaðs gildismats. Súsanna Svavarsddttir ræðir við Jón um þörfina á einkaleyfislöggjöf og for- vitnast um leit hans að lífshamingjunni. AÐ ER umhugsunarvert fyrir Islendinga hve mik- ill fjöldi einkaleyfa hér á landi er til erlendra að- ila,“ segir Jón Arnalds, lögfræð- ingur, sem rekur Faktor - einka- leyfaskrifstofu ehf. sem snýst um hugverka- og auðkennarétt. Arið 1995 kom út bók eftir Jón um vörumerkjarétt, helstu megin- reglur og nú er komin út önnur bók sem hann skrifaði ásamt Þor- geiri Örlygssyni prófessor um einkaleyfislöggjöfina. Á Faktor eru sex starfsmenn, auk Jóns, þar af þrír háskólamenntaðir, því skrifstofunni berast margvísleg erindi, bæði um lögfræðileg og tæknjleg atriði. En hvers vegna eru íslendingar svo aftarlega á merinni hvað varðar hugverka- og auðkennarétt? „Ástæður þessa eru m.a. þær hve úrelt íslensk einkaleyfalög- gjöf var lengst framan af og einnig vanþekking Islendinga við að nýta einkaleyfakerfið sér til ávinnings,“ svarar Jón. „Hér á landi hafa menn ekki gert sér nægilega grein fyrir mikilvægi einkaleyfaverndar. Grundvöllur þess að fyrirtæki fjárfesti í hugviti er oftast byggð- ur á einkarétti til nokkurs tíma. Hugvitið er að verða stór þáttur í útflutningsverðmætum margra þjóða. í dag kaupa íslendingar meira hugvit að utan en þeir selja þótt auðvitað væri hið gagnstæða æskilegt, en forsenda þess er þekking á einkaleyfalöggjöfinni og nýting þeirra réttinda sem hún veitir." Jón segir íslendinga langt á eftir nágrannaþjóðunum í því að hagnýta sér möguleikana á þessu réttindasviði og gera úr þeim fjár- muni og það gildi þótt miðað sé við höfðatölu. Þessu þurfi að breyta þar sem hugvitið verði grundvöllur velmegunar okkar í framtíðinni. Hvaða ferli fer af stað þegar menn sækja um einkaleyfi? „Þá þarf að gera lýsingu á því sem þekkt er og gera grein fyi’ir því hvers vegna þetta er ný upp- finning. Síðan þarf að setja fram kröfu um það sem uppfinningu, þ.e.a.s. því sem krafist er einka- leyfis fyrir.“ Er hægt að fá einkaleyfi á hverju sem er? „Nei, það er nú málið. Einka- leyfaréttur er mjög flókinn og það verður að skoða hvert mál fyrir sig. En einkaleyfaréttur hér á landi er mjög líkur þeim rétti sem er í gildi annars staðar. Þetta er mjög alþjóðlegur réttur. Ef menn sækja um einkaleyfi hér, getur hann jafnframt sótt um í Banda- ríkjunum sem og annars staðar innan árs. Þetta er alþjóðlegt fag og menn velja þau lönd þar sem þeir sjá markaði. OZ hefur til dæmis sótt á Bandaríkjamarkað og Marel hefur sótt á markaði í Evrópu og Ameríku." Þú segir að við séum langt á eftir öðrum þjóðum að nýta okkur þennan rétt. „Já. Það var lengi vel við lög- gjöfina að sakast, vegna þess að hún var mjög lengi úrelt - en er það ekki lengur. Það er í rauninni spurning um hvað valdi. Það er ekki svo að við séum ekki eins miklir hugvitsmenn og aðrir. Við ættum að geta flutt út miklu meira hugvit en við gerum en for- sendur þess að við gerum það, er að við sækjum um þessi réttindi. Það getur hver sem er framleitt hvað sem er, ef enginn réttur liggur fyrir. Menn verða að tryggja sig og sum lönd flytja miklu meira út af hugviti en inn, til dæmis Svíar. Jón segist hafa verið að „vasast“ í einkaleyfalöggjöfinni frá 1965. Eftir útskrift úr laga- deild hér heima hélt hann til Lundúna, Múnchen og Kaup- mannahafnar þar sem hann sér- hæfði sig í hugverka- og auð- kennarétti. Hann varð hæstarétt- arlögmaður árið 1966 og starfaði fyrst um sinn sem lögmaður en fór síðan til starfa í stjórnarráð- inu og starfaði fyrst við atvinnu- málaráðuneytið sem hafði með landbúnaðar- og sjávarútvegsmál að gera, auk þess sem hann starf- aði við iðnaðar- og samgöngumál, en tók síðan við stöðu ráðuneytis- stjóra í sjávarútvegsráðuneytinu 1970. Því starfi sagði hann lausu 1984 og tók aftur að starfa sem lögmaður, síðan sem dósent við lagadeildina og þá dómari - not- færði sér síðan 95 ára reglu ríkis- starfsmanna fyrir tveimur árum og fór á eftirlaun og hefur síðan starfað sem lögmaður og rekið Faktor. Það hefur því víða verið farið - og kannski ekki alltaf eftir áður þekktum leiðum. Raunin er einatt sú að menn skipti ekki um starf nema þeim bjóðist annað betra. Jón, hins vegar, hætti í ráðuneyt- inu án þess að hafa hugmynd um hvað hann ætlaði sér að gera. Spilin stokkuð upp á nýtt „Eg var búinn að vera þarna svo lengi,“ segir Jón, „að mér fannst kominn tími til að breyta til. Mig langaði til þess.“ Er ekkert flóknara en það að sleppa völdum? „Þeir sem eru viðkvæmir fyrir valdabaráttu eða háðir annarra áliti, sérstaklega almenningsálit- inu, og finnst þeir þurfa að geðj- ast öðrum, gera oft annað tveggja: Annað hvort gerast þeir hluti af þjóðlífinu þannig að þeir haga seglum eftir vindi, gerast meðaltal allra meðaltala og selja sál sína - eða þeir leggja á flótta, draga sig út úr mannlífinu og reyna að bjarga sjálfstæði sínu þannig. Sá sem getur af fullum þrótti tekið þátt í samfélaginu og þeirri samkeppni sem því fylgir, og jafn- framt haldið sjálfstæði sínu, á möguleika á að ná einhverjum þroska. 'Ég held að ég hafi ekki lagst á flótta í þessum skilningi, heldur var ég búinn að vera í þessari stöðu það lengi að ég var farinn að staðna í hlutverkinu - og að mér sótti leiði. Ég ákvað því að reyna eitthvað nýtt. En þú kastaðir öllu frá þér, ekki satt? „Nei, þegar maður skiptir um starf, flytur hann með sér þá reynslu sem hann hefur öðlast. Hann getur jafnframt stokkað upp spilin og gefið aftur. Við ráðum sennilega litlu um það hvernig spilin eru gefin en við spilum sjálf úr þeim spilum sem okkur eru fengin og styðjumst við þá reynslu sem við öðluðumst í síðasta spili.“ Hvað áttirðu við með möguleik- unum á að ná einhverjum þroska? „Ég á við það að sá maður sé þroskaður sem er allt í senn; sjálf- stæður og frjáls og getur samt sem áður óhikað tekið þátt í þeirri baráttu sem lífið hefur upp á að bjóða, um leið og hann getur sýnt öðrum samúð og skilning og hjálpað þeim. Ég vil nú taka sérstaklega fram að ég tel ekki að ég hafi náð því- líkri fullkomnun - en það má stefna að því.“ Hvernig er það gert? „Ég held að meginatriðið í þroskaviðleitni sé að gera sér grein fyrir því að sú sjálfsmynd sem við gerum af okkur og þau markmið sem við veljum okkur í lífinu - hvort heldur eru metorð, völd, sjálfstæði eða vellystingar svo eitthvað sé nefnt - er tilbún- ingur okkar eigin hugar en ekki veruleikinn sjálfur. Við búum sjálf til þessi markmið og myndir og reynsla okkar af heiminum fer eftir því hvernig þessi markmið og myndir eru sett upp. Við ráð- um þannig sjálf okkar reynslu. Hún kemur ekki utan frá eins og þruma úr heiðskíru lofti, heldur eru það okkar eigin viðhorf gagn- vart atburðum sem ráða.“ Mörg þessi markmið og myndir höfum við fengið utan frá, úr upp- eldi og frá þjóðfélaginu, og því eru þau dulvituð og það er mjög erfitt að greina þau hjá sjálfum sér en þau eru engu að síður til- búningur sem er hægt að breyta.“ Er þetta þá bara spurning um að finna gölluð markmið og upp- ræta þau? „Nei, þetta er nú ekki eins ein- falt og það hljómar, vegna þess að oft hafa viðhorf fólgin í sér gagn- stæð viðhorf. Bæði viðhorfin búa í okkur án þess að við veitum því athygli. Til dæmis getur enginn dregið úr virðingarþörf sinni nema losa sig við minnimáttar- kenndina, og öfugt. Það sama gildir um valdaþörf og öryggisleysi.“ En nú skiptir þú sjálf- ur ekki einfaldlega um starf, heldur kúventir lífi þínu. Gerðist það á einum degi? „Ekki alveg. Ég hafði allt frá 1970 verið að velta alvarlega fyrir mér sálfræði og heimspeki sem ég hef lagt mikla rækt við allar götur síðan. Mér fannst líf mitt og starf vera orðið svo mikil endurtekn- ing. Það komu nýir ráðherrar og sama gamla hjólið fór að snúast aftur og aftur. Svo fylgdu þessu veisluhöld í ofanálag sem voru alltaf eins. Endurtekningin var þrúgandi." Hamingjan fólst ekki í starfinu Stokkast spilin ekkert upp með tilkomu nýrra ráðherra? „Nýjum ráðherra finnst alltaí svo spennandi og nýtt að taka við starfi en fyrir þann sem hefur verið lengi í ráðuneytinu verða væntingar og eldhugur ráðherra smám saman einhæf. En ráðherr- arnir sem ég starfaði með voru síður en svo ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta. Þegar ég varð ráðuneytisstjóri á sínum tíma, var það vegna þess að ég sóttist eftir því - og ég sótti | það fast. Þegar markmiðinu var | loksins náð, varð ég svo hissa að ég skyldi ekki vera neitt lukkuleg- ur með lífið. Ég var mjög undr- andi vegna þess að ég hafði haldið að þetta væri markmið sem myndi gera mig hamingjusaman. Það fór að læðast að mér sá grunur að ég liti ekki á hamingjuna í því ytra. Á þessum tíma vakn- . aði áhugi minn á sál- fræði og heimspeki og í I framhaldi af því á búdd- | isma og vedafræðunum. Ég fór að grúska í þeim, bera þau saman við vestræna heimspeki. Hume, Kant og Hegel sem kom- ast að sömu niðurstöðu. Bæði Kant og Nagarjuna, hvor án vit- neskju um hinn, komast að sömu niðurstöðu og þeir fara meira að segja svipaðar leiðir að henni.“ | Hver er sú niðurstaða? „Að hugsunin sjálf sé ekki veruleikinn. Kant leit á hugsunina I sem hugkvíar. I vestrænni heim- speki hefur þetta verið kallað Kópernikusarbyltingin. Kópern- ikus hélt því fram að jörðin sner- ist í kringum sólina en ekki öfugt og Kant bendir á að hugsunin nái ekki hinum innsta veruleika. Hugsunin gerir „ég“ að veruleika sem allt snýst um en ef hugsunin ) er tilbúningur en ekki veruleiki, | þá hættir „ég-ið“ að vera mið- punktur hlutanna. Hins vegar notaði Kant þessar kenningar aldrei á sama hátt og búddisminn eða vedafræðin gera, sem boða að með þessu getum við breytt reynslu okkar með því einu að breyta hugarmynstrinu. Kant stoppaði þarna og fór út í sið- fræði. En síðar sneri Hegel blaðinu ' við og gerði hugsunina að veru- leika sem á sér hliðstæðu í jaina, j sérstökum trúarbrögðum Ind- verja sem viðurkenna tilvist og tilvistarleysi í senn. Þessar heimspekilegu vanga- veltur voru mér mjög mikils virði vegna þess að ég vil hugsa „lógískt". Ég verð alltaf að hafa „lógik“ á bak við hlutina - en svo eru aðrir sem fá alveg nóg með i því að upplifa hlutina; þurfa ekk- ert að lesa eða geta fært rök. Ég varð, hins vegar, að geta séð þetta svart á hvítu, vitsmunalega fram sett. Ég skildi það þegar ég las það að hugsunin sýni fram á inni- haldsleysi hugsunar. Þótt hugsun- in sé mjög praktísk og nauðsynleg - og auðvitað megum við aldrei hætta að hugsa - erum við föst í þessu „ég“. Það sagði einhver að 99,9% af öllum vandamálum } mannkynsins stöfuðu af þessu j „ég“ en svo sé „ég-ið“ ekki til. Auðvitað er „ég-ið“ nauðsynlegt og praktískt og hugsun og tilfinn- ingar eru gagnlegar. En með því að sjá að þetta er tilbúningur, léttir manni stórlega og maður verður frjálsari. Ég hafði sóst eftir þessu starfi og ég yfir- tók það svo gersamlega að það sótti enginn um á I móti mér. Ég helgaði | mig því algerlega en var ekki hamingjusamur. Ég hlaut að hefja leit að leiðinni sem gerði mig hamingjusaman og þegar ég fann hana, sá ég að hún hafði ekkert með starfsheiti né völd og virð- ingu að gera. Ég hlaut að skipta um starf. Leitin að þekkingu og skilningi Jón hafði verið meðlimur í Guð- spekifélaginu frá unglingsaldri, en 1 varð ekki virkur félagi fyrr en } 1985-6, eftir að hann var hættur störfum í ráðuneytinu. Guðspekifé- lagið boðar hvorki kenningar né Ég yar farinn að staðna í hlutverkinu Ég hlaut að skipta um starf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.