Morgunblaðið - 15.03.1998, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ
JÓN, ásamt starfsfólki sínu á Faktor - einkaleyfisskrifstofii ehf., Sigurrósu Eyþórsdóttur skrifstofustjóra,
Sigrúnu Brynju Einarsdóttur lögfræðingi, Ragnheiði Sigurðardóttur efnafræðingi, Guðbjörgu Baidursdóttur
skrifstofumanni, Asgerði Snorradóttur, bókara og gjaldkera, og Guðbjörgu Ingibergsdóttur skrifstofumanni.
trúarfræði, sbr. einkunnarorðin:
„Engin trúarbrögð eru sannleikan-
um æðri.“ I félaginu eru hugmynd-
ir og kenningar kynntar en _eru að
öðru leyti ekki félagsins. „í Guð-
spekifélaginu getum við leitað
þekkingar eða skilnings á andleg-
um kennisetningum, uppgötvað
duldar meiningar helgirita og feng-
ið innsýn í dulhyggju og dulspeki
og jafnvel þá hugijómun sem svo
oft er rætt um,“ segir Jón. „Sér-
staða félagsins liggur í því að okk-
ur er kleift að fjalla um lífið og til-
veruna á víðara grunni en almennt
þekkist í öðrum félögum. Saman-
burður trúarbragða væri óhugs-
andi, ef félagið héldi sig við
ákveðnar kenningar eða kreddur.“
Þú talar um innri veruleika og
sagðir að hamingjuna væri ekki
að finna hið ytra. Hvernig sam-
ræmirðu þessa leit í tilfinningum
og dulvitund þeim niðurstöðum
sem þú hefur fengið með lestri
heimspeki, þ.e.a.s. vitsmunalegri
þekkingaröflun?
„Með því að átta okkur á því að
hugsunin, tilfinningamar og
skynjunin eru hugarins tilbúning-
ur og innihaldslaus, því nær
komumst við sjálfum okkur. Þeg-
ar við erum ekki neitt, sjáum við
að við erum allt og þá fáum við
samúð með öllum.
Þessi „lógik“ hjálpar manni að
fara þessa leið úr því að heim-
spekingarnir og skynsemin fara
hana. Þetta er sú leið sem flestir
skólar búddismans gefa lítið fyrir,
t.d. zen búddisminn og halda því
fram að það eigi bara að upplifa
þetta. Það er gott og gilt en það
er bara ekki mín leið.
Hins vegar virðist eins og allir
séu sammála um að hugleiðsla sé
af hinu góða - þótt vissulega
greini menn á um hveru mikil hún
eigi að vera.“
Hvað áttu við?
„Markmið hugleiðslu er tvenns
konar; annars vegar að koma ró og
kyrrð á hugann og hins vegar að
öðlast innsýn í veruleikann. Hver
og einn verður að velja sína leið.
Við fæðumst með vissa eigin-
leika, við ráðum engu um erfðir
og uppeldi, stöðu og umhverfi.
Þess vegna ráðum við mjög litlu
um það hvaða stefnu líf okkar tek-
ur, vegna þess að persónuleiki
barns mótast á fyrstu æviárunum
og við bregðumst síðan alltaf við
aðstæðum á þeim grundvelli. Til
dæmis ræðst makaval af djúp-
stæðri tilfinningu og viðbrögð
okkar í mannlegum samskiptum
verða oft ósjálfráð.
Við höfum kannski erft ein-
hverja hæfileika - eða einhverja
veikleika - og ráðum engu um það.
Þess vegna ættum við ekki frekar
að hrósa okkur af þeim eiginleik-
um en af hesti okkar.
Á hinn bóginn getum við notað
eigin innri veruleika - sem í dag
er kallað að ala sig upp, upp á
nýtt - og skapað nýja reynslu. Þá
breytist hið ytra sjálfkrafa þegar
innri viðhorf breytast.
Ytri breytingar eru gagnslaus-
ar ef innri viðhorf hafa ekki
breyst. Það eru ekki ytri atburðir
sem áhyggjum valda, heldur innri
viðhorf til þeirra. Rousseaeu
sagði: „Maðurinn er frjáls, en í
hlekkjum.“ Okkar frelsi er meira
en venjulegt kjörbúðafrelsi. Við
ráðum ekki gjöfinni á höndina en
við spilum sjálf úr henni. Þess
vegna er mikilvægast að átta sig á
því hvað er á valdi manns og hvað
ekki. Það er grundvallaratriði áð-
ur en hægt er að halda áleiðis.
Þegar ég hætti sem ráðuneytis-
stjóri vissi ég ekkert hvað ég
vildi. Maður veit það aldrei fyrr
en maður hefur séð innihaldsleysi
fyrri markmiða og eigin
ímyndana. Foucault segir ein-
hvers staðar: „Maður á að helga
sig því verkefni að búa sjálfan sig
til.“ Það er auðvitað ævilangt
verkefni. Við veljum ekki efnivið-
inn en verðum engu að síður að
smíða eitthvað úr honum.“
Þegar gildismatið breytist,
hrynja gömul form
Umbrotin í lífi Jóns voru nokk-
uð mikil næstu árin eftir að hann
hætti störfum í ráðuneytinu.
Hann vann sem lögmaður, sem
dósent í lagadeild og var um tíma
borgardómari. Auk þess leið
hjónaband hans undir lok árið
1989. Þegar Jón er spurður
hvernig honum hafí liðið á þessum
tíma segir hann: „Það er ákaflega
erfitt tilfinningalega að skilja.
Samt leið mér nokkuð vel vegna
þess að mér fannst ég hafa gert
rétt. Ég byrjaði nýtt líf, sagði
skilið við það gamla. Það hafa all-
ar ákvarðanir plúsa og mínusa og
maður velur þá leið sem hefur
fleiri plúsa. Ég var ekki í neinum
vafa um að ég hefði gert rétt, því
hvernig sem allt leit út þá átti ég
þó sjálfan mig og var frjáls.
Svo kemur auðvitað alltaf sá
tími sem maður setur spurningar-
merki við þær leiðir sem voru
farnar eftir skilnaðinn. Spurning-
ar um hvort þá hafi alltaf verið
valið rétt hverju sinni. En þegar
litið er til baka á samhengið, hef-
ur hver ákvörðun verið rétt og
maður endurnýjast, nýtur lífsins
og er fullur af krafti og áhuga
vegna þess að hver manneskja
sem maður hittir á lífsleiðinni er
kennari og hvert starf er lær-
dómsríkt."
Nú ert þú hluti af kynslóð sem
ekki skiptir um starf, nema annað
betra sé í boði og skilnaðir eiga sér
helst ekki stað. Hvers vegna er
þessi kynslóð svona fast skorðuð?
„Það eru eflaust margar ástæð-
ur fyrir því. Þetta er mikið rask,
bæði félagslega og fjárhagslega.
Svo eru það gamlar hefðir. Menn
halda alltaf að bráðum komi betri
tíð með blóm í haga - hlutimir
lagist. En á móti kemur að fram-
hjáhald tíðkast hjá þessari kyn-
slóð eins og öðrum og hefur alltaf
gert þar sem hjónaband er í ólagi.
Sjálfum finnst mér þá hjónaband-
ið orðið að stofnun sem grundvall-
ast á óheiðarleika - nema sam-
komulag sé um að þetta sé í lagi.
En þá finnst mér þetta orðin ein-
hver della og alls ekkert hjóna-
band lengur. Það byggir ekki
lengur á gagnkvæmri virðingu,
umhyggju og trausti.
Það er ekki síst heiðarleikinn -
og þá fyrst og fremst gagnvart
sjálfum sér - sem verður smám
saman að aðalatriði þegar maður
stokkar upp spilin á leið til
þroska. AJlt gildismat breytist,
þar með talið starfs- og makaval.
Breytingar á gildismati taka
mörg ár. Ég sat á Hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna í New
York í tólf ár. Ég dvaldi þar í
margar vikur í senn meðan á ráð-
stefnunni stóð og komst þá í þess-
ar bækur sem ekki voru til hér
heima. Það má segja að ég hafi
hellt mér út í heimspeki og sál-
fræði sem smám saman breyttu
afstöðu minni til lífsins. Ef ég
hefði ekki setið þessar ráðstefnur,
er óvíst að ég hefði farið þá leið
sem ég fór.“
Er hægt að lesa sig til þroska?
„Já, vegna þess að fyrsta skil-
yrðið er að skilja hlutina; það er
að segja, fyrst koma vitsmunirnir.
En það er ekki fyrr en maður
skynjar hlutina innan frá, alveg í
botn, sem einhver raunveruleg
breyting getur átt sér stað. En ég
fer aldrei ofan af því, þekkingin
kemur fyrst. Þannig snýr það við
mér en svo verður bara hver og
einn að finna sína leið.“
Breytist fólk á einum degi eftir
að hafa lesið árum saman?
„Nei, venjulega gerast breyting-
ar í stökkum, en það er alltaf lang-
ur aðdragandi að þeim, síðan kem-
ur úrvinnslutími sem maður byggir
á aðdragandanum og því sem ger-
ist eftir breytingarnar. Ég líki
þessu oft við að læra á píanó ...“
Það má geta þess til gamans að
árið 1977 hóf Jón nám í píanóleik,
byrjaði á upphafsreit og hélt
áfram þar til hann var kominn á
áttunda stig, en gefum honum
orðið: „Þegar ég var að læra á pí-
anó, tók ég eftir því að framfarir
komu í stökkum. Síðan tók ég eft-
ir því að það var alltaf visst
bakslag eftir framfarastökk en
svo jafnaði það sig. Þannig er
lífið.
SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 B 9
Heildarjóga (grunnnámskeið)
Fyrir þá sem vilja kynnast jóga og læra leiðir til slökun-
ar. Hatha-jógastöður, öndun, slökun, hugleiðsla, mat-
aræði, jógaheimspeki o.fl.
Leiðbeinandi er Daníel Bergmann.
Mán. og mið. kl. 20.00. Hefst 18. mars.
Svefnleysi
Daníel
Fjögurra vikna námskeið fyrir alla sem eiga erfitt með svefn og eru að
glíma við svefntruflanir.
Kenndar verða öndunar- og teygjuæfingar til að losa um streitu og
spennu, sem stuðlar að betri hvíld og dýpri svefni. Frætt verður um
leiðir til að hreinsa líkamann og viðhalda heilsu hans. Einnig verður
fjallað um mataræði, andleg lögmál o.fl.
Leiðbeinandi er Daníel Bergmann.
Þri. og fim. kl. 20.00. Hefst 24. mars.
Heilsa og næring
með Shantl Desal
Fimmtudaginn 19. mars kl. 20.00.
Shanti Desai mun fjalla um mataræði, heilsu og nær-
ingarfræði út frá sjónarhóli jóga. Kynnt verður notkun
fæðubótarefna og leiðir til að hreinsa líkamann.
Shanti Desai er jógameistari með yfir 45 ára reynslu
af ástundun og kennslu jóga. Hann er einnig efna-
fræðingur og næringarfræðingur með masters gráðu í
lífrænni efnafræði.
Shanti
Jógatímar, tækjasalur og pólunarmeðferð.
YQGA&
STU D I O
verslun fyrir
líkama og sál
LAUGAVEGI 174, SÍMI 569 5660