Morgunblaðið - 15.03.1998, Side 11

Morgunblaðið - 15.03.1998, Side 11
h MORGUNBLAÐIÐ „HITI drepuri" Slagorð Miklagljúfurs á skilti við áningarstað. Fólk er hvatt til að tylla sér þar í skuggann og drekka nóg vatn á göngunni. SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 B 11* IKORNI sníkir mat af ferðalöngum. Á bak við hann sést niður í Indíánagarða og fram á Plateau Point. Ferðamenn eru beðnir um að gefa villtum dýrum þjóðgarðsins ekki að éta, en því miður hunsa margir þau tilmæli. Morgunblaðið/Ragnhildur Sverrisdóttir r frá suðurbrún Miklagljúfurs niður að Indíánagörðum, trjáþyrpingunni sem sést fyrir miðri mynd. Stígurinn liggur áfram fram á Plateau Point, en ganga í 3a og til baka er góð dagleið, samtals tæpir 15 kflómetrar og hæðarmunur frá brún og niður um 930 metrar. Til hægri sést neðri áningarstaðurinn á stígnum. ILLISAUÐURINN virtist hafa klifið þverhníptan hamarinn. SUMIR kjósa auðveldu leiðina og leigja múlasna til að bera sig niður í gljúfur og upp aftur. • HÓTELIN í Miklagijúf- úrsþorpi eru opin allan ársins hring. Næsta stór- borg er Phoenix f Arizona, en þaðan eru um 360 kni norður að gljúfrinu. Þjóð- vegur 17 liggur beint í norður frá Phoenix, til borgarinnar Flagstaff, en þaðan er hægt að fara þjóð- veg 180 eða 64 að þjóðgarð- inum. Aðgangseyrir fyrir allt að sjö daga samfellda dvöl í þjóðgarðinum er borgaður við hliðið, 10 dalir á bfl, eða nírnar 700 krónur. Gang- andi eða hjólandi ferðalang- ar greiða 4 dali á mann, um 280 krónur.Daglegt flug er í boði frá Phoenix, Los Ang- eles og Las Vegas til flug- vallarins í þjóðgarðinum. öllum sem um hann fóru. Með góð- um vilja má líklega kalla slíka hegð- an viðskiptavit. Þunnt loft og orkubitar A hótelinu var okkur sagt að undirbúa okkur vel fyrir gönguna löngu. „Það er nú æskilegast ef fólk gefur sér tíma til að venjast þunna loftinu hér áður en það fer að reyna svona mikið á sig,“ sagði vingjarnleg kona í móttökunni og horfði rannsakandi á ferðalanga frá íslandi. Við vorum í 2.100 metra hæð yfir sjávarmáli og ætl- uðum að ganga 7,4 kílómetra stíg. - Hæðarmunur frá brún og niður í áningarstaðinn Indian Gardens um 930 metrar. Fólki er ekki ráðlagt að fara alla leið niður á gljúfurbotn og til baka á einum degi. Tilmæli konunnar um aðlögunar- tíma voru ekki virt, en við töldum ráðlegast að hlusta á heimamenn og taka nokkrar flöskur af vatni með í gönguna, ásamt einhverjum ókennilegum orkubitum, sem seld- ir voru á staðnum. Á fallegum um- búðunum var okkur lofað að einn bitinn væri með unaðslegu súkkulaðibragði, annar með keim af nýjum bláberjum og þriðji eins og ferskasti banani. Við keyptum ansi marga, enda engar veitingar ■ að fá í gljúfrinu. Klukkan 7 á fimmtudagsmorgni hófum við gönguna, með nokkra lítra af vatni í ólum um mittið og orkubitana í vösum. Það var frem- ur svalt í veðri svo snemma dags og enn svalara þegar við gengum inn í skugga klettaveggjanna. Við þurftum þó ekki að kvarta undan kulda síðar um daginn, þegar brennheit sólin skein beint ofan á okkur og hvergi var skugga að finna. Gott að vera með derhúfu. Skriðið í skjól Mannvirki eru fá á Stíg hins skínandi engils. Tveimur áningar- stöðum hefur verið komið upp, eft-’ ir um 2,5 og 5 km göngu, 350 og 600 metrum fyrir neðan brún. Margir ferðamenn ganga aðeins að þeim fyn-i eða síðari og snúa svo við. Flestum er ráðlagt að fara ekki lengi-a en að neðra húsinu og til baka á einum degi á heitasta tím- anum. Áningarstaðir þessir eru í raun bara þök á súlum, svo fólk geti skriðið í skjól þegar sólin verður ■ óbærilega heit. Þar er salerni, neyðarsími og líka hægt að bæta á vatnsflöskur, en vatnið er heldur' fúlt á bragðið og því betra að vera með eigin vatn á flöskum. Það var hins vegar ágætt að setjast aðeins niður í skjóii og rabba við aðra göngumenn, feðgin frá Japan, jarð- fræðinga frá Þýskaíandi, kennara frá Frakklandi, Bándaríkjamenn sem ætluðu í tveggja daga útilegu niður á gljúfurbotni, Dani í stuttrr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.