Morgunblaðið - 15.03.1998, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ
12 B SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998
1r
K
heimsókn. Þar sem við vorum
snemma á ferð var umferð um stíg-
inn þolanleg og í raun merkilega
lítil miðað við þær milljónir sem
heimsækja Miklagljúfur ár hvert.
Að vísu voru sumarfrí í bandarísk-
um skólum ekki byrjuð, svo fjöl-
skyldufólk hélt sig heima. Þess
Morgunblaðið/Ragnhildur Sverrisdóttir
STÍFLAN í Glen-gljúfri er um 230 metra há. Stórir flutningabflar sem
aka yfir brúna eru eins og agnarsmáir maurar.
VIÐ Miklagljúfur er boðið upp á
alls konar skipulagðar ferðir,
hvort heldur er gangandi, i bfl-
um, þyrlum, flugvélum, á baki
múlasna eða í gúmbát niður
Colorado ána. I ánni er að finna
hrikalegar flúðir, þar sem
gúmmítuðrur ferðalanga kastast
klettaveggja á milli, en þar er
líka hægt að sigla lygnari leiðir.
Ferðir niður hvítfyssandi flúð-
ir þarf að panta með einhverra
vikna fyrirvara og þvf komust
ferðalangar frá íslandi ekki í
slíkan leiðangur. Það var
kannski eins gott, þv/ daginn eft-
ir langa gðngu niður í gljúfrið
voru vöðvar ekki til stðrræð-
anna. Við kusum því að aka frá
Miklagljúfursþorpi upp með ánni
og stíga um borð í gúmbát sem
lagði upp frá stfflunni f Gien
gljúfri og dólaði f 4-5 stundir nið-
ur á, með hádegishléi á lítilli eyri
undir klettaveggnum. Við fórum
með rútu, komum við hjá indfán-
um og skoðuðum listmuni og
minjagripi og fórum þaðan að
stfflunni miklu.
Undir 230 metra stíflu
Það var sérkennileg tilfinning
að fara um borð fyrir neðan 230
metra háa stífluna. í fyrstu var
erfitt að gera sér grein fyrir ógn-
arhæð hennar, þegar mænt var
upp eftir hvítri steypunni. En svo
ók stór flutningabfll yfir brúna
framan við stffluna og virtist eins
og agnarsmár inaur. Það fór um
fólkið í þremur gúmmfbátum,
sem taldi sig sjá sprungur um all-
an stffluvegginn.
Bátarnir Iðgðu af stað, hver á
fætur öðrum, en konan sem sat
við stýrið á okkar hinkraði að-
eins svo hinir tveir hyrfu fyrir
næstii bugðu. Það var vel þegið,
við gátum nánast ímyndað okkur
að þetta væri eini báturinn á
fljótinu þennan dag.
Varla var stíflan mikla úr aug-
sýn þegar við misstum á ný til-
finningu fyrir hæð klettaveggj-
anna, enda hækkuðu þeir sífellt.
Eftir allnokkra siglingu benti
stýrimaðurinn upp í klettana og
við máttum hafa okkur öll við að
sjá litla, svarta, lárétta rönd f
klettunum. Niður af henni voru
„EF vel veiddist mörkuðu veiðimennimir fjölda dýranna á klettinn,
svo þeir sem á eftir kæmu vissu að hér væri gott að veiða.“
hvítar skellur. Þama var hreiður
gullarnar, goiden eagle. Sá fugl
er með rúmlega tveggja metra
vænghaf og getur hæglega gripið
kiðling f klæraar og flogið með
hann upp í hreiður. „Hreiðrið
virkar smátt, en það er nú samt
um 6 metrar á breiddina," sagði
stýrimaður og farþegamir horfðu
agndofa á hreiðrið og hvíta dritið
niður af því. „Ætli klettaveggur-
inn héma sé ekki hátt í kíló-
metra,“ bætti stýrimaður við og
hafði greinilega mikla ánægju af
að láta okkur gapa f forundran.
Dádýrateikningar
og silungur
Þeir sem kunna að leita réttu
ummerkjanna sjá mannvistarleif-
ar um öll gljúfur. Við klettasyllu
vom ógreinileg þrep í steininn
sem indfánar höfðu mótað fyrir
öldum og á litlu eyrinni, þar sem
við borðuðum hádegisverðinn, var
klettaveggurinn þakinn myndum
af veiðidýram. „Svona komu þeir
skilaboðum sfn á milli, indfánarn-
ir,“ sagði stýrimaður okkar. „Ef
vel veiddist mörkuðu veiðimenn-
irair Qölda dýranna á klettinn, svo
þeir sem á eftir kæmu vissu að
hér væri gott að veiða.“
Enn er næg veiðivon í gljúfrinu,
en nú eltast menn ekki við dádýr-
in. í Glen-gljúfri er mikill silung-
ur, sérstaklega regnbogasilungur
og hefúr stíflugerðin styrkt stofn-
inn verulega. Ain er ekki lengur
eins gruggug og hún var. Veiði-
menn sigla eftir henni á iitlum
bátum og fara í iand hvar sem dá-
litla eyri er að finna. Þar standa
þeir með flugustöngina sfna og
moka inn silungi. Þeir kipptu sér
ekkert upp við ferðalag okkar,
enda áin svo breið að við vorum
aldrei of nærri.
Ferðalangar eru ekki þeir einu
sem njóta Glen-gfjúfurs. Þarna
hafa margar kvikmyndir verið
teknar. Þegar Superman elti eld-
flaugar eftir hrikalegu gljúfri var
það Glen-gljúfur. Og þegar John
Travolta og Christian Slater börð-
ust í Broken Arrow var það einnig
í Glen gljúfri.
Þegar við fórum loks í land neð-
ar við ána voru aðrir gúmbátar að
leggja þar frá landi. Neðar í ánni
voru hvftfyssandi flúðir og spenna
ferðalanganna leyndi sér ekki. Að
vísu voru flúðiraar ekki upp á sitt
allra besta þennan dag, þar sem
svo mikið var f ánni, en þó þurftu
menn að hafa sig alla við og löðr-
ið bleytti hressilega f þeim. Við
settumst hins vegar upp í rútuna,
hæstánægð með rólegu siglinguna
eftir Glen gjjúfri.
VIÐ Indíánagarða
vegna gátum við líka mætt á stað-
inn án þess að panta hótelherbergi
fyrirfram, en ekki er hægt að mæla
með slíku kæruleysi á háannatíma,
frá júnflokum. Það jók líka á þá til-
finningu, að þarna væru fáir á ferli,
að stemmningin var einhvem veg-
inn ekki eins og á miklum túrista-
stað. Fólk gekk um bergnumið,
nánast hvíslandi; hver átti nóg með
sína upplifun. Allir kinkuðu vin-
gjamlega kolli, en lítið fór fyrir
samræðum nema á áningarstöðum.
Salamöndrur, íkornar og
villisauðir
Gangan reyndi lítið á í fyrstu og
stígurinn í raun þægilega aflíðandi.
Smám saman hitnaði og gangan
niður í móti fór að segja til sín. Það
gafst þó sjaldan tími
til að barma sér, til
þess var útsýnið allt
of stórkostlegt og
dýralífið ekki síður.
í Miklagljúfri skjót-
ast litlar salamöndr-
ur á milli steina og
íkornar skoppa um
allan stíg. Þeir em
orðnir svo gæfir eft-
ir áratuga kynni af
mannfólkinu að þeir
skoppa alveg að
ferðamanni og
sækja sér bita úr
höndum hans. Farið
er fram á að fólk
gefi þeim ekki að
éta, því þeir verða
háðir matargjöfum,
hætta að geta séð
sér farborða og það
sem verra er, bregðast hinir verstu
við neiti einhver að fæða þá.
Ikomabit er líklega ekkert skárra
en önnur bit. Það sama á við um
dádýrin. Á hveiju ári þurfa þjóð-
garðsverðir að skjóta mörg þess-
ara fallegu dýra, sem hafa veikst af
að éta alls konar mat frá mönnum
og jafnvel villst til að éta plastum-
búðir með.
Lofthræddur blaðamaður gætti
þess vandlega að ganga við innri
brún stígsins, því hrasi
menn tekur þverhnýpi við.
Árlega láta margir ferða-
menn lífið vegna glanna-
skapar; þeir hætta sér að-
eins of langt út á brúnina;
vilja ná aðeins betri
mynd. Stígurinn liggur
að vísu víðast hvar í
hlykkjum þannig að falli
menn út af honum enda
þeir aftur á honum, en
svo miklu neðar í
klettaveggnum að
fallið er lífshættulegt
og þarf því ekki 930
metra til.
Það var í slíkum
bratta sem villi-
sauður, sem
er nefndur Klettafjallasauður, kom
allt í einu upp fyrir brún stígsins
fyrir framan okkur. Við ætluðum
ekki að trúa eigin augum. Vissu-
lega höfðum við heyrt af ótrúlegri
fimi villisauðanna, en þessi virtist
hafa klifið þverhníptan hamarinn.
Við stóðum um stund og horfðumst
í augu. Svo fikraði hann sig nær.
„Vonandi er hann ekkert sérstak-
lega uppstökkur þessi,“ tuldruðum
við og þokuðum okkúr inn í lítinn
skúta í klettaveggnum. Sauðurinn
gekk fyrir skútann, stoppaði og
gjóaði á okkur aug-
um. Við hefðum
getað teygt okkur
og snert hanh. Þá
kom styggð að hon-
um og hann flýtti
sér fyrir næstu
bugðu á stígnum.
Við fylgdum á eftir,
en hann stakk sér
niður af stígnum.
Lóðbeint til and-
skotans. Héldum
við að minnsta
kosti. Við kíktum
fram af brúninni og
þama var hann,
einum fimmtán
metrum neðar, sall-
arólegur á vappi
eftir stígnum. Þess-
ir vfllisauðir voru
um tíma í mikilli út-
rýmingarhættu, en stofninn hefur
styrkst verulega síðustu árin.
Við urðum ekkert varar við
skröltormana, sem búa í gljúfrinu,
þeir hafa vit á að halda kyrru fyrir í
mesta hitanum. Fara á stjá á kvöld-
in og þá er betra að vera kominn
upp á brún aftur.
Áð í Indíánagörðum
Það var komið undir hádegi þeg-
ar við komum í Indian Gardens, án-
ingarstaðinn 930 metrum neðan við
brúnina. Þar er hægt að teygja úr
sér á trébekkjum, borða orkubita
og drekka enn meira vatn. Þama
býr þjóðgarðsvörður, sem bendir
ferðafólki á að taka allan pappír,
tómar vatnflöskur og bananahýði
með sér aftur upp á brún. Það em
engir öskukallar í Miklagljúfri.
Við dottuðum aðeins í skugga
tijánna í Indíánagörðum innan um
dádýr á beit og fylgdumst með und-
arlegustu skordýmm sem vora
greinilega hrifnari af orkubitunum
okkar en við. Við þorðum ekki að
stoppa mikið lengur en klukku-
stund. Við voram um fjóra tíma að
rölta niður, að vísu á mjög hægri
ferð, og ferðalöngum er ráðlagt að
reikna sér öllu ríflegri tíma til baka.
,J>ið erað svona 6-8 tíma að fara
þessa 7,4 kflómetra upp aftur,“
sagði stúlkan á hótelinu. Það er ekki
skemmtileg tilhugsun að paufast
stíginn í myrkri, svo við hófum
gönguna upp.
Það var öllu erfiðara en niðurleið-
in og upp í hugann komu hryllings-
sögur ferðabæklinganna um fólk
sem hafði örmagnast í hitanum,
fengið hjartaáfall, dáið Drottni sín-
um á Stíg hins skínandi engils.
Skilti við gljúfurbarminn og allir
bæklingar sem ferðamenn fá í
hendumar leggja mikla áherslu á að
það þýði ekkert að gefast upp á
miðri leið og óska aðstoðar. Þyrlur
era ekki sendar niður í gilið nema líf
liggi við.
„Heat kills!“ er slagorð Miklagljúf-
urs og enginn ferðamaður getur
borið því fyrir sig að hafa ekki vitað
að hveiju hann gekk; svo mikil
áhersla er lögð á aðvar-
anir. Þeir
sem ekki
treysta
sér í göng-
una geta
keypt undir
sig múlasna
og hlykkjast niður stíginn í lest.
Margir taka þann kostinn.
Þægilegur stóll við skrifborð á
Mogga er hreint ekki nógu góður
undirbúningur fyrir Miklagljúf-
ursklifur, en þó tók gangan upp
„aðeins“ tæpar fimm stundir.
Blaðamaður fann fyrir alls konar
vöðvum og sinum sem hann hafði
ekki hugmynd um að leyndust í
mannslíkama, en ánægjan var
ótrúleg. Sólin var lágt á himni og
skuggarnir í Miklagljúfri langir. Á
brúninni stóð ákaflega stoltur
ferðalangur, eftir tæplega 15 kíló-
metra göngu niður og upp og hn-
ussaði í augnabliks hrifningaræði:
„Iss, þetta var nú lítið mál!“