Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MÁLVERND og nýyrða- smíð er hvorttveggja iðja sem íslendingar eru sagðir duglegri við en flestar þjóðir. Reynt er að spoma við slettum og hamla gegn vaxandi áhrifum enskunnar, hreinsa málfarið. Helge Sandöy er prófessor í nor- rænum málvísindum við Björg- vinjarháskóla og flutti hann fyrir- lestur í boði heimspekideildar Há- skóla Islands í liðinni viku um norska nýhreinsunarstefnu. Hann segir að grundvallarmunur sé á stefnu málvemdunarmanna í Nor- egi og á Islandi. íslendingar vísi til ; sögulegra raka, tungan hafí verið grandvöllur þjóðlegrar menningar á umliðnum öldum, sé hornsteinn íslenskrar menningarviðleitni og sjálfstæðis. Þetta sé ekki hægt í Noregi en sem kunnugt er á sér- stakt, norskt ritmál sér mun skemmri sögu en íslenskt. „Við getum ekki lesið rit Snorra Sturlu- sonar á upprunalega málinu, verð- um að þýða þau á norsku,“ segir Sandöy og ekki laust við öfund í röddinni. Fjölbreytni og einsleitni Hann segir jafn mikilvægt að halda við fjölbreytni í tungumálum Jarðarbúa eins og fjölbreytileika f"tegundanna í lífríkinu. Nægileg fjölbreytni auki viðnámið ef kreppa komi upp. Þar sem eingöngu sé ræktað eitt afbrigði af jarðargróða eða dýram sé alltaf hætta á að sjúkdómur geti útrýmt afbrigðinu. Sama eigi við um tungumálin og menningarheima þeirra. „Tungan er undirstaða menning- arinnar á hverjum stað. Það er núna sterk hneigð til að staðla alla hluti, einfalda þá og gera þá léttari í vöfum, meðal annars í viðskiptum. ^ Við bendum á að sköpunargáfan á sér oft rætur í andstæðum. Ef alls staðar yrði talað sama málið myndi vanta þennan hvata, eggjunina sem ólík málsvæði og þar með ólík hugsun tryggir. Hvað yrði um áreitið sem hvetur okkur til að skilja ólíkar aðstæðm' annarra manna og hugsa málin upp á nýtt? Of mikil einsleitni gæti dregið úr menningarlegri framþró- un í heiminum. Með þessu er ég þó ekki að mæla gegn því að fólk læri vel aðrar tungur en sína eigin, því ..fer fjarri.“ Hann er spurður hvort ekki sé um ofstýringaráráttu að ræða og jafnframt hvort almenningur fyllist *ekki málótta við að heyra stans- lausar umvandanir, hætti að þora að tjá sig opinberlega af ótta við að brjóta af sér. „Auðvitað er alltaf hætta á því að við fórum offari í málnefndinni en við viljum leiðbeina, ekki sveifla vendi. Við þurfum að vera varkár og megum ekki taka of stór skref. Ef munurinn á því málfari sem við mælum með og máli almennings verður of mikill höfum við ekki lengur áhrif. Hins vegar held ég að málótti sé ekki mikið vandamál í Noregi. Fólk skrifar þar mikið í blöð og virðist ekki haldið neinum ótta. Miklu meira er um að menn fari hjá sér ef þeir ætla að skrifa erlent orð sem er orðið að mikið notaðri slettu en vita ekki hvemig á að stafsetja það. Mér dettur í hug orðið jógurt sem er ol'tast stafsett upp á ensku hjá okkur, yoghurt og fáir kunna þessa útgáfu af ritun orðsins. Norðmenn hugsa ekki eins mikið um tungumálið og Islendingar. Hlutverk okkar í norsku málnefnd- inni er að aðstoða almenning sem hefur ekki endilega þekkingu á sjálfu málkerfínu, framburðarregl- um og slíkum atriðum sem hægt er að læra um í háskóla. Við bendum t.d. á að hægt er að bera enska orð- ið juice, ávaxtasafí, fram sem jús. Það er einfaldara og auðveldara fyrir okkur en rétti, enski fram- burðurinn. Nú kunna mun fleiri ensku en áður gerðist og þá þurf- MÁLVERNDUNARSINNAR segja að vernda beri fjölbreytileikann í málsamfélagi heimsins eins og margbreytnina í lífríkinu. Norski málvísindamaðurinn Helge Sandöy um málhreinsun í heimalandi sínu Viljum leið- beina en ekki sveifla vendi A að vernda tunguna fyrir áhrifum ensk- unnar, sporna við slettum, útlenskulegri hugsun, orðaröð og setningaskipan - eða láta eins konar markaðslögmál tunffumáls- ins um að ráða för? Kristján Jónsson ræddi þessi mál við norska prófessorinn Helge Sandöy sem vill verjast ásókn ensk- unnar og efla nýnorsku. HELGE Sandöy, prófessor í norrænum málvísindum við Björgvinjarháskóla. um við frekar að auka meðvitund fólks um eðlilegan, norskan fram- burð á ensku orðunum." Mikill munur er á því hvaða stefnu er fylgt í þessum málum á Norðurlöndunum af hálfu ráða- manna menntamála. Danir fylgja engri hreintungustefnu eða púrisma eins og það er nefnt á fræðimálinu. Þeir leyfa erlendum orðum að hasla sér völl, reyna yfír- leitt enga stýringu, láta málið þró- ast að vild. Málnotkun fjölmiðla og almennings ræður ferð. Svíar eru varkárari en þeir eru ekki jafn mikið á varðbergi og við eða Norð- menn. Merkar þjóðtungur eins og enska og spænska urðu til þegar framandi mál hélt innreið sína og blandaðist máli eða mállýskum 'sém fyrir vora í landinu. Það er því varla einhlítt að erlend tungumála- áhrif hafí orðið þjóðum til ills. Sandöy segir það vissulega rétt og norska sé þegar orðin dæmi um slíkt mál, svo mikið af orðaforðan- um sé af erlendum toga. En breyt- ingarnar megi ekki gerast of hratt. Þróun hljóti alltaf að verða í málinu en ef jafn mikilvægur þáttur í þjóð- menningunni taki kollsteypu geti afleiðingarnar orðið meira rótleysi en menn ráði við. Vinsælt umræðuefni I Noregi óttast margir um framtíð tungunnar í heimi vax- andi alþjóðlegra samskipta og fjöl- miðlunar. Deilur um tunguna hafa þar oft verið fjörugar, eftirlæt- isumræðuefni ásamt trúardeilum, en kjarninn oftast verið deilan um ríkismálið (bókmálið) annars vegar og nýnorskuna sem var búin til á 19. öld og þá mjög horft til íslensk- unnar auk nokkurra mállýskna. Ríkismál er algengt fyrirbæri hjá öðrum Evrópuþjóðum en Is- lendingum og segja fræðimenn að oft sé um að ræða mállýskuna sem var öflugust í höfuðstað og þá hjá hirðinni. Þegar ríkisvaldið efldist og embættismenn létu meira til sín taka varð meiri þörf fyrir staðlað mál sem hægt væri að nota um allt ríkið. Umrædd gerð fékk smám saman hlutverk „rétta“ málsins - og varð að sjálfsögðu finna en hin- ar vegna þess að valdastéttin not- aði það. Að sögn Sandöy gegnir bókmálið eða ríkismálið norska þessu hlut- verki á sama hátt og háþýska í löndum þýskumælandi manna og Oxford-enska í Bretlandi. I ríkisfjöl- miðlunum á 25% af efni að vera á nýnorsku en 75% á ríkismálinu. Bók- málið er að granni til mjög líkt dönsku en með öðrum rithætti. Leikritaskáldið Ibsen ski'ifaði verk sín á bókmáli sem var nánast hrein danska. Hins vegar era svo nýnorska og fjölmargar mállýskur sem era talaðar utan Oslóarsvæðis- ins. „Bókmálið var ritmál sem hent- aði vel yfirstéttinni í Ósló. Fram- burðurinn er norskur en kerfið nokkuð ólíkt norsku, aðeins tvö kyn eins og í dönsku. Sjálfum fínnst mér að nýnorskan sé rétta norskan! Hún er málið þar sem tekið er tillit til allra mállýskna og ætti því að henta flestum Norð- mönnum.“ Undanfarin ár hafa málvöndun- armenn reynt að beina sjónum meira að baráttunni gegn erlend- um áhrifum, að sjálfsögðu ensk- unnar, á málkerfíð. Vilja þeir með- al annars að ensk orð verði stafsett upp á norsku. Þannig yrði sögnin „fíght“ (berjast) faite á norsku, nafnorðið barátta yrði fait. Sandöy nefnir fleiri dæmi um hreinsunarviðleitni. Enska orðið um snjóbretti er snowboard. Mál- hreinsunarmenn í Noregi vilja að notað sé orðið snobrett og hefur það unnið á en algengara er enn að nota enska orðið. Hornspyrna er nú kölluð hjornespark en þegar Sandöy var ungur var enska orðið corner allsráðandi. Enska hugtakið brain drain, atgervisflótti, er nú síður notað en norska orðið hjerneflugt. Ennfremur er mikið um að not- uð séu norsk orð um tölvuhugtök. „Öll forrit eru þýdd á norsku. Enskum hugtökum í olíuvinnslu var snarað á norsku fyrir 15 eða 20 árum, menn nota því norsku á borpöllunum í Norðursjónum, oft er þó líka notað enska orðið. Framkvæmdastjóri Statoil lét verja tíu milljónum norskra króna í að búa til norsk orð í stað hinna ensku. Þetta voru eiginlega leiðar- vísar sem voru þýddir, yfir 30 tals- ins að mig minnir. Þá þurfti oft að leysa viðfangsefnið með nýyrð- um.“ Snjóbrettið og unga kynslóðin Sandöy er liðlega fimmtugur, kvæntur og á þrjár dætur. „Norska sjónvarpið ákvað að nota orðið snobrett í frásögnum af vetr- arólympíuleikum, kannski tekst að ryðja því braut. Dóttir mín vill alls ekki samþykkja að snobrett sé betra en snowboard, þetta hefur oft verið rætt ívið matarborðið. f Henni finnst þetta ( hlægilegt. Ég hef sagt henni að eftir svona tíu ár verði hún að viðurkenna ósigur og segja líka snobrett, þá verði norska orðið búið að ná fótfestu.“ En slettir Sandöy sjálfur? „Já, auð- vitað kemur það fyrir en ég reyni að nota frekar norsk nýyrði." Hann segir aðspurður að stefna stjórnvalda sé skýr; verjast beri ásókn enskunnar. Menntamála- ráðuneytið í Ósló hafí nýlega ákveðið að auka fjárstuðning til að efla þann þátt starfsins. A þá að leggja áherslu á að norskan verði notuð í tölvufræðum, á alnetinu og almennt í því sem nefnt er einu nafni upplýsingatækni. Sterk hneigð til að staðla alla hluti 20% nota nú nýnorsku sem ritmál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.