Morgunblaðið - 15.03.1998, Síða 19

Morgunblaðið - 15.03.1998, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ I I I I I 1 ) J ( 3 i i . 1 I I I . Síðasta vígið fallið? TEKIST á við lax í Skriðuhyl í Svalbarðsá í Þistilfirði. ÞAÐ má segja að síðasta vígið sé fallið. Flugan skæða Frances náði síðasta sumar að verða veiðnasta flugan í Laxá í Aðaldal. Er það í fyrsta sinn, því Frances hefur ekki verið til þessa tiltakanlega skæð fluga í Laxá þótt hún hafi borið höf- uð og herðar yfir aðrar flugur í flestum öðrum ám. Bláar flugur hafa til þessa gefið best. Það var Þórður Pétursson sem tók þetta saman. Af 788 löxum sem veiddust á svæðum Laxárfélagsins veiddust 270 á flugu og þar af veiddust 47 á Frances. Flugan Dimmblá, sem er ein af gersemum Þórðar og verið hefur efst síðustu sumur, varð önnur með 21 lax og gamla brýnið Laxá blá, sem einok- aði efsta sætið árin fyrir daga Dimmblá, var nú þriðja með 19 laxa. Þá kemur gamalt uppáhald margra í Laxá, Night Hawk, með 11 laxa og Black Sheep með 9 stykld. Batnandi horfur Þórður hélt helst að þessi breyt- ing í fluguvali laxins kunni að hafa stafað af einkennilegum og óvenju- legum litarhætti Laxár síðasta sumar, en áin var með sterkum grænum lit vegna óvenjumikillar útskolunar lífrænna efna úr Mý- vatni. Þórður sagðist vera eftir atvikum bjartsýnn með sumarið sem senn fer í hönd. Eftir nokkurra ára lægð og stöðuga niðursveiflu hafi mátt merkja viss batamerki í Laxá í fyrra. „Það var talsvert af eins árs fiski og það veit venjulega á gott ár í tveggja ára fiski árið eftir. Þá verðum við að vona að fiskifræðing- arnir hafi rétt fyrir sér með smá- laxaspárnar fyrir sumarið," sagði Þórður. Norðausturhomið er jafnan nokkuð í umræðunni. Þar eru sveiflur hvað mestar í laxveiðinni. í flestum af þessum ám var slök veiði í fyrra og voru Þistilfjarðar- árnar sýnu lakastar. Nú horfir til betri vegar og fiskifræðingar spá góðri smálEixaveiði með reytingi af stærri laxi í bland. Sigurður Guð- jónsson, framkvæmdastjóri Veiði- málastofnunar, nefndi líklega veiði- tölu úr viðkomandi ám í samtali við Morgunblaðið, og byggði hana á seiðabúskap, ástandi á gönguseið- um í fyrra og almennu ástandi í hafinu, en vildi ekki láta hafa hana eftir sér þar sem „fæst orð hefðu minnstu ábyrgð“. Við látum nægja að nefna, að ef Sigurður getur nærri um veiðina þá verður líflegt í Þistilfirði og trúlega Vopnafirði og Aðaldal einnig, því þessar ár hald- ast yfirleitt í hendur. „Ég hef heyrt þetta og vonandi stenst það. Það má alveg fara að koma aftur upp- sveifla í Þistilfjörðinn," sagði Jör- undur Markússon, leigutaki Sval- barðsár, í samtali við blaðið. Þeir voru til stórir Enn styttist í upphaf sjóbirtings- vertíðarinnar. Stórir fiskar hafa veiðst síðustu ár, en til marks um að enn vænni fiskar voru á ferðinni fyrr á árum væri ekki úr vegi að vitna aðeins í viðtal sem Sigmar Ingason tók við Steingrím Skúlson í Mörtungu í nýjasta félagsblaði Stangaveiðifélags Keflavíkur. Steingrímur segir: „Það komu oft mjög stórir fiskar í þessa netstubba okkar. Sá stærsti sem ég man eftir var hrygna sem kom í net í Réttar- hylnum. Ég man nú ekki með vissu hvað hún var þung, en hún var yfir 100 sentimetrar að lengd ...“ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 B líf* Aöalfundur Granda hf. verður haldinn föstu 3. apríl 1998, kl. 16: í matsal fyrirtækis Norðurgarði, Reykjavík. DAGSKRA 1 • Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegartillögur, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aöalfund. Atkvæðaseölar og fundargögn veröa afhent á fundarstaö. Óski hluthafar eftir að ákveöin mál veröi tekin til meöferöar á aöalfundinum, þarf skrifleg beiöni um þaö að hafa borist félagsstjórn með nægjanlegum fyrirvara, þannig aö unnt sé aö taka máliö á dagskrá fundarins. Hluthafar, sem ekki geta mætt á fundinn, en hyggjast gefa umboö, þurfa aö gera þaö skriflega. STJÓRN GRANDA HF. GRANDI HF. NORÐURGARÐI, 101 REYKJAVÍK Kaupmannahöfn aðeins 27.440 kr. Osló - aðeins 28.000 kr. Stokkhólmur aðeins 26.720 kr.* Til Norðurlanda á frábæru verði Ferðir skulu famar á túnabilinu 1. mars til 8. maí (síðasti brottfarardagur.) Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags og hámarksdvöl er 1 mánuður. Böm 2ja -1 lára greiða 67%. Böm yngri en 2ja ára greiða 10%. Hafið samband við söluskrifstofur okkar, ferðaskrifstofumar eða símsöludeild Flugleiða í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8 -19 og á laugard. kl. 8 -16.) Vefur Flugleiða á Intemetinu: www.icelandair.is Netfang fyrir almennar upplýsingar: info@icelandair.is 18. MAÍ ’ Innifalið: ilug og flugvallarskattar FLUGLEIDIR Traustur íslenskurferðafélagi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.