Morgunblaðið - 15.03.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.03.1998, Qupperneq 1
 ATVINNURAD- OG SMÁAUGLÝSINGAR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR15. MARZ1998 BLAÐ E ATVINNUAUGLÝSINGAR Læknir á Fjórðungs- sjúkrahtísinu STAÐA deildarlæknis á geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar frá 1. júní. Læknirinn fær í starfí sínu leiðsögn og kennslu hjá þrem geðlæknum deildarinnar auk námskeiða í geðlæknisfræði í Reykjavík. Einnig er laus staða yfiriðjuþjálfa frá 1. júlí. Með iðju- þjálfa starfar annar iðjuþjálfí sem aðallega sinnir sjúkling- um í dagvist og aðstoðarmaður í hálfu starfí. Bakari í Vestmanna- eyjum BAKARI óskast til starfa í góðu bakaríi í Vestmannaeyj- um sem framleiðir fyrir eigin verslun, matvöruverslanir og eigið konditori sem tekur 30 manns í sæti. Sérgrein: helst kökur og skreytingar. Upplýsingar gefur Bergur í síma 4812664 og 4812466. Starf hjá margmiðl- unarfyrirtæki MARGMIÐLUNARFYRIRTÆKIÐ Gagarín ehf. óskar eftir að ráða tímabundið eða til lengri tíma forritara með kunnáttu og reynslu í forritun og vinnslu í Macromedia Director. Grunnþekking í gagnagrunnavinnslu og forritun í Java eða C++ æskileg en þó ekki nauðsynleg. RAÐAUGLÝSINGAR Hugmyndir vegna ræktunarátaks STEFNT er að því að á sumri komanda verði auknar gróð- ursetningar innan borgarhverfanna í Reykjavík. Leitað er • eftir ábendingum frá borgarbúum um verkefni fyrir Vinnuskóla Reykjavíkur við ræktun í hinum ýmsu hverf- um borgarinnar. Rannsókn á arfgengi psoriasis NÝLEGA hófst hér á landi rannsókn á því hvemig húðsjúk- dómurinn psoriasis erfist. Nú vantar fleiri sjálfboðaliða og _ báða foreldra þeirra. Ekki skiptir máli hvort foreldramir hafa psoriasis. Nánari upplýsingar fást í síma 560 1960 milli kl. 16 og 18 frá mánudeginum 16. mars til 20. mars. SMÁAUGLÝSINGAR Myndakvöld hjá Ferðafélaginu FERÐAFELAG Islands minnir á myndakvöld frá Færeyjum og Skotlandi nk. miðvikud. kl. 20.30 í Mörkinni 6. Kristján M. Baldursson og Ingi Sigurðsson sýna. Samkoma hjá Klett- inum KLETTURINN auglýsir Krakkakirkju kl. 11.00 og al- menna samkomu kl. 20.00. Predikun: Jón Þór Eyjólfsson. Beðið fyrir sjúkum. Bænastund miðvikudag kl. 20.00. UNGA fólkið á Selfossi og nágrenni er meðvitað um mikilvægi umhverfisverndar og endurvinnslu á pappír. Góður árangur í pappírs- söfnun hjá Sorpstöð Suðurlands Selfossi - Umhverfismál ýmiss konar hafa mikið verið til umræðu á seinustu misserum. Viðhorfs- breyting gagnvart sorpmeðhöndlun og endur- vinnslu hefur orðið til batnaðar sem og umhverfis- vitund almennt. Þar hafa Sunnlendingar ekki látið sitt eftir liggja. Á Suðurlandi hefur verið mót- taka á pappír til endurvinnslu í tæp tvö ár. Móttaka var í fyrstu bundin við stærri þéttbýliskjarna en síð- astliðið sumar bættust átta sveitar- félög í hóp þeirra níu sem buðu þessa þjónustu fyrir. Femusöfnun bættist við í júlí sl. en söfnunin er samvinnuverkefni Mjólkurbús Flóamanna og Gámaþjónustunnar og hefur árangur af þeirri söfnun verið mjög góður, að sögn forsvars- manna Sorpstöðvar Suðurlands. Eyrbekkingar standa sig best af Sunnlendingum, en þar skila íbúar 18,4 kg af femum og pappír pr. mann á ári. Rétt á eftir Eyrbekk- ingum koma Selfyssingar og Hvol- hreppur er síðan í þriðja sæti. Árangur Eyrbekkinga og Selfyss- inga er sá besti á landinu, sam- kvæmt upplýsingum frá Guðmundi Tryggva Olafssyni, starfsmanni Sorpstöðvar Suðurlands, og til samanburðar má geta þess að á Egilsstöðum og nágrenni hafa safnast 8 kg pr. mann á ári. Byggðastofnun Höfuðstöðvarnar til Selfoss SAMTÖK sunnlenskra sveitarfélaga og Atvinnu- þróunarsjóður Suðurlands hafa lagt til að höfuð- stöðvar Byggðastofnunar verði fluttar til Selfoss. Bent er á breytingar sem undanfarið hafa verið gerðar á Byggðastofnun og lítinn hlut Suðurlands í starfsemi stofnunarinnar. Samþykkt stjóma Sam- taka sunnlenskra sveitarfélaga og Atvinnuþróunar- sjóðs Suðurlands fer hér á eftir. ,Á fundi sínum 4. og 11. mars sl. samþykktu stjórnir Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga og Atvinnu- þróunarsjóðs Suðurlands eftirfar- andi ályktun samhljóða: Að undanförnu hafa róttækar breytingar verið gerðar á skipulagi Byggðastofnunar. Samþykkt hefur verið að þróunarsvið stofnunarinnar flytjist á Sauðárkrók og einnig að útibú stofnunarinnar á ísafirði, Sauðárkróki og Egilsstöðum verði lögð niður og sameinuð starfsemi atvinnuþróunarfélags á hverju svæði. Á Suðurlandi hefur ekki verið starfandi útibú Byggðastofnunar en hins vegar hefur verið rekinn hér öflugur atvinnuþróunarsjóður, AÞS, um langt árabil. Sjóðinn hafa sveit- arfélögin byggt upp með því að leggja í hann á hverju ári sem nem- ur einu prósenti af tekjum sínum. Starfsemi hans hefur Byggðastofn- un styrkt eins og starfsemi hlið- stæðra sjóða og félaga annars stað- ar á landinu, nú síðast með samn- ingi sem gerður var 1996 og gerði AÞS kleift að fjölga starfsmönnum og auka starfsemi sína. Með hliðsjón af þeim breytingum á Byggðastofnun sem að ofan getur og litlum hlut Suðurlands í starfsemi Byggðastofnunar hingað til leggja stjómir Atvinnuþróunarsjóðs Suður- lands og Samtaka sunnlenskra sveit- arfélaga til við stjóm Byggðastofn- unar að höfuðstöðvar stofnunarinnar verði fluttar til Selfoss. Slíkur flutn- ingur væri í fullu samræmi við þá stefnu sem stjóm Byggðastofnunar hefur markað og ef flutningur rílás- stofnana út á land er yfirleitt talinn æskilegur hlýtur Byggðastofnun að koma þar hvað helst til álita vegna eðlis starfseminnar.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.