Morgunblaðið - 15.03.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 15.03.1998, Síða 4
4 E SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ötflutnin^ur hujbúnaöar Vegna stóraukinna umsvifa opnast enn ný og spennandi tækifæri hjá EJS. Um er að ræða störf tengd þróun og uppsetningum á vörustjórnunarkerfinu MMDS (Merchandise Management Database System) fyrir verslanakeðjur í eigu stórfyrirtækisins Dairy Farm International. Nú standa yfir stór verkefni í Ástralíu en einnig er unnið fyrir fyrirtæki í Hong Kong, Singapúr og fleiri löndum. MMDS er þróað með Oracle biðlara- miðlara tækni í Windows NT og Unix umhverfi. Sérfræðingur - Hugbúnaðargerð - MMDS: Leitað er að áhugasömum og vel menntuðum einstaklingum til hugbúnaðargerðar fyrir notendur MMDS. Æskilegt er aö umsækjendur hafi þekkingu á Oracle og Unix. Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með hópvinnu og hafa vilja til þess að tileinka sér fagleg vinnubrögð. Prófun hugbúnaðar - MMDS: Leitað er að samviskusömum einstaklingum til starfa við prófanir á MMDS. (starfinu felst gerð prófanalýsinga og framkvæmd prófana. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af hugbúnaðargerð eöa prófunum á hugbúnaði. Umsækjendur þurfa að hafa vilja til að tileinka sér skipulögð og öguð vinnubrögð og nákvæmni I starfi. Kennsla - MMDS: Leitað er að áhugasömum einstaklingi til starfa viö kennslu á MMDS. í starfinu felst gerð kennslugagna og kennsla fyrir notendur kerfisins. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi reynslu af kennslu / notendaaðstoð á hugbúnaðarkerfum. Færni í enskri tungu bæði mæltu máli og rituðu er nauðsynleg. Kennslan mun að mestu fara fram erlendis. Upplýsingar um störf þessi veita Páll Freysteinsson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs EJS (pall@ejs.is) og Snorri Guðmundsson, framkvæmdastjóri verkefnasviðs EJS International (snorri@ejs.is). Umsóknir berist EJS fyrir 26. mars merktar Starfsumsókn - MMDS. EJS er eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði upplýsingatækni. Þjónusta EJS nær til flestra hliða nútíma upplýsinga- og samskiptatækni, allt frá sölu og þjónustu á heimsþekktum vél- og hugbúnaði, til nýsmíða og þróunar á hugbúnaði og lausnum fyrir atvinnulífið, hér á landi sem erlendis. EJS leggur metnað sinn í að bjóða starfsöryggi, jafnrétti, sanngjörn laun og jákvætt, gefandi starfs- umhverfi. Áhersla er lögð á fræðslu og þjálfun starfsfólks, sjálfstæði og hópvinnu. EJS hefur hlotið Tick-IT vottun í hugbúnaðargerö og er unnið eftir ISO 9001 gæðakerfi. EJS International er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem selur vörustjórnunarhugbúnaðinn MMDS á alþjóðamörkuðum. EJS International vinnur skv. ISO 9001 gæðastaðlinum. EJ S® sINTERNATIONAL Sími 563 3000 • Fax 568 8413 EINAR). SKÚLASON HF http://www.ejs.is LZit Crensásvegi 10 LANDSLAGSARKITEKT Okkur hefur verið falið að finna landslagsarkitekt framtíðarstarf hjáfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða hönnunarþjónustu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Við leitum að hugmyndaríkum einstaklingi sem vill taka þátt í að byggja upp og þróa spennandi þjónustu. Um hlutastarf er að ræða og sveigjanlegan vinnutíma. Nánari upplýsingar veita Magnús Haraldsson og Líney Sveinsdóttir hjá Ráðgarði hf. frá kl. 9 -12 í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs fyrir 19. mars merktar: „Landslagsarkitekt". RÁÐGARÐUR hf STJÓRNUNAR- OG REKSTRARRÁÐGJ ÖF FurugerðiS 108Reykjavík Sími 5331800 Fax: 5331808 Netfang: rgmidlun@radgard.is Heimasíða: httpý/www.radgard.is Skattstjórinn í Reykjavík Skattstjórinn í Reykjavík auglýsir lausartil um- sóknar eftirtaldar stöður: Á atvinnurekstrarskrifstofu: Starfið varðar endurskoðun og álagningu á aðila í atvinnurekstri. Umsækjandi þarf að hafa lokið prófi í viðskiptafræði, hagfræði, rekstrar- fræði eða búa yfir sérþekkingu og/eða reynslu á sviði skattaréttar. Á eftirlitskrifstofu: Starfið varðar bókhaldsskoðun og eftirlit með skattskilum hvða varðar tekju- og eignaskatt, virðisaukaskatt, tryggingagjald, staðgreiðslu o.fl. Umsækjandi þarfað hafa lokið prófi í við- skiptafræði, hagfræði, lögfræði eða hafa sam- bærilega menntun. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað sem um- sækjandi vill taka fram, þurfa að berast em- bættinu fyrir27. mars 1998. Laun sam- kvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna. Sveinbjörn Strandberg, starfsmanna- stjóri, veitir nánari upplýsingar og tekur við umsóknum. Öllum umsóknum mun verða svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Skattstjórinn í Reykjavík, Tryggvagötu 19,150 Rvík., sími 560 3600. ® Skiltagerð og útstillingar Óskum eftir að ráða starfskraft í útstillingadeild okkar í eftirfarandi starf. Starfslýsing: • Umsjón með gerð merkinga og verðskilta • Útstillingar og framsetning vara (decoration) Hæfniskröfur: • Reynsla og/eða þekking á vöruframsetningu • Góð tölvukunnátta • Góð enskukunnátta • Vera námsfús, stundvís og reglusamur. • Eiga auðvelt með að vinna með fólki Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. IKEA er eitt stærsta fyrirtæki í heimi á sviði húsbúnaðar. Markmið IKEA er að gera daglegt líf fólks þægilegra. Það gerum við með því að bjóða upp á breitt vöruúrval af vel hönnuðum og hagnýtum húsbúnaði á það góðu verði að þorri fólks hefur efni á að kaupa hann. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 23. mars 1998, merktar: „KLIPPAN — 3801." Tölvunarfræðingur MYLLAN Myllan-Brauð hf. óskar að ráða tölvunarfræðing til starfa sem fyrst. Hæfniskröfur eru góð þekking á: UN/X- kerfi /Vove//-netkerfi Oracle gagnagrunni Concorde bókhaldskerfi, NT-server, PC netkerfi og interneti. Æskilegt er að viðkomandi hafi a.m.k. 2ja ára starfsreynslu og framhaldsmenntun á tölvusviði. Starfið erfjölbreytt og krefjandi og viðkomandi þarf að geta starfað mjög sjálfstætt. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Skriflegar umsóknir ásamt mynd óskast sendartil Ráðningaþjónustu Hagvangs hf merktar „Myllan-Braud hf" fyrir 26. mars n.k. Rótt þekking i rittum tlma -fyrír rótt fyrírteaki HAGVANGUR RADNINGARÞIÖNUSTA Coopers & Lybrand Hagvangur hf. Ske'ifan 19 108Reykjavík Sími 581 3666 Bréfsími 568 8618 Netfang radningar@coopers.is Veffang http://www.coopers.is Tæknimaður/ byggingafulltrúi — laus staða Staða tæknimanns/byggingafulltrúa hjá Reyð- arfjarðarhreppi er auglýst laus til umsóknar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Þann 7. júní nk. sameinast Reyðarfjörður, Eski- fjörður og Neskaupstaður í eitt sveitarfélag. Tæknideildir sveitarfélaganna sameinast þá í eina tæknideild með 3—4 stöðugildum. Sá starfsmaður, sem við auglýsum hér eftir, verð- ur þátttakandi í að móta nýja tæknideild. Launakjör skv. samningi sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Nánari upplýsingar gefursveitarstjóri í síma 474 1245. Umsóknirskulu sendar skrifstofu Reyðarfjarð- arhrepps, Búðareyri 7, fyrir 1. apríl nk. ísak J. Ólafsson, sveitarstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.