Morgunblaðið - 29.03.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 E 11
Framkvæmdastjóri
Meistarafélag iðnaðarmanna í
Hafnarfirði óskar að ráða fram-
kvæmdastjóra. Helstu verkefni
framkvæmdastjóra eru:
• Stjórnun
• Félagsstörf
• Eftirlit með uppmælingum
• Kostnaðaráætlanir
• "niboðsgerð
• Útgáfumál
• Umsjón með fasteignum
• Ráðgjöf
Leitað er að iðnmenntuðum manni
með frammhaldsmenntun á
tæknisviði, sem hefur áhuga á
stjórnunarstarfi. Einnig er
nauðsynlegt að viðkomandi sé
sjálfstæður, hafi ánægju af sam-
skiptum og sé þjónustulundaður.
Góð framkoma, tölvukunnátta og
skipulagshæfileikar er skilyrði.
Starfið erfjölbreytt, mjög krefjandi
og hentar drífandi og dugmiklum
einstaklingi.
Upplýsingar um starfið veita einungis
Katrín S. Óladóttir og Eyrún M. Rúnarsdóttir
hjá Ráðningarþjónustu Hagvangs hf.
Skrifleg umsókn ásamt mynd með
ítarlegum upplýsingum um starfsferil
og reynslu óskast send til Ráðningar-
þjónustu Hagvangs hf, fyrir 4. april n.k.
T
A5
Rótt þekking á róttum tíma
■fyrir rótt fyrirtæki
HAGVANGUR RADNINGARHÖNUSIA
Coopers & Lybrand
Hagvangur hf.
Skeifan 19
108Reykjavík
Sími 581 3666
Bréfsími 568 8618
Netfang
radningar@coopers.is
Veffang
http://www.coopers.is
Toll- og
útflutningsskjalagerð
Góð laun í boði fyrir réttan aðila.
Fyrirtækið er
þekkt og traust
þjónustu-
fyrirtæki ú
höfuðborgar-
svæðinu og
býður upp ú gott
starfsumhverfi
oggóðan
starfsanda.
STARFSSVIfi
► Tollskjalagerð og tottflokkun
► Heilsdags framtíðarstarf
HÆFNISKRÖFUR
► Reynsla af toll- og
útflutningsskjalagerð nauðsynleg
► Öguð og sjáffstæð vinnubrögð
► Hæfni í mannlegum samskiptum
Nánari upplýsingar veitir
Jensína K. Böðvarsdóttir hjá Gallup.
Umsókn ásamt mynd þarf að berast
Gallup fyrir föstudaginn 3. apríl - merkt
„Toll- og útflutningsskjalagerð 212 ".
GALLUP
RÁÐNINGARÞJÓNUSTA
Slmi: 540 1000 Fax: 564 4166
Einstakt atvinnutæki-
færi í Bandaríkjunum
Caliber Solutions LLC leitar að reynslumiklum
verkefnisstjórum, ráðgjöfum og forriturum sem
hafa unnið með Concorde XAL eða AXAPTA
Caliber Solutions LLC er hugbúnaðarfyrirtæki í Bandaríkjunum sem
selur AXAPTA pakkann frá IBM og Damgaard International. Banda-
ríkjamarkaður hefur tekið AXAPTA opnum örmum og Caliber hefur
mörg verkefni í gangi.
Caliber Solutions LLC er staðsett i Stamford, Connecticut, 45 mínútur
fyrir norðan New York-borg. Við munum útvega atvinnuleyfi fyrir
hæfa umsækjendur.
Við bjóðum 3ja ára samning og sjáum um þjálfun í AXAPTA.
Vinnulýsing verkefnisstjóra og ráðgjafa
sem bera ábyrgð á stjómun á uppsetningu
AXAPTA hjá viðskiptavinum:
• Verkefnisstjórnun og samskipti
• Þarfagreiningu og sérhönnun
• Uppsetning, þjálfun og verkefnislok
Hæfni
• Þekking á flestum modulum í Concorde XAL
• Reynsla í verkefnisstjórnun í Concorde XAL
• MBA gráða í viðskiptafræði, framleiðslu-
stjórnun eða endurskoðun
• Góð enskukunnátta
Vinnulýsing forritara:
• Forritun í AXAPTA með Javalíku máli, X++
• Þróun á vipskiptalausnum
Hæfni
• Þekking á MS SQL og IBM DB2 Database
• Þekking á modulum í Concorde XAL
• Góð enskukunnátta
• Bsc eða Msc í tölvufræði og verkfræði
Vinsamlega hringið og biðjið um Birgi Nilsen
eða Einar Úlfsson eða sendið ferilsskrá („res-
ume") til Caliber Solutions LLC, 177 Greenwich
Ave., Stamford, CT 06902. Tel. 203 348 8929 -
fax 203 324 7966. E-mail info@calibersol.com
Smiðir óskast
Smiðir vanir flekamótum og hefðbundnum
uppslætti óskast í vínnu á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu sem fyrst.
Upplýsingar gefnar í símum 566 8900/892 3349.
M k I f t á r ó s
Sölumaður
Adidas umboðið á íslandi óskar að
ráða sölumann til starfa sem fyrst
Starfssvið:
Sala og markaðssetning á vörum
fyrirtækisins. Vinnsla auglýsingaefnis,
þátttaka í mótun hugmynda, kynning
og sala hugmynda til viðskiptavina,
dagleg samskipti við viðskiptavini
fyrirtækisins, samningagerð við
íþróttafélög og einstaklinga í íþrótta-
hreyfingunni, samskipti við erlenda
birgja. Onnur verkefni sem tengjast
sölu og markaðsmálum.
Við leftum að duglegum og skemmti-
legum aðila, sem hefur ríka þjónustu-
lund og hefurgaman af mannlegum
samskiptum.
Skilyrði er að viðkomandi hafi
áhuga á íþróttum og hafi innsýn inn
í heim íþróttanna.
Nauðsynlegt er að viðkomandi
hafi góða tölvuþekkingu og góða
kunnáttu í ensku.
Reyklaus vinnustaður.
Upplýsingar veitir Drífa Sigurðardóttir.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir
ásamt mynd til Ráðning^rþjónustu
Hagvangs hf. merktar „Iþróttir" fyrir
7. apríl n.k.
T
A Rí
Róttþekking á róttum tfma
fyrir rétt fyrirtæki
HAGVANGUR RADNINGARHÚNUSIA
Coopers & Lybrand
Hagvangur hf.
Skeifan 19
108 Reykjavík
Sími 581 3666
Bréfsími 569 8618
Netfang
radningar@coopers.is
Veffang
http://www.coopers.is
Leikskólastjóri.
Starf leikskólastjóra við leikskólann Sólvelli
í Neskaupstað er laust til umsóknar. Laun skv.
kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og
Félags leikskólakennara.
Starfið veitist frá 1. júlí nk.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl.
Nánari upplýsingar veita bæjarstjóri ogfjár-
málastjóri í síma 477-1700.
Bæjarstjórinn í Neskaupstað.
Rafvirki
SMITH &
NORLAND
vill ráða rafvirkja til afgreiðslustarfa í
heildsöludeild sem fyrst.
Leitað er að drífandi og snyrtilegum einstakl-
ingi með góða vöruþekkingu og áhuga á þjón-
ustu og viðskiptum.
Hér er um að ræða gott framtíðarstarf.
Umsóknareyðublöd og allar nánari upplýs-
ingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar,
Háteigsvegi 7, og skal umsóknum skilað
á sama stað.
Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl.
Guðnt Tónsson
RÁÐGÍÖF & RÁDNINGARÞjÓNUSTA
HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22
HJÚKRUNARHEIMILI
v/GAGNVEG - GRAFARVOGI
Hjúkrunarfræðingar
/nemar
Á Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi vantar nú
þegar hjúkrunarfræðinga á kvöld/ og morgun-
vaktir. Einnig vantarfrá 1. maí hjúkrunarfræð-
inga á næturvaktir.
Sjúkraliðar/
Sóknarstarfsfólk með
umönnunarnámskeið
Nokkrar stöður eru lausar í byrjun apríl á heim-
ilinu, einnig vantar í sumarafleysingar frá
1. júní.
Hafið samband og fáið upplýsingar hjá hjúkr-
unarforstjóra, Birnu Kr. Svavarsdóttur í síma
587 3200 alla virka daga frá kl. 8.00 — 16.00.
HRÍSEYJARHREPPUR
Skólastjóri
— kennarar
Grunnskólann í Hrísey vantar skólastjóra
og kennara næsta skólaár.
Um er að ræða almenna bekkjakennslu á
yngsta stigi og/eða miðstigi, stærðfræði, nátt-
úrufræði og sérkennslu á elsta stigi, tölvur,
íþróttir o.fl. á öllum stigum.
í skólanum verða næsta skólaár 38 nemendur
í 1.—9. bekk sem kennt verður í 3—4 umsjónar-
hópum.
Upplýsingar gefa Svanhildur Daníelsdóttir,
skólastjóri, vinnusími 466 1763 og heimasími
466 1739 og Sigrún Guðlaugsdóttir, formaður
skólanefndar, heimasími 466 1770.
Umsóknarfrestur ertil 15. apríl nk.
Sveitarstjóri.
Hálfsdagsstarf
SS, Fosshálsi 1, Reykjavík
Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða sem
fyrst verkafólktil starfa í afgreiðsludeild félags-
ins í Reykjavík. Vinnutími erfrá kl. 7.00—13.00
virka daga.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
félagsins, Fossháli 1, Reykjavík, og í starfs-
stöðvum félagsins á Flvolsvelli og Selfossi.
Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri
í síma 575 6000.