Morgunblaðið - 29.03.1998, Blaðsíða 23
'MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 E 23^
I
I
J
J
I
J
J
J
I
I
J
J
I
1
I
9
I
H
öllum krökkum sem láta sér annt
um uppeldi og umönnun hunda.
Einkunnarorðin eru sport-
mennska, hollusta og sjálfsagi, og
ábyrgð gagnvart dýraríkinu er í
hávegum höfð. Ungt fólk í dag er
hundaeigendur framtíðarinnar og
nýlega gekk unglingadeildin til
samstarfs við skátahreyfinguna í
Bretlandi sem er virðingarvert
framtak.
Á sunnudagsmorgun hófst svo
„International junior handling“
keppnin þar sem Auður Sif keppti
ásamt 29 öðrum bömum frá jafn-
mörgum löndum. Skiljanlega voru
þau ekki með sína eigin hunda
heldur fengu þá lánaða. Þau höfðu
frjálst val á tegund og Auður Sif
óskaði eftir Irskum setter og fékk
yndislega tík sem hét Della. Fjöl-
skylda hennar tekur virkan þátt í
unglingastarfi hundaræktarfélags-
ins og Della því vön að vera innan
um böm og hunda. Þær stöllur
fengu klukkutíma til að kynnast
hvor annarri áður en keppnin
hófst. Þær náðu frábærlega vel
saman á þessum stutta tíma og
lófaklapp og fagnaðarlæti heyrð-
ust frá áhorfendabekkjum sem
vora fullsetnir er ísland var kallað
inn í hringinn, 12. landið í röðinni.
Auður Sif sagðist hafa fundið fyrir
örlítilli spennu, svo var einnig um
hina krakkana. En þegar á hólm-
inn var komið var hún róleg og
brosandi og svo sannarlega glæsi-
legur fulltrúi landsins okkar.
Krakkamir vissu fyrirfram að þau
myndu skipta um hundategund.
Það er gert til að sjá hvort þau
hafa vald á fleiri en þeim tegund-
um sem þau em vön að sýna. Auð-
ur Sif fékk Petit basset griffon
vendeen, tegund sem ekki er til
hér á landi, en það kom ekki að
sök, svo frábærlega stóð hún sig.
Dómari var I. Nilsson frá Sví-
þjóð, virtur ræktandi og dómari,
en einnig móðir þriggja bama svo
hún átti auðvelt með að vinna með
ungu sýnendunum. Hún var ekki í
öfundsverðu starfi að velja úr
hópnum, svo frábærlega stóðu
krakkarnir sig. Að lokum setti hún
stúlku frá Bandaríkjunum í 1.
sæti, pilt frá Rússlandi í 2. sæti og
stúlku frá Bretlandi í 3. sæti. Allir
fengu áletraða kristal-mynda-
ramma ásamt rósettu og peninga-
verðlaunum. Krakkarnh- frá þess-
um 30 þjóðlöndum vora á aldrinum
11-18 ára. Þess má geta að mörg
þeirra keppa mörgum sinnum á ári
og sum era „professional handler"
á sýningum. Nokkur þeirra höfðu
keppt áður á Crufts.
Að lokum var þeim öllum boðið
til hádegisverðar í boði „Pedigree"
og það sem eftir var dags var
fylgst með úrslitum. Sýningunni
lauk á vali „Besta hunds sýningar-
innar“ sem að þessu sinni var smá-
hundur af tegundinni Welsh terri-
er.
Þegar heim á hótel var komið
var svo slegið á létta strengi. Öll
spenna vegna sýningarinnar var
að baki og tími gafst til að spjalla,
spila og eiga góða stund saman áð-
ur en hver hélt til síns heima.
Hundaeigendur framtíðarinnar
í þessari keppni gafst Auði Sif
tækifæri til að kynnast krökkum
hvaðanæva að úr heiminum sem
öll deila sama áhugamálinu. Öll
eiga þau hunda og era meðvituð
um mikilvægi þess að hugsa vel
um dýr. Öll eiga þau sér framtíðar-
drauma. Sum ætla sér að rækta
hunda, önnur að sýna, nokkur ætl-
uðu að verða dýralæknar. Þau
skiptust á heimilisfóngum og
heimasíðum og halda öragglega
sambandi. Þau eiga eftir að hittast
sem fullorðið fólk, trú sínu áhuga-
máli og hugsjón. Þessir krakkar
ásamt mörgum öðrum víða í heim-
inum era hundaeigendur framtíð-
arinnar. Þeim gefst tækifæri að
stuðla að bættu viðhorfi til hunda-
halds og dýraverndar. Þeirra er
tækifærið, að sjá mann og hund í
sjálfsögðu samfélagi hvorn við
annan. Það var sæl og glöð stúlka
sem kom heim til íslands með 29
gjafir frá vinum sínum og svo
sannarlega reynslunni ríkari.
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Tómasarmessa í
Breiðholtskirkju
ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar
Tómasarméssur efnir til fjórðu
Tómasarmessunnar á þessum vetri
í Breiðholtskirkju í Mjódd, sunnu-
dagskvöldið 29. mars, kl. 20.
Tómasarmessan hefur vakið
mikla athygli í Evrópu á undan-
fórnum áram og era slíkar messur
jafnan fjölsóttar og hefur svo
einnig verið hér. Heiti messunnar
er dregið af postulanum Tómasi,
sem ekki vildi trúa upprisu Drott-
ins nema hann fengi sjálfúr að sjá
hann og þreifa á sáram hans.
Markmið Tómasarmessunnar er
öðra fremur að leitast við að gera
fólki auðveldara að skynja návist
Drottins, einkum í máltíðinni sem
hann stofnaði og í bænaþjónustu
og sálgæslu. Þá einkennist hún af
fjölbreytilegum söng og tónlist og
sömuleiðis af virkri þátttöku leik-
manna. Stór hópur fólks tekur
jafnan þátt í undirbúningi og fram-
kvæmd Tómasarmessunnar og er
það t.d. yfir 30 manna hópur, bæði
leikmenn og prestar, sem standa
að þessari messu.
Það er von okkar að þær góðu
móttökur sem Tómasarmessan
hefur hlotið hingað til gefi tóninn
og að hún megi verða mörgum til
blessunar og starfi kirkjunnar til
eflingar.
Áskirkja. Æskulýðsfélag mánu-
dagskvöld kl. 20.
Bústaðakirkja. Æskulýðsfélag
mánudagskvöld kl. 20.30.
Digraneskirkja. Starf aldraðra á
þriðjudag frá kl. 11. Leikfimi, mat-
ur, helgistund. Nemendur úr Tón-
listarskóla Kópavogs leika á píanó
og þverflautu. Bókmenntakynning
um Sigurð Breiðfjörð. Njáll Sig-
urðsson kemur í heimsókn og
kveður rímur eftir Sigurð.
Dómkirkjan. Kl. 11 barnasam-
koma í safnaðarheimilinu, Lækjar-
götu 14a.
Friðrikskapella. Kyrrðarstund í
hádegi á morgun, mánudag. Léttur
málsverður í gamla félagsheimilinu
að stundinni lokinni.
Grensáskirkja. Mæðramorgunn
mánudag kl. 10-12. Allar mæður
velkomnar með lítil böm sín.
Æskulýðsfélagið mánudagskvöld
kl. 20.
Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið
Örk mánudagskvöld kl. 20.
Neskirkja. Hjónastarf Neskirkju
kl. 20.30. Elísabet Berta Bjama-
dóttir, félagsráðgjafi hjá Fjöl-
skylduþjónustu kirkjunnar, fjallar
um samlíf hjóna og sambúðarfólks.
Alhr velkomnir. Starf fyrir 10-12
ára böm mánudag kl. 16. For-
eldramorgunn miðvikudag kl. 10-
12. Kaffi og spjall.
Næstkomandi fimmtudag, 2. apríl,
verður föstuguðsþjónusta kl. 14 á
vegum Ellimálaráðs Reykjavíkur-
prófastsdæma. Sr. Jón Dalbú Hró-
bjartsson prófastur prédikar. Sr.
Ragnar Fjalar Lárusson fv. pró-
fastur flytur erindi um Hallgrím
Pétursson og Passíusálmana í lok
guðsþjónustunnar. Litli kór Nes-
kirkju leiðir söng undir stjóm Ingu
Backman sem einnig syngur ein-
söng. Guðsþjónustan verður túlkuð
á táknmáli. Kaffiveitingar í boði
Nessóknar.
Árbæjarkirkja. Starf fyrir 7-9 ára
stráka og stelpur kl. 13-14 í safnað-
arheimili Árbæjarkirkju. Æsku-
lýðsfundur yngri deildar kl. 20-22 í
kvöld. Starf fyrir 10-12 ára stráka
og stelpur mánudag kl. 17-18. Allir
velkomnir. Félagsstarf aldraðra á
mánudögum kl. 13-15.30. Fótsnyrt-
ing á mánudögum. Pantanir í síma
557 4521.
Fella- og Hólakirkja. Bænastund
og fyrirbænir mánudaga kl. 18.
Tekið á móti bænaefnum í kirkj-
unni. Æskulýðsfélag unglinga á
mánudögum kl. 20.30. For-
eldramorgunn í safnaðarheimilinu
þriðjudag kl. 10-12.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl.
20. Tekið er við bænaefnum í kirkj-
unni alla daga frá kl. 9-17. Kyrrð-
arstund mánudag kl. 12. Altaris-
ganga, fyrirbænir. Léttur hádegis-
verður. Sorgarhópur á mánudög-
um kl. 20 í umsjón prestanna.
Hjallakirkja. Æskulýðsfélag
Hjallakirkju kl. 20.30 fyrir ung-
;v«t*aMv***t*i,áa
FRÁ afhendingu heiðursskjalsins. Frá vinstri: Sveinn Guðmundsson lögfræðingur, Krisfján Jóhannsson, heið-
ursfélagi LS, og Björn Friðfinnsson, formaður LS.
jpj* J, 'V ; :
KM
Vill hófstilltar álögur
AÐALFUNDUR Landssam-
bands sumarhúsaeigenda var
haldinn fyrir skömmu. Kosin
var ný stjórn og hana skipa:
Björn Friðfinnsson formaður,
Einar Nikulásson, Guðmundur
Ágústsson, Halldór Jóhannsson
og Sveinn Geir Sigurjónsson.
Skrifstofa samtakanna er í
Faxafeni 5, Reykjavík. Opið er
alla virka daga kl. 9-12.
„Á aðalfundinum var kjörinn
heiðursfélagi landssambandsins,
Krislján Jóhannsson, sem er
fráfarandi formaður samtak-
anna. Kristján hafði verið for-
maður frá stofnun samtakanna
og unnið mikið og óeigingjart
starf í þágu sumarhúsaeigenda
á Islandi.
Landssamband sumarhúsa-
eigenda eru landssamtök sem
vilja stuðla að náttúruvernd
með góðri umgengni, virðingu
fyrir landi og gróðri. Samtökin
eru almenn hagsmunasamtök
sumarhúsaeigenda og gegna því
hlutverki að annast almenna
hagsmunagæslu fyrir sumar-
húsaeigendur.
Landssambandið er í nánu
samstarfi við hagsmunaaðila og
aðra sem að málefnum sumar-
húsaeigenda starfa. Reynt er að
tryggja öryggismál, þannig að
þau verði ávallt í sem besta
horfi. Vakin er jafnframt at-
hygli sumarhúsaeigenda á laga-
setningu sem á döfinni er á Al-
þingi hverju sinni og beitir
landssambandið sér fyrir því að
sköttum og álögum á sumar-
húsaeigendum sé stillt í hóf,“
segir í fréttatilkynningu frá
sambandinu.
Þj dðræknisfelag
Islendinga opnar
skrifstofu
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG íslendinga
hefur opnað skrifstofu á Bröttugötu
3-B í Reykjavík og verður hún opin
fyrir hádegi á virkum dögum. Reyn-
ir Gunnlaugsson hefur verið ráðinn
starfsmaður félagsins.
Samkvæmt samstarfssamningi
við utanríkisráðuneytið tekur Þjóð-
ræknisfélagið að sér að reka þjón-
ustuskrifstofu í Reykjavík til þess
að sinna málefnum Vestur-íslend-
inga og styrkja tengslin við þá. Þá
sér skrifstofan um skráningu fólks í
Vesturheimi af íslenskum uppruna.
Ennfremur mun Þjóðræknisfélagið
sinna samstarfi við Vesturfarasetrið
á Hofsósi og styðja Vesturfarasetr-
ið og Lögberg-Heimskringlu í
Kanada með fjárframlögum.
Þjóðræknisfélagið sinnir fyrir-
spurnum og erindum sem utanríkis-
ráðuneytið vísar til þess og varða
Vestur-íslendinga og hefur að öðra
leyti náið samstarf og samvinnu við
upplýsinga- og menningarskrifstofu
utanríkisráðuneytisins. Þá mun
linga 13-15 ára. Prédikunarklúbbur
presta er á þriðjudögum kl. 9.15-
10.30. Umsjón dr. Sigurjón Árni
Eyjólfsson héraðsprestur.
Kópavogskirkja. Samvera Æsku-^
lýðsfélagsins kl. 20 í safnaðarheim-
ilinu Borgum.
Seljakirkja. Fundur KFUK mánu-
dag. Fyrir 6-9 ára stelpur kl. 17.15-
18.15 og fyrir 10-12 ára kl. 18.30-
19.30. Mömmumorgnar á þriðju-
dögum kl. 10.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús kl.
20-22 fyrir æskulýðsfél. 13-15 ára.
Landakirkja, Vestm. Sunnudaga-
skólinn kl. 11. Kl. 14 almenn guðs-
þjónusta. Nemendur Fullorðins-
fræðslunnar annast prédikun dags-
ins. Barnasamvera meðan á pré-^
dikun stendur. Messukaffi. Kl. 16
messu dagsins útvarpað á UVaff
(FM) 104. Kl. 20.30 djassmessa.
Þorvaldur Halldórsson, Gunnar
Gunnarsson, Sigurður Flosason,
Matthías M.D. Hemstock og Gunn-
ar Hrafnsson leiða safnaðarsöng-
inn. Létt sveifla í helgri alvöra! Á
morgun, mánudag, bænasamvera
og biblíulestur í KFUM & K hús-
inu kl. 20.30.
Keflavíkurkirkja. Á morgun,
mánudag, h Systra- og bræðrafé-
lagið heldur aðalfund í Kirkjulundi
kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf.
Kaffi og meðlæti. Stjórnin.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Al-
menn samkoma kl. 16.30. Ræðu- <
maður Richard Dunn frá Belgíu.
Allir hjartanlega velkomnir.
Ráðstefna
um gróð-
urhúsa-
áhrif
FRAMTÍÐARSTOFNUN og
Landvernd standa fyrir ráð-
stefnu um varnir gegn gróður-
húsaáhrifum, stöðu og horfur
Islendinga að loknum Kypto-
fundinum í ráðstefnusal Ferða-
félags Islands hinn 31. mars kl.
13-18.
Jón Helgason, formaður
Landverndar, mun setja ráð-
stefnuna og Guðmundur
Bjarnason umhverfisráðherra
flytja ávarg. Að því loknu
munu dr. Árný Sveinbjörns-
dóttir frá Raunvísindastofnun
HÍ, Tómas Jóhannesson frá
Veðurstofu Islands og Tryggvi
Felixson frá alþjóðadeild um-
hverfísráðuneytisins fjalla um
aðdraganda og niðurstöður
Kyoto-fundarins.
Einnig munu dr. Kristján
Þórarinsson, stofnvistfræðing-
ur hjá LIU, Jón Ingimarsson
frá iðnaðarráðuneytinu, Jón
Rögnvaldsson aðstoðarvega-
málastjóri og Kristín Einars-
dóttir lífeðlisfræðingur velta
fyrir sér spurningunni: Hvað
getum við gert?
Að lokum munu dr. Vil-
hjálmur Lúðvíksson, fram-
kvæmdarstjóri Rannsóknar-
ráðs íslands, dr. Halldór Þor-
geirsson plöntulífeðlisfræðing-
ur og Hjálmar Árnason alþing-
ismaður flytja erindi undir
samheitinu: Horft til framtíðar.
Sigmundur Guðbjarnason pró-
fessor mun að lokum flytja
samantekt.
skrifstofan aðstoða fólk eftir föng-
um, bæði í Vesturheimi og á íslandi,
við að rekja ættir sínar.
Þjóðræknisfélagið starfar með
Norræna félaginu að verkefni sem
miðar að því að gefa vestur-íslensk-
um ungmennum kost á að koma tib*
íslands, starfa hér í nokkrar vikur
og fræðast um ættir sínar, heima-
slóðir forfeðra sinna og sögu lands-
ins. Þjóðræknisfélag íslendinga
vonast eftir góðu samstarfi við alla
þá aðila, bæði félög og einstaklinga,
sem vilja efla og styrkja tengslin við
ættmenni okkar vestanhafs, segir í
fréttatilkynningu.