Morgunblaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 B f KNATTSPYRNA Von Bayem eykst Kaiserslautern gefur eftir og nú munar aðeins einu stigi VONIR Bayern Miinchen til þess að verja meistaratitilinn lifnaði enn frekar um páskahelgina er liðið lagði nágranna sína í 1860 Miinchen 3:1 á Ólympíuleikvangin- um. Kaiserslautern gerði 1:1 jafn- tefli á heimavelli á fimmtudaginn við Dortmund og hefur aðeins eins stigs forystu í efsta sæti en á að vísu einn leik til góða á keppninaut sinn. Miðvailarleikmaðurinn Mehmet Scholl gerði fyrsta markið fyrir Bayern á 39. mínútu og aðeins fjór- um mínútum síðar bætti framherj- inn Carsten Jancker öðru marki við. Gamli refurinn Lothar Matt- háus skoraði síðan þriðja markið tveimur mínútum eftir að leikurinn hófst að nýju í síðari hálfleik. Abderrahim Óuakili klóraði í bakk- ann fyrir lið 1860 Munchen á 73. mínútu en lengra komst það ekki að viðstöddum 69.000 áhorfendum. Bayern á nú aðeins fjóra leiki eftir en aðalkeppinauturinn á ólok- ið fimm viðureingum. Fréttin um afsögn Trapattoni var staðfest rétt áður en leikurinn hófst á Ólympíu- leikvanginum, en Trapattoni hefur í vetur sagt að hann væri orðinn leiður á að bera í bætifláka fyrir leikmenn sína þegar þeir leika illa. Nú var hins vegar allt annað uppi á teningnum og þjálfarinn ítalski gat verið í sjöunda himni með leik sinna manna. Þeir hreinlega fóru á kostum lengst af og yfirspiluðu ná- granna sína í 1860 Munchen sem eiga í basli á meðal neðstu liða. Það spillti heldur ekki fyrir að Bayer Leverkusen tapaði fyrir einu af botnliðunum, Wolfsburg, 1:0, eftir að hafa leikið 21 leik í röð án taps. Miðvallarleikmaðurinn Frank Greiner skoraði eina mark leiksins eftir aðeins sex mínútur. „Tap veldur alltaf vonbrigðum, sér- staklega þegar óheppnin er með í spilinu,“ sagði hinn ákveðni þjálfari Leverkusen Christoph Daum. Markahrókurinn Ulf Kirsten fór illa að ráði sínu hvað eftir annað í leiknum og brenndi af nokkrum kjörnum marktækifærum fyrir Leverkusen. „Ég vil ekki skella skuldinni á Kirsten einan, allir leik- menn voru að gera mistök," bætti Daum við. Leikmenn Kaiserslautern virk- uðu óstyrkir á taugum er þeir tóku á móti Dortmund og máttu teljast góðir að ná öðru stiginu. Gestirnir komust yfir á 69. mínútu með marki Steffans Freunds en Tékk- inn Pavel Kuka jafnaði metin tíu mínútum fyrir leikslok og þar við sat. Eyjólfur Sverrisson var í leik- banni er Hertha Berlín tapaði 2:0 fyrir Werden Bremen í Bremen á sunnudaginn. Brimarbúar eru heldur að rétta úr kútnum eftir slaka framgöngu fram eftir allri leiktíð. Það var líf og fjör í Gel- senkirchen er heimamenn í Schal- ke tóku á móti Stuttgart og urðu að bíta í það súra epli að tapa, 4:3. Frank Verlaat skoraði sigurmark gestanna á síðustu sekúndu. Þar með færðist Stuttgart upp að hlið Schalke á stigatöflunni, bæði lið hafa 45 stig, en Schalke hefur hag- stæðara markahlutfall. Af botnbaráttunni er það að segja að Arminia Bielefeld færðist skrefi nær falli í 2. deild er það tap- aði 2:0 fyrir Hamburger SV en sig- urinn var Hamborgurum mikil- vægur þar sem staða þeirra getur vart talist vænleg, þó heldur sé hún skárri en hjá Bielefeld piltum. sumar Hitzfeld tekur við Bayern í al um helgina og gerði glæsilegt mark af 30 m færi Reuters aean Newcastle. OTTMAR Hitzfeld tekur við þjálf- un Bayern Munchen að lokinni þessari leiktíð og leysir ítalann Giovanni Trapattoni af hólmi þótt hann eigi tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. Trapattoni tók við þjálfun Múnchenarliðsins sum- arið 1996, en hann hafði einnig þjálfað það keppnistímabilið 1994-’95. Þetta tilkynntu Trapattoni og Franz Beckenbauer, forseti Bayern, á sameiginlegum blaðamannafundi á sunnudag. „Enginn hefur þvingað mig til þess að hætta,“ sagði Trapattoni um ákvörðun sína. „Mér hefur lík- að veran hjá félaginu og forráða- menn þess hafa stutt mig, en ég tel að verði ég áfram geti samstarfið farið að gliðna. Eftir þetta keppnis- Reuters GIOVANNI Trapattoni t.v. er hér við hlið eftirmanns síns Ottmars Hitzfelds er Bayern og Dortmund áttust við síðastliðið vor. mund kemur eftirmaðurinn, Hitz- feld. Hann stýrði liðinu til sigurs í meistaradeildinni í fyrravor en tók síðan við rekstri félagsins á íþróttasviðinu eftir að hafa þjálfað liðið síðan 1991. Undir hans stjórn vann félagið þýska meistaratitilinn tvö ár í röð, 1995 og 1996. Á þjálf- araárum sínum hjá Dortmund sannaði hann að hann gæti stjórn- að skapmiklum stórstjörnum sem vilja fara sínar eigin leiðir - þess vegna þykir hann m.a. kjörinn í starf þjálfara Munchenarliðsins. tímabil held ég heim til Ítalíu og tíminn mun leiða í ljós hvað ég tek mér íyrir hendur." Eftir að hafa stjórnað liðinu til sigurs í þýsku deildinni í fyrra hef- ur ekki gengið eins vel í vetur og lengst hefur félagið staðið í skugga Kaiserslautern. Þá féll Bayern úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap fyrir löndum sínum í Dort- mund. Var sú niðurstaða Becken- bauer mikil vonbrigði því félagið hefur ekki unnið Evrópukeppni í 22 ár. Ur þeim herbúðum Dort- Til 18.4. UMD kkUi FeetYou Wear © Ómótstæðilegt tilboðsverð ÚTILÍF Glæsibæ - Sími 581 2922 ingaliðin í fallbaráttu daginn langa og uppskáru sem til var sáð. „Eg tók Danny Murphy af velli þar sem hann var orðinn þreyttur eftir frábæra frammistöðu í tveimur erfiðum leikjum," sagði Roy Evans, knattspyrnustjóri Liverpool, um skiptinguna eftir jöfn- unarmarkið. „Við þurftum óþreyttan mann og David var frábær í sigur- markinu. Hann byggði það upp með sendingu á Steve McManaman og var síðan á réttum stað þegar fyrir- gjöfin kom frá Macca. Ég hefði verið óánægður með 1:1 jafntefli en við því mátti búast eftir spennuleik eins og á Old Trafford. Menn missa ákveðinn kraft en þegar Palace jafn- aði var ég ánægður að sjá að ákveðni okkar var enn fyrir hendi.“ Brian Sparrow, þjálfari hjá Palace, sagðist ekki trúa þvi að leik- memn Liverpool hefðu verið búnir. „Við lékum líka á laugardag en þeir á fóstudag. Við mættum á Anfield eftir slæm úrslit en Liverpool hafði fulla ástæðu til að vera í skýjunum eftir frábæra frammistöðu á móti Manchester United." Marc Ed- worthy, varnarmaður hjá Palace, sagði að lið sitt hefði átt meira skilið. „Við héldum áfram, jöfnuðum en færðum mótherjunum enn einu sinni mark á silfurfati undir lokin. Við hugsuðum um að hafa gaman af þessu vegna þess að fólk hefur þegar afskrifað okkur.“ Hermann Hreiðarsson var í banni í fyrri leiknum en lék með Palace á Anfield. Sigur og tap hjá Bolton Bolton stóð sig vel á laugardag en var ekki svipur hjá sjón á annan í páskum. Fyrirliðinn Guðni Bergsson tók út leikbann í fyrri leiknum og kom inná liðlega stundarfjórðungi fyrir leikslok í þeim seinni en Arnar Gunnlaugson fékk ekki tækifæri. Blackburn mátti sætta sig við 2:1 tap í Bolton. Dean Holdsworth skor- aði fyrir heimamenn um miðjan fyrri hálfleik en Damien Duff jafnaði eftir hlé. Miðherjinn Bob Taylor, sem er í láni frá WBA, gerði s síðan sigur- markið um miðjan seinni hálfleik. Þessi úrslit virtust gott veganesti í leikinn gegn Derby en Derby var ekki á sama máli og vann 4:0. Eftir að hafa fengið 10 stig úr fimm leikj- um var gengið frá liðinu á fyrstu 19 mínútunum. „Við vorum ekki með,“ sagði Colin Todd, stjóri Bolton. „Við vorum á hælunum frá byrjun og komumst ekki út úr eigin vítateig. Við vörðumst of aftarlega og ég ætla ekki að minnast á seinni hálfleikinn, þegar allt gekk betur, einfaldlega vegna þess að þetta var búið í hálf- leik.“ Þótt útlitið væri ekki bjart benti Todd á að þetta væru ekki endalok. „Við höfum verið mjög slakir á úti- velli allt tímabilið en við trúum enn á okkur sjálfa og liðið leikur öðruvísi á móti Leeds í næstu umferð. Þá leik- ur Boltan eins og í leikjunum fimm á undan þessum. Ég vil ekki taka neitt frá Derby en við gátum ekki lokað markinu. Næsta skref er að byggja upp dug og þor fyrir komandi keppni.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.