Morgunblaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 B 5 BANDARISKA MEISTARAKEPPNIN í GOLFI O’Meara skaut Couples og Duval ref fyrir rass á síðustu holu með glæsilegu pútti Nafn hans er ’Meara MARK O’Meara sigraði í bandarísku meistarakeppninni í golfi [The Masters] á Augusta National-vellinum í Georgíu- ríki, en mótinu lauk á sunnu- dag. O’Meara setti niður um sex metra langt pútt á síðustu flötinni og sigraði með eins höggs mun - skaut þeim Fred Couples og David Duval ref fyrir rass. Þetta er fyrsti sigur Bandaríkjamannsins á risa- móti, en hann er 42 ára. Bráðabani þriggja manna um græna jakkann virtist yfirvof- andi er O’Meara lauk glæsilegum endaspretti sínum Edwin með. Sóðu Pútti ÍV™ Rögnvaldsson ftigli á 18. flöt. Banda- skrifar ríkjamennimir Fred Couples og David Du- val skiptust á um forystuhlutverkið á síðustu sex holunum, luku báðir leik á átta höggum undir pari og allt stefndi í að þeir færu í bráðabana ásamt O’Meara. Sá síðastnefndi náði þremur fuglum á síðustu fjórum brautunum og tryggði sér sætan sig- ur, öllum að óvörum, en O’Meara hafði lengi verið þekktur sem einn sá allra besti sem hafði aldrei hrósað sigri á risamóti. „Eg var staddur á veitingastað hér í grenndinni í vikunni og einhver náungi kom til mín og sagði: „Hei, Mark McCumber, Mark McCumber [bandarískur kylfingur í fremstu röð fyrir nokkrum árum]!“ Eg varð að segja honum að ég væri ekki Mark McCumber, heldur Mark O’Meara," sagði sigurvegarinn. „Par sem ég hef nú unnið bandarísku meistarakeppn- ina 1998, þekkir fólkið mig vonandi," bætti hann við skömmu eftir að hafa klæðst græna jakkanum með aðstoð Tigers Woods, vinar síns og æfinga- félaga sem sigraði svo eftirminnlega með tólf högga mun í fyrra. Mark O’Meara hefur aldrei þótt litríkur kylfingur, en hann er vinsæll á meðal keppinauta sinna og áhorf- enda. „Eg hef enga þörf fyrir að vera stórstjarna, en ég er vitaskuld upp með mér þegar fólk ber kennsl á mig. Eg vona bara að það viti hvað ég heiti.“ O’Meara þakkaði þjálfara sínum, Hank Haney, sigurinn, en hann benti honum á að gera lítilfjörlega breytingu í púttaðferð sinni skömmu fyrir mótið. Hún gerði gæfumuninn og gerði O’Meara kleift að leika vel á erfiðum flötum Augusta National, en meistarinn nýbakaði þrípúttaði að- eins einu sinni í öllu mótinu. O’Meara segist hafa tekið nokkrum framförum eftir að hafa æft með Tiger Woods. „Þegar ég keppi við hann, reyni ég að nýta reynslu mína til að saxa á forskotið sem hann hefur vegna högglengdar- innar. Það hefur gert mig að betri kylfingi að leika gegn og æfa með svo snjöllum kylfingi.“ Afdrifarík mistök Couples Fred Couples hafði tveggja högga forskot fyrir síðasta keppnisdag. Da- vid Duval náði honum er hann fékk þrjá fugla í röð um miðjan síðasta hringinn og þeir skiptust á um for- ystuhlutverkið síðustu sex holurnar. Couples, lék með O’Meara í síðasta ráshópnum, hafði forystu þar til hann lék 13. brautina á sjö höggum, tveimur höggum yfir pari. Duval var í næst síðasta ráshópnum. Hann komst mest níu högg undir parið og um tíma virtist sem fátt gæti komið í „Það er smá- pláss neðst“ veg fyrir sigur hans. Hann þrípútt- aði þvi næst á 16. flöt, fékk skolla og lauk því leik á átta höggum undir pari. Couples virtist miður sín eftir afdrifarík mistökin á 13. braut, en bætti upp fyrir þau með glæsilegum erni á fimmtándu holu. Hann var þá kominn átta högg undir par og átti skyndilega aftur möguleika á sigri, en hann sigraði í mótinu árið 1992. Ekki tókst honum þó að endurtaka þann leik í þetta sinn. „Gamli“ bjöminn stal senunni Jack Nicklaus virðist ekki ganga lengur undir nafninu „gullni björn- inn“ - heldur „gamli björninn". Hann er nú orðinn 58 ára, hefur dregið sig í hlé að mestu leyti hvað keppni varðar og æfir mjög lítið, en hann vann hug og hjörtu áhorfenda með leik sínum í meistarakeppninni í ár. Hann lauk þriðja hringnum með glæsibrag og var á einu höggi undir pari fyrir lokadaginn. Hann var því í mjög áþekkri stöðu og fyrir tólf ár- um, þegar hann sigraði óvænt með _ Reuters MARK O’Meara fagnar sigri eftir að hafa náð fugli á sfðustu holunni með góðu pútti af um sex metra færi. Hann er aðeins þriðji maðurinn sem tryggir sér sigur með fugli á síðustu brautinni. Hinir eru þeir Arnold Palmer og Skotinn Sandy Lyle. Á litlu myndinni er Jack Nicklaus, sem er orðinn 58 ára en skákaði þó mörgum bestu kylfingum heims um liðna helgi. ,OíOTA Reuters TIGER Woods, sem átti titil að verja, klæðir vin sinn og æfinga- félaga, Mark O’Meara, f græna jakkann sem sigurvegarinn fær að launum auk rúmlega 40 milljóna króna og silfursleginnar eft- irlíkingar af klúbbhúsi Augusta National. • Jack Nicklaus sagðist hafa fengið innblástur þegar honum var tileinkaður skjöldur, sera komið var fyrir aftan við 16. flöt- ina tveimur dögum áður en mótið hófst. Á honum má lesa um helstu afrek „gullna bjarnarins" í banda- risku meistarakeppninni, en Jack Stephens, eimi stjórnarmanna Augusta National, sagði: „Það er smápláss ueðst á skildinum.” # David Toms, lítt þekktur at- vinnumaður, jafnaði met Marks Calcawecchia frá 1992 - besta lokahring f sögu mótsins. Toms lék á 64 höggum á sunnudag. Báðir léku þeir seinni níu holurn- ar 29 liöggum og náðu sex fugl- uin í röð, en parið á sfðari níu brautunum er 36 högg. Vallar- metið á Augusta er 63 högg, en það eiga þeir Nick Price frá Zimbabwe og Greg Norman frá Ástralíu. Toms hafnaði í sjötta sæti ásamt Jack Nicklaus á fimm höggum undir pari. • Matt Kuchar, 19 ára nemi við Stanford-háskóla, keppti sem áhugamaður og hafnaði í 21. sæti á pari. Þaimig vann haim sér rétt til að leika í mótinu að ári. Annar áhugamaður, Joel Kribel, komst einnig í gegnum fækkun kepp- enda að tveimur dögum loknum. Hann lék á 301 höggi. • Suður-Afríkubúinn Gary Play- er, sem er orðinn 62 ára, er elsti kylfingurinn sem kemst í gegnum fækkun eftir 36 holur. Þreytan sagði þó til sín á lokasprettinum og lék hann á 302 höggum, fjórt- án högguni yfir pari. • Emie EIs komst í efsta sæti heimslistans eftir bandarfsku meistarakeppnina, fór þannig frain fyrir Tiger Woods, sem tókst ekki að verja titil siim. Með sigri sfnum f mótinu komst Mark O’Meara f nfunda sæti og Jack Nicklaus er kominn aftur inn á lista yfir 200 bestu kylfinga heims, er nú í 189. sæti. því að leika síðasta hringinn á 65 höggum. „Eg hafði engu að tapa og lét því vaða,“ sagði hann. Nicklaus byrjaði mjög vel og það fór um mannskapinn á Augusta. Hann fékk næstum örn á 2. braut, lék þar á fugli, og vippaði í á þeirri þriðju. Eftir að hafa fengið skolla á fjórðu holu lék hann sjöttu og sjöundu brautina á fugli og var tveimur höggum á eftir Couples. Hávaðinn í áhangendum Nicldaus vai- slíkur að aðrh- kylfingar áttu erfitt með að einbeita sér. „Þetta var svolítið erfitt því fagnaðarópin hófust nær alltaf þegar við vorum að slá,“ sagði Tiger Woods, sem lauk leik tveimur höggum á eftir Nicklaus. Púttin rötuðu ekki rétta leið hjá hetjunni gömlu á síðari níu holunum og hann varð að gera sér sjötta sætið að góðu, en fagnaðaróp áhorfenda voru sannarlega kunnugleg. „Þetta var mjög gaman. Ég held að meii’i- hluti áhorfendanna, sem hér voru, hafi átt miða á mótið í um fjörutíu ár. Þeir hafa því líklega þekkt mig,“ sagði Nicklaus og glotti. „Ég væri ái-eiðanlega talinn heimskur ef ég segðist ekki hafa orð- ið himinlifandi. Að sama skapi væri ég óheiðarlegur ef ég segði að ég væri vonsvikinn. En ég er vonsvik- inn með að vera aðeins fjórum högg- um á eftir efsta manni eftir að hafa misnotað þann fjölda stuttra pútta sem ég gerði,“ sagði Nicklaus og gaf í skyn að þetta hefði líklega verið síðasta meistarakeppnin sem hann tekur þátt í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.