Morgunblaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 B 3 HANDKNATTLEIKUR Leikið í kvöld NÆSTI leikur í úrslitakeppni karla í handboltanum er á dag- skrá í kvöld. Fram og Valur mæt- ast í íþróttahúsi Fram kl. 20.30. Kvennalið Hauka og Stjörnunnar mætast næst í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði á morgun kl. 20.30 JÓN Kristjánsson, þjálfari og leikmaður Vals, hefur fagnað mörg- um meistaratitlum á glæstum ferli. Hann virðist á góðri leið með að bæta íslandsmeistaratitlinum 1998 í safnið. Afar mikil- vægt skref „OKKUR tókst að koma einbeittir til leiks því við áttum að sjálfsögðu von á Frömurum mjög ákveðnum í ljósi úrslitanna í fyrsta leiknum,“ sagði Jón Kristjánsson, þjálfari Vals, að loknum öðrum sigurleikn- um á mánudaginn. „Eftir jafnar upphafsmínútur snerist leikurinn okkur í hag, vörnin var sterk með Guðmund markvörð vel á verði fyrir aftan og sóknarleikurinn gekk vel. Þetta kom okkur í þægilega stöðu, vorum fjórum mörkum yfir í hálf- leik og náðum mest sjö marka mun upp úr miðjum hálfleik. Vörnin gaf síðan venilega eftir hjá okkur, hvað svo sem olli því en það kom ekki að sök.“ Jón segir að ekki verði hjá því komist að þegar lið hafi mæst eins oft og Valur og Fram hafa gert á tímabilinu að þau þekki vel hvort inn á annað og fátt komi í raun á óvart. Því skipti einbeitingin í hverjum einasta leik miklu máli. „Við lögðum upp með það að sigra í þessum leik enda er þessi sigur afar mikilvægt skref í átt að titilinum eftir sigurinn í fyrsta leiknum. Jón sagði að sínir menn myndu leggja sig fram við að vinna Islands- meistaratitlinn í þriðju viðureign- inni á miðvikudaginn í Safamýri, en það yrði erfítt. „Leikmenn Fram verða að selja sig dýrt í þeim leik, ákveðnir í að láta ekki þar við sitja. Þá er bara spurningin sú hvort hungrið verður nógu mikið hjá mín- um mönnum til þess að koma jafn- vel stemmdir til leiks þá og nú og innsigla sigurinn. Ég á alténd ekki von á því að við munum gefa eftir, en það er erfitt að segja. Fram verður nú að vinna þá þrjá leiki sem eftir era til þess að hampa titlinum og víst að þeir munu leggja sig alla í verkefnið. Við viljum heldur ekki tapa því sem hefur áunnist í síðustu tveimur leikjum." Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari Fram, vildi ekki veita viðtal að leikslokum. Sljaman byrjaði lokaslaginn betur BIKAR- OG DEILDARMEISTARAR Stjörnustúlkna hófu baráttu fyrir þriðja titli sínum í vetur með 23:19 sigri á Haukum í Garðabænum á mánudaginn þegar liðin léku fyrsta úrslitaleikinn um íslandsmeistaratitilinn. Hafn- firðingar, sem misstu bikarinn í hendur Garðbæinga í ár, unnu Stjörnuna eftir fimm spennuþrungna úrslita- leiki í fyrra og berjast nú fyrir að halda eftir íslands- meistaratitlinum. Haukastúlkur voru allan leikinn að reyna að vinna upp forskot heimastúlkna en tókst það ekki því það vantaði nokkuð upp á baráttuna en mest nauðsynlega græðgi í að vinna. Fram undir miðjan íyrri hálfleik munaði ekki miklu á liðunum en þó nógu til að Garðbæingar hefðu forystuna. Þá Stefán dró í sundur því Stefánsson sóknarleikur Hauka skrifar Varð bitlítill - reynd- ar litlu betri hjá Stjörnunni en þar tókst þó Hrand Grétarsdóttur og Nínu K. Björns- dóttur að láta til sín taka þegar ýmist Ragnheiður Stephensen eða Herdís Sigurbergsdóttir voru teknar úr umferð. Eftir hlé bragðu Hafnfírðingar á það ráð að spila vamarleikinn með einn leikmann framarlega, helst til að loka fyrir sendingar á Herdísi leikstjórnanda Stjömunnar. Það tók tíma að skila árangri en á með- an hélt Harpa Melsteð Haukum inni í leiknum með þvi að skora öll þrjú mörkin í rámar 17 mínútur. Loks tóku Haukar við sér og minnkuðu muninn í þrjú mörk, 19:16, en þá gekk lukkan til liðs við Stjörnuna - í stað þess að minnka muninn í tvö mörk þegar tíu mínút- ur vora til leiksloka, var dæmdur raðningur á Hauka og Anna Blön- dal geystist upp í hraðaupphlaup en skaut í stöng. Boltinn hrökk beint út á Nínu, sem fyigdist með og hún átti ekki í vandræðum með að skora. Munurinn varð því fjögur mörk og þrátt fyrir að Stjörnu- stúlkum væra mislagðar hendur í sókninni eftir það sá Lijana Sadzon markvörður til þess að hleypa gest- unum ekki nær. Lijana mjög góð Lijana markvörður á mestan heiður af sigi-inum. Hún varði 25 skot, oft úr góðum færam þegar mest á reið. Herdís, Ragnheiður og Inga Fríða Tryggvadóttir léku að venju lykilhlutverk en Nína og Hrund stóðu sína vakt þegar á þurfti. Stjömuliðið hefur spilað jafnast allra liða í vetur og það var ekki að sjá að liðið ætli að hægja á - hefur að vísu stundum leikið bet- ur í vetur en í mikilvægum leik eins og fyrsta úrslitaleik er ekki sann- gjamt að fara fram á toppleik. Haukastúlkur verða að taka til í sínum herbúðum ef þær ætla ekki SÓKNARNÝTING Fyrsti úrslitaleikur kvennaliðanna, leikinn í Garðabæ 13. apríl 1998 Stjarnan I Haukar Mðrk Sóknlr % I Mörk Séknir % 15 31 48 F.h 10 31 32 8 26 31 S.h 9 26 35 23 57 40 Alls 19 57 33 5 Langskol 6 3 Gegnumbr ot 4 6 Hraðaupphlaup 3 1 Horn 2 6 Lína 2 2 Víti 2 að láta íslandsmeistarabikarinn af hendi. Markvai’slan mætti vera betri en þar spilar inn í að vörnin mætti einnig halda betur. Sóknar- leikurinn var ágætur í byrjun en síðan var lítið um frjóa hugsun í honum. Stelpurnar geta þó betur og hafa oft sýnt það og sannað en gegn Stjörnunni komast þær lítt áleiðis með leik eins og á mánudag- inn. Harpa var langbest og tók af skarið þegar þurfti, Hulda Bjarna- dóttir byrjaði vel og Judit Esztergal er að koma til. Þannig vörðu þær I sviga eru skot, sem fóra aftur til mótherja. Lijana Sadzon, Stjörnunni 25(11). 13(5) langskot, 3(2) eftir gegnumbrot, 5(3) af línu, 2(1) úr horni og 2 eftir hraðaupphlaup. Guðíiý Agla Jónsdóttir, Haukum 5(1). 3 langskot, 1(1) eftir gegnumbrot og 1 eftir hraðaupphlaup. Alma Hallgrímsdóttir, Haukum 7(4). 5(4) langskot og 2 úr horni. Eins og við vær- um ekki tilbúnar „ÉG ER alveg brjáluð því það var eins og við kæmum alls ekki tilbún- ar í þennan leik,“ sagði Harpa Mel- steð, fyrirliði Hauka, eftir leikinn. „Stemmningin var góð dagana fyr- ir leikinn en þegar hann hófst var eins og vantaði neistann og við spil- uðum ekki eins vel og við getum. Munurinn var aldrei svo mikill að ekki væri hægt að vinna hann upp en vendipunktar urðu þegar við klúðrum dauðafæram og þær skora í staðinn Harpa var þó ekki af baki dottin. „Við höfum svo sem áður verið með tvö töp á bakinu en unnið titilinn samt - samt ætlum við að breyta út af venjunni og vinna næsta leik í stað þess að tapa. Sumh- segja að okkur skorti hungur til að vinna en það ætlum við að afsanna, við eram ósáttar við leik okkar og ýmislegt má bæta fyrir fimmtudaginn en við spiluðum langt undir getu í dag. Við getum miklu betur, ætlum að sanna það í næstu leikjum og þetta er ekki búið - það er alveg á hreinu," bætti Harpa vígreif við. Sækjumst eftir vand- ræðum „ÉG ER auðvitað ánægð með sigurinn en bendi um leið á að við höfum átta sinnum leikið til úrslita og ávallt unnið fyrsta leik svo að það er best fyrir okkur að hugsa um einn leik í einu,“ sagði Herdís Sigur- bergsdóttir fyrirliði Stjörnu- stúlkna eftir leikinn og sagði hafa komið sér vel að ná for- skotinu í upphafi. „Það var erfitt fyrir þær að vera allan leikinn að vinna upp forystu okkar en engu að síður sást strax í byrjun hvort liðið var ákveðnara í að vinna. Ég bjóst við jafnari leik en það skipti sköpum að við voram ákveðn- ari í að vinna.“ Um kafla í síðari hálfleik þegar Stjörnustúlkur misstu dampinn svo að minnstu mun- aði að Hafnfirðingum tækist að jafna sagði Herdís: „Þó við komust tveimur til fjóram mörkum yfir í leik kemur það fyrir Ktið því við virðumst alltaf þurfa að koma okkur sjálfum í klípu með því að tapa því niður og það verðum við að laga snarlega - það er eins og sækjumst eftir vandræðum." ■ GUÐMUNDUR Helgi Pálsson leikstjórnandi Fram meiddist á mjöð í síðari hluta fyi’sta leiksins og var af þeim sökum ekkert með í öðrum leiknum á mánudaginn. Hans sæti í liðinu tók Guðjón Drengsson, en Guðjón kom ekkert við sögu. Páll Beck leysti leik- stjórnanda hlutverkið lengst af fyr- ir Fram í leiknum á Hlíðarenda. ■ RÖGNVALD Erlingsson dómari og félagi hans Stefán Arnaldsson dæmdu leikinn á mánudaginn en þetta er í fyrsta sinn síðan í árslok 1996 sem fremsta dómararapar landsins dæmir leik hjá Fram. Þá dæmdu þeir bikarleik á milli Fram og Gróttu. ■ RÖGNVALD hefur síður viljað dæma leiki hjá Fram þar sem hann lék með liðinu á árum áður þó hann dæmi nú ekki fyrir það. Hins vegar var það ósk beggja liða að þeir fé- lagar dæmdu leikinn og tóku þeir áskoruranni og leysti starf sitt með sóma. ■ ÞULURINN á leik Stjörnunnar og Hauka á mánudaginn bað áhorf- endur tvívegis að hvetja lið sín í stað þess að atast út í dómara leiks- ins, sem sinntu sínum störfum eftir bestu getu. Sú bón átti rétt á sér því nokkrir af annars ágætum rúm- lega 300 áhorfendum vora meira fyrir að kalla persónulegar athuga- semdir til dómara og þjálfara liða í stað þess að hvetja sitt lið. ■ HARPA Melsteð fyrirliði Hauka var valin best í liði sínu í leiknum, af meistaraflokksráði Stjörnunnar, og fékk gjöf að launum. ■ LIJANA Sadzon markvörður Stjörnunnar, var af sama ráði valin best í sínu liði og fékk einnig snyrtivörur af gjöf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.