Morgunblaðið - 15.04.1998, Síða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
Arsenal er sigurstranglegast í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn á
tímabilinu en knattspyrnustjórinn Arsene Wenger blæs á spádóma
Staðan góð en spá-
dómar breyta engu
Ferguson
treystir á
Owen
ALEX Ferguson, stjóri
Manchester United, var allt
annað en ánægður með
„tæklingu“ Michaels Owens
á Ronny Johnsen, en sagði
samt að atvikið gæti hjálpað
United.
„Micliael Owen er frábær
leikmaður en hann þarf ekki
að gera svona lagað. Hann
átti að fá rautt spjald fyrir
þetta sem hefði þýtt að hann
hefði misst af leik Liverpool
og Arsenal en þar sem hann
fór af velli með tvö gul
spjöld á bakinu getur hann
spilað í umræddum leik.
Hins vegar er ekki víst að
Ronny leiki meira á tímabil-
inu.“
Pele sér
stórstjörnu
í Owen
HINN eini og sanni Pele var
á Old Trafford þegar
Manchester United og Liver-
pool áttust við. Hann var
sérstaklega hrifinn af Mich-
ael Owen; sagði að hann
gæti orðið helsta stjarna
heimsmeistarakeppninnar í
Frakklandi í sumar.
Mikið eftir,
að mati
Guðna
LANDSLIÐSMAÐURINN
Guðni Bergsson telur að
staðan á botni og toppi geti
hæglega breyst því mikið sé
eftir. Colin Todd, knatt-
spyrnustjóri Bolton, vildi
ekki breyta sigurliði laugar-
dagsins en setti Guðna inn á
í vonlausri stöðu í fyrradag.
„Við erum áfram í urrandi
fallbaráttu en stutt er í
Tottenham og með sigri í
næstu leikjum getur staðan
hæglega breyst," sagði fyrir-
Iiðinn. Bolton á eftir Leeds
og Crystal Palace heima en
Aston Villa og Chelsea úti.
„Þetta eru allt erfíðir leikir
en við þurfum að hugsa um
það að fá sem flest stig.
Hugsanlega verðum við að
sigra í öllum Ieikjunum en ef
til vill nægja tveir sigrar -
úrslit svo margra leikja hafa
áhrif."
Guðni sagði líka að Ar-
senal yrði ekki meistari
nema liðið sigraði í sem
flestum leikjum og það væri
hægara sagt en gert. „Þótt
United hafi dalað virðist lið-
ið eiga mun auðveldari leiki
eftir en Arsenal. Því má
segja að allt sé opið á botni
sem toppi.“
Skjótt skipast veður á lofti í ensku knatt-
þegar hann vísaði mér útaf en ekki
var um viljandi brot að ræða hjá
mér.“ Roy Evans, knattspyrnu-
stjóri Liverpool, hrósaði liði sínu
en sagði að Owen hefði verið of
kappsamur og hann yrði að læra af
mistökunum. „Eg er hreykinn af
því hvernig við lékum og ég held að
ég verði að vera það eftir að hafa
verið marki undir og síðan misst
Michael af velli. Það var þungt
högg fyrir okkur en keppnisskap
leikmanna minna eftir það var frá-
bært.“
Ferguson hefur verið þekktur
fyrir að sigra mótherja sína á sál-
fræðinni og hann reyndi að taka
Wenger og Arsenal á taugum. „Ur-
slitin auka álagið á Arsenal, sem er
með titilinn í höndum sér en við
verðum að vona að liðið tapi stig-
um.“
Franska
sambandið traust
Arsenal vissi hvað var í húfi og
Newcastle fékk fyrst að finna fyrir
því. Frakkinn Nicolas Anelka, sem
er aðeins 19 ára, gerði tvö mörk og
landi hans, Patrick Vieira, glæsi-
legt mark af 30 metra færi í 3:1
sigri. Franski stjórinn leyndi held-
ur ekki gleði sinni. „Eg er sérstak-
lega ánægður fyrir hönd Anelkas,
vegna þess að byrjun hans hjá Ar-
senal var ekki auðveld en hann hef-
ur bætt sig með hverjum leik og
þetta eykur sjálfstraust hans.“
Frakkinn Emmanuel Petit kom
líka mikið við sögu en hann hefur
oft fallið í skugga Vieiras. „Ég er
mjög ánægður með að leika með
honum á miðjunni," sagði Vieira.
„Við leikum í mikilvægum stöðum
og tölum stöðugt saman.“ Vieira
var líka kátur með annað mark sitt
fyrir Arsenal. „Allir köiluðu
skjóttu, skjóttu, skjóttu og ég lét
vaða. Stundum vil ég ekki skjóta
því ég er óheppinn í skotum en að
þessu sinni var lánið með mér.“
Að þessu sinni var Ray Parlour
besti maður Arsenal en vörnin var
líka traust. Wright, Bergkamp,
Martin Keown og Lee Dixon léku
ekki með vegna meiðsla en breidd-
in er mikil. Liðið hefur ekki tapað
síðan 13. desember og mark
Bartons fyrir Newcastle var fyrsta
markið sem Arsenal hafði fengið á
sig í 13 stundir og 43 mínútur.
Snemma á tímabilinu var mikil
umræða um ósamstilltan hóp hjá
Arsenal, ríg á milli innlendra og er-
lendra leikmanna, en hópurinn hef-
ur verið samstiga undanfama mán-
uði og elcki látið meiðsl og bönn slá
sig út af laginu. „Hugarfarið er
mjög gott vegna þess að við höfum
reynslubolta eins og Adams sem
aðstoða okkur yngiá leikmennina.
Við verðum stöðugt að læra og
samræðurnar eru mjög góðar fyrir
liðsandann,“ sagði Vieira.
Miklir yfirburðir
Hafi einhver efast um ágæti Ar-
senal sýndi liðið á móti Blackbum
svo ekki verður um villst að það
hefur alla burði til að verða meist-
ari í fyrsta sinn í sjö ár. Wenger sló
samt á allar væntingar. „Við vitum
að för okkar byggist á því að
standa okkur út tímabilið á heima:
velli og krækja í sigra á útivelli. I
lokin sjáum við hvar við stöndum."
íslendi
Crystal Palace virðist dæmt til að
falla í 1. deild. Miðherjinn Paul
Warhurst, sem fótbrotnaði í byi’jun
janúar, lék með í 3:0 tapi á móti
Leicester um helgina og sagði að
andrúmsloftið í búningsherberginu
eftir leikinn hefði verið eins og í
kirkjugarði. Palace sigraði síðast
heima 23. apríl í fyrra. „Astandið var
óþægilegt og þögnin yfirþyrmandi.
Attilio Lombardo sagði ekki neitt og
leikmennirnir þögðu enda ekkert að
segja eftir svona frammistöðu."
Warhurst sagði að þó staðan væri
slæm þýddi ekki að gefast upp og
liðið var aðeins fimm mínútum frá
því að krækja í stig á móti Liverpool
á Anfield í fyrradag. Varamaðurinn
David Thomas gerði fyrsta mark sitt
fyrir Liverpool og innsiglaði 2:1 sig-
ur. 0yvind Leonhardsen skoraði um
miðjan fyrri hálfleik en eftir markið
slökuðu heimamenn á, sem bauð
hættunni heim og Marcus Bent jafn-
aði 20 mínútum fyrir leikslok. Þá
skiptu leikmenn Liverpool um gír,
léku eins og á Old Trafford á föstu-
spyrnunni. Manchester United hefur verið
sigurstranglegast allt tímabilið en um
helgina urðu kaflaskipti. United mátti
sætta sig við jafntefli við Liverpool en í
kjölfarið sigraði Arsenal í tveimur leikjum
PATRICK Vieira war frábær með Ar
og er nú með pálmann í höndunum.
Arsenal er talið sigurstrangleg-
ast í ensku úrvalsdeildinni eft-
ir frábæran leik og 4:1 sigur á
Blackbum í fyrradag. Arsene
Wenger, knattspyrnustjóri Lund-
únaliðsins, gaf samt lítið fyrir spá-
dómana og sagði þá ekki skipta
neinu fyrir liðið.
Arsenal er stigi á eftir
Manchester United en á tvo leiki til
góða. Veðbankar segja möguleika
Arsenal á titlinum vera 2-7 og 10-
11 á að liðið verði jafnframt bikar-
meistari. „Það að vera talinn sigur-
stranglegastur skiptir mig ekki
miklu máli,“ sagði Wenger. „Það
þýðir aðeins að staðan er betri en
fyrir tveimur mánuðum. Þá sagði
fólk að við ættum ekki möguleika.
Nú erum við sigurstranglegastir.
Við veltum okkur ekki upp úr skoð-
unum fólksins fyrir tveimur mán-
uðum og gerum það ekki heldur
nú. Fólk segir að við séum eins og
meistarar en meistarar verða
krýndir í lok tímabilsins og fram að
því getum við leikið eins og meist-
arar einn daginn en eins og byrj-
endur annan dag.“
Wenger sagðist vita að sjálfs-
traustið væri gott hjá leikmönnum
sínum en hann þyrfti að láta þá
einbeita sér að því sem væri
framundan. Hann sagðist hafa átt
von á erfiðum leik í Blackburn en
annað hefði komið á daginn. Liðið
hefði byrjað vel og því hefði eftir-
leikurinn verið auðveldur. „Við
vorum ákveðnir, snöggir og nýtt-
um færin. Fyrir leikinn gátu menn
látið sig dreyma um að vera fjórum
mörkum yfir en það var frábært að
sjá það gerast í raun.“
Arsenal hefur sigrað í níu af síð-
ustu 10 leikjum í deildinni og að-
eins fengið á sig tvö mörk. Wenger
sagði erfitt að skýra ástæðu vel-
gengninnar. „Knattspyman er
leyndardómsfull. Stundum gengur
vel og stundum illa og ástæðan er
ekki ávallt kunn. Nýju leikmenn-
irnir hafa fallið vel inn í hópinn. Við
höfum haldið enska andanum en
bætt við erlendum leikmönnum.“
Blackburn hefur tapað fyrir
tveimur efstu liðunum með
skömmu millibili. Fyrir liðlega viku
tók Manchester United sig á og
vann 3:1 eftir að hafa verið marki
undir í hléi en Arsenal var komið í
3:0 áður en 14 mínútur voru liðnar
af viðureigninni annan í páskum.
„Við vorum ekkert nema góð-
mennskan við United og Arsenal
og heldur betri við Arsenal,“ sagði
Roy Hodgson, knattspymustjóri
Blackburn, en liðið hefur tapað sjö
af síðustu níu leikjum. „Annað liðið
fékk stigin á þægilegan hátt en hitt
varð að hafa mun meira fyrir hlut-
unum. Bæði liðin em góð,“ bætti
Reuters
FRAKKINN Nicolas Anelka
stóð sig vel með Arsenal í
báðum leikjum helgarinnar.
hann við og sagði ennfremur að
United hefði haldið að Arsenal
fengi ekki öll stigin á móti Black-
burn. „En Arsenal sigraði."
Tónninn á
Old Trafford
Gífurleg spenna var fyi-ir leik
Manchester United og Liverpool á
Old Trafford föstudaginn langa.
Bæði lið þurftu á stigunum að
halda með toppbaráttuna í huga en
þau urðu að sætta sig við skiptan
hlut, 1:1. Ronny Johnsen skoraði
með skalla eftir hornspyrnu frá
David Beckham en Michael Owen
jafnaði skömmu síðar. Hins vegar
braut hann illa á Johnsen rétt fyrir
hlé, fékk gult spjald í annað sinn og
þar með rautt. 10 samherjar hans
héldu merkinu á lofti og þó United
væri mun meira með boltann og
leikurinn færi nær alfarið fram á
vallarhelmingi Liverpool héldu
gestimir fengnum hlut. Reyndar
fengu bæði lið góð marktækifæri
en ekki tókst að nýta fleiri að þessu
sinni.
Urslitin voru viss vonbrigði fyrir
United. „Þetta voru vonbrigði,“
sagði Alex Ferguson, knattspyrnu-
stjóri meistaranna, sem hafa oft
leikið betur. Ryan Giggs meiddist
snemma og sagði Ferguson það
hafa ráðið úrslitum. „Við voram að
endurskipuleggja leik okkar á
miðjunni þegar þeir skoraðu eftir
vamarmistök og hik. Eins og svo
oft var erfitt að leika á móti 10
mönnum. Við réðum ferðinni en í
sannleika sagt voram við aldrei lík-
legir til að sigra.“
Owen bað samherja sína afsök-
unar. „Ég ^eyðilagði fyrir þeim,“
sagði hann. „Dómarinn gerði rétt