Morgunblaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.04.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 B KAPPAKSTUR FOLK ■ MANCHESTER United vill endi- lega ná í hollenska vamarmanninn Jaap Stam sem leikur með PSV, en hollenska liðið streitist á móti og segist ekki vilja selja kappann nema eitthvert félag sé reiðubúið að greiða sem nemur 1,8 milljörðum ki-óna. Stam vill hins vegar ólmm' fara til United og er tilbúinn að fara í hart neiti PSV honum um að fara til liðs- ins. United segist tilbúið að greiða rúman milljarð fyrir kappann og láta Jordi Cruyff fylgja með í kaupunum. ■ JOE Kinnear, stjóri enska úrvals- deildarliðsins Wimbledon, mætti ekki á blaðamannafund eftir heima- leik við Bolton og heldur ekki að þessu sinni. Ástæðan var, sam- kvæmt því sem hann skrifaði í leik- skrána, að hann væri orðinn leiður á sömu neikvæðu spurningunum, hvað mörg stig þyrfti, hvort liðið félli og svo framvegis. ■ KINNEAR sagði að við þessum spumingum væri aðeins eitt svar: „Eina svarið er að við erum eitt af úrvalsdeildarliðunum sem hefur aldrei fallið síðan núverandi fyrir- komulagi var komið á og þannig verður það áfram.“ ■ HARRY Redknapp, stjóri West Ham, telur að liðið vinni sér sæti í Evrópukeppni fái það 10 stig úr síð- ustu fimm leikjunum. ■ RON Atkinson, stjóri Sheffield Wednesday, segir að liðið sé ekki úr fallhættu en sjö stig á botnliðin þrjú og betri markatala eigi samt að nægja. ■ TOTTENHAM tapaði 2:0 fyrir Chelsea og gerði svo 1:1 jafntefli við Coventry en Spurs er með tveimur stigum meira en Bolton og Barns- ley. ■ CHRISTIAN Gross, stjóri Spurs, sagði að málið væri einfalt - liðið yrði að sigra Barnsley, Newcastle og Wimbledon. ■ KENNY Dalglish létti þegar Alan Shearer ti'yggði Newcastle 2:1 sig- ur á Barnsley fimm mínútum fyrir leikslok en fyrir vikið er lið hans fimm stigum frá fallsæti. ■ GLENN Hoddle, landsliðsþjálfari Englands, telur að ómögulegt verði að velja heimsklassalandslið eftir áratug ef straumur erlendra leik- manna til Englands verður áfram eins og að undanfömu. ■ HODDLE sagði máli sínu til stuðnings að fyrir skömmu hefðu aðeins fjórir enskir markmenn átt hlut að máli í leikjum úrvalsdeildar- innar. ■ HODDLE sagðist ekki vera að kvarta og ekki væri hægt að stöðva straum erlendra leikmanna en ástandið væri ekki gott. í fyrra léku 132 erlendir landsliðsmenn með enskum liðum. ■ BO Johansson, landsliðsþjálfari Dana, valdi tvo nýliða í hópinn fyrh' vináttuleik við Norðmenn í Kaup- mannahöfn 22. apríl, vamar- og miðjumanninn Thomas Gravesen hjá HSV og Ebbe Strand, miðherja Bröndby, en hann er markahæstur í dönsku deildinni. ■ PETER Schmeichel er aftur í hópnum eftir að hafa misst af síð- asta leik vegna meiðsla. ■ EGIL Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, valdi líka tvo nýliða í sinn hóp, Thomas Myhre, markvörð Everton, og Daniel Berg Hestad, miðjumann hjá Molde. ■ FORRÁÐAMENN spænska fé- lagsins Real Madrid hafa mótmælt sektinni sem UEFA dæmdi félagið í eftir leik þess við Dortmund í und- anúrslitum Meistaradeildarinnar. Þeir ætla að senda inn skrifleg mót- mæli þar sem þeir skora á UEFA að sanna að of margir áhorfendur hafi verið á leiknum, segjast hafa selt 65.948 miða en ekki 85 þúsund eins og UEFA segir. ■ MIKILL áhugi er á knattspymu í Frakklandi enda verður heimsmeist- arakeppnin haldin þar í sumar. í síð- ustu viku vai’ sett met því 236.039 áhorfendur mættu á leiki umferðar- innai' en höfðu áður verið flestir Reuters CHRISTIAN Gross hinn sviss- neski knattspyrnustjóri Tottenham ■ Englandi. 192.581 árið 1993, og þá vai' tveimur liðum fleh-a í deildinni. Flestir mættu á leik Marseille og Paris St Germain á miðvikudaginn, 56.478, og hafa aldrei verið fleiri áhorfendm- á deild- arleik í Frakklandi. ■ TÉKKAR hafa sett dómaratríó í bann. Tríóið sem dæmdi nágranna- leik Spörtu og Slavíu Prag í síðustu viku þótti ekki standa sig vel og eft- ir að hafa skoðað leikinn af mynd- bandi ákvað dómaranefndin að setja þá í bann. Dómarinn fékk fjögurra leikja bann en annar línuvörðurinn fékk níu leikja bann, þar af eru tveir leikir frá síðasta leikbanni sem hann var settur í. Hinn línuvörður- inn fékk bara tveggja leikja bann. ■ BÚLGARSKA knattspymusam- bandið ákvað fyrir helgi að lands- liðsmenn, þjálfari og stjómarmenn sambandsins myndu ekki tala við fjölmiðlamenn fyrr en í úrslita- keppninni í Frakklandi í júní. Það hefur oft verið grunnt á því góða milli leikmanna og þjálfara í búlgarska landsliðinu og vill knatt- spyrnusambandið með þessari sam- þykkt tryggja að leikmenn geti ein- beitt sér að lokaundirbúningnum. ■ SAGAN segir að Krassimir Bala- kov, leikstjórnandi Iiðsins, hafí á dögunum sagt þjálfaranum að hann yrði að velja á milli sín og Hristo Stoichkov, þeir gætu ekki verið saman í liði. Knattspyrnusambandið vill hins vegar að þeir verði báðir í liðinu og til að tryggja sem mestan frið verður mönnum bannað að tala við fjölmiðla. ■ TENERIFE er í mikilli fallhættu í spænsku deildinni og hefur Javier Perez, forseti félagsins, miklar áhyggjur af því. Til að reyna að fá leikmenn til að sýna sitt besta hefur hann heitið þeim sem nemur 120 milljónum króna falli liðið ekki. „Ég vil endilega að liðið verði áfram í efstu deild og til þess þurfum við níu stig. Með þessu vona ég að leik- menn taki sig á,“ sagði forsetinn. ■ MARCELO Vega, 26 ára gamall miðjuleikmaður frá Chile, hefur gengið til liðs við New York/New Jersey MetroStars í bandarísku deildinni. ■ STEAUA Búkarest hefur verið lið hersins í Rúmeníu en nú er unn- ið að því að höggva á þau bönd og liður í því er að um helgina var Daniel Gherasim kjörinn forseti fé- lagsins. Gherasim hefur verið vara- markvörður og aðstoðarþjálfari fé- lagsins síðustu þrjú árin auk þess sem hann er herforingi, en hann er eini leikmaður félagsins sem hefur einhver tengsl við herinn. ■ FLEIRI breytingar voru gerðar á stjórn félagsins því tennisleikarinn Ilie Nastase var kjörinn í stjórn, en hann var í unglingaliði félagsins þar til hann sneri sér að tennis fyrir þremur áratugum. ■ BRAD Friedel, bandaríski mark- vörðurinn hjá Liverpool, hefur ákveðið að taka félagið fram yfir landslið Bandarikjanna á næstu vikum. Þetta gæti kostað hann sæti í liðinu á HM en hann segir Liver- pool eiga marga 614103 leiki framundan og hann vilji ekki bregð- ast félaginu. Kraftaverkabíll færði Schumacher umdeildan sigur AKSTUR Michaels Schumachers jaðraði við fífldirfsku er hann ók Ferrari-bifreið sinni á McLaren-bíl Davids Coulthards í Argentínukappakstrinum á sunnudag. Við atvikið rifjuðust upp minningar frá lokamóti síðasta árs er hann reyndi að klessukeyra þáverandi keppinaut sinn um heimsmeistaratitilinn, Jacques Villeneuve, og var refsað harðlega. Slapp hann að þessu sinni og ók með glæsibrag til sigurs. Bifreið Coulthards snerist á brautinni svo að hann missti forystuna og féll niður um mörg sæti og átti aldrei möguleika eftir það. Þökk sé mikilli keppnishörku Schumachers og ágætum akstri félaga hans hjá Ferrari, Eddi Ii-vine, sem varð þriðji, að nú stefnir vart lengur í að mótið verði einstefna af Ágúst hálfu McLaren, Ásgeirsson sem átti fyrstu tvo bílana í mark í fyrstu tveimur mótum ársins og reyndar því síð- asta í fyrra einnig. Margir voru farnir að óttast að engir kappakstursbílar myndu standa McLaren-bílunum á sporði fyrr en í fyrsta lagi einhvern tím- ann í sumar, en nú er það allt breytt. Og Schumacher bjóst tæp- ast við því að bilið yrði brúað svo hratt því hann sagði að kraftaverk hefði verið gert á bílnum. Ferrari-bíllinn hefur greinilega tekið miklum framförum í vor, með nýjum mótor og aukinheldur hefur Good Year framleitt nýja og betri hjólbarða og yfirburðir Bridgestone-barðanna ekki eins miklir. Það sem réð þó líklega úrslitum í Buenos Aires var aðferð sú sem keppnisliðin lögðu upp með. McLaren ákvað að velja einungis eitt stopp til að taka bensín og skipta um dekk en Ferrari hins vegar tvö. Fyrir vikið voru silfur- örvar McLaren svifaseinni á brautinni sakir meiri tankhleðslu og dekkin það slitin þegar Ferr- ari-bílarnir gerðu hlé á akstri sín- um, að Mika Hakkinen gat ekki notfært sér það til að ná forskoti á Schumacher. Sást það best á því að Schumacher kom út úr seinna stoppinu rétt fyrir framan nefíð á Hakkinen. Coulthard var hinn reiðasti eft- ir keppnina og sakaði þýska öku- þórinn um að brjóta gegn anda aksturs- og keppnisreglna for- múlu-1. Norbert Haug, íþrótta- stjóri McLaren og gamall vinur Scumachers, leiddi þá hins vegar saman eftir keppnina í skrifstofu McLaren þar sem þeir fóru yfír málið og hreinsuðu andrúmsloftið sín á milli. Arekstur Coulthards og Schumachers skyggði á flest ann- að en samt sem áður var Argent- ínukappaksturinn mjög tíðinda- samur og spennandi. Þvert á allar spár var mikið um framúrakstur f þröngri brautinni og staðan stöðugt að breytast, allt þar til á síðustu hringjum, en þá féll rign- ing og gerði ökuþórunum lífið leitt. Tveimur hringjum frá marki munaði minnstu að keppnin yrði endaslepp fyrir Schumacher er hann náði ekki beygjunni sakir bleytunnar. Heppnin var með honum. Ok hann yfir malargryfju og fann undankomuleið og komst aftur inn á brautina. Yngri bróðir Schumachers, Ralf, þykir ekki standa alltof vel hjá Jordan-liðinu eftir að hafa klúðrað þriðja kappakstrinum í röð með ökumannsmistökum. Einnig er ljóst, að Damon Hill, heimsmeistari 1996, er ekki alltof sæll hjá Jordan þessa dagana því honum fínnst að liðið eigi talsvert í land með að þróa bílinn svo hann geti slegist um efstu sæti. Staðan í formúlu-1 kappastrin- um er nú sú að Hakkinen hefur 26 stig í heimsmeistarakeppni öku- þóra, Schumacher 14, Coulthard 13 og Irvine 7, en heimsmeistar- inn Villeneuve er í 7.-8. sæti með tvö stig ásamt Frakkanum Jean Alesi. í keppni bílsmiða hefur McLaren 39 stig, Ferrari 20 og Williams og Benetton 8 stig. Má Williams muna fífil sinn fegri eftir afgerandi yfirburði undanfarin ár. Reuters MICHAEL Schumacher fagnar óvæntum sigri í argentínska kappakstrinum. Þessi þýski ökuþór, sem ekur fyrir Ferrari, sagði að kraftaverk hefði verið gert á bíl sínum. »,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.