Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐÍÐ ÍÞRÓTTIR lánta Ponsa Mallorca gi-10. mal >4.-60. sæti SPANN Molas ) jSardiníu 'S3S2.-5. aprfl Nfö'mst ekki áfram) Agadir Marokkó 2..f5.mars S8. sæti Fílabeinsstr. og árangur Hanj til Skorkort Birgis Leifs Haf á Opna spænska meistaramótinu í Evrópumótaröðinni í golfi Kevropu I mótaröðin 1 Askorenda mótaröðin ■ STEINAR Adolfsson í ÍA var val- inn í landsliðið í knattspyrnu sem fór til Frakklands í gær. Hann kom í staðinn fyrir Auðun Helgason hjá Viking í Noregi sem er meiddur. ■ HERBERT Arnarsson og félagar hans í AP Antwerpen töpuðu fyrsta leiknum í úrslitum um belgíska meistaratitilinn í körfuknattleik um helgina fyrir Charleroi, 75:81, á heimavelli. ■ SIGURLAUG Áma dóttir í Skautafélagi Reykjavíkur varð í ní- unda sæti á opnu móti á listskautum sem var haldið í Oxford á Englandi fyrir helgi. ■ LINDA Viðarsdóttir úr Skautafé- lagi Reykjavíkur varð í 14. sæti í sama fiokki og Sigurlaug en 22 keppendur voru í flokknum. Þetta er í fyrsta sinn sem keppendur frá Skautafélagi Reykjavíkur taka þátt í opnu móti erlendis. ■ ÞÓRA Helgadóttir úr Breiðabliki lék fyrsta landsleik sinn í knattspyrnu á sunnudag þegar Bandaríkin unnu ísland 1:0. Þóra, sem er 17 ára, kom inn á sem varamaður undir lokin. ■ LAUFEY Ólafsdóttir úr Val lék fyrstu tvo knattspymulandsleiki sína um helgina, kom inn á sem varamað- ur á móti Bandaríkjunum ytra. Laufey verður 17 ára eftir mánuð. ■ EDDA Garðarsdóttir í KR, sem verður 19 ára í júh', var í byrjunarlið- inu í báðum leikjunum og hefur þar með leikið þrjá landsleiki. ■ GUÐRUN Jóna Kristjánsdóttir í KR fékk lungnabólgu og fór heim til Islands á laugardag. ■ MARTINA Hingis, sem er efst á styrkleikalista Alþjóðatennissam- bandsins, varð meistari á Opna ítalska mótinu í fyrsta sinn en hún vann Venus Williams 6-3, 2-6, 6-3 í úrslitum. ■ TIGER Woods sigraði á golfmóti í Bandaríkjunum um helgina og end- urheimti efsta sætið á alþjóða styrk- leikalista kylfinga. ■ STEFAN Effenberg, fyrirliði Gladbach, fer aftur til Bayem Miinchen í sumar en hann lék með liðinu 1990 til 1992. Effenberg gerði samning til þriggja ára og er kaup- verðið undir 10 milljónum mai’ka, að sögn Ulis Höness, frainkvæmda- stjóra Bayern. ■ GLADBACH slapp við fall í þýsku deildinni á síðustu stundu en það breytti engu um ákvörðun Effen- bergs, sem er 29 ára miðjumaður og hefur leikið 33 landsleiki. ■ BRASILÍSKI miðherjinn Jardel gerði fimm mörk þegar Portúgals- meistarar Porto unnu Salgueiros 7:2 í portúgölsku deildinni um helg- ina. Jardel er kominn með 24 mörk í deildinni. ■ STEPHANE Carnot er genginn til liðs við Auxerre sem greiddi Mónakó 20 millj. franskra franka fyrir hann. Carnot skipti í Mónakó frá Guingamp í fyrra en var aðeins sjö sinnum í byrjunarliðinu í vetur. Hann gerði samning til fimm ára. ■ HEINER Brand, landsliðsþjálfari Þjóðveija í handknattleik, er þessa dagana með landslið sitt við æfingar til undirbúpings lokakeppni Evrópu- mótsins á Ítalíu sem hefst í lok mán- aðarins. Um helgina léku Þjóðveijar tvo landsleiki við Ungverja á heima- velli, sigruðu 23:19 í fyrri leiknum en töpuðu 23:21 þeim síðari. í framhaldi af leikjunum valdi Brand 16 manna hóp til þess að taka þátt í lokaundir- búningnum. BIKAR Um kvöldmatarleytið í gær barst tilkynning frá móta- nefnd Knattspyrnusambands ís- lands þess efnis að úrslitaleikur deildabikarkeppni KSÍ færi firam á gervigrasvellinum í Laugai-dal í kvöld. Aður hafði veiið ákveðið að leikiuinn færi fram á Varmárvelli í Mosfellsbæ, sam- kvæmt ósk forráða- manna vallarins, en í gærmorgun fékkst ekki grænt ljós á hann. Þá var athugað með Ásvelli í Hafnarfirði en gervigrasið þar var ekki strikað. Að lokum stóð valið á millí elsta gervigrasvallar landsins og Tungubakkavallar í Mosfellsbæ. Æfingavöllurinn vai- látinn víkja, fyrst og fremst með aðstöðu fyrir áhorfendur og sjónvarp í huga. Deildabikarkeppni karla var komið á fyrir tveimur ánim. Fyrsti úrslitaleikurinn fór fram á Kaplakrikavelli í Haínarfirði en í fyrra var leikið á Valbjarnarvelli í Laugardal. I reglugerð KSÍ um keppnina segir m.a. að úrshta- leikurinn skuli „fara fram á gras- velli, ef aðstæður leyfa, en annars á malar- eða gervigrasvelli á höf- uðborgarsvæðinu". Ennfremiu- kemur fram að úrslitakeppni skuli lokið fyrir upphaf íslands- móts. Hugmyndin með keppninni var að koma á móti í stað æfinga- leikja, alvðrukeppni með tilheyr- andi úrslitaleik. Gott s\'o langt sem það nær en þegar kemur að grasvöllum í maí getur málið vandast. Iðagrænt gras á höfuð- borgarsvæðinu í byijun maí er óskhyggja sem stundum rætist en alls ekki alltaf og þegar viður- kenndir keppnisvellir með yfir- byggðum stúkum fyrir áhorfend- ur eru ekki tilbúnir er í engin hús að venda. Varavöllur með fyrr- nefndum búnaði er ekki til í höf- uðborginni. Ekki er hægt að stóla á að aðstæður fyrir úrslitaleik í maí séu fyrir hendi. Ekki síðan Melavöllurinn var rifinn. „Það verður leikið á grasi,“ sagði ónefndur sjópvarpsmaður þegar formaður KSÍ sagði að ís- lenska knattspyrnan yrði sýnd í Ekki hægt að treysta á völl á höfuðborgar- svæðinu í maí sjónvarpi í sumar. í næstu viku hefst íslandsmótið í knattspyrnu. Forráðamenn félaganna í efstu deild hafa beðið um milt veður að undanfórnu og virðist ætla að verða að ósk sinni á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Þvi bendir flest til þess að keppnin í efstu deild hefj- ist á grasi eins og áhersia er lögð á í reglugerð. Annað er heldur ekki sæmandi elstu keppni lands- ins, sem fór fyrst fram 1912. Gervigras er ekki sama og gras og gervigrasvöllurinn í Laugardal heíúr ekki heillað bestu knatt- spyrnumenn landsins. Þeir forð- ast hann. Rætt hefur verið um að gera deildabikarkeppnina enn veiga- meiri með því t.d. að sigurvegar- inn öðlíst þátttökurétt í Evrópu- keppní. SMk umræða er út í hött þegar val um leikstað úi-slitaleiks- ins stendur á milli Varmárvallar, Ásvalla, Tungubakkavallar og gervigrassins í Laugardal. Úr- slitaleikur deildabikarkeppninnar verður hvorki fugl né fiskur fyrr en tryggt er að hann fari fram á grasvelli þar sem áhorfendur geta látið fara vel um sig í yfir- byggðri stúku. Og leikmenn spil- að knattspyrnu eins og þeir best geta við bestu aðstæður. Steinþór Guðbjartsson Hvert stefnir Evrópumeistarinn AUÐUNN JÓNSSON eftir sigurinn í Finnlandi? I fremstu röð á HM í haust „ÉG er rétt að átta mig á þessu núna,“ sagði Auðunn Jónsson kraftlyftingamaður er Morgunblaðið náði tali af honum í Finn- landi í gær. Hann varð á sunnudaginn Evrópumeistari í kraftlyft- ingum í 125 kg flokki, lyfti samtals 950 kg á móti sem fram fór í bænum Sotkamo. Auðunn lyfti 22,5 kg meira en heimamaðurinn Pasi Martkainen sem hreppti silfur. Bronsverðlaunin komu í hlut Rússans Evgeny Birum, sem lyfti 910 kg. Auðunn lyfti 360 kg í hnébeygju, 230 kg i bekkpressu og 360 kg í réttstöðulyftu. „Þetta er það þyngsta sem ég hef lyft á alþjóðlegu móti, en ég hef gert betur á mótum heima, Auðunn er annar íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í kraftlyftingum, hinn er Magnús Ver Magnússon, en EWr hann vann sinn ívar þyngdarflokk á mót- Benediktsson unum 1989 og 1991. Auðunn er 26 ára ráð- gjafí hjá Stuðlum, meðferðarheimili fyrir unglinga í Grafarvogi. Hann hefur æft kraftlyfingar frá 12 ára aldri og keppti fyrst 14 ára. „Eg hef haft áhuga á Jyftingum frá því ég var bam. Þegar ég var tólf ára bjó ég rétt við líkamsræktarstöð í Engihjalla. Þar æfðu þeir bestu, s.s. Jón Páll Sigmarsson, Magnús Ver Magnússon og Hjalti Árnason. Ég leit inn á æfingu og var strax vel teldð og boðið að æfa með þeim. Jón Páll var að sjálfsögðu fyrir- myndin, enda stórkostlegur íþróttamaður og góð fyrirmynd. sagði Auðunn. Frá þessum tíma hef ég lagt hart að mér og er nú loks að uppskera laun erfiðisins." Hefur þú lengi stefnt á gull á stórmóti? „Svo sannarlega, en herslumun- inn hefur oft vantað. I tvígang hef ég hafnað í öðru sæti á EM ung- linga og jafnoft á HM unglinga. Þá varð ég í þriðja sæti á HM fullorð- inna en þetta var í fyrsta skipti sem ég tek þátt í EM fullorðinna. Ég lagði því allt í sölurnar að þessu sinni þar sem ég vissi að ég yrði í baráttunni um gullið.“ Var þetta eins öruggur sigur og úrslitin gefa til kynna? „Fyrir síðustu greinina, rétt- stöðulyftu, hafði ég góða forystu, en ég hef oft átt það til að reyna að taka meiri þyngdir en nauðsynlegt hefur verið. Fyrst lyfti ég 330 kg, því næst 350 og loks 360 kg, en að- Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson AUÐUNN Jónsson hefur oft verið nærri gulli á stórmótum i kraftlyfingum. Um helgina tókst honum loks að klófesta það. alkeppinautur minn fór aðeins upp með 342 kg.“ Hvað er næst á dagskránni hjá þér? „Það er heimsmeistaramótið sem fram fer í Úkraínu í haust og þessi sigur er vissulega gott vega- nesti. Ég fann á mótinu um helgina að ég á nokkuð inni því ég gerði nokkur mistök, bæði í hnébeygj- unni og í bekkpressunni. Þau þýddu að ég þurfti að endurtaka lyftur og það kostaði kraft. Nú er bara að leggja harðar að sér við æfingar og bæta við sig líkams- þyngd. Nú er ég 116 kg og því nokkuð frá hámarksþyngd í flokkn- um.“ Hviið æfir þú mikið? „Ég æfi allt að fimm sinnum í viku og að jafnaði fjóra klukkutíma í hvert sinn.“ Verður ekki meiri mótspyi-na á HM? „Það þarf ekki að vera, því sterk- ar þjóðir sem láta mikið að sér Ipæða á EM, eins og Rússar og Úkraínumenn, eru einnig með á HM. En vissulega eru keppendur frá fleiri þjóðum á meðal keppenda á HM. Ég hef sett stefnuna á bar- áttuna á HM og að vera þar í fremstu röð.“ Hefur stefnan síðan verið sett á að feta í fótspor Jóns Páls og Magnúsar í kraftakeppni viðsvegar um heiminn eftir nokkur ár? „Að því hef ég ekki leitt hugann vegna þess að ég er ekki tilbúinn að hætta keppni í kraftlyftingum nærri strax. En það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.