Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR12. MAÍ 1998 B 5 Bjpofnn/m FOLK ■ GUÐJÓN V. Sigurðsson, leik- maður Gróttu/KR sem valinn var í A-landsliðhópinn á móti Japan, fór ekki austur með liðinu. Ákveðið var hann að myndi æfa með 20 ára landsliðinu í Reykjavfk undir stjóm Borisar Bjama um helgina enda mikilvægir leikir frmundan hjá því liði í undankeppni EM. ■ ÓSKAR Óskarsson, sem var að- stoðarþjálfari Valsmanna sl. vetur, aðstoðaði Boris Bjaraa við æfingar 20 ára landsliðsins um helgina. Að- alþjálfari liðsins er Þorbjöm Jens- son, sem stjómaði A-landsliðinu á Austfjörðum um helgina. Hann tek- ur við stjóm 20 ára liðsins í dag og stýrir því æfingaleik gegn Japan á Hvolsvelli í kvöld. ■ FRIÐRIK Guðmundsson, er far- arstjóri hjá japanska landsliðinu meðan það dvelur hér á landi. Hann var á heimavelli á laugardaginn er liðin léku í Neskaupstað enda er hann fæddur þar og uppalinn og gatt frætt forvitna Japani um stað- inn. ■ GEIR Sveinsson, Júlíus Jónas- son og Dagur Sigurðsson fóm í gær í sumarfrí til Flórída í Banda- ríkjunum ásamt íjölskyldum sín- um. Þar ætla þeir að dvelja í tvær vikur. ■ ÍSLENSKA landsliðið missti af flugvélinni sem átti að flytja það til Egilsstaða á laugardag. Liðið mætti út á Reykjavíkurflugvöll kl. 9 en flugvélin fór klukkan 08.30. Liðið varð því að bíða eftir næstu vél til Egilsstaða sem fór um hádegið. ■ SVERIIIR Bjömsson, leikmaður KA-manna, hefur verið orðaður við Aftureldingu. ■ SIGURÐUR Gunnarsson, sem þjálfaði Hauka sl. vetur, hefur verið ráðinn þjálfari Víkings í 2. deild næsta tímabil. Frá þessu var gengið um helgina. ■ JÚLÍUS Jónasson og félagar hans í St. Otmar vora slegnir út í undanúrslitum af Winthertur í svissneska handboltanum - tapaði báðum leikjunum. Winthertur fagnaði síðan meistaratitlinum. ■ JÚLÍUS & eitt ár eftir af samn- ingi sínum við svissneska félagið. „Það er öraggt að ég kem heim til íslands eftir næsta tímabil,“ sagði hann. ■ RÓBERT Rafnsson, handbolta- maður sem lék með Kristjansand í norsku 1. deildinni í vetur, hefur ákveðið að leika með Gróttu/KR næsta vetur. Hann lék með Gróttu áður en hann fór til Noregs. ■ MAGNÚS A. Magnússon, sem lék með Stjörnunni sl. vetur, hefur gengið til liðs við Gróttu/KR. Eins er talið að Einar Baldvin Áraason verði með liðinu í vetur, en hann lék einnig með Stjörnunni í vetur. ■ RÓBERT Sighvatsson gerði fimm mörk fyrir Dormagen í 24:21 sigri á Schutterwald í fyrri úrslita- leik Iiðanna um sæti í efstu deild. Héðinn Gilsson gerði þxjú mörk. Síðari leikurinn fer fram á heima- velli Schutterwald um næstu helgi. SÓKNAR- ces NÝTING Fáskrúðsfirði 10. mai 12 21 57 F.h 13 22 59 8 22 36 S.h 5 22 23 20 43 46 Alls 18 44 41 8 Langskot 4 1 Gegnumbrot 2 1 Hraðaupphlaup 5 4 Hom 2 4 Ltna 1 2 Víti 4 KÖRFUKNATTLEIKUR Chicago, Los Angeles, Utah og Indiana standa vel að vígi í NBA-deildinni Bestu liðin að skera sig úr Reuters RON Harper hjá Chicago Bulls skýtur afl kðrfu Charlotte f fyrri leik félaganna f Charlotte um helglna. Vlade Divac og Dennis Rodman fyigjast mefl. Harper og samherjar sigruðu f bæðl skiptin. AÐEINS sex lið hafa náð að vinna leikseríur f sögu úrslita- keppni NBA-deildarinnar eftir að hafa tapað þremur af fyrstu fjórum leikjunum. New York, Charlotte, Seattle og San Ant- onio standa nú frammi fyrir þessari stöðu eftir leiki helgar- innar gegn fjórum bestu liðun- um í deildinni. Leikur helgarinnar var í Madison Square Garden í New York á sunnudag í fjórða leik New York og Indiana. New York Gunnar vann þriðja leik lið- Valgeirsson anna á laugardag í skrífar frá endurkomu Patricks Bandaríkjunum Ewings á heimavelli og í fjórða leiknum benti allt til hins sama, enda heimaliðið með 8 stiga forystu þegar tæpar fimm mínútur voru eftir. New York liðið er hins vegar þekkt fyrir að klúðra upplögð- um tækifæram í leikjum og Indiana saxaði smám saman á forskotið. Það var síðan sjálfur Reggie Miller, sem oft hefur leikið New York grátt í Ma- dison Square Garden, sem jafnaði leikinn fimm sekúndum fyrir leikslok með þriggja stiga körfu eftir mikinn barning, 102:102. Indiana átti síðan framlenginguna og sigraði öragg- lega, 118:107. Þessi sigur tryggir Indiana næsta örugglega farseðilinn í undanúrslit- in, enda hefur liðið unnið New York í fimm af sjö leikjum liðanna á keppn- istímabilinu. Miller var frábær með 38 stig, en lykilmaðurinn hjá Indiana var Hollendingurinn Rik Smits, sem skoraði 14 stig í fjórða leikhlutanum (þar af 12 í röð á einum kafla). „Ég sá í augunum á þeim að allur kraftur var úr þeim eftir að ég jafnaði leik- inn. Við getum þakkað Rik (Smits) fyrir að halda okkur á floti í fjórða leikhlutanum," sagði Miller þegar hann var spurður um lokasekúndur leiksins. Meistarar Chicago létu ósigur í öðram leiknum gegn Charlotte lítið á sig fá. Þeir sigruðu öragglega í leikj- unum tveimur í Charlotte með 14 stigum, 103:89 á fóstudag og 94:80 á sunnudag. Michael Jordan skoraði 58 stig um helgina, Scottie Pippen lék firnagóða vöm og Dennis Rodm- an tók alls 34 fráköst. Liðið er smám saman að komast í form og miðherj- inn Luc Longley leikur betur með hverjum leik eftir að hann hóf að leika að nýju eftir meiðsl. Scottie Pippen þakkaði vöminni sigurinn á sunnudag. „Þegar við spilum vömina eins vel og í dag er ekki mikið sem lið geta gert gegn okkur í sókninni." Þess má geta að þeir Jordan, Pippen og Rodman vora allir kosnir í fimm manna besta varnarliðið í deildinni. Chicago klárar þetta dæmi næsta ör- ugglega í fimmta leiknum í vikunni. I frægri bandarískri hryllings- mynd er eftirminnileg setning: „Be afraid, be very afraid." Já, liðin sem komast í undanúrslit ættu öll að vera hrædd við Los Angeles Lakers, og þá sérstaklega Shaquille O’Neal. Liðið yfirspilaði gott lið Seattle SuperSon- ics í tvígang í The Forum um helgina. f báðum leikjunum var sömu sögu að segja. Enginn gat stöðvað O’Neal undir körfunni og Eddi Jones setti nýtt persónulegt met í stigaskorun í leik í úrslitakeppninni. A fostudag var Jones með 29 stig og O’Neal með 30, og á sunnudag var Jones með 32 stig og O’Neal með 39. Seattle hefur ekkert svar við O’Neal undir körf- unni og lið Lakers hefur Ieikið best allra liða undanfarna viku. Nái liðið að halda þessu áfram er erfitt að sjá hvemig nokkurt lið geti haldið aftur af því. Eftir sigurinn á fóstudag, 119:103, sagði Jones að hann hefði gert það upp við sig að hann þyrfti að vera að- gangsharðari að körfu andstæðing- anna og það var hann svo sannar- lega. O’Neal var eins og skriðdreki á vígvelli á sunnudag (sigur, 112:100). „Eg fékk góða hjálp í sókninni og það skapaði mikið pláss fyrir mig. Þegar svo er getur enginn stöðvað mig,“ sagði hinn brosmildi O’Neal eftir leikinn á sunnudag. Seattle er ekki enn úr leik, en Gary Payton er eini maðurinn í liðinu sem getur bor- ið höfuðið hátt þessa dagana. Liðið hefur barist vel en það hefur ekkert svar við O’Neal undir körfunni. Ge- orge Karl, þjálfari Seattle, viður- kenndi það á blaðamannafundi eftir sunnudagsleikinn. „Shaq hefur gert okkur lífið leitt og við verðum að finna svar við þvf í næsta leik ef við viljum ekki fara í sumarfrí." San Antonio Spurs átti gott tæki- færi á að jafna leikseríuna gegn Utah á sunnudag eftir góðan sigur á laugardag, en leikreynsla Utah kom enn vel í jjós í góðum sigri, 82:73, í fj'órða leik liðanna. Utah hefur því 3:1 forystu, en hefur verið heppið. Utah tók forystu strax í upphafí í leiknum á sunnudag, en San Antonio náði að minnka forystuna í þrjú stig þegar tæpar þrjár mínútur vora eft- ir. Karl Malone svaraði fyrir Utah með tveimur körfum að utan og sig- urinn var aldrei í hættu eftir það. Utah skoraði aðeins 64 stig í leik lið- anna á laugardag og miklar vanga- veltur vora um hvort liðið gæti svar- að fyrir sig í leiknum á sunnudag. Karl Malone var spurður hvort leik- menn hefðu verið áhyggjufullir eftir laugardagsleikinn. „Við horfðum ekkert á sjónvarpið í gærkveldi og létum það sem íþróttafréttamenn höfðu að segja ekkert hafa áhrif á okkur. Við þurftum bara að ná nokkrum undirstöðuatriðum réttum og við einbeittum okkur að því í dag.“ Indiana og Chicago stefna í úrslit í Austurdeild og Utah og Los Angeles í Vesturdeild. KAPPAKSTUR / FORMÚLA 1 Hakkinen siglir hrað- byri á heimsmeistaratitil Mika Hákkinen sýndi það og sannaði í formúlu-1 kappakstrinum í Barcelona á sunnudag, að hann er Ágúst sá ökuþór sem aðrir Ásgeirsson verða að leggja að skrifar yelli til þess að eiga einhverja von um heimsmeistaratign ökuþóra í ár. Hákkinen hafði fádæma yfir- burði í Spánarkappakstrinum og var aldrei ógnað. Vann hann sinn þriðja sigur á árinu og fjórða frá upphafi. Hann sagði að sigurinn hefði ekki verið eins auðveldur og sýnst hefði því mikil orka færi í að halda einbeitingunni og slaka ekki á, en um leið og það væri gert væri hættan mikil á að menn gerðu mis- tök sem kostuðu að þeir kæmust ekki í höfn. Keppnin um heimsmeistaratitil- inn virðist ætla að verða einvígi McLaren-ökumannanna því félagi Hákkinen, David Coulthard, varð annar í mark. Hefur liðið 66 stig í keppni bílsmiða, Ferrari er í öðra sæti með 35 og þriðju era bílsmiðir síðustu ára, Williams, með aðeins 14 stig og virðast möguleikar þeirra á að verja titilinn úr sög- unni. Hákkinen hefur 36 stig í stiga- keppni ökuþóra, Coulthard 29 og Michael Schumacher, hjá Ferrari, 24. Jean Todt, keppnisstjóri Ferr- ari, sagði í gær að keppninni um heimsmeistaratitilinn væri engan veginn lokið. I farvatninu væra ýmsar endurbætur á Ferrari-bíln- um og ný tegund af dekkjum frá Goodyear, en barðar þeirra hafa staðið dekkjum Bridgestone langt að baki í ár. Þá sagði Todt að margar af brautunum sem eftir væri að keppa á hentuðu keppi- nautum McLaren miklu betur en Barcelonabrautin. Yrði keppnin miklu tvísýnni í Mónakó eftir tvær vikur. Hörð keppni var um önnur sæti en þau fyrstu og vakti góð frammi- staða Stewart-liðsins athygli en þar ók Rubens Barichello með endur- bættri vél upp í fimmta sæti og vann fyrstu stígin fyrir liðið á ár- inu. Daninn Jan Magnussen ók og sínum Stewart-bíl vel og hefur lag- að stöðu sína en hann hefur verið við það að missa sæti í liðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.