Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 12. .MAÍ 1998 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Keflvíkingar meistarar meistaranna eftir sigur á ÍBV Sigur okkar sann- færandi „ÚRSLITIN komu í sjálfu sér ekkl á óvart nema þá hvað sig- ur okkar var sannfærandi," sagði Gunnar Oddsson, þjálfari og leikmaður bikarmeistara Kefivikinga, eftir að lið hans hafði sigrað ÍBV á sannfærandi hátt, 3:1, í Meistarakeppni KSÍ og Heklu í Keflavík á laugar- daginn. Leikurinn átti að fara fram í haust og er uppgjör bik- ar- og íslandsmeistaranna en erfitt reyndist að koma leikn- um á og var honum því frestað. Flestir hafa eflaust veðjað á Eyja- menn færu með sigur og þeir voru sterkari til að byrja með. En ■■■■■■ skjótt skipast veður í Bjöm lofti og það var nokkuð Blöndal gegn gangi leiksins skrifar þegar heimamenn náðu forystunni með marki Adolfs Sveinssonar á 20. mín- útu. Markið var fallegt og virtist koma flatt upp á Eyjamenn. Þetta efldi hins vegar heimamenn og þær náðu að bæta við öðru marki á 45. mínútu. Markið var nánast endur- tekning á íyrsta markinu nema hvað nú sendi Adolf boltann í gagn- stætt horn. Þriðja mark Keflvíkinga kom síð- an í upphafi síðari hálfleiks þegar Guðmundur Steinarsson sendi bolt- ann í netið af stuttu færi. Eina mark Eyjamanna gerði Ólafur Sig- urvinsson um miðjan síðari hálfleik, en það kom of seint til og náði ekki að kveikja þann neista sem skorti hjá Vestamannaeyingum. „Þeir voru einfaldlega betri en við og áttu sigurinn fyllilega skil- inn,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Eyjamanna, eftir leikinn. Bjami sagði að það hefði vantað eina 5 fastamenn í liðið en það breytti ekki því að lið hans hefði leikið illa og að þeir hefðu verið jafnmargir og Keflvíkingar. „Fyrsti leikur okkar í íslandsmótinu er eftir viku og það er greinilegt að við verðum að taka okkur saman í and- litinu fyrir þann leik,“ sagði Bjami. Morgunblaðið/Þorkell KRISTINN Guðbrandsson, fyrirliðl Kefiavíkurliðsins, með meist- arabikar KSÍ eftir öruggan sigur á íslandsmeisturum ÍBV. „Við ætlum okkur svo sannarlega að vera með í toppbaráttunni í sum- ar og þessi sigur sýnir vonandi að við höfum verið að gera rétta hluti og emm með liðið á réttu róli,“ sagði Gunnar Oddsson, þjálfari og leik- maður Keflvíkinga. Keflvíkingar gátu heldur ekki stillt upp sínu sterkasta liði og má þar nefna Gunn- ar Má Másson og Karl Finnbogason. Seinni leikurinn gefur aukið sjálfstraust Islenska kvennalandsliðið í knatt- spymu lék tvo vináttuleiki við Bandaríkin ytra um helgina. Bandarísku ólympíumeistaramir unnu 6:0 í Indianapolis á föstudag en 1:0 í Betlehem á sunnudag. „Þetta var allt annað en í fyrri leiknum," sagði Vanda Sigurgeirs- dóttir þjálfari við Morgunblaðið eftir seinni leikinn. „Eg er mjög ánægð og í fyrsta sinn sem ég tala um stórsigur þrátt fyrir tap.“ í fyrri leiknum stillti Vanda upp samkvæmt leikkerfmu 4-5-1 en breytti í 5-4-1 í seinni leiknum. „Byrjunarliðið var eins en ég færði Katrínu Jónsdóttur aftur á sunnu- dag og breytingin skilaði sér. Við sóttum meira enda sagði þjálfari bandaríska liðsins að við hefðum alveg getað „stolið" sigrinum.“ Reyndar segir tölfræðin annað, Bandaríkin áttu 22 skot að marki en ísland þrjú. Vanda sagðist ekki hafa séð betra knattspyrnulið kvenna en bandaríska landsliðið og lið sem hefðu aðeins tapað 1:0 fyrir því væm teljandi á fingram annarrar handar. „í fyrri leiknum réðum við ekkert við hraðann - þær voru á fleygiferð úti um allan völl. Þetta er mun meiri hraði en við eigum að venjast í deildinni heima og við þurftum fyrri leikinn til að átta okkur. Þá voram við of langt frá mótherjunum og gáfum þeim of mikinn tíma en í seinni leiknum vorum við í skottinu á þeim allan tímann." Islenska landsliðið mætir Spán- verjum ytra 30. maí og heima 14. júní. „Þetta var frábær undirbún- ingur fyrir Evrópuleikina," sagði Vanda. „Það þarf sterk bein til að láta ekki bugast eftir 6:0 og það er styrkleiki að fara úr 6:0 í 1:0. Seinni leikurinn gefur stelpunum aukið sjálfstraust, því það er mjög gott að ná svo góðum úrslitum. Allar stelpurnar fengu að spila og þær léku glimrandi vel í Betlehem enda fengu þær góða dóma.“ Seinni leikurinn var í beinni út- sendingu sjónvarps en áhorfendur voru tæplega 5.800 og um 5.100 á fyrri leiknum. „Við höfum aldrei spilað fyrir framan svona marga áhorfendur og það var gaman. Eins var þetta mikið ævintýri því bandarísku stúlkurnar eru miklar hetjur sem allir þekkja og allir vilja fá eiginhandaráritanir hjá. Það er nýtt fyrir okkur að spila við svona þekkt lið og það var gaman.“ Brehme kvaddi á toppnum Nýliðar Kaiserslautem bratu blað í sögu þýsku deildarinnar með því að verða meistarar en nýliðar hafa aldrei náð svo langt. TitOlinn var í höfn fyrir síðustu umferð og því mættu meistaramir afslappaðir til Hamborgar en samt ætluðu þeir ekki að tapa þó ekki væri nema vegna þess að Andreas Brehme lék kveðjuleik sinn. Miðherjinn Olaf Marschall sá til þess að Brehme lauk ekki ferlinum með tapi, jafnaði 1:1 úr vítaspyrnu fjórum mínútum fyrir leikslok, 21. mark hans á tíma- bilinu. Það var vel við hæfi þvi Andreas Brehme, sem er 37 ára og einn dáð- asti knattspymumaður Þýskalands, tryggði þjóð sinni heimsmeistaratit- ilinn 1990 með marki úr vítaspyrnu í úrslitaleiknum við Argentínu, en hann lék alls 86 landsleiki. Brehme hefur oft verið varamaður á tímabil- inu en Fyrir leikinn á móti HSV tók hann við bikamum. „Ef einhver á þennan heiður skilið er það hann,“ sagði Egidius Braun, forseti Knatt- spyrnusambands Þýskalands sem af- henti honum sigurlaunin. Þetta var 301. leikur hans í deildinni og honum var boðið að vera fyrirliði í tilefni tímamótanna en hann afþakkaði. „Ég hef aðeins leikið sjö leiki frá fyrstu til síðustu mínútu á tímabil- inu. En þetta var gott eins og það var og mjög tilfinningaþrungin stund fyrir mig vegna þess að ég fæddist í Hamborg.“ Þegar leikmenn Kaiserslautern gengu inn á Volkspark leikvanginn gáfu gestgjafamir þeim blómvendi, sem þeir fóru rakleitt með til trygg- ustu stuðningsmana sinna en um 30.000 áhangendur fylgdu þeim að heiman, um 600 km leið. Pólski miðherjinn Jacek Demb- inski skoraði fyrir heimamenn í byrj- un seinni hálfleiks en markið vakti gestina til lífsins og þeir jöfnuðu fimm mínútum fyrir leikslok. Síðustu fimm mínútumar hylltu allir 58.000 áhorfendurnir meistarana með bylgjum og söng, eftirtektarverð framkoma mótherja og svo sannar- lega til eftirbreytni. „Þetta var ekki besti leikurinn í deildinni en tímabil- ið hefur verið langt og erfitt,“ sagði Frank Pagelsdorf, þjálfari hjá HSV. „Leikmenn liðanna voru þreyttir og það fór ekki framhjá neinum.“ Fyrmefndir stuðningsmenn Ka- iserslautem voru ekkert að flýta sér í burtu eftir að flautað var til leiksloka heldur gáfu sér góðan tíma og sungu „Otto er sá besti" þar til Rehhagel kom aftur út og þakkaði fyrir sig. „Minnisstæðu tímabili er lokið,“ sagði þjálfarinn sem stýrði liðinu til sigurs í 2. deild í fyrra. „Ef einhver hefði sagt fyrir tveimur ár- um að við yrðum í þessum sporum nú hefðu allir hlegið að sögumanni." Otto konungur eins og hann er gjarnan nefndur tók við Werder Bremen á sínum tíma og gerði smáliðið að Þýskalandsmeistara í tvígang og Evrópumeistara bikar- hafa 1992. Nú hefur hann enn náð merkum áfanga. „Árangurinn verður í hávegum hafður og fólk á eftir að tala um hann um ókomin ár,“ sagði þjálfarinn sem var látinn fara frá Ba- yem Miinchen fyrir tveimur árum. „Hins vegar höfum við ekki mikinn tíma til hátíðarhalda því við þurfum að byrja strax að byggja á árangrin- um. Það kostar mikla vinnu og mikla peninga." Karlsruhe og Köln féllu Stuttgart og Schalke tryggðu sér sæti í Evrópukeppni félagshða í haust en Karlsruhe og Köln féllu með Bielefeld. Stuttgart vann Werder Bremen 1:0 og endaði í fjórða sæti en verði liðið Evrópu- meistari bikarhafa fer Hansa Rostock, sem varð í sjötta sæti, í UEFA-keppnina. Rostock vann Karlsruhe 4:2 en Schalke vann Bi- elefeld 2:1 og hafnaði í fimmta sæti. Köln náði aðeins jafntefli, 2:2, við Leverkusen á heimavelli en Glad- bach bjargaði sér á síðustu stundu og vann Wolfsburg 2:0. Bayern Munchen, sem var öruggt í öðru sæti fyrir síðustu umferðina, lauk keppni með 4:0 sigri á Dortmund. STUDNINGSMENN Lens fögnuðu vel og lengi eftir að liðið varð frar sér titilinn með því að gera jafntefli, 1:1, í sfðustu umfc

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.