Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 12
KNATTSPYRNA Guðni Bergsson ekki með landsliðinu gegn Saudi-Arabíu í Cannes Get vonandi tekið upp þráðinn í haust GUÐNI Bergsson meiddist í leik Bolton og Chelsea í ensku úrvals- deildinni á Stamford Bridge í fyrra- dag, var skipt út af skömmu síðar og fór ekki með íslenska landsliðinu til Cannes í Frakklandi þar sem það mætir Saudi Arabíu í vináttulands- leik á morgun. „Ég fékk högg á lærið í byrjun seinni hálfleiks og fór því ekki til Frakklands en vonandi get ég tekið upp þráðinn með landsliðinu í haust,“ sagði Guðni og var greinilega ekki kátur með gang mála. Bolton tapaði 2:0 fyrir Chelsea en Everton gerði jafntefli, 1:1, við Coventry. Bolton og Everton fengu jafn mörg stig en Bolton var með lakari marka- tölu og féll með Barnsley og Crystal Palace. „Það er ömuilegt að falla og hvað þá á markamun. Við höfum bætt okkur að undanförnu en því miður nægði það ekki.“ Guðni var miðvörður í kerfinu 3-5- 2 en í seinni hálfleik, þegar staðan var enn 1:0 fyrir Everton, var ákveð- ið að breyta í 4-4-2 í þeirri von að skora og sigra. „Stjóranum fannst að ég ætti í erfiðleikum og tók mig út af þegar skipt var um leikaðferð með því hugarfari að sækja stíft til sig- urs. Því miður gekk dæmið ekki upp en eftir á að hyggja hefði okkur nægt jafntefli. Við hefðum náð því ef við hefðum spilað upp á það en alltaf er hægt að vera vitur eftir á.“ Guðni sagði að stuðningsmenn liðsins sættu sig illa við orðinn hlut. „Margir lifa fvrir fótboltann og að- dáendurnir vilja hafa lið sitt í efstu deild. Við finnum vel fyrir því að við höfum brugðist þessu fólki og erum auðvitað ekki ánægðir. Þetta eru döpur örlög fyrri félagið en við telj- um okkur nógu góða til að vera í efstu deild og erum staðráðnir í að koma okkur aftur í úrvalsdeildina.“ Á sjónvarpsstöðinni Sky kom fram í gær að vegna sölu sjónvarps- réttar, beinna útsendinga og sölu aðgöngumiða tapaði Bolton sem samsvaraði um 360 millj. kr. við það að falla. „Þetta eru miklir peningar en við erum ekki að hugsa um fjár- hagslegt tap þessa stundina heldur snýst allt um vonbrigðin samfara því að hafa ekki náð að halda sætinu. Þetta var mikið áfall en ekki endalok því nýr dagur kemur að loknum þessum." Ríkharður Daðason búinn að gera sex mörk í átta leikjum fyrir Viking Valinn maður leiksins í VG RÍKHARÐUR Daðason átti mjög góðan leik fyrir Viking um helgina. Hann gerði tvö mörk í 3:2 sigri á Lilleström á útivelli og var jafn- framt útnefndur maður leiksins í dagblaðinu Verdens Gang. Ekki nóg með að hann skoraði tvö heldur lagði hann upp íyrsta markið sem Gunnar Aase gerði. Ríkharður hef- ur nú gert sex mörk í sjö íyrstu leikjunum í deildinni og er næst markahæstur ásamt tveimur öðr- um. Mini Jakobsen hjá Rosenborg er markahæstur með 7 mörk. Rúnar Kristinsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Lilleström á leik- tíðinni. Honum var skipt út af í síð- ari hálfleik. Heiðar Helguson var ekki í liði Lilleström og Auðun Helgason hefur ekki leikið síðustu tvo leiki með Viking vegna meiðsla. Viking er í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Rosenborg og Molde. Óskar Hrafn Þorvaldsson og fé- lagar í Strömgodset unnu Brann í Bergen 1:0. Óskar Hrafn lék allan leikinn og Ágúst Gylfason sömu- leiðis með Brann, en hann fékk að líta gula spjaldið í leiknum. Molde heldur sigurgöngu sinni áfram og nú var það Kongsvinger sem tap- aði, 0:3. Bjarki Gunnlaugsson lék síðustu 13 mínútur leiksins en var ekki á meðal markaskorara. Helgi Sigurðsson var í byrjunar- liði Stabæk og lagði upp eina mark leiksins sem Belsvik gerði á 77. mínútu gegn Tromsö. Tryggvi lék allan leikinn með Tromsö en var lítt áberandi. Önnur úrslit voru þau að Rosenborg burstaði Bodö/Glimt 6:2 og Haugasund sigraði Sogndal 4:0. Wenger þjalf- arí ársins ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri ný- bakaðra Englandsmeistai-a Arsenal, var í gær útnefndur þjálfain ársins í ensku úr- valsdeildinni. Það eru knattspymustjór- amir sjálfir sem kjósa og var tilkynnt um niðurstöðu þeirra í árlegri veislu sem þeú- efna til. „Allir leikir í Englandi eru þess eðlis að mjög ei-fitt er að sigra í þeim. Ég er því mjög ánægður með þessa viður- kenningu, en vil nota tækifærið til að þakka öllu aðstoðarfólki mínu og auðvitað leikmönnum félagsins, sem vora stórkostlegir. Ég lít nefnilega á þessa niðurstöðu sem við- urkenningar til okkar sem heildar,“ sagði Wenger á Sky sjónvarps- stöðinni í gær. Vert er að geta þess að Wenger hefur áður verið kjörinn þjálfari ársins í Frakklandi, þegar hann var við stjórnvölinn hjá Mónakó og í Japan, þegar hann þjólfaði Grampus Eight. Morgunblaðið/Golli EIÐUR Smári Guðjohnsen á æfingu með KR-ingum í gær. Eiður Smári æfir með KR-ingum EIÐUR Smári Guðjohnsen, lands- liðsmaður í knattspyrnu, sem verið hefur atvinnumaður hjá PSV Eind- hoven í Hollandi síðustu ár, kom til landsins fyrir helgi og hefur æft með KR-ingum síðan. „Eg tel mig geta spilað en þarf að koma mér í æfingu,“ sagði hann við Morgun- blaðið í gær. „Vinir mínir Þórhall- ur Hinriksson og Andri Sigþórsson buðu mér að koma og æfa með KR og það hef ég gert en ekkert er ákveðið með framhaldið." Samningur Eiðs Smára við PSV í Hollandi rennur út 1. júlí en hami fékk leyfí hjá félaginu til að kanna aðstæður annars staðar með samn- ing í huga. Hann hefur litið getað æft í tvö ár vegna meiðsla en lækn- ar Rosenborg í Noregi eru að skoða röntgenmyndir af meidda fætinum og hafa áhuga á að fá hann til sín. „Rætt hefur verið um að ég fari aftur til Noregs eftir að samningurinn við PSV rennur út en ekkert hefur verið ákveðið í því efni frekar en öðru,“ sagði Eiður Smári. I gær mætti Serbinn Eroll Kra- sniqi á æfingu hjá KR en hann er fyrrverandi samherji KR-ingsins Besims Ilaxijadinis. Miðherjinn verður hjá félaginu til reynslu í nokkra daga. Morgunblaðið/Ólafur Arnar Hrafn aftur í Víking ARNAR Hrafn Jóhannsson, ung- lingalandsliðsmaður í knattspymu sem lék með Val í fyrrasumar, er genginn til liðs við Víkinga á nýjan leik og leikur með þeim í sumar í 1. deildinni - næst efstu deild Islands- mótsins. Amar Hrafn dvaldi um tíma í síðasta mánuði hjá danska meistaraliðinu Brpndby og er reikn- að með að viðræður hefjist milli hans og félagsins síðsumars. Ekki er því loku fyrh- það skotið að hann gerist leikmaður danska liðsins efth- keppnistímabhið hérlendis. Arnar Hrafn tók þátt í 17 leikjum með Val í efstu deildinni í fyrrasumar og gerði þrjú mörk í deildinni. Hann á að baki 16 leiki með unglingalands- liði 18 ára og yngri, var meðal annars í liðinu sem lék í úrslitakeppni Evr- ópumótsins hér á landi í fyrrasumai'. Þá á Arnar Hrafn átta leiki að baki með landsliði 16 ára og yngri. Arnar Hrafn er á myndinni að of- an, t.v., ásamt Lúkasi Kostic, þjálfara Víkings. Arnór skoraði ARNÓR Guðjohnsen skoraði mark Örebro í 1:1 jafntefli við AIK í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. Arnór kom liði sínu yfir rétt fyrir hálfleik en AIK jafnaði þegar 13 mínútur voru til leiksloka. Gunnlaugur Jónsson kom inn sem varamaður á 36. mínútu. Örebro er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 3 stig eftir sex leiki. Helsingborg vann Öster 3:1 á utivelli. Stefán Þórðarson kom inn sem varamaður hjá Öster á 54. mínútu. Hvorki Jakob Jónharðsson né Hilmar Björnsson voru í leikmannahópi Helsingborgar. Malmö tapaði á heimavelli fyrir Trelleborg, 0:1. Sverrir Sverrisson og Ólafur Örn Bjamason léku allan leikinn með Malmö. Sverrir fékk að líta gula spjaldið í leiknum. Pétur Marteinsson og félagar hans í Hammarby unnu Halmstad á útivelli, 1:3. Pétur lék allan leikinn. Óvænt úrslit urðu í Gautaborg í grannaslag IFK Gautaborg og Orgryt og vann síðarnefnda liðið 5:2 og Elfsburg vann Hácken 2:0. Örgryte og Norrköping eru efst og jöfn með 11 stig eftir fimm leiki. Hammai-by, Frölunda og Helsingborg koma næst með níu stig. ------------------ ■ Staðan/BIO Njarðvík gegn Keflavík í 1. umferð í gærkvöld var dregið um töflu- röð í úrvalsdeildinni í körfuknattleik næsta keppnis- tímabil í fyrstu umferð mætast eftirtalin lið: Njæ-ðvík-Keflavík, Þór;KR, Snæfell-Tindastóll, KFÍ-Haukar, Skallagrímur-Gr- inda\>ík og Valur-ÍA. Gert er ráð fyrir að íslands- mótið hefjist í byrjun október, en ekki hefur nákvæmari dag- setning verið ákveðin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.