Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 12. .MAÍ 1998 HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ Handboltahátíö á Austfjörðum Morgunblaðið/Helena RÚMLEGA helmingur bæjarbúa á Fáskrúðsfirði mætti á leik íslands og Japan á sunnudaginn. Krakkarnir skemmtu sér konunglega, mörg máluð í fánalitunum og stemmningin var góð; stúlkan fyrir míðri mynd sló t.d. taktinn af miklum myndarbrag. Jákvætl að gefast ekki upp íslenska landsliðið í handknattleik lék tvo vináttuleiki við Japani á Austfjörðum um helgina. Valur B. Jónatansson brá sér austur og fylgdist með tveimur sigurleikjum „Strákanna okkar“ sem virkuðu þreyttir eftir veturinn. ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik vann Japani í tveimur vináttulandsleikjum á handbolta- hátíð á Austfjörðum um helgina. „Strákamir okkar“ eins og þeir eru oft nefndir gerðu aðeins það sem þurfti til að sigra og ekkert umfram það. Fyrri leikurinn í Neskaupstað á laugardag endaði 23:19 og sá síðari á Fáskrúðsfirði á sunnudag vannst með tveggja marka mun, 20:18. Mikill áhugi var fyrir austan á leikjunum og vöktu leikmennirnir verðskuldaða athygli hvert sem þeir fóru. Það er vel til fundið hjá HSÍ að spila landsleiki utan höfuðborgarsvæð- isins og leyfa þannig landsbyggð- arfólki að komast í meiri snert- ingu við íþróttamennina og íþrótt- ina. Ferðaþreyttir Japanir Norðfirðingar mættu í íþrótta- hús sitt á laugardaginn minnugir þess að íslenska liðið tapaði fyrir Dönum í fyrsta landsleiknum á Austfjörðum í sama húsi í desem- ber. Þeir ætluðu ekki að láta það endurtaka sig og komu því með öfl- uga sveit stuðningsmanna sem létu vel í sér heyra. Hvort það var sá stuðningur sem gerði gæfumuninn skal ósagt látið, en alténd varð ís- lenskur sigur, 23:19. Islenska liðið náði strax undir- tökunum og hafði yfir í hálfleik, 12:9. Eftir hlé gaf Þorbjöm þjálfari yngri leikmönnunum, Gunnari Berg, Sigfúsi, Daða og Reyni tæki- færi og skiluðu þeir sínu hlutverki vel enda sat ferðaþreyta í japanska liðinu, sem var ekki líklegt til af- reka. Mestur var munurinn fimm mörk, 20:15, þegar tíu mínútur voru eftir og aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi eftir það. Valdimar og Patrekur fóru fyrir íslenska liðinu, gerðu samtals 14 mörk. Vömin var ágæt á köflum og Reynir varði vel í síðari hálfleik. Liðinu var fyrirmunað að skora úr vítaköstum - Valdimar misnotaði tvö þeirra, Patrekur eitt og Gunnar Berg eitt. Japanska liðið lék flata 6-0-vöm og kom það nokkuð á óvart því vananlega hefur það leik- ið vömina mun framar, eins og það gerði reyndar í síðari leiknum. Það var mikil eftirvænting meðal Fáskrúðsfirðinga á sunnudag, enda SÓKNAR- DCHB NÝTING ^ 12 22 54 F.h 9 23 39 11 24 46 S.h 10 24 42 23 46 50 Alls 19 47 40 8 Langskot 5 3 Gegnumbrot 1 4 Hraðaupphlaup 3 2 Hom 4 5 Lína 2 1 Víti 4 fyrsti landsleikurinn sem þar fer fram. Rúmlega helmingur bæjar- búa, 400 áhorfendur, mætti til að berja handboltastrákana augum. Yngri kynslóðin fékk að ræða per- sónulega við landsliðsmennina og eignast eiginhandaráritanir. Fyrirfram var búist við meiri mótspymu frá japanska liðinu en daginn áður og sú var raunin. ís- lenska liðið byrjaði með látum og fyrstu þrjár sóknirnar enduðu með marki og staðan þá 3:1. í stöðunni 6:7 fyrir Japan meiddist Valdimar Grímsson og varð að hætta leik. Við það missti íslenska liðið flugið. Daði Hafþórsson var settur í hægra homið fyrir Valdimar og misnotaði nokkur færi og Japanir gengu á lagið og náðu þriggja marka forskoti, 7:10 og 10:13. Þá sýndi Daði að hann getur bragðið sér í gervi homamanns og setti inn tvö mörk í röð og staðan í hálfleik, 12:13. „Hingað og ekki lengra“ Patrekur jafnaði í 13:13, en þá kom afleitur kafli hjá íslensku strákunum. Þeir klúðraðu tíu sókn- um í röð á tíu mínútna kafla og misnotuðu m.a. víti. Þegar síðari hálfleikur var hálfnaður var staðan 14:17 fyrir Japani og allt útlit fyrir sigur þeirra. Þá sagði Þorbjörn „hingað og ekki lengra“ - vömin samall saman og liðið gerði fjögur mörk í röð án þess að gestimir næðu að lauma einu marki, 18:17, og lokatölur 20:18. íslenska liðið sýndi andlegan styrk í lokin með því að vinna upp mun gestanna og sigra. Sóknar- leikurinn olli hins vegar vonbrigð- um lengst af og þreytumerki vora á leikmönnum. Liðið átti í vand- ræðum með að komast í gegnum 5- 1-vöm Japana eins og svo oft áður. Patrekur var bestur, tók af skarið er á þurfti að halda og gerði sex mörk, öll með langskotum. Sigfús var einnig góður þann tíma sem hann var inni á og er þar kominn verðugur arftaki Geirs fyrirliða. Ólafur Stefánsson var ekki eins og hann hefur getu til og munar um minna. Þá gat Dagur Sigurðsson ekkert leikið vegna meiðsla og kom það niður á leik liðsins í báðum leikjunum. orbjöm Jensson landsliðsþjálf- ari sagðist vera sáttur við leik- ina á móti Japan. „Við vorum komn- ir í frekar miklar ógöngur í síðari hálfleik á Fáskrúðsfirði, þremur mörkum undir, en höfðum samt getu til að snúa leiknum okkur í hag. Það eitt finnst mér alltaf já- kvætt, að gefast ekki upp þó á móti blási. Náðum tökum á því sem við vorum að gera vitlaust,“ sagði Þor- björn. Hann sagði að fyrri leikurinn sem fram fór í Neskaupstað hefði verið auðveldari og kannski ekki alveg að marka hann því japanska liðið var að koma beint úr erfiðu ferðalagi. „Við náðum flótlega góðri forystu og réð- um vel við þann leik. Við þurfum á verkefnum að halda til að undirbúa okkur fyrir haustið. Þetta verkefni var meira í þeim dúr að sinna þörf- um Japana. Þeir vildu fá tvo lands- leiki og ef þetta hefði ekki komið upp hefði ég ekki haft neitt verkefni núna. Eg held eftir á að hyggja að þetta hafi verið mjög gott.“ JAPANSKI þjálfarinn, Seimei Gamo, var ánægður með landsleik- ina á Austfjörðum. „Ég er mjög ánægður og þakklátur að hafa feng- ið þessa leiki á Islandi. Þeir eiga eft- ir að nýtast okkur vel og eru góð æf- ing fyrir okkur. Við eram með ungt lið sem ég er að byggja upp fyrir Ólympíuleikana í Sydney árið 2000. Það er í góðri líkamlegri æfingu en þarf meiri leikæfingu og þess vegna eram við hér,“ sagði hann. Meðal- aldur leikmanna er um 22 ár. Hann valdi liðið um áramótin og hafði það tvívegis komið saman í vikutíma áður en það kom hingað. Hann sagði að það vantaði fjóra sterka leikmenn í hópinn en þeir eru meiddir. Liðið verður í æfingabúð- íslenska liðið kemur saman aftur 8. júní og verður saman til 10. júlí. „Það stóð til að fara í æfingaferð til Egyptalands á þessum tíma, en mótinu var seinkað um viku og þá erum við búnir að missa atvinnu- mennina okkar til Þýskalands. Við ætlum því að finna okkur önnur verkefni í júní og þá er ég að líta til landsleikja við Svíþjóð og Noreg.“ Japanski þjálfarinn telur að ís- lenska liðið sé orðið of gamalt, hvað segir þú um það? „Ég er ekki sammála því. Það era aðeins þrír til fjórir leikmenn sem eru orðnir gamlir. Hinir í kjarna liðsins eru mjög ungir og nefni ég siráka eins og Dag, Patrek, Björgvin, Ólaf og Reyni. Þetta era allt strákar sem era komnir með mikla reynslu en eru samt ungir. Ég treysti mér til að vera með þessa leikmenn áfram. Þeir era að spila í bestu deild í heimi og eru framarlega þar. Með- an þeir eru að spila þar erum við með besta mannskapinn sem við um víða í Evrópu næstu vikurnar og spilar m.a. við Júgóslavíu og Grikk- land og félagslið í Frakklandi og Þýskalandi. Evrópuferðinni lýkur með því að landsliðshópurinn fylgist með fyrstu leikjunum í Evrópu- keppninni á Italíu. „Þar ætlum við að læra og sjá það besta sem er að gerast í handboltanum." Hvað fínnst þér um íslenska liðið? „íslenska liðið hefur verið skipað nánast sömu leikmönnunum undan- farin sjö til tíu ár og er á niðurleið að mínu mati. Það spilar grófan varn- arleik og fer langt á því. Við eram hins vegar að byggja upp til framtíð- ar og því meira að marka styrk okk- ar liðs á móti 20 ára landsliði ykk- ar.“ höfum. Þá eigum við mestu mögu- leikana á að ná árangri. Ég hef það alltaf í bakhöndinni að endurnýja í einstakar stöður í liðinu. En ég fer rólega í það - skipti ekki bara til að skipta." Valdimar meiddist VALDIMLAR Grímsson meidd- ist á kálfa í fyrri hálfleik í leikn- um á Fáskrúðsfirði á sunnudag. Hann taldi að vöðvi hefði rifnað og gat því ekki leikið meira eftir það. Hann hafði töluverðar áhyggjiu- af meiðslunum vegna þess að hann á eftir að standast iæknisskoðun áður en hann skrifar undir samning við Wuppertal í lok mánaðarins. Dagur Sigurðsson var með landsliðshópnum á Austfjörðum en horfði á báða leikina vegna meiðsla. Hann meiddist á hné í næstsíðasta leiknum með Wuppertal í Þýskalandi. Fyrsti lands- leikurínn á Fáskrúðsfirði FYRSTI landsleikurinn í hand- knattleik á Austfjörðum fór fram í Neskaupstað í desember í fyrra, en þá komu Danir í heimsókn. ísland tapaði stórt og lögðu Norðfirðingar því óherslu á að fá annan leik og það fengu þeir á laugardaginn og nú gátu þeir fagnað sigri. Síðari leikurinn á móti Japan fór fram á Fáskrúðsfirði í nýju og glæsilegu íþróttahúsi sem var tekið í notkun í loks síðasta árs. Þetta var fyrsti landsleik- urinn sem þar fer fram. Undirbúningur fyrir ÓL í Sydney

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.