Morgunblaðið - 12.05.1998, Síða 7
+
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR12. MAÍ1998 B 7
KNATTSPYRNA
Rangers vill 720
milljónir króna
Simone bestur
í Frakklandi
ÍTALSKI miðherjinn Marco Simone hjá
París Saint Germain var valinn Ieik-
maður ársins í Frakklandi í kjöri leik-
manna og franski miðheijinn David
Trezeguet hjá Mónakó sá efnilegasti.
Joel Muller, þjálfari Metz, sem varð í
öðru sæti frönsku 1. deildarinnar, var
kjörinn þjálfari ársins.
Simone gerði 13 mörk í deildinni auk
þess sem hann skoraði bæði í úrslitaleik
bikarkeppninnar og deildabikarkeppn-
innar en PSG sigraði í báðum leikjun-
um. Simone, sem áður var hjá AC Milan
í heimalandinu, náði aldrei að festa sig í
sessi á þeim bæ enda mikið af frábær-
um framherjum þar fyrir, en leikmað-
urinn hefur gengið í endurnýjun líf-
daga eftir að hann kom til Frakklands
og leikið nyög vel i vetur.
Brasilíumaðurinn Sonny Anderson
var kosinn besti leikmaðurinn í fyrra,
þegar hann lék með Mónakó, en hann
er nú með Barcelona á Spáni.
Trezeguet var yfirleitt varamaður á
fyrri hluta tímabilsins en varð næst-
markahæstur í deildinni með 16 mörk;
sló algjörlega í gegn seinni hluta
keppnistúnabilsins og nú er svo komið
að mörg af stórliðum Evrópu hafa sýnt
þessum frábæra miðheija mikinn
áhuga.
Reuters
ÁHANGENDUR Kaiserslautern voru í sviðsljósinu á Volkspark Stadion í Hamborg, en 30.000 stuðningsmanna
nýbakaðra meistara fylgdu sínum mönnum 600 kílómetra leið frá Kaiserslautern norður f land.
Reuters
tskur meistari í knattspyrnu. Liðið tryggði
irðinni gegn Auxerre á útivelli.
+
Yohan Lachor var hetja Lens
þegar liðið gerði jafntefli við
Auxerre á útivelli um helgina og
tryggði sér þar með franska meist-
aratitiUnn í fyrsta sinn. Sabri
Lamouchi, fyrirliði Auxerre, skoraði
eftir 13 mínútur en þá var staðan 1:0
fyrir Metz á móti Lyon og titillinn
því í höndum Metz. Vinstri bakvörð-
urinn Laehor, sem er 22 ára, jafnaði
fyrir Lens á 53. mínútu og það
nægði. „Ég gleymi þessu aldrei,"
sagði Lachor. „Eg er frá Lens og
hef klifrað upp stigann hjá félaginu
undanfarin 10 ár, leikið með öllum
flokkum."
Þetta var fyrsta jafntefli Lens á
útivelli á tímabilinu en liðið sigraði í
níu útileikjum og tapaði sjö. „Ég á
ekki til orð til að lýsa líðan minni,“
sagði Gervais Martel, formaður fé-
lagsins. „Við vorum með í barátt-
unni allan tímann þó að enginn hefði
veðjað eyri á okkur í byrjun. Á þess-
Fimm lið í
baráttu um
annað
REAL Madrid tapaði 1:0 fyrir
Espanol en á ennþá mögu-
leika á öðru sætinu í spænsku
deildinni. Fjögur lið til viðbót-
ar eru í keppni um sætið og
rétt í Meistaradeild Evrópu í
haust en deildinni lýkur á
föstudag.
Athletic Bilbao hefði tryggt
sér annað sætið með sigri en
varð að sætta sig við marka-
Iaust jafntefli við Merida og
er í öðru sæti með tveimur
stigum meira en Real Madrid,
Real Sociedad og Mallorca og
þremur stigum meira en Real
Betis. Bilbao mætir Real
Zaragoza í síðustu umferð.
Atletico Madrid vann meist-
ara Barcelona, 5:2, í mjög
góðum leik. Oft hefur verið
mikið skorað í leikjum liðanna
og áhorfendur fengu að sjá
sjö mörk að þessu sinni. Bras-
ilíumaðurinn Rivaldo braut ís-
inn eftir 11 mínútur, skoraði
frá miðju. Margir stuðnings-
menn Atletico voru með borða
þar sem þjálfaranum Radomir
Antic voru þökkuð góð störf
hjá félaginu í þijú ár. „Áhang-
endurnir hafa kvatt hann með
sæmd og ég færi honum hjart-
anlegar þakklætiskveðjur,"
sagði Jesus Gil, eigandi Atlet-
ico. Arrigo Sacchi, fyrrver-
andi þjálfari AC Milan, tekur
við liðinu.
Real Sociedad gerði jafn-
tefli, 1:1 heima við Tenerife
og sömu úrslit urðu í leik
Salamanca og Mallorca en
Real Betis tapaði 2:0 heima
fyrir Racing Santander, sem
er í fallbaráttu.
Real Madrid hefur ekki
sigrað á útivelli í sex mánuði
en hefur leikið 13 útileiki á
tímabilinu. „Það er eins og við
gefumst upp við það að lenda
undir,“ sagði Lorenzo Sanz,
eigandi félagsins, en áréttaði
stuðning við þjálfarann Jupp
Heynckes. „Hins vegar væri
fáránlegt að fórna þjálfara
við þessar aðstæður."
helja
ari stundu er hugurinn hjá frábær-
um stuðningsmönnum okkar sem
eiga titilinn skilinn.“
Lens sigraði í sjö leikjum í röð áð-
ur en kom að síðustu umferðinni en
tapaði reyndar bikanlrslitaleiknum
fyrir viku og óttuðust margir að tap-
ið sæti í mönnum, ekki síst eftir að
hafa fengið mark á sig. En þeir stóð-
ust álagið og urðu meistarar á hag-
stæðari markatölu en Metz. „Við
getum verið hreyknir af frammistöð-
unni,“ sagði Sylvain Kastendeuch,
fyrirliði Metz. „Þetta er besti árang-
ur liðsins í sögu félagsins."
Auxerre missti af Evrópukeppni
félagshða en Lyon, Mónakó, Olymp-
ique MarseiUe og Girondins Bor-
deaux vara í UEFA-keppnina í
haust. Hins vegar fer Auxerre í Get-
raunadeildina eins og í fyrra en ár-
angurinn þar fleytti liðinu áfram í
UEFA-keppnina þar sem liðið
komst í átta liða úrslit.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Lens
Brian Laudrup, danski landsliðs-
maðui-inn frábæri í knatt-
spyrnu, sagði á sunnudag að til
greina kæmi að hann hætti við að
fara til Chelsea í London frá Glas-
gow Rangers ef félögin kæmust
ekki að samkomulagi um félaga-
skiptin innan tíðar.
Danski miðherjinn taldi sig vera
lausan allra mála hjá Rangers en fé-
lagið vill fá sex milljónir punda, um
720 millj. kr„ fyrir hann. „Ef félagið
heldur þessu til streitu verð ég að
endurskoða ákvörðun mína um að
flytja til Englands. Ekki kemur til
greina að vera áfram hjá Rangers
og ég sætti mig ekki við framkomu
félagsins. Svona á ekki að koma
fram við leikmann eftir fjögurra ára
starf.“
Rangers segir að þó að Laudrup
sé samningslaus eigi að koma gjald
fyrir hann fari hann til félags innan
Bretlands en Laudrup er ekld á
sama máli.
yngsti
Fram Reykja-
víkuimeistari
FRAM vann Val 2:0 í úrslitaleik
Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu
sem fór fram á æfingagrasvellinum
að Hlíðarenda á laugardag. Þorvald-
ur Ásgeirsson gerði fyrra markið
með góðu skoti frá vítateigslínu eftir
sendingu frá Baldri Bjamasyni á 10.
mínútu og Baldur bætti öðru marki
við 10 mínútum fyrir leikslok, fékk
boltannn inn fyrir vöm Vals frá Frey
Karlssyni og skoraði af öryggi fram-
hjá Lárasi Sigurðssyni í marki Vals.
Liðin sköpuðu sér nokkur góð
marktækifæri en aðeins fyrrnefnd
tvö færi nýttust og þar við sat.
Á myndinni er fyrirliði Fram, Jón
Sveinsson, með Reykjavíkurbikar-
inn.