Morgunblaðið - 25.06.1998, Page 2
2 C FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ1998
HM I FRAKKLANDI
MORGUNBLAÐIÐ
■ RIGOBERT Song frá Kamerún
varð fyrsti leikmaðurinn til að
verða vikið af velli í HM tvö skipti í
röð. Hann var 17 ára þegar hann
fékk að sjá rauða spjaldið í HM í
Bandaríkjunum 1994 og var þá
yngsti leikmaðurinn sem hafði ver-
ið sendur af velli í HM en síðan var
honum vikið af velli í leiknum við
Chile í fyrradag.
■ GIUSEPPE Bergomi frá Ítalíu
kom inná sem varamaður fyrir
Alessandro Nesta á 4. mínútu leiks
Italíu og Austurríkis, en vai-amað-
ur hefur ekki komið svo snemma
inná í HM.
■ BERGOMI lék í HM 1982 á
Spáni eins og Lothar Mattháus frá
Þýskalandi en þeir eru einu leik-
mennirnir í keppninni í Frakklandi
sem voru líka með fyrir 16 árum.
■ BERGOMI lék einnig í HM í
Mexíkó 1986 og á Ítalíu 1990, en
hann var ekki með í Bandaríkjun-
um 1994, eins og Matthaus.
■ BRASILÍA tapaði 1:0 fyrir Ar-
gentínu á HM 1990 en tapaði síðan
ekki í HM fyrr en á móti Noregi í
fyrrakvöld.
■ ÞETTA var annar sigur Norð-
manna í HM en Noregur vann
Mexíkó 1:0 1994. Kjetil Rekdal
gerði sigurmarkið úr vítaspymu á
móti Brasihu en hann gerði líka
mark Noregs á móti Mexíkó.
■ MAROKKÓ fagnaði öðrum sigri
sínum í 12 leikjum á HM en 1986
vann liðið Portúgal 3:1.
■ SKOTLAND hefur átta sinnum
verið með í lokakeppni HM en
aldrei komist áfram úr riðlakeppn-
inni. 3:0 tapið fyrir Marokkó er
stærsta tap Skotlands í úrslita-
keppni HM síðan liðið tapaði 4:1
fyrir Brasilíu 1982.
■ ÍTALÍA hefur leikið 19 HM-leiki
í röð án taps. Liðið tapaði síðast
fyrir Irlandi í riðlakeppni HM í
Bandaríkjunum 1994 en í þessari
tölfræði er úrslitaleikurinn við
Brasiliu skráður jafntefli. Þá tap-
aði Itaha í vítaspymukeppni.
■ AUSTURRÍKI skoraði undir
lokin í öllum leikjum sínum í B-riðli
en féll úr keppni. Toni Polster
jafnaði, 1:1, á móti Kamerún, Ivica
Vastic jafnaði, 1:1, á móti Chile og
Andreas Herzog minnkaði mun-
inn í 2:1 á móti Italíu.
■ CHILE gerði þrjú jafntefli sem
nægði til að komast í 16-liða úrslit
en Chile hefur ekki sigrað í leik í
úrslitakeppni HM síðan 1962. Þá
vann liðið Júgóslavíu 1:0 í keppni
um bronsið á heimavelli.
■ KAMERÚN vann Kólumbiu 2:1
eftir framlengdan leik í HM 1990
en hefur síðan ieikið sjö leiki í úr-
slitakeppninni og aldrei sigrað,
tapað fjórum og gert þrjú jafntefli.
■ FIDEL Castro forseti Kúbu hef-
ur sent íranska liðinu hamingju-
óskir með sigurinn á Bandaríkja-
mönnum í riðlakeppni heimsmeist-
aramótsins. Castro segist vonast til
þess að Brasilía verji heimsmeist-
aratitilinn.
■ SLOBODAN Santrac þjálfari
Júgóslavíu segist ætla að leggja
allt í sölumar til að leggja Banda-
ríkjamenn í dag til þess að forðast
það að lenda í öðm sæti riðilsins og
hugsanlega mæta Hollandi í 16-liða
úrslitum.
■ MEÐAL þess sem Santrac ætlar
að gera er að tefla fram framherj-
anum Dejan Savicevic sem ekkert
hefur leikið í keppninni til þessa
vegna meiðsla. „Við verðum að
vera með okkar sterkasta lið frá
upphafi og leika sóknarleik," sagði
Santrac.
Reuters
FRAKKAR notuðu varalið sitt á móti Dönum og unnu samt, 2:1. Það voru aðeins þrír úr aðalliðinu með f gær og undirstrikar það styrk
franska landsliðsins, sem vann alla leikina í riðlinum. Þeir eru frá vinstri: Bernard Diomede, Youri Djorkaeff, Christian Karembeu,
Emmanuel Petit, sem skoraði sigurmarkið, Patrick Viera, Robert Pires og David Trezguet.
Danir áfram þrátl fýrir
tap gegn varaliði Frakka
DANIR tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum þrátt fyrir að hafa tap-
að fyrir Frökkum, 2:1, í lokaumferðinni í C-riðli á HM í gær. Suð-
ur-Afríka og Sádí-Arabía gerðu jafntefli, 2:2, og það kom sér vel
fyrir Dani, sem hlutu 4 stig. Frakkar voru með fullt hús stiga,
eða níu - unnu alla leikina, Suður-Afríka, sem hefði þurft að
vinna Sádí-Arabíu með tveggja marka mun í gær til að komast
áfram, hlaut tvö stig og Sádí-Arabía eitt stig. Danir mæta Nígeríu
í 16 iiða úrslitum á sunnudag.
Frakkar tefldu fram hálfgerðu
varaliði í gær og hvíldu lykil-
menn en samt voru þeir mun betri.
Yorui Djorkaeff kom Frökkum yfir
með marki úr víti í byrjun leiks.
Danir svöruðu rétt fyrir lok fyrri
hálfleiks, einnig úr vítaspymu, sem
Michael Laudrup tók. Það var síðan
miðvallarleikmaður Arsenal,
Emmanuel Petit, sem gerði sigur-
markið með þrumuskoti rétt utan
vítateigs á 56. mínútu.
„Ég er sáttur við leik minna
manna en ég held að við getum þó
leikið enn betur. Ég er stoltur af lið-
inu og við höfum þrjá góða leiki og
það er mikið sjálfstraust innan liðs-
ins,“ sagði Aime Jacquet, þjálfari
Frakka.
Bo Johansson, þjálfari Dana,
sagðist yfirleitt ekki vera ánægður
með tapleiki, en hann geti huggað
sig við að liðið væri komið í 16 liða
úrslit eins og að var stefnt. „Það er
frábært að vera kominn í 16 liða úr-
slit. Við reyndum allt sem við gátum
til að tryggja það í þessum leik, en
þurftum þess í raun ekki þar sem
úrslitin í hinum leiknum voru okkur
hagstæð. Ég hefði verið mjög von-
svikinn ef við hefðum þurft að fara
heim núna,“ sagði Johansson.
Það voru aðeins þrír leikmenn í
franska liðinu í gær sem léku á móti
Sádí-Arabíu og sýnir það þá miklu
breidd sem Frakkar ráða yfir. Það
var samkvæmt gangi leiksins er
Djorkaeff kom Frökkum yfir á 13.
mínútu. Jes Hogh braut þá á David
Trezeguet innan vítateigs og ítalski
dómarinn Pierluigi Collina benti
umsvifalaust á vítapunktinn.
Djorkaeff skaut boltanum í vinstra
hornið og var Peter Sehmeichel,
sem var að setja danskt met með
því að leika 103. landsleik sinn, ná-
lægt því að verja spyrnuna.
Michael Laudrup jafnaði þremur
mínútum fyrir leikhlé og var það
fyrsta markið sem Frakkar fá á sig
í keppninni til þessa. Vítið var dæmt
eftir að Vincent Candela keyrði
Martin Jorgensen niður innan víta-
teigs eftir að Danir höfðu tekið
snögga aukaspyrnu. Laudrup skor-
aði af öryggi úr vítinu - sendi Faien
Barthez markvörð í öfugt horn. Sig-
urmarkið kom síðan um miðjan síð-
ari hálfleik eins og áður segir.
„Þetta var erfiður leikur. Við náð-
um nokkrum ágætum sóknum, en
mestan hluta leiksins voram við í
vörn. Við verðum að breyta því þeg-
ar við mætum Nígeríu," sagði Jo-
hansson. „Við þekkjum leikaðferð
Nígeríumanna nokkuð vel og fáum
nú tíma til að undirbúa okkur áður
en við mætum þeim á sunnudag.
Þeir eru sigurstranglegri fyrirfram
og það gæti hjálpað okkur.“
Óskabyrjun S-Afriku
dugði ekki
Suður-Afríkumenn vissu fyrir
leikinn að þeir þyrftu helst að vinna
Sádí-Arabíu stórt til að eiga mögu-
leika á að komast áfram. Oskabyrj-
un þeirra í leiknum lofaði góðu þeg-
ar Shaun Bartlett kom þeim yfir á
19. mínútu. Sádar voru ekki á því að
gefa eftir og í kjölfarið komu tvö
mörk frá þeim og bæði úr mjög um-
deildum vítaspymum. Þá var langt
liðið á leikinn og von Afríkumanna
um að komast áfram nánast engin
þvi þeir þurftu að vinna með
tveggja marka mun. Þrátt fyrir
góða sóknartilburði náðu þeir að-
eins að jafna leikinn í 2:2. Það gerði
Bartlett úr þriðju vítaspyrnunni í
leiknum á lokamínútunni.
Tnoussier
sendir kaldar
kveðjur að
skilnaði
PHILIPPE Troussier, þjálfari
S-Afríku, kvaddi leikmenn
sína í gær eftir 2:2-jafntefli
við Sádi-Arabíu með því að
segja að þeir hefðu ekki lagt
sig nógu hart fram í leikjum
heimsmeistaramótsins - ein-
faidlega ekki haft áhuga á að
komast í 16 liða úrslitin.
„Leikurinn við Sádi-Arabíu
var mjög mikilvægur en mér
fannst Ieikmenn mfnir ekki
hafa áhuga á að leika saman
sem heild og gera það sem
þurfti til að komast áfram,“
sagði Troussier. Ilann sagðist
ekki hafa neiua skýringu á
áhugaleysinu en það hefði
komið upp eftir að keppnin
hófst. „Ástandið hefur verið
svona allan síðasta mánuðinn
sem við höfum verið samau.
Leikmönnuin lyndir illa hverj-
um við annan og ég man ekki
eftir að þeir hafi sest niður
við dægrastyttingu, s.s. að
spila á spil, eins og algengt er
hjá liðum í keppni sem þess-
ari. Þeir borða saman en fara
siðan hver í sina áttina, i
besta falli athuga þeir hvort
ég sé einhvers staðar í ná-
grenninu til að fylgjast með
þeim. Ef svo er ekki nota þeir
fyrsta tækifæri sem býðst til
að stinga af. Mér finnst ég
frekar hafa verið fararstjóri
fyrir hópi ferðamanna til
Frakkiands en þjálfari kapp-
liðs í keppni bestu
knattpsyrnuliða heims.“
I
Þjóðverjar funda
án Berti Vogts
LEIKMENN þýska landsliðsins
hittust á fundi í gær til þess að
efia samstöðuna og hreinsa
andrúmsloftið fyrir síðasta leik
riðlakeppninnar gegn Iran í
dag. Þeim leik mega Þjóðverjar
ekki tapa ætli þeir sér að kom-
ast í 16-liða úrslit, en þýska lið-
ið hefur alltaf komist upp úr
fyrstu umferð heimsmeistara-
keppninnar undanfarin 60 ár.
Þjálfarinn Berti Vogts var ekki
á fundinum sem var undir
stjórn fyrirliðans Júrgens Klins-
manns. „Ég tel að fundurinn
hafi verið gagnlegur," sagði
Olaf Thon, einn lcikmanna. „Að
sjáifsögðu get ég ekki sagt hvað
mönnum fór á milli, en opinská-
ar umræður fóru fram um
frammistöðu og samskipti
manna á milli. Við vorum hrein-
skilnir og víst er að við verðum
að gera betur gegn Iran en í
undanförnum tveimur leikjum,"
bætti Thon við.
„Jafntefli nægir okkur til
þess að komast áfram en það er
ekki á vísan róið því Iranir hafa
engu að tapa og þeir eru aðeins
einu stigi á eftir okkur,“ sagði
Thon ennfremur.