Morgunblaðið - 12.07.1998, Side 4
4 E SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998
MORGUNB LAÐIÐ
INNKAUP
Verktakafyrirtæki óskar að ráða
starfsmann í innkaupamiðstöð
fyrirtækisins í Reykjavík.
Starfið felst í innkaupum og þjónustu við
vinnustaði fyrirtækisins um allt land.
Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á
byggingaefnum og vélavarahlutum, auk
þess sem almenn tölvukunnátta er æskileg.
Leitað er að sjálfstæðum og skipulögðum
einstaklingi með þægilegt viðmót.
Vinnutími erfrá kl. 7:30-17:00.
Umsóknarfrestur er til og með 17. júlí n.k.
Upplýsingar veittar á skrifstofu Liðsauka.
Einnig er hægt að skoða auglýsingar og sækja um
störf á http://www.lidsauki.is
Fólk ogr þekkinsr
Lidsauki
Skipholt 50c, 105 Reykjavík simi 562 1355, fax 562 3767
Netfang: www.lidsauki.is
Tölvupóstur: lidsauki@knowledge.is
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Leikskólastjóri
Staða leikskólastjóra við leikskólann Hlíðaborg
við Eskihlíð er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 31. júlí nk.
Upplýsingar gefa Bergur Felixson framkvæmd-
astjóri og Margét Vallý Jóhannsdóttir deildar-
stjóri í síma 563 5800.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 563 5800.
Ritarar
Liðsauki auglýsir eftir riturum í fullt starf fyrir
skrifstofu Alþingis. Óskað er eftir
umsækjendum með góða kunnáttu í vélritun
og tölvuinnslætti. Gott vald á íslenskri
tungu er áskilið og kunnátta í
norðurlandamáli og ensku er æskileg.
Umsækjendur verða að geta starfað
sjálfstætt og unnið mikið á álagstímum.
Þeir sem koma til álita þreyta hæfnispróf.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags
starfsmanna Alþingis.
Umsóknarfrestur er til og með 31. júlf n.k. Ráðið
verður í stööurnar eigi síðar en 15. september n.k.
Upplýsingar fást á skrifstofu Liðsauka frá 13-15.
Einnig er hægt að skoða auglýsingar og sækja um
störf á http://www.lidsauki.is
Fólk og þekking
m m •% m m
Lidsauki
Skipholt 50c, 105 Reykjavlk simi 562 1355, fax 562 3767
Netfang: www.lidsauki.is
Tölvupóstur: lidsauki@knowledge.is
HRÍSEYJARHREPPUR
Sveitarstjóri
Hríseyjarhrepps
Starf sveitarstjóra Hríseyjarhrepps er laust til
umsóknar. Sveitarstjóri er framkvæmdastjóri
sveitarfélagsins, situr á fundum sveitarstjórnar
með málfrelsi og tillögurétt. Sveitarstjóri hefur
á hendi framkvæmd þeirra ákvarðana sem
sveitarstjórn tekur, er prókúruhafi sveitarsjóðs
og æðsti yfirmaður annars starfsliðs sveitar-
félagsins.
í boði er krefjandi starf fyrir áhugasaman ein-
stakling. Ráðningartími sveitarstjóra er hinn
sami og kjörtímabil sveitarstjórnar, þ.e. 4ár.
Áskilin er góð menntun og hagnýt starfs-
reynsla. Starfskjör verða ákveðin í ráðningar-
samningi. Húsnæði er í boði.
Hríseyjarhreppur er sveitarfélag með um 230
íbúa. í sveitarfélaginu er rekin hitaveita, vatns-
veita, leikskóli, grunnskóli og sundlaug.
Þá er rekstur Hríseyjarferjunnar Sævars í hönd-
um sveitarfélagsins.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Narfi
Björgvinsson, oddviti, í símum 466 1745 eða
898 7345.
Umsóknirskulu berast á skrifstofu Hríseyjar-
hrepps, Skólavegi, 630 Hrísey.
Umsóknarfrestur til 20. júlí 1998.
Hreppsnefnd Hríseyjarhrepps.
Keflavík
PricewaterhousCoopers ókar að ráða
viðskiptafræðing til starfa á skrifstofuna
í Keflavík.
Sameining tveggja af
stærstu endurskoðunar-
og ráðgjafafyrirtækjum
íheimi, Price Waterhouse
og Coopers & Lybrand
tók gildi 1. júlí og til
varð langstærsti sam-
starfsvettvangur sinnar
tegundar þar sem um
740.000 starfsmenn í
meira en 150 löndum
mynda þjónustunet fyrir
viðskiptalífið.
Við erum stolt afþví að
tilkynna að frá fyrsta
degi erum við aðilar að
þessu samstarfi.
Viðskiptavinir okkar
hafa því enn betrimögu-
leika en áður á að afla
upplýsinga um viðskipti
og/eða fá þjónustu
erlendis þegar þeir þurfa
á því að halda.
Starfssvið:
• Uppgjör, afstemmingar og frágangur
bókhalds til endurskoðunar.
• Skattauppgjör og skattframtöl.
• Skýrslugerð.
Við leitum að viðskiptafræðingi af endur-
skoðunar-/fjármálasviði. Reynsla í upp-
gjörsstörfum og gerð skattframtala æskileg.
Gerð er krafa um sjálfstæð vinnubrögð,
nákvæmni og ábyrgð í störfum.
Upplýsingar veita
Þórir Þorvarðarson í síma 550 5300 og
Davíð Einarsson í síma 421 3219.
Skriflegar umsóknir óskast sendar til
RáðningarþjónustuPricewaterhouseCoopers
merktar „Keflavík PwC" fyrir 18. júlí n.k
PricewaTerhouseQopers £1
Áður Ráðningarþjónusta Hagvangs hf. Höfðabakka 9
T 112 Reykjavík - Sími 550 5300
Jf Rétt þekking á réttum tíma Bréfsími 550 5302 1
L_ www.pwcglobal.com^fi
Grunnskólar Seltjarnarness
Lausar stöður
næsta skólaár
Á Seltjarnarnesi eru um 700 nemendur í tveimur grunnskólum, Mýrar-
húsaskóla og Valhúsaskóla. Áhugasömum starfsmönnum gefst kostur
á að sækja fræðslufundi, námskeið og vinna að þróunarstarfi í skól-
unum.
Við auglýsum eftir áhugasömum og
metnaðarfullum starfsmönnum.
í Mýrarhúsaskóla er 1.—7. bekkur með
tæplega 500 nemendur.
Þar vantar bekkjarkennara í fjórða bekk.
Okkurvantareinnig starfsmenn í Skólaskjól
(heilsdagsskóla)
Umsóknirberisttil Regínu Höskuldsdóttur,
skólastjóra, vs. 561 1980, hs. 551 1496 og
899 7911, sem jafnframt veitir nánari upplýs-
ingar um stöðurnar.
í Valhúsaskóla er 8. —10. bekkur með um 200
nemendur. Þar vantar enskukennara í rúm-
lega 2/3 stöðu.
í Valhúsaskóla vantar einnig skólaritara
í um 80% stöðu frá 17. ágúst til áramóta.
Umsóknir berist til Sigfúsar Grétarssonar,
skólastjóra, hs. 471 1765 og 897 0021, sem
jafnframt veitir nánari upplýsingar um stöðurn-
ar.
Umsóknareyðublöð fyrir kennarastöðurnar
liggja frammi á Skólaskrifstofu Seltjarnaness,
Mýrarhúsaskóla eldri v/Nesveg.
Umsóknarfrestur er til 27. júlí 1998.
grunnskólafulltrúi.
FJÓROUNGSSJÚKRAHÚSIO
A AKUREVRI
Eftirtalin störf
eru laus til umsóknar frá 1. september nk.
Eftirtalin störf eru laustil umsóknarfrá 1. sept-
ember nk.:
Starf símavarðar. Um er að ræða 50% starf
í vaktavinnu við skiptiborð stofnunarinnar.
Æskilegt er að umsækjendur hafi nokkra
tungumálakunnáttu.
Starf bókavarðar. Um er að ræða 40% starf
við umsjón og dreifingu bókakosts fyrir sjúk-
linga.
Starf skrifstofumanns. Um er að ræða 50%
starf við launaútreikning á skrifstofu. Umsækj-
endur þurfa að hafa,góða reynslu og hæfni
í tölvunotkun.
Við ráðningu í störfin verður lögð áhersla á
hæfni til mannlegra samskipta og samstarfs.
Laun eru skv. kjarasamningi STAK.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Vignir
Sveinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri, og
skulu umsóknir sendast honum fyrir 25. júlí
nk.
Öllum umsóknum um störfin verður svarað.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
— reyklaus vinnustaður —
Sölumaður
Framsækið iðnfyrirtæki óskar eftir góðum sölu-
manni/samstarfsaðila til að annast markaðs-
setningu á framleiðsluvörum sínum á Suðvest-
urlandi og Reykjavíkursvæðinu. Um er að ræða
krefjandi starf við sölu á þekktum vörum sem
þegar eru í dreifingu á svæðinu. Viðkomandi
verður að hafa bíl til umráða.
Gæti hentað einstaklingi með eigin smárekstur.
Launakjör eru samkomulagsatriði.
Umsóknum skal skilaðtil afgreiðslu Mbl.,
merktum: „Sölumaður — 5316", fyrir 25. júlí.
Lagermaður
Þekkta húsgagnaverslun í Reykjavík vantar
lagermann til starfa. Starfið felst m.a. í losun
gáma, afgreiðslu á vörum og útkeyrslu.
Fjölbreytt og líflegt starf en umsækjendur
þurfa að uppfylla eftirtalin atriði: Hafa bílpróf.
Vera líkamlega hraustir og tilbúnir að með-
höndla þunga hluti. Vera snyrtilegir og hafa
góða skipulagsgáfu. Æskilegt er að umsækj-
endur séu jafnframt laghentir.
Umsóknirskal senda til afgreiðslu Mbl. merktar:
„Lagermaður — 5351" fyrir 16. þ.m.