Morgunblaðið - 12.07.1998, Síða 6
6 E SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
HRÍSEYJARHREPPUR
Sveitarstjóri
Hríseyjarhrepps
Starf sveitarstjóra Hríseyjarhrepps er laust til
umsóknar. Sveitarstjóri erframlwæmdastjóri
sveitarfélagsins, situr á fundum sveitarstjórnar
með málfrelsi og tillögurétt. Sveitarstjóri hefur
á hendi framkvæmd þeirra ákvarðana sem
sveitarstjórn tekur, er prókúruhafi sveitarsjóðs
og æðsti yfirmaður annars starfsliðs sveitar-
félagsins.
í boði er krefjandi starf fyrir áhugasaman ein-
stakling. Ráðningartími sveitarstjóra er hinn
sami og kjörtímabil sveitarstjórnar, þ.e. 4 ár.
Áskilin er góð menntun og hagnýt starfs-
reynsla. Starfskjör verða ákveðin í ráðningar-
samningi. Húsnæði er í boði. Fullkomin líkams-
ræktarstöð verðurtekin í notkun í ágúst.
Hríseyjarhreppur er sveitarfélag með um 230
íbúa. í sveitarfélaginu er rekin hitaveita, vatns-
veita, leikskóli, grunnskóli og sundlaug.
Þá er rekstur Hríseyjarferjunnar Sævars í hönd-
um sveitarfélagsins.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Narfi
Björgvinsson, oddviti, í símum 466 1745 eða
898 7345.
Umsóknirskulu berast á skrifstofu Hríseyjar-
hrepps, Skólavegi, 630 Hrísey.
Umsóknarfrestur til 20. júlí 1998.
Hreppsnefnd Hríseyjarhrepps.
Háskóli íslands
Lífefna- og
sameindalíffræði
Rannsóknastofa í lífefna- og sameindalíffræði
við læknadeild Háskóla íslands er staðsett á
5. hæð í Læknagarði. Þar er unnið að fjölbreytt-
um rannsóknarverkefnum og aðbúnaður og
tækjakostur er með því besta sem gerist.
Á rannsóknastofunni eru laustil umsóknar eft-
irtalin verkefnatengd störf:
* Rannsóknir á áhrifum lýsis á sýkingar með
áherslu á bráðfasaprótein, cýtókín og fituefni
í blóði. Háskólapróf í líffræði, lífefnafræði,
matvælafræði, næringarfræði, meinatækni
eða skyldum greinum er æskilegt en til greina
kemur að ráða nemanda á síðari stigum náms
í þessum greinum í hlutastarf þartil að námi
loknu. Möguleikar eru á að viðkomandi sæki
um innritun í rannsóknatengt nám við lækna-
deild. Nánari upplýsingarveitir Ingibjörg
Harðardóttirfræðimaður(dósentfrá 1. ágúst)
í síma 525 4276.
* Rannsóknir í genalækningum fyrst og fremst
þróun genaferju sem byggð væri á visnu-
veiru. Háskólapróf í líffræði, lífefnafræði,
meinatækni eða skyldum greinum er æski-
legt en til greina kemur að ráða einstakling
með annars konar bakgrunn. Möguleikar
eru á að viðkomandi sæki um innritun í
rannsóknatengt nám við læknadeild. Nánari
upplýsingar veitir Jón Jóhannes Jónsson,
dósent í síma 525 4845.
Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskóla-
kennara og fjármálaráðherra f.h. ríkisins.
Umsóknarfrestur er til og með 21. júlí nk. en
upphafstími ráðningar er eftir samkomulagi.
Skriflegum umsóknum skal skila til starfs-
mannasviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu
við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Öllum umsókn-
um verður svarað og umsækjendum síðan
greintfrá því hvernig starfinu hafi verið ráð-
stafað þegar sú ákvörðun liggur fyrir.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Ósk
Sigurjónsdóttir, deildarstjóri á starfsmanna-
sviði, í síma 525 4273.
Lagermaður
S. Guðjónsson ehf. óskar eftir starfsmanni
á lager.
Starfssvið er almenn lagerstörf, vörumóttaka
og pökkun.
Hæfniskröfur:
Þekking á raflagnavörum æskileg en ekki skilyrði.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Eiga gott með mannleg samskipti.
Umsóknum skal skilað til afgreiðslu Mbl.,
merktar: „SG lager — 5291", fyrir 18. júlí.
S. Guðjónsson ehf.
Lýsinga- og rafbúnaður
Hrafnista Reykjavík
Hjúkrunarfræðingar
— sjúkraliðar
Hjúkrunarfræðinga bráðvantar á næturvaktir
í júlí og ágúst. Greidd er grunnröðun sam-
kvæmt Ifl. 113 fyrir næturvaktir. Hjúkrunarfræð-
inga vantar líka á helgar- og kvöldvaktir.
Stöður sjúkraliða eru lausar í sumar og einnig
fastar stöður í haust. Starfsfólk vantar til
aðhlynningar ýmist í hlutastörf tímabundið
og í fulla vinnu.
Upplýsingar veitir Þórunn A. Sveinbjarnar
hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 568 9500.
jf g Pórshafnar/ireppur
Grunnskólinn
á Þórshöfn
- Til móts við nýja tíma -
Grunnskólinn er einsetinn og af bestu stærð,
60— 70 nemendur í 1.—10. bekk. Miklar endur-
bætur hafa verið gerðar á húsnæði, búnaði
og innra starfi skólans. Tónlistarskóli er starf-
andi við skólann auk þess sem áætlað er að
taka í notkun nýja og fullkomna íþrótta-
miðstöð á næsta skólaári.
Vilt þú ganga med okkur til móts vid nýja
tíma ?
Þér býðst spennandi starf í samvinnu við
metnaðarfulla, áhugasama og skemmtilega
kennara.
Okkur vantar kennara, medal kennslu-
greina auk umsjónarkennslu; enska, raun-
greinar, heimilisfrædi, tölvur, mynd- og
handmennt, sérkennsla og íþrótta-
kennsla.
Ef þetta er eitthvað fyrir þig hafðu þá samband
við Rut Indriðadótturskólastjóra í síma
468 1164/468 1454 (skóli) eða 468 1475
(heima).
Leikskólinn
á Þórshöfn
- Til móts við nýja tíma -
Á leikskólanum eru u.þ.b. 30 börn á aldrinum
1 V2 tiI 5 ára. Boðið er upp á mismunandi lang-
an vistunartíma og mat í hádegi. Unnið er að
markvissri uppeldisstefnu við skólann og
stefnt að nánu samstarfi leik- og grunnskóla
til að tryggja börnunum sem besta þjónustu.
Okkur vantar leikskólastjóra til starfa.
Ef þetta er eitthvað fyrir þig hafðu þá samband
við Fanneyju Jónsdóttur leikskólastjóra í síma
468 1223 (skóli) eða 468 1398 (heima).
Á Þórshöfn þarf engum að leiðast enda vantar fólk til ýmissa starfa,
ásamt því að öflugt félagslíf er fyrir hendi fyrir þá sem vilja taka þátt.
Uppbygging á sviði skóla- íþrótta- og tómstundamála er áhersluatriði
í rekstri sveitarfélagsins og stefnt að því að búa fjölskyldum aðstæður
eins og best gerist. í boði er flutningsstyrkur, ódýrt húsnæði og góðar
móttökur fvrir bá sem koma til starfa hjá okkur.
SJÚKRAH ÚS
REYKJ AVÍ K U R
Öldrunarsvið
Hjúkrunarfræðingar
Lausar eru til umsóknar stöður hjúkrunarfræð-
inga á öldrunarlækningadeildum Sjúkrahúss
Reykjavíkur, LandakotL Ýmsir möguleikar eru
á valÁafyrirkomulagi. Á öldrunarsviði fer fram
öflug símenntun og í boði er heilsuræktfyrir
starfsmenn. Unnið er eftir skipulagsformi ein-
staklingshæfðrar hjúkrunar.
Hjúkrunarfræðingur
Næturvaktir
Staða hjúkrunarfræðings á næturvaktir er laus
til umsóknar á öldrunarlækningadeild K-2,
Landakoti. Hjúkrunarfræðingur á næturvakt
ber ábyrgð á hjúkrun sjúklinga á tveimur deild-
um og vinnur samkvæmt hugmyndafræði
hjúkrunar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og mark-
miðum deilda.
Sjúkraliðar
Sjúkraliðar óskast til starfa á öldrunarlækn-
ingadeildum. Vaktir eru 4—8 klukkustunda
morgun- og kvöldvaktir. Boðið er upp á góða
starfsaðstöðu, aðlögun, öfluga símenntun og
heilsurækt fyrir starfsmenn.
Umsóknarfrestur ertil 27. júlí 1998. Nán-
ari upplýsingar um ofangreind störf veitir
Sigrún Bjartmarz, hjúkrunarframkvæmda-
stjóri öldrunarsviðs, í síma 525 1989 eða
525 1800.
Læknaritari
Laus ertil umsóknar staða læknaritara við öldr-
unarlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur,
B-4 Fossvogi. Hér er um að ræða alhliða lækna-
ritarastarf og skrifstofustjórn fyrir forstöðu-
lækni öldrunarsviðs. Staðan er lausfrá og með
4. ágúst 1998 eða síðar eftir samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til 27. júlí nk. Umsókn
sendist til skrifstofu Pálma V. Jónssonar,
forstöðulæknis, sem jafnframt veitir nán-
ari upplýsingar í síma 525 1889.
Myndgreininga- og rannsóknasvið
Meinatæknar
Lausar eru til umsóknar stöður meinatækna
við rannsóknadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur.
• Deildarmeinatæknir í blóðmeinafræði.
• Deildarmeinatæknir í meinefnafræði.
• Meinatækna á vaktir.
Umsóknarfrestur er til 27. júlí nk. Um-
sókn, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist til Jónhildar Hall-
dórsdóttur, forstöðumeinatæknis, sem
jafnframt veitir nánari upplýsingar í síma
525 1475 eða 525 1480.
Lyflækninga- og endurhæfingasvið
Aðstoðarmenn
iðjuþjálfa
Aðstoðarmenn iðjuþjálfa óskast til starfa á
iðjuþjálfunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í
Fossvogi og á Landakoti. Hér er um að ræða
aðstoð við þjálfun, afþreyingu sjúklinga og
önnur störf sem til falla í tengslum við þjón-
ustu iðjuþjálfa við skjólstæðinga sjúkrahúss-
ins. Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja
þekkingu á tölvunotkun. Starfið ertilvalið fyrir
fólk sem er að huga að námi í faginu og vill
kynna sér störf iðjuþjálfa. Stöðurnar eru lausar
frá og með 4. ágúst nk. eða síðar eftir sam-
komulagi.
Umsóknarfrestur er til 27. júlí 1998. Nán-
ari upplýsingar veita Vala Steinunn Guð-
mundsdóttir, deildariðjuþjálfi SHR Landa-
koti, í síma 525 1941 og Ingibjörg S.
Ásgeirsdóttir, forstöðuiðjuþjálfi SHR
Fossvogi, í síma 525 1554.
Viö ráðningar í störf vilja borgaryfirvöld stuðla að því að þau flokkist
ekki í sérstök kvenna- eða karlastörf og hvetja það kynið, sem er
i minnihluta í viðkomandi starfsgrein, til að sækja um.