Morgunblaðið - 12.07.1998, Blaðsíða 7
MORGUNB LAÐIÐ
SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 E 7
!f; 455 4010-Pósth6lf:20
Staða
heilsugæslulæknis
Laus er til umsóknar staða heilsugæslulæknis
við Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki. Æski-
legt er að viðkomandi hafi sérfræðiviðurkenn-
ingu í heimilislækningum. Umsóknarfrestur
ertil 1. ágúst nk. en staðan veitist eftir nánara
samkomulagi.
Stofnunin skiptist í tvö svið, sjúkrasvið og
heilsugæslusvið. Sjúkrasviðið starfar sam-
kvæmt lögum sem almennt sjúkrahús og veitir
sérfræðiþjónustu á sviði handlækninga og lyf-
lækninga ásamtfarandþjónustu á ýmsum sér-
sviðum læknisfræðinnar. Undirsjúkrasviðið
heyrir einnig rekstur hjúkrunar- og dvalarheim-
ilis. Heilsugæslusviðið veitir íbúum héraðsins
heilbrigðisþjónustu í samræmi við ákvæði heil-
brigðislaga umstarfsemi heilsugæslustöðva.
Sex læknar starfa við stofnunina.
Hér er um að ræða fjölbreytt og krefjandistarf
og er vinnuaðstaða og tækjakostur á stofnun-
inni mjög góður. Stofnunin hefur á að skipa
góðu og samstilltu starfsfólki sem leggur
metn-að sinn í að gera góða stofnun betri.
Þetta er því kjörið tækifæri fyrir framtakssama
og metn-aðarfulla einstaklinga. Stöðunni fylgir
embættisbústaður.
Umsóknirskulu sendasttil Birgis Gunnarsson-
ar framkvæmdastjóra á sérstökum eyðublöð-
um sem fást hjá Landlæknisembættinu.
Upplýsingar veitirframkvæmdastjóri í síma
455 4000.
í Skagafirði búa tæplega 5.000 manns, þ.a. búa 2.700 á Sauðárkróki.
Sauðárkrókur byggir á öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi og fjölbreytni
í þjónustu við íbúa héraðsins. íþrótta- og félagslíf er hér í miklum
blóma. í héraðinu eru tveir framhaldsskólar, á Sauðárkróki er Fjölbrau-
taskóli Norðurlands vestra með tæplega 500 nemendur og á Hólum
i Hjaltadal er rekinn bændaskóli. Sauðárkrókur liggur vel við sam-
göngum og eru þær góðar bæði á lofti og landi. Skagafjörður er
rómaður fyrir náttúrufegurð og má segja að þar séu merkir staðir
og atburðir úr Islandssögunni við hvert fótmál.
—Reyklaus vinnustaður—
Leikskólar Reykjavíkurborgar
óska að ráða eftirtalið
starfsfólk
í neðangreinda leikskóla:
Brekkuborg v/Hlíðarhús
Leikskólakennari eða annað uppeldismenntað
starfsfólk í 100% stöðu og hlutastarf eftir há-
degi.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Guðrún Sam-
úelsdóttir, í síma 567 9380.
Gullborg v/Rekagranda
Leikskólakennari eða annað uppeldismenntað
starfsfólk.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Hjördís
Hjaltadóttir, í síma 562 2455.
Jörfi v/Hædargarð
Starfsmaður í ræstingar.
Upplýsingar gefur aðstoðarleikskólastjóri,
Ásta Júlía Hreinsdóttir, í síma 553 0347.
Laufskálar v/Laufrima
Leikskólasérkennari eða þroskaþjálfi til að
vinna með einhverfu barni frá 1. ágúst nk.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Lilja Björk
Ólafsdóttir, í síma 587 1140.
Vesturborg v/Hagamel
Leikskólakennari eða annað uppeldismenntað
starfsfólk í 100% stöðu.
Þroskaþjálfi, leikskólasérkennari eða leikskóla-
kennari í 50% stuðningsstarf.
Um framtíðarstörf er að ræða.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Árni Garðars-
son, í síma 552 2438.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 563 5800.
EILBRIGÐISSTQFNUNIN
r
IsAFJARÐARBÆ
Hjúkrunarfræðingur
— uppbyggingarstarf
Auglýst er eftir hjúkrunarfræðingi til starfa á
H-l-heilsugæslustöð á Þingeyri. Auk umsjónar
með hjúkrunarþjónustu á heilsugæslustöð
felst í starfinu fagleg umsjón með Sjúkraskýl-
inu sem er í sama húsnæði og stöðin. Æskilegt
er að viðkomandi verði búsettur á Þingeyri
en þar er húsnæði útvegað og góð starfskjör
í boði. Búseta annars staðar í sveitarfélaginu
kemur einnig til greina.
Unnið er að opnun nýrrar heilsugæslustöðvar
þar sem gert er ráð fyrir þjónustuíbúðum og
lítilli hjúkrunardeild undir sama þaki.
Greiðarsamgöngureru í héraði og regluleg
og formleg samskipti fagfólks á svæðinu. Þetta
er tilvalið starf fyrir hjúkrunarfræðing sem
áhuga hefurá mótunarstarfi. Umsóknarfrestur
er til 31. júlí nk. Nánari upplýsingar gefur Hall-
grímur Kjartansson, yfirlæknir, í vs. 456 8122
og hs. 456 8188 eða framkvæmdastjóri, Guð-
jón S. Brjánsson, í vs. 450 4500 og hs.
456 4660.
Hjúkrunarfræðingur/
Ijósmóðir
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa með að-
seturá Heilsugæslustöðinni á ísafirði. Um er
að ræða fullt starf eða hlutastarf eftir nánara
samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti
hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til
31. júlí nk.
Ennfremur er laus staða Ijósmóður/hjúkrunar-
fræðings við Heilsugæslustöðina. Um er að
ræða fullt starf eða hlutastarf eftir nánara sam-
komulagi. Umsóknarfrestur er til 31. júlí nk.
Nánari upplýsingar veitir Guðjón S. Brjánsson,
framkvæmdastjóri, í vs. 450 4500.
LAUS STÖRF
ÁRVÍK
ÁRMÚLA 1« SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295
óskar eftir góðu fólki í eftirtalin störf:
RITARI-AÐSTOÐARMAÐUR
FRAMKVÆMDASTJÓRA
Starfið felst í almennum ritarastörfum,
enskum bréfaskriftum, o.fl.
Hæfniskröfur eru góð ritvinnslu- og
enskukunnátta, auk þess sem viðkomandi
þarf að vera sjálfstæður í vinnubrögðum og
eiga gott með að starfa með öðrum.
Vinnutími erfrá kl. 8:30-17:00.
LAGERMAÐUR
Starfið felst í almennum lagerstörfum og
vöruafgreiðslu af lager.
Hæfniskröfur eru reynsla eða menntun á
sviði iðnaðar.
Vinnutími erfrá kl. 10:00-18:00.
Ráðið verður sem fyrst í bæði störf.
Umsóknarfrestur er til og með 17. júlí n.k.
Upplýsingar veittar á skrifstofu Liðsauka.
Einnig er hægt að skoða auglýsingar og sækja um
störf á http://www.lidsauki.is
Fötk ogr þekking
Lidsauki ®
Skipholt 50c, 105 Reykjavík simi 562 1355, fax 562 3767
Netfang: www.lidsauki.is
Tölvupóstur: lidsauki@knowledge.is
Vegna aukinna verkefna óska Flugleiðir eftir
að ráða flugvirkja til starfa, Um er að ræða
framtíðarstörf í viðhaldsstöð félagsins á
Keflavíkurflugvelli.
Skriflegar umsóknir óskast sendar starfs-
mannaþjónustu félagsins, aðalskrifstofu, eigi
síðar en 24. júlí n.k. Eldri umsóknir óskast
endumýjaðar.
• Starfsmenn Flugleiöa eru lykillinn aö velgengni
félagsins. Viö Ieitum eftir duglegum og ábyrgum
starfsmönnum sem eru reiðubúnir að takast á
vió krefjandi og spennandi verkefni.
• Flugleiöir eru rcyklaust fyrirtæki og hlutu
heilsuverölaun heilbrigðisráðuneytisins árió
1996 vegna einarörar stefnu félagsins og for-
vama gagnvart reykingum.
• Flugleiöir cm feröaþjónustufyrirtæki og leggja
sérstaka áherslu á aö auka skilning á þörfum
markaðar og viðskiptavina og þróa þjónustu sína
til samræmis viö þessar þarfir.
Staifsmannaþjóntista
FLUGLEIÐIR
Traustur tslenskur ferðafélagi
LANDSPÍTALINN
.../' þágu mannúðar og vísinda...
Hjúkrunarfræðingar
Öldrunarmatsdeild
Tvær stöður hjúkrunarfræðinga eru lausar til
umsóknar, allar vaktir og einnig fastar nætur-
vaktir. Á deildinni eru 10 rúm þar sem bráð-
sjúkum öldruðum er veitt meðferð. Starfshlut-
fall samkomulag.
Lungnadeild Vífilsstöðum
Tværstöður hjúkrunarfræðinga og einnig af-
leysingastöður vegna námsleyfa eru lausar
til umsóknar, allar vaktir og fastar næturvaktir.
Lungnadeildin er bráða- og greiningardeild
fyrir sjúklinga með lungnasjúkdóma. Starfs-
hlutfall samkomulag.
Hjúkrunardeild Vífilsstöðum
Ein og hálf staða hjúkrunarfræðings og einnig
afleysingastöður eru lausartil umsóknar.
Hjúkrunardeildin er legudeild fyrir sjúklinga
með langvinna lungnasjúkdóma.
Á deildunum er skipulag hjúkrunar einstak-
lingshæft og unnið er að ýmsum þróunarverk-
efnum í hjúkrun.
Upplýsingar gefur Bjarney Tryggvadóttir í síma
560 1000 eða 560 2800.
* — *
Laun samkv. gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags
og fjármálaráðherra.
Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi
Ríkisspítala, Þverholti 18 og f upplýsingum á Landspítala.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.
_______________________________________________________
REYKJALUNDUR
Aðstoðarlæknar
Tveir reyndir aðstoðarlæknar (deildarlæknar)
óskast til starfa á Endurhæfingarmiðstöðinni
Reykjalundi, annar strax eða fljótlega eftir sam-
komulagi, hinn frá 1. október nk.
Upplýsingar veitir yfirlæknir, símar 566 6200
og 893 8170.