Morgunblaðið - 12.07.1998, Page 8
8 E SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
l^lensKíerföagreining 3^érhæf)r sig Cjækni|fræðilegum rannsóknum. Markmið fyrirtækisins er að
, beita $ rfðavífindumi til^ð bæta heilsu manna og finna nýjar jöféröir til að lækna sjúkdóma
í S L E N S K
Erfðarannsóknir
Vegna aukinna verkefna óskum við eftir starfsfólki til að vinna með okkur að rannsóknum.
Við leitum að dugmiklu og hæfu fólki sem er tilbúið að starfa að krefjandi rannsóknum á
rannsóknarstofu sem er meðal þeirra fremstu á sínu sviði í heiminum. Áskilið er að umsækjendur
hafi reynslu af vinnu við rannsóknir og háskólamenntun á eftirtöldum sviðum:
Líffræöi Erfðafræði
Sameindalíffræði Efnafræði
Lífefnafræði Meinatækni
Tölvunarfræði
Umsóknum sem tilgreini iífshlaup, námsferil og fyrri störf,
skal skilað fyrir 20. júlí, merktum: íslensk erfðagreining
b.t. starfsmannastjóra
Lynghálsi 1
110 Reykjavík
lUIKMSmiA
BANK4NNV
QjsJkM tftir aé tfáéa
í gmnmmwmmMum qm netkerfum
Reiknistofa bankanna rekur sameiginlegan stórtölvubúnað banka og sparisjóða. Stýrikerfi eru OS/390,
gagnagrunnur er ADABAS og netkerfi eru ýmist SNA eða TCP/IP. Að auki rekur RB ýmsan búnað á smærri
tölvum. Framundan eru ýmis áhugaverð verkefni, t.d. stækkun gagnagrunna og netkerfa og tvöföldun búnaðar til
að tryggja fullt aðgengi allan sólarhringinn, allan ársins hring, auk annars sem miðar að meira rekstraröryggi og
auknum afköstum.
í starfi gagnagrunnssérfræðings felst umsjón og viðhald gagnagrunnskerfa RB og annars
hugbúnaðar, sem þeim tengist. Nýr starfsmaður mun taka þátt í mótun og uppbyggingu gagnagrunnskerfa RB.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af gagnagrunnum í stórtölvuumhverfi.
í starfi sérfræðings í netkerfum felst umsjón og viðhald staðar- og víðneta RB, sem tengir banka,
sparisjóði og fleiri við tölvubúnað hjá RB. Um netin fara umtalsverðir gagnaflutningar auk samskipta við stórtölvu
RB og ýmsa netþjóna. Nýr starfsmaður mun taka þátt í mótun og uppbyggingu framtíðarnetkerfa RB og
bankakerfisins. Æskilegt er að umsækjendur hafi fræðilega þekkingu á TCP/IP, Unix og Windows NT auk reynslu
af netbúnaði frá Cisco og 3Com.
Við leitum að fólki með háskólapróf í tölvunarfræði eða verkfræði, eða með sambærilega menntun.
Framhaldsmenntun og þjálfun mun fara fram bæði hérlendis og erlendis.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi SÍB og bankanna.
Umsóknarfrestur er til 4. ágúst n.k.
Allar nánari upplýsingar um starfið veitir
framkvæmdastjóri tæknísviðs RB, Bjarni Ómar Jónsson.
Umsóknir berist á þar til gerðum eyðublöðum,
sem fást hjá Reiknistofu bankanna.
Rauði Kross íslands óskar eftir ritara í
fullt starf.
Starfið felst í ritvinnslu, skjalavörslu,
bréíaskriftum og íleiru.
Krafist er stúdentsprófs, góðrar íslensku-
og enskukunnáttu ásamt færni f
tölvuvinnu. Starfsreynsla er æskileg.
Leitað er að áhugasömum einstaklingi
með hæfni í mannlegum samskiptum.
Upplýsingar veitir Eyrún M. Rúnarsdóttir og
Drífa Sigurðardóttir hjá Ráðningarþjónustu
PriceWaterhouseCoopers.
Skrifleg umsókn ásamt óskast send í pósti eða
á heimasíðu fyrirtækisins merkt „Ritari" fyrir
18. Júlín.k.
PRICEmTERHOUsE0OPERS
www.lidsauki.is
Ráðningar stjórnenda,
sérfræðinga, ritara og annars
skrifstofufólks.