Morgunblaðið - 12.07.1998, Side 10
10 E SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
X>STAS,
TOPPEN I TELEMARK!
Gaustablikk fjallahótel er staösett í Þelamörk, 185 km vestur af Osló.
i hótelinu eru 98 herbergi, 24 íbúðir og 5 smáhýsi fylgja að auki. Við
erum 960 m yfir sjávarmáli með eigin 12 km skíðasvæði sem og
85 km svæði fyrir gönguskíðabrautir.
Yfirmatsveinn
til Noregs
Þar eð yfirmatsveinn okkar ákvað að hverfa til
annarra starfa, leitum við að manni í hans stað.
Sem yfirmatsveinn berð þú ábyrgð á daglegum
rekstri eldhússins, alltfrá innkaupum matvæla
að skipulagningu matseðla sem og umsjón
með lærlingum og kokkum, fjármálum eldhúss-
ins og gæðum matarins.
Hjá okkurstarfa 3 kokkarog 3 lærlingaraukyfir-
matsveins.
í boði erfæði og húsnæði auk góðra launa fyrir
réttan aðila.
Við þurfum á þér að halda sem allra fyrst!
Vinsamlega hringið eða sendið umsókn til:
Britt Svartdal,
Gaustablikk Hoyfjellshotell,
N-3660 Rjukan, Norge,
sími: 00 47 35 09 14 22,
fax: 00 47 35 09 19 75.
Flugmálastjórn
Laust starf
Flugmálastjórn óskar eftir að ráða byggingar-
verkfræðing til starfa hjá stofnuninni. Starfið
felur í sér gerð verk- og kostnaðaráætlana,
skipulagningu framkvæmdaverkefna, þátttöku
í hönnun, mat á umhverfisáhrifum og eftirliti
með framkvæmdum. Umsækjendurskulu hafa
lokið framhaldsprófi í byggingarverkfræði,
hafa staðgóða þekkingu og reynslu á sviði
mannvirkjagerðar og verkefnisstjórnunar og
gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu
máli.
Laun samkvæmt kjarasamningi verk- og rækni-
fræðinga.
Umsóknum, ásamt ítarlegum upplýsingum
um menntun og fyrri störf, skal skila á skrif-
stofu Flugmálastjórnar eigi síðar en 24. júlí
1998. Nánari upplýsingarveitir Anna Dagný
Halldórsdóttir í starfsmannahaldi Flugmála-
stjórnar, sími 569 4100.
Öllum umsóknum verður svarað.
FJÓROUNGSSJÚKRAHÚSID
A AKUREYRI
Eftirtalin störf eru laus til umsóknar frá
1. september nk.:
Starf símavarðar. Um er að ræða 50% starf
í vaktavinnu við skiptiborð stofnunarinnar.
Æskilegt er að umsækjendur hafi nokkra
tungumálakunnáttu.
Starf bókavarðar. Um er að ræða 40% starf
við umsjón og dreifingu bókakosts fyrir sjúk-
linga.
Starf skrifstofumanns. Um er að ræða 50%
starf við launaútreikning á skrifstofu. Umsækj-
endur þurfa að hafa góða reynslu og hæfni
í tölvunotkun.
Við ráðningu í störfin verður lögð áhersla á
hæfni til mannlegra samskipta og samstarfs.
Laun eru skv. kjarasamningi STAK.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Vignir
Sveinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og
skulu umsóknir sendast honum fyrir 25. júlí
nk. Öllum umsóknum um störfin verður
svarað.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
- reyklaus vinnustaður -
Skólaskrifstofa
Hafnarfjarðar
Eftirtaldar stöðureru lausartil umsóknarvið
grunnskóla Hafnarfjarðar:
Víðistaðaskóli:
Staða bókavarðar. Æskilegt er að umsækjandi
sé menntaður bókasafnsfræðingur.
Upplýsingar gefur Sigurður Björgvinsson í
síma 899 8530.
Öldutúnsskóli:
Staða námsráðgjafa (1/2 staða).
Kennsla í ritvinnslu (1/2 staða).
Kennsla samfélagsgreina á unglingastigi (2/3
staða).
Upplýsingar gefur Viktor A Guðlaugsson í
síma 566 8648.
Umsóknarfrestur um stöðurnar er til 24. júlí.
Framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Hafnarfirði.
itl LLLl n n
OÉ u U jj]
LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS
HÁSKÓLABÓKASAFN
Starfsmenn óskast
Starfsmenn óskast í tvö störf við gæslu og um-
sjón i Þjóðarbókhlöðu. Gert er ráð fyrir að við-
komandi starfsmenn verði til skiptis á dagvakt
og kvöldvakt og er hvorvakt um 8tímar. Auk
þess munu starfsmennirnir skipta með sér við-
veru á laugardögum.
Starfsmennirnir munu hafa eftirlit meðtölvu-
stýrðu hússtjórnarkerfi, sjá um símvörslu og
sinna fleiri verkefnum.
Laun eru skv. kjarasamningi við Starfsmanna-
félag ríkisstofnana.
Nánari upplýsingar veita ÓlafurGuðnason,
hússtjóri, s. 525 5670, og Herdís Þorgrímsdótt-
ir, starfsmannastjóri, s. 525 5701.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist Landsbókasafni íslands
- Háskólabókasafni, Arngrímsgötu 3,107
Reykjavík, fyrir 31. júlí.
Háskóli íslands
Frá tannlæknadeild
Viðtannlæknadeild Háskóla íslands er laust
til umsóknar 50% starf aðstoðarmanns á
klínik. Áætlaður upphafstími ráðningar er
1. september nk. Vinnutími er eftir hádegi frá
kl.12:00. Próffrá Námsbraut fyrir aðstoðarfólk
tannlækna er æskilegt. Laun eru skv. kjara-
samningi fjármálaráðherra f.h. ríkisins og
Starfsmannafélags ríkisstofnana. Samkvæmt
forsendum aðlögunarsamkomulags raðast
starfið í launaramma B. Umsóknarfrestur er
til og með 28. júlí nk. Skriflegum umsóknum
skal skila til starfsmannasviðs Háskóla íslands,
Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækj-
endum síðan greintfrá því hvernig starfinu
hafi verið ráðstafað þegarsú ákvörðun liggur
fyrir. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu
tannlæknadeildar í síma 525-4850 og á starfs-
mannasviði í síma 525 4390.
Margmiðlunar-
vefhönnuður
Tilbúinn til starfa hjá góðu fyritæki.
www.itn.is/alda~tyr
HEIMILI, DAGVIST, ENDURHÆFINGARÍBÚÐ, SUNDLAUG
Hópstjóri
Sjálfsbjargarheimilið óskar eftir hópstjóra
til starfa frá og með 1. ágúst 1998.
Um er að ræða 100% starf, unnið er aðra hverja
helgi og ein kvöldvakt í viku. Leitað er eftir
áhugasömum og jákvæðum einstaklingi sem
hefur menntun á heilbrigðis- og/eða uppeldis-
sviði. Áhersla er lögð á andlega, líkamlega og
félagslega umönnun, reynsla á sviði umönn-
unar er nauðsynleg. Umsóknarfrestur ertil
26. júlí 1998.
Umsóknum skal skilað skriflega til Guðrúnar
Erlu Gunnarsdóttur, hjúkrunarforstjóra, s.
552 9133 þar sem nánari upplýsingar fást.
Sjálfsbjargarheimilið er ætlað hreyfihömluðu fólki, er þarfnast aðstoð-
ar og umönnunar allan sólarhringinn. íbúar eru 42 og starfsmenn
um 45. Hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi, iðjuþjálfi, sjúkraliðar,
læknar, sóknarstarfsmenn og aðrir starfsmenn vinna við heimilið.
Við vinnum nú sérstaklega að því að auka lífsgæði íbúa heimilisins.
Boðin eru góð starfskjör og gott starfsumhverfi á vinnustað í hjarta
borgarinnar.
Ráðsmannshjón
í Viðey
Störf ráðsmannshjónanna í Viðey eru laus til
umsóknar. Þau eru m.a. fólgin í almennri gæslu
eyjarinnarog mannvirkja Reykjavíkurborgar í
Viðey. Hjónin annast reglubundið eftirlit með
ástandi húsa og annarra mannvirkja, hafa um-
sjón með öllum búnaði og annast minniháttar
viðhald. Þá ber að telja heyskap, sorpflutninga
og þrif úti við, einnig aðstoð við fólks- og vöru-
flutninga að og frá Viðeyjarstofu.
Starfinu fylgir íbúð og áskilið er, að hjónin hafi
lögheimili og fasta búsetu í Viðey. Þau hafa
bát til umráða og fá nokkurn akstursstyrk
vegna útréttinga í landi. Störf þessi gætu t.d.
hentað fólki sem vant er bústörfum.
Starfið hefst 1. október nk., en æskilegt er að
umsækjendur geti hafið þjálfun 15. september.
Umsóknarfrestur er til 31. júlí.
Nánari upplýsingar gefur undirritaður.
Þórir Stephensen, staðarhaldari,
í síma 568 0573.
WAKUREYRARBÆR
Fræðslu- og frístundasvið
íþrótta- og tómstundadeild óskar eftir að ráða
umsjónarmenn og
aðstoðarfólk
til starfa í félagsmiðstöðvar.
Viðkomandi þurfa að vera áhugasamir, hug-
myndaríkir og framtakssamir einstaklingar sem
hafa gaman af að starfa með unglingum. Æski-
legt er að viðkomandi hafi uppeldismenntun
eða reynslu af að starfa með unglingum eða
af félagsstarfi. Störfin eru hlutastörf.
Laun skv. kjarasamningi STAK og Launa-
nefndar sveitarfélaga.
Upplýsingar um starfið eru veittar hjá íþrótta-
og tómstundadeild í síma 460 1400.
Upplýsingar um kaup og kjörveitirstarfs-
mannadeild í síma 462 1000.
Umsóknum skal skila til starfsmannadeildar,
Geislagötu 9, á eyðublöðum sem þar fást.
Umsóknarfrestur er til 7. ágúst 1998.
Starfsmannastjóri.
Ráðskona — Lúxemb.
Flugmaður óskar eftir ólofaðri, barnlausri,
ábyrgðarfullri og reyklausri 25—35 ára konu
til að sjá um 13 ára gamla kanadíska dóttur
hans frá sept.—júlí í Lúxemborg.
Æskileg kunnátta í þýsku og frönsku.
Áhugasamar vinsamlega hringið eða sendið
fax í síma 00352 227190 og skiljið eftir nafn,
heimilisfang og/eða síma.