Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Þróun íslandsmetsins í hástökki frá 1950
1950 Skúli Guðmundsson, KR 1,97m
1960 Jón Pétursson, KR 2,00
1961 Jón Þ. Ólafsson, ÍR 2,03
1962 Jón Þ. Ólafsson, ÍR 2,05
1963 Jón Þ. Ólafsson, ÍR 2,06
1965 Jón Þ. Ólafsson, ÍR 2,10 ]
1983 Kristján Hreinsson, UMSE 2,11
1984 Unnar Vilhjálmsson, UÍA 2,12
1988 Gunnlaugur Grettisson, ÍR 2,15
1992 Einar Kristjánsson,FH 2,16
1998 Einar Karl Hjartarsson, ÍR 2,17
Einar Karl, Hjartarsson
stökk 2,17 m á meistara-
móti ísíands um helgina.
Javier Sotomayor frá Kúbu
á heimsmetið í hástökki,
stökk 2.45m 27. júlí 1993
íSalamanca á Spáni.
Skúli Guðmundsson, KR,
stökk 1,97m árið 1950.
Hann var fyrstur til að
stökkva yfir 1,90m,
stökk 1, 94m árið 1944.
2000 1990 1980 1970 1960 1950
■ ERLINGUR Kristjánsson hand-
knattleiksmaður með KA virðist
hreint ekki hættui’, ef marka má
heimasíðu félagsins á Netinu. Þar
segir að Erlingur hafi sjaldan æft
betur en að undanförnu.
■ SÆMUNDUR Sigfússon hefur
einnig æft á fullu með KA að undan-
fórnu, en hann er eldri bróður Hall-
dórs, sem verið hefur leikstjórnandi
liðsins. Sæmundur lék síðast með
KA í 1. deildinni árið 1984.
■ REYNIR Ólafsson vann silfur-
verðlaun í 200 m hlaupi á Meistara-
mótinu í frjálsum og til bronsverð-
launa í 100 m hlaupi, en Reynir er í
Ármanni. Hann er einnig liðtækur
knattspyrnumaður og hefur var í 23,
ára liði KR sem lagði ÍA í bikar-
keppninni fyiT í sumar. Hann hefur
enn ekki komist í lið KR í Lands-
símadeildinni.
■ ROGER Black tvöfaldur Evrópu-
meistari í 400 m hlaupi og silfurhafi
á síðustu Ólympíuleikum í greininni
verður ekki einn þriggja keppenda
Breta í 400 m hlaupi á Evrópumeist-
aramótinu í Búdapest í næsta mán-
uði. Hann varð fjórði á breska úr-
tökumótinu á sunnudaginn.
■ BLACK hafði vonað að vinna
þriðju gullverðlaun sín í 400 m hlaupi
á Evrópumóti, áður en hann leggur
skóna á hilluna í haust. Iwan Thom-
as vann 400 metra hlaupið á breska
úrökumótinu á 44,50 sek., Mark Ric-
hardsson varð annar á 44,62. Þriðji
varð Soloman Wariso á 44,68 og
Black fjórði á tímanum 44,71, en það
er fyrsta sinn í sumar sem hann
hleypur vegalengdina á skemmri
tíma en 45 sek.
■ WARISO hafði reyndar sagt að
hann ætlaði að draga sig til baka og
leyfa Black að taka sæti sitt, en
skipti um skoðunn. Black var valinn i
sveitina í 4x400 m boðhlaupi.
■ REAL Madrid hefur tilkynnt
Englandsmeisturum Arsenal að þeh'
séu reiðubúnir að borga hálfan
þriðja milljarð ki'óna fyrir hollenska
landsliðsmanninn Dennis Berg-
kamp.
■ GUUS Hiddink hinn nýráðni
þjálfari Real þekkh' Bergkamp auð-
vitað út og inn eftir að hafa þjálfað
hollenska landsliðið á HM.
■ ARSENE Wenger stjóri Arsenal
hefur brugðist ókvæða við þessum
fréttum og segh' Bergkamp ekki
vera til sölu fyrir nokkra upphæð.
Enda kannski ekki að undra þar sem
enska stórliðinu hefur gengið lítið í
eigin ieikmannakaupum að undan-
fórnu, þótt nægir fjármunir hafi ver-
ið í boði.
■ ÞYSKI landsliðsmaðurinn Dieter
Hamann gengur til liðs við enska úr-
valsdeildarliðið Newcastle United í
vikunni frá þýska stórliðinu Bayem
Miinchen.
■ HAMANN kostar rúmar sex
hundruð milljónir króna og fær rúm-
ar eitt hundrað milljónir í árslaun.
mEVERTON hefur fest kaup á
franska miðvallarleikmanninum Oli-
vier Dacourt frá Strasborg fyrir
Qögur hundruð milljónir króna.
■ DACOURT er 23 ára gamall og
samdi við enska liðið til fjögurra ára.
■ FASTLEGA er búist við þvi að
fyrir helgi verði endanlega gengið
frá kaupum liðsins á skoska lands-
liðsmanninum John Collins frá
Mónakó.
MIKILVÆGT
Meistai-amót íslands sem fram
fór um liðna helgi er eitt
skemmtilegasta frjálsíþrótlamót
sem fram hefur farið hér á landi um
nokkum tíma og eflaust besta
Meistaramót síðustu ára. Þrátt fyr-
ir að aðeins eitt íslandsmet væri
slegið var keppni jöfn og spennandi
í flestum greinum og alls vora sett
eliefu mótsmet. Greini-
legt er að nokkur hópur
ungs og efnilegs frjálsí-
þróttafólk er að vaxa
upp innan frjálsíþrótta-
hreyfingarinnai' sem
með: rátth hugarfari og
þjálfun á eftir að láta
meira að sér kveða þegar fram í
sækh'. Allt aimai- bragur var á
Meistaramótinu en t.d. fyrir tveim-
ur árum þegar það var langt frá því
,að standa undir nafni og spuming
vai' hvort það þjónaði tilgangi að
halda því úti.
Nýtt fyrirkomulag vai' reynt sem
sannaði gildi sitt og þrátt fyrir
ýmsa agnúa á framkvæmdmni fyrri
daginn tókst að bæta það upp síðari
keppnisdegi. Ljóst er að þessi
breyting er tU góðs fyrir alla, mótið
verður meira spennandi fyrir áhorf-
endur, það gengur hratt fyrir sig og
keppendur fá meira út úr því en áð-
ur þai' sem áður gat verið löng bið á
milli greina.
Jafnfi-amt því sem veðrið var
með besta móti hafa áhorfendur
ekki verið fleiri á frjálsíþróttamóti
hin síðari ár. Frjálsíþróttamenn
hafa ekld átt því að venjast að vera-
legur ijöldi drífí að á mót og taki
þátt í því með hvatningarópum og
lófaklappi. Öllu máli skipti að bestu
frjálsíþróttamenn landsins tóku
þátt, en þvf miður hefur það ekki
ailtaf verið. Ekki er að efa að mest
aðdráttarafl hafði keppnin í stang-
arstökki kvenna þar sem Vala
Flosadóttir og Þórey Edda Elís-
dóttir háðu snarpt einvígi, a.m.k.
di'eif hóp fólks að u.þ.b. er keppni í
stangarstökki hófst. Vaia hefur með
glæsilegum árangri og vinsamlegri
framkomu unnið hug og hjarta
þjóðar sinnar uncianfarin misseri.
Það er ekki daglegt brauð að hún
keppi hér á iandi og því eðlilegt að
hún laði að sér áhorfendur. Hún
stóð líka fyllilega undh' vonum,
stökk yfii' 4,25 metra sem er einn
besti árangur ársins, þótt alltaf aii
menn í brjósti von um aðeins betra,
hverju moti.
Guðrán Arnardótth- og Jón Am-
ar Magnússon eru í sama flokki af-
reksmanna í allra fremstu röð eins
og Vala. Þau létu sitt ekki eftir
liggja og voru aðsópsmikil á mót-
inu, Guðrán keppti í fjóram grein-
um og Jón í sex. Gríðai-legur styrk-
ur þeirra kom beriega í ijós sem lof-
ar góðu fyrir átökin á Evrópumeist-
ai'amótinu í næsta mánuði og ekki
óraunhæft að gera sér vonir um að
þau verði í keppni um verðiaun þar.
Mildlvægast þó er að Jón Amai',
Guðrán og Vala gera sér fyliilega
grein fyrh' mikilvægi þess að þau
taki þátt í Meistaramótinu, þó að
þátttakan skipti ekki sköpum í und-
irbúningi þeirra fyrá' stórmót, heid-
ur hitt að það er íþróttinni i landinu
lífsnauðsynleg að þau séu á meðal
keppenda. Þau era fyrirmynd fjöl-
margra bama og unglinga utan
vallar sem innan. Þá er ekki síður
nauðsynlegt að fyrir þá sem eru
nokkram skrefum á eftii' þeim að fá
tækifæri til að reyna sig við þau í
keppni og sækja til þeirra ráð sem
þau eru óspör á að gefa. Þau muna
vel þá tíð er þau voru að stíga sín
fyrstu skref og hversu spennandi
það var að fá að spreyta sig gegn
stjömum þeirra daga.
ívar
Benediktsson
Þau eru fyrirmynd
bama og unglinga utan
vallar sem innan
en það er ekki hægt að bæta sig á
Hvers vegna rakar ÓLAFUR ÞÓR GliNNARSSON höfuð sitt fyrir hvern leik?
Hegðun mín
kjánaleg
MARKVÖRÐUR ÍR-inga í efstu deild karla í knattspyrnu, Ólafur
Þór Gunnarsson, hefur vakið verðskuldaða athygli í sumar fyrir
góða frammistöðu í markinu. Ólafur er tvítugur, fæddur og
uppalinn í Reykjavík þar sem hann býr enn og hann er ÍR-ingur
í húð og hár. Hann hefur verið að nema viðskiptafræði í
Flórída í Bandaríkjunum þar sem hann er á styrk og leikur
knattspyrnu með skólaliðinu. Hér heima eru það ekki aðeins
hæfileikar hans sem markvarðar sem hafa vakið athygli því
drengurinn er ávallt með vel rakað höfuð og mikið skegg, eða
hefur verið það.
Skeggið vantaði í einum leik ÍR
á dögunum og var Ólafur
spurður hverju það sætti. „Skegg-
ið var orðið heldur rytjulegt í
sumar og eftir að
Eftir Stefán við töpuðum 3:0
Stefánsson fýrir Fram ákvað
ég að láta það
fjúka. Ég er þó að safna nýju
skeggi og vona að það boði lukku
fyrir okkur,“ segir ðlafur.
Ertu hjátrúarfullur?
„Nei, það held ég ekki en þó
vilja sjálfsagt margir segja að ég
sé það. Ég verð að viðurkenna að
líklega er hegðun mín á leikdag
svolítið kjánaleg en svona er
þetta. Ég tel þetta ekki hjátrú. Ég
vil bara búa mig eins undir alla
leiki,“ sagði Ólafur Þór spekings-
legur og örlaði á brosi.
Hvernig er sagan á bak við
skeggið ogskallann?
„Þetta byrjaði allt saman í
fyrra. í hvert sinn sem ég gleymdi
að raka á mér kollinn fyrir leik
töpuðum við. Það var því nokkuð
ljóst að hárið varð að fjúka. Þótt
gengi okkar hafi verið nokkuð mis-
jafnt í sumar hef ég alltaf rakað
kollinn en skeggið hefur hins vegar
fengið að halda sér, þar til um dag-
inn.“
Þú segist vilja búa þig eins fyrir
alla leiki, hvemig er þeim undir-
búningi háttað?
„Þegar leikið er á virkum degi
vinn ég venjulega til klukkan fjög-
ur og fer þá heim. Þar er búin til
samloka og það er gert eftir kúnst-
arinnar reglum, því áleggið verður
allt að fara á brauðið í ákveðinni
röð. Síðustu tvö árin hef ég alltaf
farið í sömu fötin fyrir leiki, bol,
Morgunblaðið/Arnaldur
ÓLAFUR Þór Gunnarsson er byrjaður að safna skeggi en hárið
fær að fjúka fyrir næsta leik.
buxur og jakka. Fötin eru þó þveg-
in reglulega," sagði markvörðurinn
hlæjandi.
Ferðu svo á völlinn?
„Já, svo er haldið á ÍR-völlinn og
þar er ég líka með allt á hreinu.
Iþróttataskan verður alltaf að fá
sinn stað í búningsklefanum - aðrir
hlutir verða að víkja. Við fáum
okkur alltaf djús, te og ristað
brauð fyrir leik og það er regla hjá
mér að fá mér bara eina brauð-
sneið. Þegar ég er búinn með hana
fer ég út á verönd með djúsglasið
og hugsa um væntanlegan leik.
Strákarnir koma oftast með út á
verönd, nema þegar það er leiðin-
legt veður, þá sleppa þeir því. Ég
fer hins vegar í hvaða veðri sem er
því ég breyti ekki út af venjunni."
En hvað með upphitunina sjálfa,
er hún hefðbundin?
„Ég er alltaf kominn út á völl
klukkustund fyrir leik til að hrista
úr mér stressið. Ég hita aldrei upp
í keppnistreyjunni því hún hangir
á sínum snaga þar til rétt fyrir
leikinn og eitt er það sem ég passa
mig á; keppnisskórnir era aldrei
pússaðir."
Hvemig stóð á því að þú fórst að
leika í marki?
„Eigum við ekki að orða það svo
að ég hafi ekki haft nægilegt út-
hald til að spila úti þegar ég byij-
aði í fótbolta. Ég var sex ára og var
settur í markið eins og oft er gert
við þá sem eru þannig í vextinum
að þeir þykja ekki Kklegir til að
hlaupa hratt,“ segir markvörður-
inn og hlær.