Morgunblaðið - 28.07.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.07.1998, Qupperneq 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ + FRJÁLSÍÞRÓTTIR Hættur að stökkva Vala Flosadóttir varð Islandsmeistari í fyrsta sinn Mótsmetin fuku í góðviðrinu sem gefur mikið af stigum í tug- þrautinni. Sem dæmi má nefna að munurinn á að stökkva 4,70 metra og 5,20 eru rúmlega 150 stig og það munar um minna. Oft hef ég veriða að fara yfír 4,70 til 4,80 á stórmóti. Þá er ég að ná tökum á grinda- hlaupinu á ný eftir að hafa verið í vandræðum þar upp á síðkastið. Þannig að mér fínnst útlitið vera gott og ég bíð spenntur eftir stórátökun- um sem framundan eru.“ Jón sagði ennfremur að hann hefði stefnt að því að bæta eigið met í 200 m hlaupi en það hefði ekki lánast í þetta skiptið, en verið býsna nálægt því. Annars hafi keppnin í heild verið góð, hann hafi fengið það út úr henni sem að var stefnt. Síðari daginn hafi hann keppt í 200 m hlaupi, þaðan beint í kringlukast og loks tekið einn sprett í 4x400 m boðhlaupi. „Kr- inglukastið var í lagi, tæpir 49 metrar og miðað við að kasta á íþróttaskóm er það í lagi,“ sagði 57,50 sek. og bætti ellefu ára gamalt mótsmet í sinni eigu, um 1,12 sek. Tími Guðrúnar í 200 m hlaupi var 24,02 sek., sem er 16/100 úr sekúndu betra en gamla metið sem hún seþti 1994 og aðeins 21/100 frá eigin ís- landsmeti. Vala Flosadóttir, IR, tryggði sér af öryggi fyrsta Islandsmeistaratitil sinn er hún stökk yfir 4,25 metra í stangarstökki, 25 cm hærra en Þórey Edda Elísdóttir, FH, og Daniela Köpernick, Þýsklandi, sem tók þátt í mótinu sem gestur. Að- stæður til stangarstökks voru ekki sérlega hagstæðar, nokkur hliðar- vindur sem gerði keppendum erfítt fyrir. Sigurhæð Völu, 4,25 metrar, er einnig Meistaramótsmet og vall- armet í Laugardal, en gamla metið átti hún sjálf, 3,81 metri, það var þriggja ára. Vala stökk 4 metra í annarri tilraun, 4,15 í fyrstu og 4,25 í annarri tilraun. Síðan gerði hún þrjár tilraunir við 4,41 metra en tókst ekki þrátt fyrir ágætar tilraun- ir. Þórey Edda fór yfír 3,80 í fyrstu tilraun og fjóra metra í þriðju en vantaði nokkuð upp á að fara yfír 4,15 metra. Sveinn Margeirsson, UMSS, sigr- aði í tveimur greinum, 3.000 m hindr: unarhlaupi og 5.000 m hlaupi. í hindnmarhlaupinu hljóp hann á 9.05,85 mín., og bætti eigið unglinga- met um fimm sekúndur og Meistara- mótsmetið um tæpar tvær sekúndur, en það var orðið 36 ára gamalt. Sveinn hafði gott forskot í 5.000 m hlaupinu, en náði ekki að bæta metið í því hlaupi. Sigríður Anna Guðjónsdóttir, HSK, stökk allra kvenpa lengst í langstökki og þrístökki. í síðasttöldu greininni tvíbætti hún Meistaramóts- metið, fyrst um 5 cm, stökk 12,78 metra og loks 12,82 metra. Þá átti hún 13 metra stökk sem var hárfínt ógilt. Eigið Islandsmet stóðst þó allar atlögur að þessu sinni. Eftir hörku- keppni hennar og Sunnu Gestsdótt- ur, IR, í langstökki vann Sigríður, stökk 5,66 metra, þremur cm lengra en Sunna. Islandsmethafínn í kúluvarpi, Pét- ur Guðmundsson, Armanni, var ör- uggur sigurvegari í kúluvarpi og vann einnig kringlukastið og bar þar m.a. sigurorð af Magnúsi Aroni Hall- grímssyni. Pétur varpaði kúlunni 18,26 metra í sjöttu tilraun, sem var hans lengsta, en annars voru köst hans jöfn. Kringlunni þeytti hann 54,85 metra en Magnús 54;44. Martha Ernstsdóttir, IR, sigraði önigglega í 5.000 metra hlaupi kvenna eins og við mátti búast en tíminn var e.t.v. betri en margur átti von á. Hún hljóp á 16.34,39 mínútum og bætti eigið Meistaramótsmet um rétt rúmar 14 sekúndur. Gott hlaup hjá Mörthu, sem er nýlega komin af stað á ný eftir barnsburð. Er hún greinilega til alls líkleg með sama áframhaldi. Morgunblaðið/Golli JÓN Arnar Magnússon kemur í mark í 200 m hlaupl þar sem hann var nærri íslandsmetinu, Ifkt og í stangarstökkinu. Þátttaka í þessu móti var einn lið- ur í æfingum hjá mér,“ sagði Jón Arnar Magnússon, tugþrautar- kappi úr Tindastóli. „Eg fór í nokkr- ar greinar sem ég og Gísli [Sigurðs- son] þjálfari vildum leggja áherslu á og í heildina er ég ánægður með hvernig til tókst. Sérstaklega var ég ánægður með stangarstökkið, þar sem ég er stöðugt að ná betri tökum á tækninni og hættur að stökkva mest á kröftunum, eins og áður var. Stangarstökkið er mikilvæg grein EITT íslandsmet var slegið og ellefu mótsmet voru sett á Meistara- móti íslands á Laugardalsvelli um liðna helgi, en fjörug keppni var í flestum greinum enda mótið eitt það skemmtilegasta sem fram hef- ur farið lengi. Einar Karl Hjartarson, ÍR, náði loks langþráðu tak- marki er hann stökk yfir 2,17 metra í hástökki og bætti um leið sex ára gamalt ísiandsmet Einars Kristjánssonar, FH, um einn senti- metra. Einar Karl á nú bæði íslandsmetið innanhúss og utan í há- stökki, þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára. VALA Flosadóttir, ÍR, undirstrikaði enn einu sinni að hún er meðal fn hún lyfti sér yfir 4,25 metra á Laugardalsvelli á sunnudag og innsigla armet um 44 cm. Það setti hún síðsumars 1995 e lyft höndunum og fagnað sigri,“ sagði Jón glaðbeittur er hann kom í mark. Jón keppti einnig í kringlu- kasti, komst ekki á verðlaunapall, kastaði rúma 49 metra, sem verður að teljast gott, því hann kastaði á íþróttaskóm, sökum þess að hann gleymdi þartilgerðum kastskóm heima á Sauðárkróki. Til þess að undirstrika feykilegan styrk sinn hljóp Jón þriðja sprett fyr- ir UMSS í 4x400 m boðhlaupi, tók við keflinu þriðji, 50 metrum á eftir fremsta manni, hljóp hann uppi og skilaði keflinu í hendur félaga síns fyrstur. Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns, segir hann hafa farið hringinn á 46,3 sekúndum, sem er frábær tími. Arangur Jóns í 110 m grindahlaupi og stangarstökki er Meistaramóts- met. Guðrún var líkt og Jón yfirburða- mannsekja í þeim greinum sem hún tók þátt í. Hún stakk keppendur sína af í 100 m grindahlaupi, þó stutt væri leiðin og hið sama átti sér stað í 200 m hlaupi og 400 m grindahlaupi. Setti hún Meistaramótsmet í öllum greinum, en fyrri met átti hún einnig. Styttra grindahlaupið hljóp Guðrún á 13,43 sek., gamla Meist- aramótsmetið var 13,94. í 400 m grindahlaupi mældist hún á tímanum Jón Amar Magnússon, Tindastóli, og Guðrún Arnardóttir, Ár- manni, voru aðsópsmikil á mótinu eins og við mátti búast jvar og undirstrikuðu gíf- Benediktsson urlegan styrk sinn. skrifar Jón Arnar sigraði í 110 m grindahlaupi á 14,10 sek., sem er þriðji besti tími sem hann nær á ferlinum, en Is- landsmetið hans frá í fyrra er 13,91 sek. Sigur hans var mjög öruggur því næstur varð Bjarni Þór Trausta- son á 15,00. Hafi yfirburðir Jóns verið miklir í grindahlaupinu voru þeir enn meiri í stangarstökki þar sem hann hóf keppni er aðrir höfðu helst úr lestinni. Hann byrjaði á 4,60 metrum, fór yfír í fyrstu tilraun líkt og 4,80 metra, 5 metra og 5,20 metra. Því næst reyndi hann við ís- landsmet, 5,32 metra, sem er einum sentimetra hærra en fjórtán ára gamalt met Sigurðar T. Sigurðsson- ar. Að þessu sinni reyndist sú hæð Jóni um megn, en önnur og þriðja tilraunin voru nokkuð góðar, lítið vantaði upp á. Jón Arnar hjó síðan nærri sínu eigin íslandsmeti í 200 m hlaupi er hann kom langfystur í mark á 21,20 sek., og var aðeins þremur hundraðshlutum frá metinu. „Eg hefði náð því hefði ég hefði ekki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.