Morgunblaðið - 20.09.1998, Page 4

Morgunblaðið - 20.09.1998, Page 4
4 B SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER1998 MORGUNBLAÐIÐ STEVEN Spielberg stýrir sínum mönnum við strönd- ina í Normandí. SPiELBERG og Hanks við tökur á Björgun óbreytts Ryans. manna í stríðinu og búa til ódauðlegar og ofurmannlegar hetjur innblásnar af þjóðern- iskennd og yfirburðum Bandaríkjamanna í stríðsvél bandamanna. Hann heldur sér furðu vel á mottunni sé mið tekið t.d. af síðustu mynd hans á undan þessari, „Amistad", sem átti að vera þrælasaga en varð dýrðaróður til Bandaríkjanna. Hann er heldur ekki að gera eina af þessum kolbrjáluðu Víetnam- myndum. Stríðið hans, seinni heimsstyrjöldin, var hreinna, óvinurinn var sýnilegri, það vannst. Tímalaus En samt hefði hann varla getað gert Björgun óbreytts Ryans ef Oliver Stone hefði ekki gert „Platoon" á undan honum, svo nefnt sé dæmi. Kannski Víetnamstríðið hafí eytt öllum hetjuljóma sem Bandaríkjamenn hafa tengt styrjöldum og Spielberg hefur upplifað það eins og aðrir. Hann er heldur ekki að gera mynd um nasistana sérstak- lega sem óvininn. Það kemur hvergi fram neitt Þjóðverja- hatur hjá Spielberg. í mynd- inni eru aðeins tveir óvinir að berjast upp á líf og dauða og beita til þess öllum hugsanleg- um meðölum. Boðskapur myndarinnar getur átt við í öllum stríðum, hann er ekki bundinn í tíma og er beint frá hermönnunum til þeirra sem eftir lifa: Ekki láta okkur heyja stríð til einskis. Ekki láta okkur ganga í gegnum þetta helvíti að ástæðulausu. Líklega hefur Spielberg aldrei áður verið jafnspar á tilfmningasemi í neinni mynd ef frá er talin Listi Schindlers. Hann virðist hafa tekið út gríðarlegan þroska sem skap- andi kvikmyndagerðarmaður frá því hann gerði „fullorð- ins“myndir á borð við Purp- uralitinn og „The Empire of the Sun“. Það vottar ekki fyrir tilfinningasemi í Björguninni nema í þeim stuttu köflum sem kalla má inngang og endi hennar og gerist í samtíman- um. Þau atriði mega vel missa sín en Hollywoodkerfið er einu sinni svo, og Spielberg er svo sannarlega partur af því, að það vill ógjaman að áhorf- andinn gangi hnípinn af sýn- ingu mynda sinna; einhver- staðar verður að vera vonar- neisti. Sú hugmyndafræði get- ur ekki eyðilagt svo stórkost- lega mynd sem Björgun óbreytts Ryans en er frekar til ama í hennar tilviki. Það má vel vera að Spiel- berg hafi gert bestu stríðs- mynd sem gerð hefur verið. Hún er í raun tímalaus þótt hún gerist í seinni heimsstyrj- öldinni og hún nær því með lýsingu sinni á hversdagshetj- um seinni heimstyrjaldarinn- ar og því helvíti sem þær upp- lifa, að sýna inn í blóðugan raunveruleika allra stríða. Steven Spielberg hefur gert sérstak- lega áhrifamikla stríðsmynd með Tom Hanks í aðal- hutverki. Arnaldur Indriðason fjallar um myndina og segir í grein sinni að hún sé besta verk leikstjórans til þessa STEVEN Spielberg hef- ur örugglega séð rúss- neska mynd frá árinu 1985 sem heitir Komdu og sjáðu og er eftir Elem Klimov. Hún gerist í seinni heimsstyrjöldinni og er lýsing á fjöldamorðum nasista í Hvíta-Rússlandi séðum með augum 15 ára gamals drengs, Florya. Myndin er kannski hryllilegasta lýsing á stríði sem gerð hefur verið. Eftir fyrstu 25 mínútumar í nýj- ustu mynd Spielbergs, Björg- un óbreytts Ryans eða „Sav- ing Private Ryan“, sem sýnd er í Háskólabíói og Kringlu- bíói og er besta mynd leik- stjórans til þessa, var Komdu og sjáðu myndin sem kom fyrst upp í hugann. Maður upplifði sama lamandi hryll- inginn. Er óhætt að segja að myndskeið Spielbergs úr fjör- unni í Normandí séu áhrifa- mestu bardagaatriði sem kvikmynduð hafa verið. Ógleymanlegar 25 mfnútur Efnislega eru Komdu og sjáðu og Björgun óbreytts Ryans mjög ólíkar en frá- sagnaraðferð Spielbergs þessar fyrstu og hrikalegu 25 mínútur þegar hann lýsir inn- rás bandamanna í Normandi á stað sem gefið var heitið Omahaströnd, er um margt lík þeirri sem Klimov notaði. Báðir gera þeir Spielberg og Klimov kröfu um algjört HANKS, Matt Damon og Edward Burns f stríðsmynd Spielbergs. raunsæi. Atburðurinn er að miklu leyti séður með augum kafteins, sem Tom Hanks leikur, líkt og drengurinn Florya var vitnið í Komdu og sjáðu. Upplifun Hanks er okk- ar upplifun. Ef hann kastar sér í sjóinn, fylgjum við hon- um. Ef hann missir heyrnina vegna sprengjuvörpu, missum við heymina. Ef hann dregur andann, drögum við andann. Hann sér hðsmenn sína tætta í sundur af vélbyssuskothríð óvinarins miskunnarlaust og látlaust. Menn deyja ekki hetjudauða, menn einfaldlega deyja. Það slokknar á þeim. Á einum stað ætlar Hanks að bjarga félaga sínum en kemst að því þegar hann er kominn í skjól að það vantar á hann neðri helming líkamans. Fæt- ur og hendur tætast í sundur. Sjórinn verður rauðlitaður og lík hermanna og líkamspartar þekja fjöruna. Líkt og Klimov dregur Spielberg niður í litun- um. Það er enginn sérstakur litur á filmunni í þessar 25 mínútur við Omahaströnd að- eins einhverskonar brúnleit grámóska morgunsins. Og báðir nota leikstjórarnir hand- heldar myndavélar, sem eyk- ur þá tilfinningu áhorfandans að hann sé staddur í miðri óreiðunni. Handhelda mynda- vélin hefur verið misnotuð illi- lega í verri myndum en óvíða hefur hún komið að meira gagni en í þessu stórkostlega magnaða innrásaratriði Spiel- bergs. Þegar því er lokið situr áhorfandinn eftir dofinn og með þá tilfinningu að í einu vetfangi hafi leikstjóranum tekist að eyða allri rómantík varðandi seinni heimsstyrjöld- ina og stríð yfirleitt. En það eru ekki aðeins myndskeiðin úr fjörunni sem eru svo áhrifarík og í raun kynngimögnuð heldur er myndin það öll vegna þess að hún er laus við allt prjál, allt sem kallast hetjudáðir og glæsileiki fyrri mynda úr seinni heimstyrjöldinni. Allt það er sneitt í burtu og eftir stendur kaldur og á einhvern hátt furðulega sannur raun- veruleiki er mætir áhorfend- um bæði í bardagasenum en ekki síður í persónusköpuninni og vinnu Spielbergs með leik- urunum. Leikaraleikstjóri Eins og kunnugt er fjallar myndin, þegar hinum ógleym- anlegu innrásaratriðum er lok- ið, um lítinn flokk manna und- ir forystu Tom Hanks, sem sendur er innfyrir víglínur óvinarins í leit að bandarísk- um hermanni að nafni Ryan. Þeir eiga að flytja honum þær fréttir að þrír bræður hans hafi farist í stríðinu og hann eigi að fá að fara heim áður en hann sjálfur týnir lífi. Spiel- berg er fyrst og fremst tækni- legur leikstjóri sem sífellt er að leita nýrra leiða til þess að efla kvikmyndafrásögnina; hvergi kemur það þó betur fram en í þessari mynd að hann er líka mjög góður leik- araleikstjóri. Hann hefur reyndar Tom Hanks sér við hlið, eina af örfáum stórstjöm- um Hollywoodkvikmyndanna sem virkilega getur leikið, og saman tekst þeim að láta áhorfendur skynja verðmæti einstaklingsins í hildarleik sem kostaði tugi milljóna manna lífið. Leikur Hanks er með því besta sem hann hefur gert og á sér varla hliðstæðu í öðrum myndum leikarans. Túlkun hans á bardagaþreytt- um en röggsömum foringja er gersamlega látlaus og hófstillt og á að því leyti mjög vel við hina tempruðu frásögn Spiel- bergs. Hanks leikur kaftein sem lengi hefur tekið þátt í stríð- inu en einu sýnilegu merki þess að endalausir bardagar hafi haft áhrif á hann er að hægri höndin er farin að skjálfa án þess að hann ráði við það. Hann heldur alltaf ákveðinni fjarlægð frá undir- mönnum sínum og í þeirra augum er hann dularfullur og fámáll einfari; þeir veðja um hver hann hafi verið í fyrra lífi, lífinu fyrir stríð. í einu af fáum atriðum myndarinnar þar sem Spielberg leyfir áhorfendum að skyggnast inn í manninn talar hann um að hann hafi misst 94 félaga sína en hann réttlætir það með því að það þýði að hann hafi bjargað tíu sinnum íleiri; þannig sefar hann sjálfan sig. I öðru atriði fellur gríman og foringinn verður svo einstak- lega mennskur og hversdags- legur að það er næstum grát- broslegt. Út á það gengur myndin. Hún er ekki um stíðshetjur. Það eru engar hetjur í mynd- inni, aðeins menn af holdi og blóði, sem eru jafnviðkvæmir og hver annar fyrir byssukúl- um og fá sannarlega að kenna á því. Spielberg er ekki að gera John Wayne-mynd, eins og hann hefur bent sjálfur á í viðtölum. Hlutverk hans er ekki að mikla þátt Bandaríkja-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.