Morgunblaðið - 04.10.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.10.1998, Qupperneq 1
225. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Umdeildur kardináli tekinn í tölu hinna blessuðu Tæknin vefst fyrir BBC STARPSMENN BBC-útvarpsins í Bret- landi hafa hótað verkfalli í næsta mánuði finnist ekki lausn á tæknilegum vanda- málum sem hafa valdið vandræðalegum röskunum á útsendingum. Vandamálin komu upp þegar starfsmennirnir fluttu í nýjar hljóðstofur og tóku upp nýja staf- ræna tækni. Neyðarlegasta uppákoman var í þætt- inum „Today“ þegar útvarpað var mongólskum koksöng í stað hugieiðingar stjórnmálamannsins Tonys Benns um eldflaugaárásir Bandaríkjamanna. Dæmi eru einnig um að fréttalestur hafi stöðvast og fréttir horfið með dularfull- um hætti af öldum ljósvakans. Á dögun- um hlýddu hlustendur „Today“ á hláturs- kast fréttamanns, sem vissi ekki að hann var í beinni útsendingu, þegar útvarpa átti frásögn annars útvarpsmanns. * Ovæntur „kaupbætir“ BRESKRI kennslukonu brá illilega á dögunum þegar hún var að matreiða sal- at fyrir fjölskylduna og stakk hendinni í poka af blönduðum kryddjurtum. Hún var að narta í salatblað þegar hún snerti „eitthvað hryllilegt" í pokanum og missti hann á disk á eldhúsborðinu. Fyrir fram- an hana birtist þá lifandi karta, froskdýr á stærð við hnefa, og skimaði í kringum sig. Konan rak upp skaðræðisöskur, hljóp inn í bílskúr og atvikið fékk svo á hana að hún var með verk fyrir bijósti. Innihald pokans kom frá Afríku en því var pakkað inn í Bretlandi. Fyrirtækið, sem flutti kryddjurtirnar inn, hefur beðið konuna afsökunar og rannsakar nú hvernig dýrið komst í pokann. Umhverfisspjöllin mest í Noregi? Umhverfisverndarsamtökin World Wide Fund for Nature (WWF) hafa birt skýrslu þar sem þau komast að þeirri niðurstöðu að Norðmenn valdi meiri um- hverfisröskun en nokkur önnur þjóð mið- að við mannfjölda, að sögn The Daily Telegraph. í skýrslunni segir að Norð- menn nýti náttúruauðlindirnar íjórum sinnum meira en aðrir jarðarbúar að meðaltali. Sjávarútvegur Norðmanua er meginástæðan og í skýrslunni kemur fram að Norðmenn veiða 250 kg af fiski á mann, rúmlega tíu sinnum meira en aðr- ar þjóðir miðað við höfðatölu. Þessi niðurstaða byggist á „umhverfis- vísitölu", sem WWF vonast til að verði viðurkennd sem mælikvarði á ástandið í umhverfismálum í heiminum. Er þar tek- ið mið af eyðingu skóga, fískveiðum, koltvísýringsútblæstri, kornneyslu og sementsnotkun í heiminum. JÓHANNES Páll páfi var í Króatíu í gær og lýsti yfir þeim úrskurði sínum að króatísld kardinálinn Alojzije Stepinac væri kominn í samfélag hinna blessuðu, sem er næstsíðasta skrefið í þá átt að Sydney. Reuters. JOHN Howard, forsætisráðherra Ástralíu, lýsti yíir sigri í þingkosningum, sem fóru fram í gær, og samkvæmt tölvuspám fékk hægristjórn hans nauman meirihluta í neðri deild þingsins. Þegar 70% atkvæðanna höfðu verið talin spáði ástralska ríkissjónvarpið því að stjórn- in myndi halda velli með sex sæta meirihluta í neðri deildinni. 148 þingmenn eiga þar sæti og stjórn Þjóðarflokksins og Frjálslynda flokksins var áður með 44 sæta meirihluta. Einni þjóð „hafnað“ Samkvæmt spánni bætti Verkamanna- flokkurinn við sig 19 þingsætum en þing- mönnum flokksins þurfti að fjölga um 27 til hann verði tekinn í dýrlingatölu. Kard- inálinn var uppi í síðari heimsstyrjöldinni og hefur verið mjög umdeildur í Króatíu. Margir Króatar líta á Stepinac sem helg- an mann en kommúnistar segja að hann að stjórnin félli. Ein þjóð, flokkur Pauline Hanson, sem hefur verið sökuð um kynþátta- fordóma, fékk um 10% atkvæðanna en ef marka má spána fékk flokkurinn ekkert sæti í neðri deildinni vegna flókins hlutfallskosn- ingakerfis. Ein þjóð aðhyllist vemdarstefnu í við- skiptamálum og flokkurinn hefur verið sak- aður um kynþáttafordóma vegna tillagna um að hætt verði að taka við innflytjendum frá Asíu og dregið verði úr ríkisstyrkjum handa frumbyggjum landsins. „Ljóst er að ástralska þjóðin hefur hafnað verndarstefnu og kynþáttahyggju Einnar þjóðar," sagði Tim Fischer, aðstoðarforsætis- ráðherra og leiðtogi Þjóðarflokksins. hafi verið samstarfsmaður nasista. Páfi lýsir hér yfir úrskurði sínum við athöfn í kirkju í bænum Marija Bistrica, nálægt Zagreb. Málverkið til vinstri er af Stepinac. Serbar sakaðir um árásir á þorp í Albaníu Tirana. Reuters. STJORN Albaníu sakaði í gær Serba um að hafa gert tvær sprengjuárásir á þorp í norður- hluta Aibaníu í því skyni að draga landið inn í átökin í Kosovo-héraði. Albanska innanríkisráðuneytið sagði að serbneski herinn hefði gert árásir á landamæraþorpið Pogaj, um 240 km norðaust- an við Tirana, á fóstudag. Ekkert mannfall hefði orðið en hús hefðu skemmst lítilsháttar. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, leggur um helgina lokahönd á skýrslu um hvort Serbar hafi orðið við kröfu öryggisráðsins um tafarlaust vopnahlé í Kosovo. Búist er við að niðurstaða skýrslunnar verði sú að Serbar hafi ekki hætt hernaðarað- gerðum sínum í héraðinu. Talsmaður SÞ sagði að Annan myndi ekki leggja til að endi yrði bundinn á átökin með hernaðaríhlutun. Skýrslan gæti þó orðið til þess að Atlantshafsbandalagið gerði loftárásir á serbneskar öryggissveitir í Kosovo. Stjórn Ástralíu spáð þingmeirihluta John Howard lýsir yfir sigri EINSTÆÐUR ARANGUR HEFUR NÁÐST VIÐFLUGUMÁ BJARTSÝNINNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.