Morgunblaðið - 04.10.1998, Side 8

Morgunblaðið - 04.10.1998, Side 8
8 SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 20 lækna vantar til starfa á landsbyggðinni \ „ÞÚ reynir að tala þá til, Ólafur minn. Ég verð að opna einhverjar deildir fyrir kosningar." Hæstiréttur sýknar varnarliðsmann af ákæru um kynferðisbrot Ekki hægt að taka mið af lögregluskýrslu vegna annmarka VARNARLIÐSMAÐUR á fer- tugsaldri var með dómi Hæsta- réttar á fímmtudag sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gagnvart konu á þrítugsaldri. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hins vegar sak- fellt manninn með dómi 22. apríl 1998 og dæmt hann í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skil- orðsbunda. Kærandi var kunnug ákærða og höfðu þau verið saman að skemmta sér í desember síðastliðnum á öld- urhúsi í Reykjavík ásamt fleira fólki og var áfengi haft um hönd. Að því loknu lá leiðin heim til vin- konu þeirra. Kærandi kvað þau hafa kysst en hún ekki viijað ganga lengra. Sofnaði kærandi ein á svefnbekk í stofunni. Kvaðst hún hafa vaknað undir morgun við að ákærði var að hafa við hana sam- farir. Reyndi hún eitthvað að streitast á móti en tók síðan að eig- in sögn þann kost að bíða þess að hann lyki sér af. Þá klæddi hún sig, hringdi á leigubíl og fór heim. Akærði bar við lögregluyfirheyrslu að eftir að húsráðandi var sofnuð hefði hann kysst kæranda, þau hefðu afklæðst og haft samfarir að loknum forleik. I miðjum klíðum hefði kærandi viljað hætta en hann ekki rofið samfarir þeirra íyrr en hann hefði fellt til hennar sæði. Breyttur framburður Eftir að lögregla skýrði ákærða frá því að frásögn hans stangaðist á við önnur sakargögn breytti hann samkvæmt því sem segir í héraðsdómi framburði sínum á þá lund að kærandi hefði verið sofnuð er hann byrjaði að láta vel að henni. Hinsvegar hefði honum virst hún sýna viðbrögð sem gæfu til kynna að hún væri ekki andvíg atlotunum. Fyrir dómi bar ákærði að kærandi hefði verið hálfvak- andi, með augun hálfopin stundum og svarað að einhverju leyti atlot- um hans. Konan hringdi á neyðarmóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur liðlega tveimur sólahringum síðar og fór svo daginn eftir þangað. í millitíð- inni hafði hún átt einhver sam- skipti við ákærða, meðal annars ekið honum milli tveggja staða. Samkvæmt skýrslu læknis var greinilegt að hún hefði orðið fyrir tilfinningalegu áfalli og mat læknir frásögn hennar trúverðuga. Þá leitaði hún til sálfræðings sem sagði hana hafa lýst einkennum sem væru mjög algeng hjá fórnar- lömbum nauðgunar, meðal annars skertu trausti til annarra. Var maðurinn ákærður fyrir brot á 196. gr. almennra hegning- arlaga sem leggur bann við því að hafa kynferðismök við fólk sem er ekki í ástandi til að spoma við verknaðinum. Að mati þriggja manna héraðsdóms var framburð- ur kæranda trúverðugur. Þótt ákærði neitaði sakargiftum fyrir dómi yrði að líta til þess að hann hefði við rannsókn þess og með- ferð tvisvar breytt framburði sín- um. Yrði að teljast sannað að hann hefði gerst sekur um brot á 196. gr. alm. hgl. Enginn dómtúlkur I dómi Hæstaréttar í gær sem kveðinn var upp af fimm dómurum segir að ákærði hafi gefið skýrslu í janúar síðastliðnum að viðstöddum tveimur rannsóknarlögreglumönn- um við embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og lögreglu- manni frá vamarliði Bandaríkj- anna. Skýrslan hafi verið rituð á íslensku, en þess getið í niðurlagi hennar að hún hafi verið lesin fyrir ákærða á ensku. Óumdeilt sé að ákærði skilji ekki íslensku. Þrátt fyrir það hafi hvorki löggiltur dómtúlkur né annar hæfur þýð- andi verið kvaddur til að vera við skýrslugjöf ákærða eins og skylt væri samkvæmt 5. mgr. 69. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opin- berra mála. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti hafi verið vefengt af hálfu ákærða að honum hafi ver- ið ljóst hvað var skráð í lögreglu- skýrsluna. Því geti hún ekki haft vægi við mat á trúverðugleika framburðar ákærða fyrir dómi. Síðan segir í dómi Hæstaréttar: „Eins og greinir í forsendum hér- aðsdóms eru kærandi og ákærði ein til frásagnar um atburði, sem um ræðir í ákæru. Héraðsdómur, sém var fjölskipaður, mat fram- burð kæranda trúverðugan. Nokk- ur tími leið frá atvikum málsins þar til kærandi gaf sig fram við neyðarmóttöku á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. A því tímaskeiði átti hún nokkur samskipti við ákærða, svo sem greinir í héraðsdómi. Verður að skoða vottorð læknis og sálfræðings, sem getið er í héraðs- dómi, í því ljósi. Samkvæmt áður- sögðu nýtur ekki við annarra skýrslna ákærða, sem unnt er að líta til, en þeirrar sem hann gaf við aðalmeðferð málsins í héraði. í henni neitaði ákærði eindregið sök.“ Því var sök ákærða ekki talin sönnuð. Málið fluttu Ragnheiður Harð- ardóttir saksóknari af hálfu ákæruvaldsins og Örn Clausen hrl. af hálfu ákærða. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Atak í fræðslu- og útgáfumálum Bryndís Halldórsdóttir GREININGAR- og ráðgjafarstöð rík- isins hefur ráðið Bryndísi Halldórsdóttur til að vinna að uppbygg- ingu skipulagðrar fræðslu á vegum greiningarstöðv- arinnar. Greiningarstöðin starfar samkvæmt lögum um málefni fatlaðra. Lög- in miða að því að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Einn liður í því er réttur- inn til nánari greiningar ef grunur vaknar um fötl- un, aðgangur að þjálfun, meðferð og annarri að- stoð til að draga úr áhrif- um fotlunar. Bryndís segir að meg- inhlutverk greiningarstöðvarinn- ar sé athugun og greining ásamt ráðgjöf um þjálfun og meðferð. „Greiningarstöðin sinnir ýmsum öðrum verkefnum svo sem rann- sóknum, skráningu og fræðslu. Námskeiðahald hefúr verið stór liður í starfsemi greiningarstöðv- arinnar. Einn liður í því hefur verið árlegt vomámskeið sl. 13 ár. Minni námskeið hafa verið haldin fyrii’ fagfólk og foreldra um afmörkuð svið fotlunar. Með mínu starfi er stefnt að mark- vissri aukningu í fræðslustarfi og útgáfumálum.“ -Hvað er næst á döfínni hjá ykkur í fræðslumálum ? „Greiningarstöðin efnir til fræðsludags fyrir fagfólk á sviði uppeldis og menntunar, sem starfar við greiningu og ráðgjöf vegna ungra fatlara bama, þriðjudaginn 6. október næst- komandi. Yfirskriftin og sjálft viðfangsefnið er Skjót afskipti eða þýðing á „early intervention“ úr ensku. Annars emm við að þreifa fyrir okkur með þýðingu og stundum hefur hugtakið Snemmtæk íhlutun verið notað. Þarna er verið að tala um þegar afskipti eða íhlutun þjálfunarað- ila hefst mjög snemma eða skjótt. A fræðsludeginum ætlum við m.a. að fjalla um með hvaða hætti skjót afskipti geti dregið úr áhrif- um fötlunar, aðferðir til að auka gæði þjálfunar og þjónustu og notkun myndbanda í klínísku starfi. Farið verður í áhrif fötlun- ar bams á líðan foreldra og skoð- aðar leiðir til að meta álag innan fjölskyldna.“ - Hvaða námskeið verða í hoði fyrir foreldra í vetur? „Ég get nefnt að fyrsta nám- skeiðið í röð námskeiða fyrir að- standendur og fagmenntað starfsfólk á sviði upp- eldis og menntunar verður haldið á Grand Hótel dagana 7., 14. og 21. október. Yfirskrift námskeiðsins er Ein- hverfa og skyldar þroskaraskanir og verður m.a. fjallað um ein- kenni og orsakir, faraldsfræði, helstu matsaðferðir og tæki til greiningar, meðferð og þjálfun, álagsþætti og líðan foreldra. Stefnt er að því að halda kynn- ingu á Umsjónarfélagi einhverfra undir lok námskeiðsins.“ - Hvert er markmið nám- skeiðsins? „Markmið námskeiðsins er að efla skilning og þekkingu fag- fólks á þörfum barna með ein- hverfu. Að auka gæði þeirrar þjónustu sem veitt er nú þegar ► Bryndís Halldórsdóttir er fædd 17. nóvember árið 1958 í Reykjavík. Bryndís varð stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1978 og lauk námi í Þroskaþjálfaskóla Is- lands árið 1984. Eftir nokkurt hlé frá námi hóf Bryndís nám við HÍ og lauk BA-námi í heim- speki og bókmenntum árið 1995. Bryndís starfaði við athug- unardeild Kjarvalshúss og síð- ar Greiningar- og ráðgjafar- stöð ríkisins frá 1984 til 1991. Hún leysti af forstöðumann leikfangasafns Greiningar- stöðvarinnar frá 1996 til 1997. Síðla árs 1997 tók hún við starfi fræðslufulltrúa Grein- ingarstöðvarinnar. Bryndís hefur einnig starfað fyrir sam- tökin Barnaheill. Eiginmaður Bryndísar er Hany Hadaya, Iistdansari og grafískur hönnuður, og eiga þau þrjár dætur. og efla færni fagfólks til að byggja upp íhlutun þar sem markviss vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi. Ekki síst er ætlunin að stuðla að betri aðlögun og fæmi barna með einhverfu og draga úr víðtækum áhrifum fötl- unarinnar síðar á ævinni.“ - Hvemig hafa undirtektir for- eldra verið? „Mér þykir ákafleg vænt um að segja frá því að tæpur helm- ingur skráðra þátttakenda eru foreldrar. Þörf og áhugi fyrir fræðslu er því alveg greinilegur." - Hversu miklu máli skiptir líð- an foreldra fyrir líðan og þroska bamanna? „Titill bókar eftir Andrés Ragnarsson „Setjið súrefnis- grímuna fyrst á yður“, segir allt sem segja þarf. Andrés er sálfræðingur og hef- ur sjálfur reynslu af því að eignast fatlað barn. Foreldrar mega ekki hætta að hugsa um sjálfa sig. Ekki hafa svo allir áttað sig á því að einn liður í vellíðaninni er að foreldrar séu vel uppfræddir um hvað amar að börnunum þeirra." - Getur þú nefnt mér dæmi um fleiri námskeið á vegum stofnun- arinnar? „Já, ég get nefnt að við höfum verið með námskeið um óhefð- bundnar tjáskiptaleiðir. Ein hinna óhefðbundnu tjáskiptaleiða er „tákn með tali“ og önnur „Bliss“-táknkerfið, þ.e. mynd- rænt táknkerfi fyrir þá sem geta ekki nýtt sér hefðbundnar leiðir.“ Áhugi og þörf fyrir fræðslu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.