Morgunblaðið - 04.10.1998, Page 12
12 SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FYRIR mörgum árum þegar
ég var í boði utawfldsráðu-
neytisins í ísrael hitti ég þau
Amos og Britu Kaplan á samyrkju-
búinu Morgunstjarnan í Galileu.
Þau voru staðráðin í að búa þar alla
tíð og fannst sú hugsjón sem
kibbutsstefnan byggði á henta þeim
í hvívetna. Nú í sumar heyrði ég aft-
ur frá Amosi. Þá var hann staddur á
íslandi með Steinunni eiginkonu
sinni, syni hennar frá fyrra hjóna-
bandi og yngri dóttur sinnar og
Britu. Hann hafði þá búið í Dan-
mörku í allmörg ár og sér ekki að
hann langi til að flytja aftur heim.
Honum hugnast ekki „amríkaniser-
ingin“ í ísraelsku samfélagi, barátta
veraldarhyggju gyðinga og strang-
trúaðra og hann var ekki dús við það
þegar nýstefnumenn komu til sög-
unnar og vildu bylta ríkjandi kibbut-
sakerfí. Kannski yfírgaf hann
kibbutsahfið kalinn á hjarta. En
honum er ekki síður mikið niðri íyrir
þegar við ræðum stjómmál í ísrael.
Foreldrar Amosar eru frá Rúss-
landi og Póllandi og fluttu bæði til
Palestínu á 3. áratugnum. Þau
höfðu kynnst í Póllandi og settust
að á samyrkjubúi og unnu þar alla
sína tíð. Amos er yngstur þriggja
barna þeirra og vandist samyrkju-
búalífmu frá barnæsku og kunni því
afar vel. Hann fór í herinn í þrjú ár
og tók þátt í Sex daga stríðinu og
barðist í Sinai. Yfírmaður hans þar
var Ariel Sharon.
Sá fyrir mér framtíðina á
kibbutsinum
Að herþjónustu lokinni hélt hann
aftur heim á kibbutsinn og varð eins
konar skipuleggjandi hans. Hann
ferðaðist á hans vegum til Eng-
lands, Bandaríkjanna og víðar en
hóf fast starf við samyrkjubúið
Morgunstjarnan í lok sjötta áratug-
arins. Morgunstjaman var fyrsta
samyrkjubúið í Galileu og var mjög
þekkt. Auk íbúa var þar gistiheimili
og fjölda margir útlendingar unnu
þar um lengri eða skemmri tíma.
Amos var einkum í að skipuleggja
hvers kyns menningarstarf meðal
íbúa samyrkjubúsins. Þar kynntist
hann fyrri konu sinni, Britu sem var
dönsk og kom að vinna þar sem
sjálfboðaliði eins og fleiri.
„Eg hafði alltaf séð framtíð mína
á samyrkjubúinu," segir Amos.“En
svo fóm að verða breytingar sem
ég var ekki sáttur við. Upphaflega
voru kibbutsarnir ekki hugsaðir
sem trúarmiðstöð. Við vorum að
byggja upp nýtt samfélag og þó
trúin í sjálfu sér tengdi okkur sam-
an var hún ekki það sem úrslitum
réði. Það var að græða landið,
rækta og vinna saman á nýjan hátt.
Auðvitað höfðu menn lengi haft
áhyggjur af því hvernig ætti að fást
við trúarleg mál. Ben Gurion var
framsýnn maður og virðist hafa
áttað sig ótrúlega snemma á því að
þarna gætu komið upp vandamál þó
ég efist um að hann hafi gert sér
grein fyrir hversu alvarleg þau
yrðu síðar meir. Þó var snemma
ljóst að yeshiva gyðingar- þ.e.
trúaðir- fengju undanþágu frá
herþjónustu. En framan af var
þetta ekki ýkja fjölmennur hópur
og ég held að flestir hafi virt þessa
ákvörðun."
Færist í vöxt að menn
komi sér undan herþjón-
ustu vegna trúar
„Nú er þetta í rauninni orðið stór-
kostlegt vandamál. Margir segjast
vera trúaðir til að losna við her-
skylduna og misnotkunin færist í
vöxt.
Ehud Barak, leiðtogi Verka-
mannaílokksins nú, vill að það verði
lögleitt að engir séu undanþegnir
herskyldu en ég efast um að það
fáist í gegn. ------------------
Þeir sem telja sig Hverfandi
trúaða - hvort sem þeir mikilvægi
eru trúaðir, strangtrúaðir samyrkjubúa
Valdabarátta trúarhópa færist f vöxt f ísrael
„Aukin hætta á
innanlandsátökum “
HALEITAR hugsjónir hafa nú þurft að víkja fyrir markaðsvæðingu samyrkjubúanna. Myndin er tekin á
Maaleh HaHamish-samyrkjubúinu á fímmta áratugnum.
Amos Kaplan er pólskrússneskur gyðingur og uppalinn á
samyrkjubúi í Israel. Þar stefndi hann að því að eyða ævinni.
Vegna breytinga á viðhorfí og markaðsvæðingar kibbutsanna
ákvað hann að flytja með danskri konu sinni úr landi. Þau
hjónin skildu síðar og hann á nú íslenska konu, Steinunni
Helgadóttur. Þau hjón voru í heimsókn á Islandi fyrir nokkru og
Amos skýrði út afstöðu sína til kibbutsa og pólitíkurinnar í Israel
í samtali við Jóhönnu Kristjónsdóttur.
Ljósmynd/Jóhanna Kristjónsdóttir.
AMOS Kaplan
ÖLL spjót standa nú á Benjamin Nethanyahu, for-
sætisráðherra ísraels.
Innbyrðis barátta gyðinga
gæti reynst rflcinu hættu-
legri en allir Arabar
eða hvað sem þeir kalla____________
sig- segjast heldur ekki
mega vinna, þeir eigi að iðka bæna-
gjörð og þeir lifa á tryggingabót-
um. Þar sem þessum hópum- sem
eru margir, marglitir og sjálfum
sér sundurþykkir hefur þetta orðið
veruleg byrði á ríkinu. Auk þess er
barátta milli þeirra innbyrðis og
þeir virðast fátt eiga sameiginlegt
nema hafa hom í síðu veraldar-
hyggju (seeular) gyðinganna."
„Þegar fylgst er með hversu mikil
heift er milli þessara tráflokka
strangtráaðra sem ýmsir hafa sína
stjómmálaflokka, þá spyr
maður sig hvort sé skelfi-
legra, barátta gyðinga inn-
byrðis eða við Araba. Mér
fínnst ástandið hafa versn-
— að þannig að mér sýnist í
reynd að bijótist ekki út átök við
Araba muni vera stóraukin hætta á
eins konar borgarastyijöld meðal
gyðinga sjálfra því togstreitan um
völd og áhrif er orðin svo miklu
tengdari tráarhópunum en var. Okk-
ur sem teljum okkur secular gyðinga
finnst með ólfldndum hvað orþodokts
(rétttráaðir) gyðingamir hafa fært
sig upp á skaftið hvert sem litið er í
ísraelsku samfélagi nú um stundir.
Þetta hefur beinlínis orðið til þess- af
því leiðtogar landsins hafa ekki tekið
á þessu og Benjamin Netanyahu for-
sætisráðherra er manna ólíklegastur
til að gera það- að secular gyðingar
hafa flutt úr landi. Það hefur enn
orðið til að efla orþodoks gyðingana.
Venjulegt fólk í ísrael vill semja
frið við Araba, það er engin spuming
og þó við höfum kannski verið glám-
skyggn framan af í gleðivímu okkar
eftir stoíhun ríkisins- þá skiljum við
að það er ekki hægt að halda niðri
heilli þjóð - og kannski má segja að
tilurð Israelsríkis hafi verið það sem
sameinaði Palestínuarabana og gerði
þá að þjóð.
Það var ef til vill hægt framan af
að hundsa þá en svo springur allt er
ég hræddur um og það er ekki hægt
að ímynda sér hvaða skelfingar
mundu þá dynja yfir.“
Sýrlendingar eru efnahagslega
sterkari en fyrr
Margir hafa gagnrýnt langa her-
setu ísraela á Suður Líbanon. Hvað
segirðu um það mál?
„Ég er þeirrar skoðunar - og þeir
em fleiri sem líta svo á- að ----
færa Sýrlendingar til að
mynda frá Líbanon væri
brostinn grundvöllur fyrir
hersetu Israela í Suður__________
Líbanon og við færam
þaðan. Golanhæðirnar era langtum
viðkvæmara mál. En ég hallast
samt að því að fengjum við trygg-
ingu fyrir friði með samningum við
Sýrlendinga gætum við látið Golan-
hæðirnar af hendi. Rabin var þeirr-
ar skoðunar og við vitum nú hvað
kom fyrir hann. Það var ekki
arabískur hryðjuverkamaður sem
drap hann heldur strangtráaður
Venjulegt fólk
vill semja frið
við Araba
gyðingur. Ég bjó í nágrenni við þá
ógn þegar ég var að alast upp að
Sýrlendingar gerðu stöðugar árásir
á kibbutsinn sem ég ólst upp í. Ég
tilheyri neðanjarðarbyrgja-
kynslóðinni sem eyddi drjúgum
hluta bernsku minnar í_ felum með-
an sprengjurnar féllu. Ég vildi ekki
óska neinum að þurfa að lifa við
það.
Sýrlendingar virðast þó ekki í
neinu sérstöku skapi til að gera við
okkur friðarsamning um þessar
mundir. Þeir eru efnahagslega
sterkari nú en áður og uppbygging-
in í Líbanon hefm' gengið mun
greiðar fyrir sig en menn ætluðu.
Því er heldur ekki að leyna að van-
trú ísraeia á Assad Sýrlandsforseta
er mjög eindregin. En eitthvað
hafði Rabin þó þreifað fyrir sér þar
sem hann lýsti því yfir ékki löngu
áður en hann var myrtur að hann
væri tilbúinn að ræða við Sýrlend-
inga um að afhenda Golanhæðimar.
En til þess að eitthvað verði úr því
þarf öðruvísi leiðtoga en við höfum
nú. Ég get hvorki láð Assad né öðr-
um það þó þeir séu ekki fúsir að taia
við Netanyahu.
Margir Israelar mundu geta
hugsað sér þannig fyi’irkomulag að
enginn her yrði í Golanhæðum og
gæslumenn Sameinuðu þjóðanna
sæju um svæðið. En áður þarf að
semja og það er ekki í sjónmáli eins
og við vitum.“
Netanyahu vinnur náið
með Sharon
„Netanyahu er að mínu mati
tækifærissinni", segir hann. „Hann
vill völd og áhrif því hann er
metorðagjarn maður og hann vill fá
allt fyrir ekkert. En margir þeirra
sem studdu hann eru nú farnir að
efast um að þeir hafi gert rétt í að
styðja hann- og mér skilst að það
eigi við um hans nánustu samstarfs-
menn líka. Hann vinnur náið með
Sharon, sem er óskaplegur
öfgamaður í pólitík og gagnvart
Palestínumönnum og almennt
Aröbum. Það er hættulegt hvað
hann hefur mikið samráð við Shar-
on. En hann áttar sig einnig á þeirri
hættu sem er því samfara að fallast
á kröfur Arafats því þá munu tráar-
legu flokkarnir sem styðja hann ýta
honum út snarlega. Því er ekki
nokkur vafi á að hann veit í rauninni
ekki í hvorn fótinn hann á að stíga.
Og þar sem hann er ekki maður
hugsjóna, heldur hentistefnu virðist
þetta stefna í óefni.“
Aðspurður um Ehud Barak,
ypptir hann öxlum. Segir að hann sé
ugglaust skynsamur maður en hann
sé ekki nógu snjall sem pólitíkur.
„Hann er ekki sá þungavigtarmaður
sem við þurfum á að halda og Net-
anyahu nýtir sér það út í æsar.“
Var mótfallinn einkavæðingu
kibbutsanna
Eins og fram kom fyrr í greininni
bjó Amos Kaplan lengi á samyrkju-
búum en hvað olli því að hann ákvað
að fara um þær mundir sem hann
átti að taka við forstöðustarfi á
Morgunstjörnunni?
Hann segir að þær skipulags-
breytingar sem síðan hafi verið
gerðar og miði að því að einkavæða
kibbutsana falli sér ekki í geð. Alls
konar aðrar breytingar á rekstri
þeirra gangi þvert á hugmyndir
frumherjanna. Ekki svo að skilja að
hann sé í grundvallaratriðum á móti
breytingum - kibbutsar verði að
fylgja tímanum. En með þessari
einkavæðingu hafi vegur þeirra
snarminnkað. Þýðing þeirra í ísra-
elsku samfélagi hafi þar af leiðandi
orðið hverfandi og sú hugsjón sem
kibbutsamir byggðu á, samvinna, er
farin fyrir lítið. Þó sé nú að vaxa upp
kynslóð sem vilji varðveita þessa
arfleifð og telji hana holla
og þroskandi. „Því gæti
svo farið að í framtíðinni
verði tvær tegundir af
^____ samyrkjubúum og það er
nú verið að ræða þetta af
alvöru. Ég vona að úr því verði.
Samyrkjubúalífið má vafalítið gagn-
rýna en mér finnst og fannst að
þessi hugmynd sem þau byggja á-
þar sem menn taka ábyrgð á sjálfum
sér og öðrum- vera ákveðin tegund
af mannrækt sem færi til spillis.
Mér hefur raunar fundist að okk-
ur veitti ekki af að halda í það sem
ræktar manninn."