Morgunblaðið - 04.10.1998, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998 1 5
vera íslendingur. Yfirleitt þarf ég
að skýra það nánar og segja sögu
mína, að ég sé fæddur á Kúbu og
svo framvegis. En ég er Islending-
ur og er stoltur af því. Islendingar
eru yndislegt fólk. Arin tvö á ís-
landi voru mér mikils virði, enda
fannst mér eins og ég væri elskað-
ur og dáður af flestum."
Er mikill munur á því að leika í
Þýskalandi en á Islandi?
„Það er tvennt ólíkt. A Islandi
er ekki spilaður góður handbolti. I
Þýskalandi er sterkasta deild
heims og því mun meira krefjandi.
I Þýskalandi eru allir bestu hand-
knattleiksmenn heims. Eg er
ánægður hjá Eisenach og þjálfar-
inn Reiner Osmann er góður. Eg
veit ekki hvað framtíðin ber í
skauti sér, en núna er ég sáttur og
legg mig fram um að leika vel. Ef
ég geri það á ég meiri möguleika á
að leika áfram í Þýskalandi, þó ég
verðþekki endilega hjá sama félag-
inu. Eg tel mig eiga nokkur ár eft-
ir, jafnvel fjögur til fimm ár til við-
bótar.“
Lifír fyrir daginn í dag
Hvað hyggstu gera eftir að
handboltaferli þínum er lokið?
„Eg veit það ekki. Eg segi eins
og fólk í Ameríku, ég lifi fyrir einn
dag í einu og hugsa ekki of mikið
um morgundaginn. Það er erfitt
fyrir mig að spá í framtíðina."
Hvernig gengur að læra þýsk-
una?
„Það gengur ekki nægilega vel.
Það eru margir Kúbumenn sem
búa í sama bæ og ég í Þýskalandi
og ég hef mikið samband við þá og
við tölum saman á spænsku. Þegar
ég er á æfingum tala ég smávegis í
þýsku og síðan ensku við leik-
mennina og þjálfarann. Við tölum
svokallað „handboltamál“ sem allir
handboltamenn skilja. Þannig að
það reynir h'tið á þýskukunnáttu
mína.“
Nú ert þú íslenskur ríkisborg-
ari. Hefur þú hug á að koma til Is-
lands og setjast að eftir handbolta-
feriiinn?
„Það gæti alveg eins verið. Starf
mitt er að leika handbolta og ef
einhver býður mér að koma til ís-
lands og þjálfa eða eitthvað annað
þá er ég til viðræðna um það. Eg
var í námi við íþróttaháskóla á
Kúbu í sex ár og veit því vel út á
hvað íþróttir ganga. Þegar ég bjó í
Argentínu í níu mánuði þjálfaði ég
handboltalið þar. Ég get vel hugs-
að mér að gerast handboltaþjálf-
ari.“
Sendir peninga til Kúbu
Hefur þú frétt af fjölskyldu
þinni á Kúbu?
„Já, ég er í góðu sambandi við
fjölskyldu mína. Móðir mín var hjá
mér í þrjá mánuði í Þýskalandi síð-
astliðið sumar og líkaði vel. Ég
hringi í fjölskylduna þrisvar í mán-
uði og sendi þangað peninga, ef
þörf krefur. Konan mín, Tamara
Mola, fór til Kúbu í heimsókn í
sumar en ég má ekki fara þangað
af skiljanlegum ástæðum.
Vill vera númer eitt
Talið beinist að íslenska lands-
liðinu. Hann segist vera ánægður
að geta lagt sitt að mörkum í
landsliðinu. „Það er mjög gaman
að leika fyrir ísland og það gefur
mér mikið. Ég er þó ekki alveg
sáttur við það hve lítið ég fæ að
spreyta mig með liðinu. Ég er van-
ur að spila heilan leik með
Eisenach, bæði í vörn og sókn. Þar
á ég fast sæti í byrjunarliðinu.
Með landsliðinu hef ég verið að
spila sem skytta númer tvö, á eftir
Patreki. Það er ekki nema hann
bregðist að ég fái tækifærið. Ég er
auðvitað mjög ánægður ef Patrek-
ur stendur sig vel því þá er lands-
liðið að leika vel. Ég vil auðvitað
vera númer eitt og það er oft erfitt
að bíða á bekknum eftir að fá að
fara inná. Ég legg áherslu á að
leika fyrir liðsheildina; reyna að
opna fyrir hornamanninn og senda
á línuna auk þess að skjóta sjálf-
ur.“
Er Þorbjörn Jensson góður
þjálfari?
„Já, hann er mjög fær í sínu fagi
og ég hef ekkert út á hann að
setja. Hann er með allt á hreinu
varðandi leikinn. Þegar illa gengur
berst gagnrýnin oft að þjálfaran-
um og það tel ég ekki vera sann-
gjarnt. Það eru leikmennirnir
sjálfir sem bregðast og fara ekki
eftir því sem hann leggur upp með.
I liðinu eru sex til sjö atvinnumenn
sem leika í bestu deild heims og
þeir eiga að hafa næga reynslu og
kunnáttu sem til þarf. Ef liðið leik-
ur illa ei-u það leikmennirnir sem
leggja sig ekki nægilega fram.“
Er íslenska landsliðið betra
núna en fyrir nokkrum árum?
„Landsliðið hefur verið sterkt
undanfarin ár vegna þess að í því
eru mjög góðir leikmenn. Stundum
finnst mér þó að leikmenn geti spil-
að meira „með hjartanu“ - lagt sig
meira fram. Liðið hefur ekki sýnt
hvað í því býr eftir HM í
Kúmamoto. Við erum með lið sem
á að komast á HM í Egyptalandi á
næsta ári og þangað ætlum við
okkur.“
Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson
ROBERT Julian Duranona skorar mark í leik gegn Dönum í Laugardalshöllinni.
Verid velkomin I heimsókn í dag og kynnist
^—\ heimi vísindanna I návígi
\ í dag verður opið hús á Keldum, í tilefni 50 ára afmælis stofnunarinnar.
.' 1 \ Á Keldum fara fram rannsóknir í meina-, sameindaerfða-, veiru-,
bakteríu-, sníkjudýra- og ónæmisfræði. Þarfara einnig fram greiningar
___— ' og eftirlit með sjúkdómum í dýrum, bóluefnis- og sermisframleiðsla.
Á Keldum verður meðal annars hægt að sjá:
• Rannsóknaaðstöðu og tæki
• Líffærasýni úr heiibrigðum og sjúkum dýrum
• Helstu sníkjudýr sem hrjá menn og dýr
• Starfsemi bóiuefnadeildar
• Lifandi alifiska
• Hross og smádýr
Erindi, 10-15 mín. verða flutt á bókasafninu
kl. 14:00 Smitandi hitasótt í hrossum - Eggert Gunnarsson
kl. 14:30 Kynbætur til varnar riðu - Stefanía Þorgeirsdóttir
kl. 15:00 Sundmannakláði á íslandi - Karl Skírnisson
kl. 15:30 Nýrnaveikismit í villtum silungi - Halla Jónsdóttir
kl. 16:00 Garnaveiki á íslandi - Sigurður Sigurðarsson
kl. 16:30 Rannsóknir á visnu/mæði - Guðmundur Georgsson
Keldur
Tilraunastöð Háskóla íslands
í meinafræði að Keldum
http://www.hi.is/pub/keldur/
:ARVOGUR