Morgunblaðið - 04.10.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.10.1998, Qupperneq 16
16 SUNNIJDAGUR 4. OKTÓBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞORSTEINN Gunnarsson og Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir í hlutverkum sínum. Ofanljós á Litla sviðinu ÆFINGAR standa nú yfír hjá Leikfélagi Reykjavíkur á leikritinu Ofanljós (Skylight) eftir enska leik- ritaskáldið David Hare, í þýðingu Árna Ibsens. Leikritið verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleik- hússins fostudaginn 9. október. Söguþráðurinn greinir frá ástar- sambandi miðaldra manns og ungr- ar konu sem beðið hefur skipbrot, en lifnar við á ný, þegar maðurinn leitar stúlkuna uppi í öi-væntingu og þunglyndi, eftir dauða konu sinnar. David Hare (f. 1947) er eitt fremsta núlifandi leikritaskáld Bretlands og eru verk hans færð upp um allan heim. Fyrsta verk hans Slag var frumsýnt 1970 og ári seinna var hann ráðinn sem leik- skáld til Þjóðleikhússins í Lundún- um og hefur starfað þar alla tíð síð- an. Frá árinu 1978 hefur breska Þjóðleikhúsið sett á svið ellefu leik- rit Davids Hare. Fyrsta kvikmynd Davids, Wetherby, sem hann leik- stýrði einnig, vann Gullbjöminn á kvikmyndahátíð Berlínar árið 1985. Leikendur í Ofanljósi em Friðrik Friðriksson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir og Þorsteinn Gunnars- son. Hljóð annast Ólafui- Öm Thor- oddsen, lýsingu Ögmundur Þór Jó- hannesson, leikmynd og búninga Stígur Steinþórsson og leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir. „Borgin hló“ í nýju Ljóðasafni Helgafells UM ÞESSAR mundir em fjöratíu ár frá því að fyrsta ljóðabók Matthíasar Johann- essens, Borgin hlój kom út. I tilefni af rithöfund- arafmæli hans gefur Vaka- Helgafell bókina út í nýrri út- gáfu en for- lagið hefur tryggt sér útgáfurétt á nýjum og eldri verkum Matthíasar. Borgin hló er fyrsta bókin í nýju Ljóðasafni Helgafells sem hleypt er af stokkunum á 55 ára afmæli bókaforlagsins Helgafells en þar verða gefnar út merkar nýjar og eldri ljóða- bækur íslenskra og erlendra skálda, segir í fréttatilkynn- ingu frá forlaginu. I fréttatilkynningunni segir, að með þessari endurútgáfu á Borgin hló megi segja að Matthías Johannessen sé aftur kominn „heim“. Helgafell gaf út fyrstu bækur hans en síðar komu bækur hans út hjá Al- menna bókafélaginu og fleiri forlögum. Þá annast Vaka- Helgafell sölu á útgáfurétti á bókum hans til erlendra útgef- enda. Matthías er nú að leggja lokahönd á nýtt smásagnasafn sem væntanlegt er á markað í haust. Matthías Johannessen MVND E.FTIR AGUST GUÐMUNDSSON ? Það er boðið tii brúðkaups og á örsmárri eyju í ógnþrungnu Atiantshafinu á að dansa i þrjá daga, nema ske kynni að: Brúðurin sé ekki búin að gera upp hug sinn, breski togarinn Goodwoman strandi og sumir deyi en aðrir ekki, kierkarnir ærist og heimti jarðarför í brúð kaupinu, ástin og djöfullinn kyndi undir stór- bruna í hjörtum gestanna, brúðinni verði rænt.. Sannast þá hið fornkveðna að enginn dansar ófuilur nema snarvitlaus sé. (Nemo saltat sobrius nisi valde insanit.) www.mbl.is/fasteignir Hafnarfjarðarleikhúsið Nýtt íslenskt leikrit í mótun ÆFINGAR eru hafnar í Hafn- arfjarðarleikhúsinu á nýju ís- lensku leikriti, Vírus, og er fyr- irhugað að frumsýna í nóvem- ber. Höfundar eru þeir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigur- geirsson og Þorgeir Tryggva- son. Þetta er samvinnuverkefni Stoppleikliópsins og Hermóðs og Háðvarar. Lausnin á 2000 vandanum margumrædda fundin Sögusviðið er íslenska hug- búnaðarfyrirtækið Hugdirfska, þar sem fundin hefur verið lausn á 2000 vandanum marg- umrædda. Starfsfólk Hug- dirfsku og venslafólk þess eru aðalsögulietjur verksins, mikið liggur við þegar búið er að gera jafnstórkostlega uppgötv- un. Hugdirfskufólk er venjulegt íslenskt fólk, sem fyrir elju sína og dugnað hefur nú næstum uppskorið milljarða á milljarða ofan, heimsfrægð og alveg hreint ágæta ímynd. En hvern- ig tekst þeim að höndla þessa óvæntu upphefð, alla þessa pen- inga og nýju ímyndina? Leikstjóri er Gunnar Helga- son. Leikmynd hannar Magnús Sigurðsson, María Olafsdóttir búninga, Ásta Hafþórsdóttir sér um gervi og lýsingu vinnur Þorkell SAMLESTUR á leikritinu Vírus í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Kjartan Þórisson. Leikendur eru Björk Jakobsdóttir, Dofri Hermannsson, Eggert Kaaber, Erla Ruth Harðardóttir, Hinrik Ólafsson, Jón St. Kristjánsson og Katrín Þorkelsdóttir. EYRARRÓS (21), EINLÆGNI MYNDLIST Stöðlakot VATNSLITIR NIKULÁS SIGFÚSSON Opið alla daga frá 14-18. Til 11. október. Aðgangur ókeypis. MARGUR leitar sér hugar- Nýbýlavegi 30, (Dalbrekkumegin), sími 554 6300. www.mira.is hægðar frá önn dagsins með því að munda pentskúfinn, en fáir sem gera það af viðlíka einlægni og læknadoktorinn Nikulás Sigfússon. Hann er sem kunnugt er forstöðu- maður Rannsóknarstöðvar Hjarta- vemdar, sem er nákvæmis- og ábyrgðarstarf sem hlýtur að rífa í taugakerfið. Slíkir leita helst að ró- legu tómstundastarfi, til afslöppun- ar og hlaða upp orkustöðvamar. En áhugi Nikulásar á myndlist er þó engin tímabundin dægra- stytting, því hann hefur lagt stund á vatnslitamálun frá unga aldri, einkum síðustu tuttugu árin. Þá er hann tíður gestur á myndlistarsýn- ingum á tímum er fastagestum hef- ur fækkað ískyggilega og aðsókn orðin til muna tilviljunarkenndari en fyrram. Eins og að líkum lætur, er það landslag og náttúmstemmur sem öðra fremur taka hug Nikulásar, og myndefnin tengjast sennilega fremur ferðalögum hans um landið, en að hann leiti þau sérstaklega uppi. Ekki er um að ræða að liggja yfir þessum viðfangsefnum og velta fýrir sér lögmálum myndflat- arins, öllu fremur bera myndirnar svip af tækifærisrissum sem var- færnislega er unnið að, frístundir lækna stopular. Nikulás er sjálfskólaður, sem kemur eðlilega fram í myndunum en í mismiklum mæli og eitt er áberandi sem er að hann er mun ákveðnari í myndum afmarkaðra myndefna en þar sem sér vítt yfir. Hér er hann mun nær atvinnumál- aranum um hnitmiðaða myndbygg- ingu og yfirvegað litaval. Vil ég einkum nefna til áréttingar mynd- irnar, Villigróður, (4), Sólsetur við Húnaflóa, (8), Fjörugrjót I, (12), og Eyrarrós, (21). Allar eru þær ein- faldar að gerð, myndefnið miðlægt og þó skynjar maður mun meiri átök við viðgangsefnið og litrænn stígandinn samfelldari. Bragi Ásgeirsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.