Morgunblaðið - 04.10.1998, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998 17
LISTIR
Púki kennir
börnum tölur
FYRIRTÆKIÐ Virago sf. hefur
tekið að sér útgáfu á bókum
Bergljótar Arnalds, en fyrirtækið
hefur áður gefið út margmiðlunar-
diskinn Stafakarlarnir eftir sama
höfund. Þetta er í fyrsta sinn sem
fyrirtækið ræðst í bókaútgáfu en
stefna þess er að stuðla að útgáfu
á barnaefni sem sameinar fróðleik
og skemmtun á listrænan og frum-
legan hátt, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Bergljót Arnalds hefur skrifað
tvær barnabækur, Stafakarlana
sem kennir börnum stafina og
Tótu og tímann sem kennir börn-
um á klukku. Þriðja bók Bergljót-
ar heitir Talnapúkinn, en sú bók er
væntanleg í lok október og er ætl-
uð til að kenna bömum tölur og
talnagildi.
I kynningu segir: „Talnapúkinn
er lítil, skemmtileg vera sem býr í
helli í miðju jarðar. Frá hellinum
liggja mörg göng, ein að hverju
landi. Talnapúkinn veit ekkert
skemmtilegra en að telja en þar
sem hann getur ekki talið nema
upp að tíu þá málar hann aðra tána
á sér svarta svo hún sjáist ekki.“
Bókin Stafakarlarnir hefur verið
uppseld síðustu mánuði en nú er
verið að prenta hana í þriðja sinn
og mun Japis dreifa henni í versl-
Bergljót Arnalds
anir í byrjun október. í nóvember í
fyrra gaf Virago sf. út margmiðl-
unardiskinn Stafakarlarnir fyrir
bæði PC- og Macintoshtölvur.
Stafakarlarnir á margmiðlunar-
formi var eitt af fimm söluhæstu
forritunum 1997, segir í tilkynn-
ingu frá útgefanda.
Japis dreifii- vörum fyrir Virago
sf.
BANDAMENN: Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Þórunn Magnea Magn-
úsdóttir, Felix Bergsson, Jakob Þór Einarsson og Stefán Sturla Sigur-
jónsson.
Listaklúbbur Leikhúskjallarans
Lesið upp úr
Rafmagnsmanninum
VETRARDAGSKRÁ Listaklúbbs-
ins hefst kl. 20.30 á morgun, mánu-
dag, með lestri Bandamanna upp
Höggmynda-
sýning
í Ráðhúsinu
NÚ stendur yfir sýning Ger-
hards Könij á höggmyndum í
Ráðhúsi Reykjavíkur. Yfir-
skrift sýningarinnar er „I
merki fisksins".
Gerhard vinnur aðallega
með rekavið frá ströndum Is-
lands, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Sýningin er opin á þeim
tíma sem Ráðhúsið er opið og
lýkur 18. október.
úr bréfasögunni Rafmagnsmannin-
um eftir Svein Einarsson. Undirtit-
illinn er: Nú birtir í býlunum lágu,
og er bókin væntanleg hjá Orms-
tungu nú í haust. Flytjendur era
Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Þói’-
unn Magnea Magnúsdóttir, Felix
Bergsson, Jakob Þór Einarsson og
Stefán Sturla Sigui’jónsson. Flutn-
ingum stjórnar höfundurinn sjálf-
ur.
Sagan gerist á fyrstu áratugum
aldarinnai'. Hún segir frá ungum
bóndasyni í Skaftafellssýslu sem
vill læra til rafmagns. Hann kemst
utan og verður rafmagnsverkfræð-
ingur í Berlín. Höfundurinn rekur
feril bóndasonarins í gegnum bréf
milli hans og foreldi’anna, sem
fórna kotinu til að kosta námið;
bernskuvina, sem hljóta margvís-
leg örlög og vina sem hann eignast
í Þýskalandi.
D.L. Coburn
"...bráðskemmtilegt, tragikómík af bestu gerð".
S.A.B. Mbl.
"...áminning um hvað leikhús er" 6.5. Dagur
"Guðrún Ásmundsdóttir náði svo fullkomlequ valdi
á persónunni að hún sendi hroll niður bakiö á
manni"S.A DV.
"Stjarna sýningarinnar er Erlinaur Gíslason sem átti
sannkallaöan stórleik í hlutverki Wellers" 6.S.
Dagur.
lengi fyrir
Eq á von á því að sýningin muni
fulíu húsi og fyrir mína parta mæh ég með henni"
S.A.B. Mbl.
Uppselt var á ailar sýningar í soptomberi
Fimmtudaginn 8.október kl.20.30 UPPSELT
Föstudaginn 9. október kl.20.30 UPPSELT
Aukasýning sunnudaginn 1 l.október kl.20.30 örfá sæti laus
Laugardaginn 17.október kl.20.30 UPPSELT
Fimmtudaginn 22.október kl.20.30 í sölu núna
Laugardaginn 24.október kl.20.30 UPPSELT
Laugardaginn 31.október kl.20.30 ísölununa
Aukasýning sunnudaginn 1. nóvember kl.20.30 örfá saeti faus
Ósóttar pantanir seldar daglega. \
Mi&»sali ' ---------------- ‘
n alla dagafrá kl. 12.00 -20.00
r’iíu !& /£( ** m