Morgunblaðið - 04.10.1998, Page 18

Morgunblaðið - 04.10.1998, Page 18
18 SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ -I Anna Guðný Guðmundsdóttir og Sigurður I. Snorrason f Listasafni Kópavogs Hj ónaspil „ÞAÐ ERU allavega tvö börn síð- an við héldum síðast heila tónleika saman,“ segir Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari við bónda sinn, Sigurð Ingva Snorra- son klarínettuleikara, þar sem þau sitja andspænis blaðamanni á öðru heimili sínu, Tónlistarskólanum í Reykjavík. „Það þýðir níu ár, að minnsta kosti.“ Sigurður hleypir brúnum: „Er það virkilega?" Tón- leikamir verða haldnir í Listasafni Kópavogs-Gerðarsafni annað kvöld, mánudag, og hefjast kl. 20.30. „Þetta var orðið tímabært,“ seg- ir Sigurður, þegar hann er spurður hvers vegna þau hjónin hafi látið slag standa núna. Rótin er sú að á liðnu ári fékk hann sex mánaða starfslaun og fór fyrir bragðið að grúska af krafti í klarínettubók- menntunum. „Þetta var kjörið tækifæri til að sinna einleiknum af meiri krafti. Eg byrjaði á því að spila einleik með Sinfóníunni seint á síðasta ári. Síðan hringdi Jónas Ingimundarson, sem skipuleggur tónleika Gerðubergs, í okkur Ónnu Guðnýju og bauð okkur að spila þar. Það var því ekki eftir neinu að bíða.“ Sigurður hefur um árabil starf- að í Sinfóníuhljómsveit Islands og kennt við Tónlistarskólann í Reykjavík. Kveðst hann endur- nærður eftir glímuna við einleiks- verkin - það sé hollt og gott að næra sig með þessum hætti annað veifið. „Vinnan með Sinfóníunni er bæði mikil og krefjandi, auk þess sem maður sinnir öðrum störfum þar fyrir utan. Það er því tilvalið að brjóta upp hversdagsleikann með þessum hætti. Þá er það líka meira krefjandi að æfa fyrir tón- leika sem þessa en kammertón- leika, auk þess sem einleiksverkin kalla á allt aðra tækni. Maður spil- ar aUt öðruvísi með píanói en með sinfóníuhljómsveit eða í kammer- sveit.“ Efnisskrá tónleikanna er tví- þætt; annars vegar klassísk verk úr klarínettubókmenntunum, Fantasiestiicke op. 73 eftir Schu- mann, Sónata eftir Poulenc og Sónata í f moll op. 120 nr. 1 eftir Brahms, og hins vegar íslensk verk, Rek eftir Þorkel Sigur- bjömsson og Novelette eftir Atla Heimi Sveinsson en bæði eiga þessi tónskáld sextugsafmæli á ár- inu. Igegnum nemendur Sigurður og Anna Guðný hafa ekki í annan tíma spilað erlendu verkin á opinberum tónleikum en Sigurður flutti Sehumann í keppni í Munchen fyrir margt löngu. Því fer þó fjarri að verkin séu þeim framandi. Þannig er nefnilega mál með vexti að Anna Guðný er með- leikari við Tónlistarskólann í Reykjavík og spilar mikið með nemendum Sigurðar, meðal ann- ars þessi verk. „Það má því segja að við höfum unnið mikið saman í þessum stykkjum í gegnum nem- endurna. Þau hafa gerjast lengi í okkur,“ segir Anna Guðný. Ein af ástæðunum fyrir því að hjónin hafa ekki leikið verk þess- ara nieistara opinberlega áður er sú að Sigurður hefur löngum lagt meiri áherslu á flutning nútíma- verka - látið aðra um klassíkina. Það þýðir að hann gjörþekkir verk „afmælisbarnanna“, einkum Novelettu Atla Heimis. Vensl íslenskra tónlistarmanna liggja vissulega víða. Það er eigi að síður sjaldgæft að hjón leiki saman á tónleikum - tvö ein. En skyldu æfingar hafa farið fram í eldhús- inu? Ekki aldeilis! „Það er ekkert auðveldara að skipuleggja æfing- ar, þótt maður búi saman, enda er að mörgu leyti erfiðara að vinna heima, þar eru börn, þar er sími,“ segir Sigurður. Hann tekur aftur á móti heilshugar undir þegar Anna Guðný lýsir viðbrögðum þeirra eft- ir hveija einustu æfingu: „Mikið rosalega var þetta gaman!“ „Við ættum að gera meira að þessu,“ Ijúka þau líka sundur ein- um munni. Og Sigurður heldur áfram. „Vinur okkar Osmo Vánská, fyrrverandi aðalhljóm- sveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Islands, er alltaf að hvetja okkur til að spila oftar saman og ef tO vill Morgunblaðið/Ásdís HJÓNIN Sigurður Ingvi og Anna Guðný vona að tónleikarnir annað kvöld marki nýtt upphaf á samstarfi þeirra. „Þetta er svo rosalega gaman!“ markar þetta nýtt upphaf á sam- starfi okkar.“ „Það vona ég svo sannarlega," segir Anna Guðný. „Af nógu er að taka!“ Það verður að minnsta kosti ekki langt að bíða næstu tónleika hjónanna, því iyrri part næsta árs áætla þau aðra tónleika, þar sem meðal annars verður flutt verk sem Askell Másson er að skrifa sérstaklega með þau í huga. Anna Guðný og Sigurður hlakka mikið til að spila í Gerðarsafni. I Kópavogi sé tónlistin leidd til önd- vegis og það sé mikið tilhlökkunar- efni að vígja eigi nýtt tónlistarhús þar snemma á nýju ári. „Kópa- vogsbúar eiga svo sannarlega skil- ið að fá rós í hnappagatið!" Einar Áskell aft- ur í Mögu- leikhúsið MÖGULEIKHÚSIÐ er nú að hefja að nýju sýningar á Ein- ari Áskel, og verður fyrsta sýning í dag, sunnudag, kl. 14. Leikritið var frumsýnt 1. febr- úr sl. Sýningin heitir Góðan dag, Einar Askell og er byggð á þremur bókum um Einar Áskel, eftir sænska rithöfund- inn Bergström, þ.e. Flýttu þér, Einar Áskell, Svei-attan, Einar Áskell og Góða nótt, Einar Áskell. Leikgerðin er eftir Pétur Eggerz, sem jafnframt er leik- stjóri og er unnin í samráði við höfundinn. Höfundur leik- myndar er Bjami Ingvarsson og Katrín Þorvaldsdóttir sá um búninga og brúðugerð. Þórarinn Hjartarson þýddi söngtextana en að öðru leyti er leikgerðin byggð á þýðing- um Signínar Árnadóttur á bókunum um Einar Áskel. Leikarar eru Skúli Gautason og Pétur Eggerz. Sýning á skálum í Galleríi Fold NÚ stendur yfir sýning Guð- bjargar Káradóttur á skálum í sýningarrými Kringlunnar og Gallerís Foldar í Kringlunni gegnt Hagkaup. Guðbjörg Káradóttir er fædd áríð 1968 og stundaði nám við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1990-94, en fór að auki í námsferð Ceramic Studio Késckemet í Ungverjalandi og The School of the Árt Institute of Chicago í Bandaríkjunum. Sýningin er opin á af- greiðslutíma verslana í Kringlunni. O P I Ð Laugardag kl.10,00 - 16,00 Sunnudag kl. 13,00 - 17,00 Sýnum all I J2&-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.