Morgunblaðið - 04.10.1998, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998 19
Rúmenskir dansar, litlar
myndir og mikið fjör
ELÍSABET Waage hörpuleikari
og Peter Verduyn Lunel,
flautuleikari frá Hollandi, leika
verk eftir Bach, Bela Bartók, Yun,
Bax og fleiri á hörpu- og flaututón-
leikum í Norræna húsinu í dag,
sunnudag kl. 17. Tónleikamir eru
aðrir í röð tíu kammertónleika sem
haldnir verða í Norræna húsinu á
næstu mánuðum en frá Reykjavík
verður haldið í tónleikaferð til
þriggja borga á Norðurlöndunum
og endað í Amsterdam.
„Þetta er mjög fjölbreytt og
skemmtileg efnisskrá. Við byrjum
á sónötu eftir Bach, svo spila ég
rúmenska þjóðdansa eftir Bartók
og síðasta verk fyrir hlé er afar
spennandi verk eftir kóreska tón-
skáldið Isang Yun. Eftir hlé spilum
við fyrst sónötu eftir enska tón-
skáldið Bax, sem er mjög bresk
tónlist ef ég má orða það svo, fal-
legar melódíur og mikil flækja eins
og stundum vill verða í enskum
verkum. Þá er serenaða eftir
Percichetti, stuttir þættir eins og
litlar myndir, þar sem flautan og
harpan blandast á sérstæðan hátt,
og svo endum við á frönsku verki,
Alla Rustica eftir Jolivet. Það er
hálfgerður bændadans, ósköp ein-
föld laglína og gífurlega mikið
fjör,“ segir Elísabet, sem kveðst
hlakka mikið til að koma heim og
spila.
Frá Reykjavík til Amsterdam
með viðkomu í Skandinaviu
Sem fyrr sagði eru tónleikamir
aðrir í röð tíu kammertónleika sem
haldnir verða í Norræna húsinu á
næstunni en héðan er svo fór
þeirra Elísabetar og Peter Verdu-
yn Lunel heitið til Öslóar, þar sem
þau halda tónleika í Munchsafninu,
þá í Klettakirkjunni í Helsinki og
Sívala turninum I Kaupmannahöfn,
og enda á tónleikum í Konzertver-
bau í Amsterdam. Allir munu hinir
tónleikamir einnig fara þennan
sama hring.
Elísabet, sem er búsett í
Hollandi en er þó með annan fótinn
hér á landi, lagði stund á nám í pí-
anó- og hörpuleik í Tónlistarskól-
anum í Reykjavík og hélt árið 1982
til framhaldsnáms í Konunglega
tónlistarháskólanum í Haag í
PETER Verduyn Lunel flautuieikari og Elisabet Waage hörpuleikari
halda tónleika í Norræna húsinu í dag, sunnudag.
Hollandi. Hún tekur reglulega þátt
í flutningi kammertónlistar og
kemur einnig fram sem einleikari.
Hún hefur einnig leikið reglulega
með Sinfóníuhljómsveit Islands.
Auk þess sem Elísabet hefur kom-
ið fram hér á landi og í Hollandi
hefur hún spilað á tónleikum á öðr-
um Norðurlöndum, Þýskalandi,
Frakklandi og Wales.
Peter Verduyn Lunel lagði
stund á nám í flautuleik í Tónlistar-
háskólanum í Utrecht í Hollandi.
Hann starfaði í allmörg ár sem ein-
leikari hjá Kammerhljómsveitinni í
Heidelberg, Brabant-hljómsveit-
inni, Residentie-hljómsveitinni og
Fílharmóníuhljómsveitinni í Rott-
erdam. Nú starfar hann sem ein-
leikari hjá Balletthljómsveit
Hollands, auk þess sem hann legg-
ur stund á kammertónlist og kem-
ur reglulega fram sem einleikari.
Hann hefur ferðast til fjölmargra
landa Evrópu og til Bandaríkjanna
í því skyni.
Afmælissýning
AFMÆLISSÝNING hefur ver-
ið opnuð í Listasafni Kópavogs,
Gerðarsafni, í tilefni af því að
um þessar mundir eru liðin tíu
ár frá því að Myndlistarskóli
Kópavogs hóf starfsemi sína.
Sýningin er opin alla daga nema
mánudaga kl. 12-18 og stendur
fram til 25. október nk.
A sýningunni eru verk nem-
enda frá síðustu vorönn og er
yngsti málarinn fimm ára gam-
all en hinir elstu á áttræðisaldri.
Við opnun sýningarinnar mun
formaður bæjarráðs í Kópavogi,
Gunnar Birgisson, formlega
taka í notkun heimasíðu Mynd-
listarskólans, en slóð hennar er
http/www.mmedia.is/myndlist.
I fréttatilkynningu frá Mynd-
listarskóla Kópavogs segir að
skólinn, sem er sjálfseignar-
stofnun, hafi notið mjög góðs
samstarfs við bæjaryfirvöld í
Kópavogi og þar með hafi verið
staðfest að þjónusta á þessu
sviði sé nauðsynleg í stóru og
vaxandi bæjarfélagi sem vilji
hag íbúanna sem bestan á öllum
sviðum.
Síminn okkar: 56 20 400 - 4. hæð
Sérfræðingar í
sérferðum með öryggi
og stíl hjá
I „Nýju Eddu“
Félagsdeildin okkar, sem býður þér þjónustu
fagfólks til bestu lausnar á ferð þinni á bestu kjörum,
byggðum á sérsamningum okkar við flugfélög og
hótel um allan heim, fyrir hópa og einstaklinga -
hvert sem tilefnið er:
Brúðkaup, afmæli, fundir, ráðstefnur,
hvataferðir, árshátíðir, söng- og tónlistarferðir,
fagferðir starfshópa.
Nú þegar höfum við skipulagt feröir fjölda slíkra
hópa á næsta ári til Evrópulanda, Ameríku,
Austurlanda, Ástralíu og allt í kringum hnöttinn.
Allur heimurinn er vettvangur Heimsklúbbsins.
• Getum við aðstoðað klúbbinn þinn, skólann, vinahópinn við
að gera ferð ykkar í senn betri og ódýrari?
• Reynsla þeirra, sem þekkja, er okkar besta auglýsing.
• „Kaupið ekki köttinn í sekknum" ef þið viljið pottþétta
þjónustu á bestu kjörum - og munið að panta snemma, því
að í dag eru margir aðrir á ferð um heiminn.
I
• Fagþegafjöldi okkar hefur
meira en tvöfaldast á þessu
ári, gettu hvers vegna?
NÝJA EDDA
- og ferð þinni
er borgið.
FERÐASKRIFSTOFAN
PRIMAf
HEIMSKLUBBUR
INGOLFS
Austurstræti 17, 4. hæð 101 Reykjavík,
sími 56 20 400, fax 562 6564
Netfang: prima@heimsklubbur.is Heimasíða: hppt://www.heimsklubbur.is
t það flottasta, stærsta, besta og glæsilegasta frá Sony, Panasonic og Technics.