Morgunblaðið - 04.10.1998, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.10.1998, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Samskipti til hagsbóta fyrir báða aðila á jafnræðisgrunni í 55 ár FYRIR nákvæmlega fimmtíu og fimm árum, hinn fjórða október árið 1943, þegar síðari heimsstyrjöldin var í algleymingi, tóku lönd okkar upp stjórnmálasamband sín á milli. Þessi viðurkenning á lýðveldi íslands sem átti sér stað áður en Island lýsti yfir stofnun sjálfstæðs lýðveldis, stuðlaði án efa að aukinni virðingu íslenska ríkisins sem nú var í endurfæðingu og litið var á hana í báðum löndunum sem þýðingarmikið skref íyrir áframhaldandi þróun vinsamlegs sambands á mill landanna. Þegar forseti íslands, Sveinn Bjömsson, tók við trúnaðarbréfi fyrsta sérlega rússneska sendifull- trúans sem hafði fulit umboð, A.N. Krasilnikovs, sagði hann um útnefn- ingu hans að hún væri nýtt birting- arform vinsamlegra samskipta lands okkar við ísland og lét í Ijós einlæga ósk um að samskipti á sviði stjórn- mála, efnahags og menningar milli okkar mættu styrkjast og færa báð- um löndunum varanleg not og ham- ingju. Eg vil nefna, sem mjög stuttan sögulegan útúrdúr, að samskipti landa okkar eiga sér langa sögu sem nær aftur til víkingatímans. Vitað er að íslenskir kaupmenn komu til Garðaríkis á tíundu og elleftu öld. Áhugi okkar á Islandi og menningu þess er löngu þekktur. Þegar á fyrri hluta nítjándu aldar var samin í Rússlandi íslensk málfræði og fyrstu íslendingasögumar voru þýddar á rússnesku. Samskipti þjóða okkar tál foma era athyglisverð. Þau auðguðu báðar þjóðimar, en veralegan þátt i því átti að hlutskipti þeirra var áþekkt, einnig að rússneska og íslenska manngerðin era mjög líkar, báðar formaðar af baráttu við óblíða norð- læga náttúra. Þessi samskipti voru ekki aðeins á undan samskiptum á öðrum sviðum heldur gerðu þau einnig léttara að koma á verslunar- samskiptum. Þessi verslun tengdist að stærstum hluta hafinu og afurð- um þess, en lífsKjör beggja þjóðanna byggðust að miklu leyti á þessum af- urðum. Samt sem áður fóru veiga- mikil samskipti ekki að þróast fyrr en í byijun tuttugustu aldar. Á tímabilinu eftir síðari heims- styijöldina var seldur íslenskur fisk- ur tÚ Rússlands. Hér var ekki aðeins um viðskiptaaðgerð að ræða til þess að hjálpa til við endurreisn þjóðar- bús sem var í molum. Okkar fólk leit á þetta sem vott um velvilja í garð Rússlands af hálfu íslendinga. En við ísland, eins og menn í Rússlandi muna vel, vora á stríðsáranum sett- ar saman skipalestir undir hervernd bandamanna, sem sáu okkur fyrir nauðsynlegum vöram, en þetta kost- aði mörg mannslíf. Margir íslend- ingar á æraverðugum aldri sem sigldu með fiskafurðir tU Rússlands á eftirstríðsárunum muna enn þann dag í dag vel alúðlegt viðmót og vin- samlegt viðhorf Rússa sem þeir hittu í höfnum Leníngrad, Múrmansk og annarra borga. Þessi einlæga hjálp hefur aldrei liðið okkur úr minni og á erfiðum tímum fyrir ísland höfum við reynt að launa ykkur með stuðn- ingi. Næstu áratugir einkennast af auk- inni tvíhliða verslun. 10-15% af heUd- arútflutningi íslands kom í hlut Rússlands (meira en 20% árið 1957), og árið 1979 var Rússland í fyrsta sæti hvað varðar innflutning til ís- lands og íslendingar fluttu út til okk- ar allt að 40% af allri saltsfid og verulegan hluta annaiTa fiskafurða. Þannig lýsti til dæmis Bjami Bene- diktsson, þáverandi utanríkisráð- heira, tvíhliða verslunarsamningi okkar árið 1953. „Þetta eru mikU tíð- indi og góð. Með samningum þeim sem nú hafa náðst hefur verið seldur einn þriðji freðfiskframleiðslu lands- ins á þessu ári og svipaður hluti af væntanlegri framleiðslu næsta árs. Ljósmynd/Gunnar Vigfusson. SENDIHERRA Rússneska sambandsríkisins ( Lýðveldinu Islandi, A.S. Zaytsev, afhendir Ólafi Ragnari Grfmssyni, forseta Islands, trúnaðarbréf sitt hinn 5. júní sl. að viðstöddum þeim Helga Ágústssyni, ráðuneytissijóra, Kornelfus Sigmundssyni, forsetaritara, og Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra. A * I dag eru liðin 55 ár frá því að Island og Rússland eða Sovétríkin eins og landið hét þá, tóku upp stjórnmálasamband. Sam- skiptin eiga sér þó lengri sögu eins og fram kemur hjá Anatoly S. Zaytzev sendi- herra, þar sem hann rifjar upp sögu þess- ara samskipta þjóðanna. Einnig hefur selst einn þriðji hluti af áætluðu saltsUdarmagni Norður- og Austurlands í sumar og að minnsta kosti helmingur af væntanlegu salt- síldarmagni suðvesturlands í sumar og haust.“ í staðinn seldi Rússland þær vörar sem ísland hafði hvað mesta þörf fyrir á þessum áram: olíu og olíuvörar, kom, járn og stál og vörur til vélaframleiðslu. Eftir þetta tímabil kom tími, þeg- ar aðallega af hlutlægum ástæðum, dró úr verslunar- og efnahagslegum samskiptum, en því næst kom tíma- bil þegar vöruvelta á milli landa okk- ar tók að vaxa örugglega. Þrátt fyrir þetta er hlutur Rússlands í heildar- vöruveltu íslands rýr% Mjög óvera- legur er einnig hlutur íslands í rúss- neskri vöruveltu. Þrátt fyrir ákveðin jákvæð atriði er núverandi umfang rússnesk-íslenskra samskipta á sviði verslunar og efnahagsmála, þegar á heildina er litið, mun minna en þarfir og möguleikar landanna segja fyrir um. Stærstur hluti íslensks útflutn- ings til Rússlands er enn sem fyrr fiskur og fiskafurðir. Þetta sýnir að stöðugur áhugi er á að kaupa ís- lenskar sjávarafurðir, en vegna hán-a gæða þeirra er frá fomu fari mikil eftirspurn eftir þeim meðal rússneskra kaupenda. Við höfum sem fyrr áhuga á því að fá gert við fískiskip og fá endurnýjaðan búnað þeirra við íslenskar skipasmíða- stöðvar, áhuga á að skiptast á fram- úrskarandi tækniþekkingu við ís- lendinga í fiskveiða- og fiskvinnslu- geiranum og í öðram geirum. Sívax- andi eftirspurnar eftir ,rússafiski“ verður vart af íslands hálfu, en framboð hans gerir kleift að sjá mörgum fískvinnslufyrirtækjum fyr- ir þeim viðbótarafla sem þarf til þess að hægt sé að keyra þau á eðlilegum afköstum og tryggja atvinnu mörg- um íbúum Norður- og Norðaustur- lands. Þróun beinna verslunar- og efna- hagstengsla milli íslands eða ákveð- inna landsvæða þess og stórra rúss- neskra svæða, eins og Múrmansk- héraðs, Kamtsjatka-héraðs Ark- hangelsk-héraðs Leníngrad-héraðs, Kalíníngrad-héraðs og Karelíu gefur góð fyrirheit um framtíðina. Anægjulegt er að geta þess að und- anfarið hefur orðið vart við vaxandi áhuga af hálfu ýmissa rússneskra og íslenskra fyrii'tækja á auknum við- skiptasamskiptum. Sú aðferð nokk- urra fiskveiði- og fiskvinnslufyrir- tækja að koma á beinu sambandi við svæði í norður- og norðvestur-Rúss- landi sannar réttmæti sitt æ betur með hverju árinu. Þessi fyrirtæki horfa til framtíðar þegar þau velja sér viðskiptavini í Rússlandi og leggja í hagkvæmar fjárfestingar, og án efa mun þetta færa þeim góðan efnahagslegan ávinning. Samskipti Rússlands og íslands á sviði menningarmála, vísinda, menntunar og íþrótta styrkjast sí- fellt. Á leikhúsfjölum Reykjavíkur eru settar upp sýningar sígildra rússneskra höfunda (á þessum dög- um er Borgarleikhús Reykjavíkur í sýningarferð í Moskvu og sýnir leik- ritið „Feður og synir“ eftir skáld- sögu Í.V. Túrgenevs), og íslenskir aðdáendur sígildrar tónlistar hafa kynnst röddum þekktra rússneskra flytjenda sem hafa sungið hér sem gestir. Hjá okkur í Rússlandi er nafn Halldórs Laxness áberandi meðal sí- gildra höfunda heimsbókmennta. Á hillum rússneskra bókasafna og í bókaverslunum má finna nöfn Þór- bergs Þórðarsonar, Jóhannesar úr Kötlum, Mattíasar Jochumssonar, Einars Benediktssonar ... í sýning- arsölum Reykjavíkur hafa oft verið opnar sýningar þar sem íslending- um hafa verið kynnt sköpunarverk málaralistar og alþýðulistar Rúss- lands. Gagnkvæmur áhugi á því að tileinka sér tungumálin, rússnesku og íslensku, er viðvarandi. Verið er að koma á fót skiptum á kennurum og nemendum, meðal annars á grunni samkomulags um samvinnu milli háskóla. Þrátt fyrir efnahags- erfiðleika halda háskólar í Rússlandi áfram að taka árlega við íslenskum nemendum á grann- og framhalds- stigi á reikning ríkisins. Samvinna rannsóknarstofnana og vísindamanna, einkum á sviði jarð- skjálftafræði, eldfjallafræði og jarð- eðlisfræði, heldur áfram. Einstæð reynsla íslendinga í því að nýta jarð- hitaorku hefur hagnýtt gildi fyrir okkur. Sameiginlegar nytjarann- sóknir á sviði náttúraverndar og nýt- ingar líffræðilegra auðlinda heims- hafanna opna nýja möguleika. Rúss- neskir íþróttamenn hafa áunnið sér verðuga virðingu meðal íþróttaá- hugamanna, einnig meðal stuðnings- manna íslenskra liða, sérstaklega í handbolta. I Rússlandi er góður ár- angur íslenska skákskólans, sem ís- lendingar eru réttilega stoltir af, vel þekktur. Rússneksir skákmenn og fótboltamenn eru vel meðvitaðir um styrk íslenskra keppinauta sinna og undii'búa sig vel fyrir hverja viður- eign eins og til dæmis þá sem verður 14. október á Laugardalsvelli. Frá því að beint stjórnmálasam- band var tekið upp á milli landanna hafa samskiptin milli þeirra á ýms- um sviðum einkennst af stöðugleika og styrk, þetta ber augljóslega vott um gagnkvæman áhuga landa okkar og þjóða á því að auka og efla þessi samskipti. Állir möguleikar eru fyrir hendi til þess að gera þetta. Vilji til þess að styrkja áfram tvíhliða sam- skipti kemur skýrt fram á æðstu stöðum í báðum löndunum. Á því tímabili sem liðið er hefur einnig byggst upp traustur grunnur fyrir jákvæða samvinnu, einkum á sviði verslunar- og efnahagsmála og vís- inda- og tæknimála. Yfirlýsing um grandvallaratriði í samskiptum Lýðveldisins íslands og Rússneksa ríkjasambandsins sem undirrituð var þegar íslenski utan- ríkisráðherrann var í Moskvu í des- ember 1994 er góð undirstaða undir áframhaldandi framvindu samskipta landa okkar til hagsbóta fyrir báða aðila á jafnræðisgrunni. Hvað varðar framkvæmd ákvæða þessa mikil- væga skjals er rétt að nefna regluleg samskipti yfirmanna ráðuneyta og stjórndeilda landa okkar, þingmanna og borgarstjóra stórra borga. Vaxandi umfang samskipta Rúss- lands og íslands gerir það að verk- um að þörf er á að skapa lagalegan grunn með samningum sem þessi samskipti geti byggst á. í þessu sambandi mun skipta miklu undirrit- un fjöguira tvíhliða samninga milli ráðuneyta sem nú eru í undirbún- ingi. Þétta era samningar um sam- vinnu á sviði fiskveiða, um hvetjandi aðgerðir til íjárfestinga og um gagn- kvæma vemd þeirra, um það að komast hjá tvísköttun og um loft- samgöngur. Við undirritun þess síð- asta, en von er á henni innan skamms, færist Reykjavík nær Moskvu og einnig Rússland nær ís- landi og samskipti okkar, þar á með- al á sviði ferðamála, verða mun líf- legri. Rússland og Island
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.