Morgunblaðið - 04.10.1998, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum er fímmtug
EINSTÆÐUR ÁRANGUR
HEFUR NÁÐST
Nú í haust eru fimmtíu
ár liðin frá því að starf-
semi hófst við Tilrauna-
stöð HI í meinafræði á
Keldum. Eitt og annað
verður gert til hátíða-
brigða. Forstöðumaður
á Keldum er Guðmund-
ur Georgsson og Guð-
mundur Guðjónsson
ræddi við hann um
meginhlutverk til-
raunastöðvarinnar og
hverjar væru áhersl-
urnar í náinni framtíð.
TILDRÖG þess að tilrauna-
stöðin var stofnuð á sínum
tíma voru þau að skæðir
sjúkdómar herjuðu á búfénað.
Visna, mæði og gamaveiki bárust
til landsins árið 1933 með innfluttu
sauðfé af karakúlkyni. Bændur
lentu í vondum málum og heilu
fjárstofnarnir féllu eða voru skom-
ir. Bandaríski Rockerfellersjóður-
inn lagði fram helming stofnkostn-
aðar á móti íslenska ríkinu.
Guðmundur segir að í lögum
sem sett voru um stofnunina árið
1947 hafí verið knappur texti um
hlutverk hennar, en hann var að
„vinna að rannsóknum á búfjár-
sjúkdómum og öðmm skyldum
verkefnum" eins og þar stendur. I
lögum sem sett vom á blað árið
1990 vom hlutimir skýrðir til
muna betur. „Meginhlutverk til-
raunastöðvarinnar er nokkuð
margþætt. I fyrsta lagi getum við
nefnt að þar skuli fara fram gmnn-
rannsóknir í læknisfræði manna og
dýra, en þess má geta að það hefur
vakið eftirtekt erlendis hversu náið
manna- og dýralæknar vinna sam-
an á Keldum og er slíkt lengst af
nánast óþekkt annars staðar. Þá
nefnum við rannsóknir, þjónustu
og ráðgjöf vegna sjúkdómsgrein-
inga og sjúkdómsvama fyrir dýr í
samstarfí við yfirdýralækni í þágu
heilbrigðiseftirlitsins. Við getum
nefnt þróun, framleiðslu og dreif-
ingu á bóluefnum gegn sjúkdómum
í dýmm. Þá veitir stöðin háskóla-
kennurum og öðmm sérfræðingum
aðstöðu til rannsókna, endur-
menntunar dýralækna og miðlar
upplýsingum til þeirra, elur til-
raunadýr til vísindalegra rann-
sókna, auk þess sem hjá okkur fara
fram rannsóknir og þróunarvinna í
þágu líftækni. I samræmi við þetta
vinna síðan hinir mörgu sérfræð-
ingar stöðvarinnar að fjölmörgum
merkum rannsóknar- og þjónustu-
verkefnum," segir Guðmundur.
Mikill árangur.
Að sögn Guðmundar var stigið
stórt skref til eflingar rannsókna í
lífvísindum, þ.e. líf- og læknisfræði,
hérlendis með stofnun stöðvarinn-
ar. „Framherjamir settu markið
strax hátt og viðmiðið var að rann-
sóknimar væm hlutgengar á al-
þjóðamælikvarða. Rannsóknir á
sauðfjársjúkdómunum sem fyrr
var getið, visnu, riðu og mæði,
komu stöðinni inn á kort alþjóð-
legra vísinda og kenning sú sem
Björn Sigurðsson, fyrsti forstöðu-
maðurinn, setti fram um sérstakan
flokk smitsjúkdóma, hæggenga
smitsjúkdóma, og byggð var á
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
Guðmundur Georgsson
þeim rannsóknum, vakti mikla at-
hygli og heldur velli enn í dag. Það
tókst að einangra visnu- og mæði-
veirur sauðfjár og var það í fyrsta
sinn sem veirar af svokölluðum
lentiveiruflokki vom ræktaðar, en
af þeim er eyðniveiran þekktust.
Guðmundur heldur áfram: „Auk
þess má nefna, að allt frá upphafi
hafa rannsóknir einnig beinst að
samanburðarlæknisfræði, þ.e.a.s.
hvað læra megi af sjúkdómum í
dýmm um mannasjúkdóma. Má
þar nefna MS, en í visnu má sjá
breytingar sem bera svip af MS, og
eyðni, enda veiramar skyldar.
Hvað riðu varðar, er það einkum
Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómurinn
sem áhuginn beinist að.
Fleira mætti nefna á afrekalista
vísindamanna Keldna, s.s. bóluefni
gegn gamaveiki í sauðfé, kýlaveiki-
bróður í laxfiskum o.m.fl.
Vaxtabroddarnir
og framtíðin
Guðmundur Georgsson hefur
starfað á Keldum í 30 ár, þar af
sem forstöðumaður síðustu fjögur
árin. Hann segir ekki margt hafa
breyst með tilkomu sinni í for-
stöðumannsstólinn, heldur hafi
hann lagt sitt af mörkum til að
styrkja þá þróun sem í gangi hefur
„Frumherjarnir
settu markið
strax hátt og
viðmiðið var að
rannsóknirnar
væru hlutgengar
á alþjóðamæli-
kvarða. Rann-
sóknir á sauð-
fjársjúkdómun-
um sem fyrr var
getið, visnu, riðu
og mæði, komu
stöðinni inn á
kort alþjóðlegra
vísinda...“
verið síðustu árin. Umsvifin hjá
stöðinni, segir Guðmundur, hafa
aukist mjög. Vaxtarbroddamir
hafa einkum verið í rannsóknum á
sjúkdómum vatna- og sjávarfiska,
rannsóknum á sníkjudýram bæði í
dýmm og mönnum. Þá hefur verið
mikil umfangsaukning í rannsókn-
um á sviði sameindaerfðafræði og
aðferðum hennar beitt við fjölþætt
verkefni, sjúkdómsrannsóknir,
þróun bóluefna og líftækni til
vinnslu hrifefna úr fléttum.
Guðmundur segist reikna með
því að haldið verði áfram á sömu
braut. En hvað með framtíðina og
rannsóknarstörf samhliða __ stóram
fyrirtækjum á borð við Islenska
erfðagreiningu; liggur ekki
straumur menntaðra starfskrafta
einmitt þangað?
Guðmundur segir tilraunastöð-
ina á Keldum og íslenska erfða-
greiningu hafa plumað sig prýði-
lega samhliða hingað til. Hann ber
lof á það starf og hugmyndir þær
sem Kári Stefánsson setti fram og
leiddu til stofnunar iyrirtækisins,
en tekur fram að ekki megi mgla
því saman við hugmyndir um mið-
lægan gagnagrunn, sem sé allt
annar handleggur. „Eg kenndi
Kára í Háskólanum á sínum tíma,“
segir Guðmundur með bros á vör.
„Sambúðin við fyrirtækið hans hef-
ur þó verið áfallalaus. Við höfum
misst til hans eitthvað af því fólki
sem við gátum ekki fastráðið, ekki
margt þó. Sérfræðingamir okkar
em hér allir, enn þá að minnsta
kosti. Hitt er svo annað mál, að ég
ber dálítinn kvíðboga íyrir framtíð-
inni végna nýliðunar sem gæti orð-
ið örðug vegna samkeppni við fyr-
irtæki sem getur boðið upp á betri
kjör og gæti það hugsanlega komið
niður á starfseminni í náinni fram-
tíð.“
Eins og kom fram í upphafi
þessa pistils er nú um það bil hálf
öld frá því að Tilraunastöð HI í
meinafræði að Keldum var stofnuð
og það hefur ávallt þótt vera
stórafmæli. Ymislegt er á dagskrá
til hátíðabrigða. Fyrir nokkm var
t.d. alþjóðleg ráðstefna þar sem
bæði innlendir og erlendir vísinda-
menn í fremstu röð ræsktu sig og
tóku til máls. Nú um helgina,
þ.e.a.s. í dag, sunnudag, verður síð-
an opið hús á Keldum þar sem vís-
indamennimir taka á móti gestum
og gangandi og leitast við að leiða
þá í allan sannleik um það starf
sem þar fer fram. Síðar í vetur
verður svo „starfsfólkinu gert eitt-
hvað til góða“, eins og Guðmundur
orðaði það á véfréttalegan máta.