Morgunblaðið - 04.10.1998, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 04.10.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998 29 Áttaði mig á því að ég kæmist ekki lengra niður og að- eins væri ein leið fær; upp. Ég hefði verið algjör aumingi ef ég hefði ekki rifið mig upp úr þessu. meiðslin voru. Og svo fór hann mjög langt niður andlega. „Það er auðvelt að vera aumur og fara í sjálfsvork- unn. En mér fannst ég eiga rétt á því, þetta var svo mikið áfall! Þegar kvalirnar voru sem mestar í ilinni og ristinni, og Þjóðhátíðin skall á (!) - þá var ég langt niðri. Eg gat ekki lesið, ekki horft á sjónvarp, ekki einu sinni sofið og þá var lítið hægt að gera. Ég hélt ég væri að verða geðveikur og þá verður maður hræddur við sjálfan sig.“ Ekki segir hann þunglyndi þó hafa hrjáð sig og hann þurfti ekki að taka töflur af því taginu. Amma hans og Drífa hafi hins vegar kynnst alveg nýrri hlið á honum. „Og ég sjálfur reynd- ar. Ég er rólegur að eðlisfari. Mjög rólegur. Fyrstu vikurnar eftir slysið voru allt í lagi andlega en svo sprakk ég bara hálfpartinn. Ég rífst aldrei og hef aldrei gert en þama varð ég mjög pirraður. Fannst ég algjör aumingi; hafði verið algjör- lega frjáls maður en var allt í einu eins og ósjálfbjarga gamalmenni sem er fært allt í rúmið og þarf að fá aðstoð við að fara í sturtu. Maður er engin hetja þegar svona er ástatt. Er eiginlega voðalega aum- ur. En svo áttaði ég mig á því nokkrum dögum seinna að ég kæm- ist ekki lengra niður og aðeins væri ein leið fær; upp. Ég hefði verið al- gjör aumingi ef ég hefði ekki rifið mig upp úr þessu. Ég varð að gera það.“ Hann segist ekki gera sér al- mennilega grein fyrir því hve lengi honum leið svona illa andlega. „Kannski voru þetta ekki nema ör- fáir dagar, ég veit það ekki. En mér fannst þetta að minnsta kosti heil eilífð.“ Hann fór ekki á bikarúrslitaleik ÍBV og Leifturs í lok ágúst, treysti sér ekki til þess. „En svo varð ég fyrsta flokks aðdáandi liðsins þegar líða tók á sumarið," og fylgdist m.a. með leiknum þar sem IBV tryggði sér Islandsmeistaratitilinn annað árið í röð, leiknum gegn KR í Reykjavík í lokaumferðinni. Líkamlega var Sigurvin mjög vel á sig kominn fyrir slysið. „Fótbolt- inn er líklega sú íþrótt þar sem menn eru í hvað bestri æfingu; æfa á fullu á hverjum degi þannig að ég fór í raun úr því að vera á fullri ferð Þessi bók veitir ómetanlegar upplýsingar um mataræði og bætiefni til að sporna gegn öldrun og sjúkdómum. FÆSTI' BÓKAVERSLUNUM í það gera ekki neitt. Ég gat ekki hreyft mig spönn frá rassi. Ég fór úr því að vera bæði 1 andlegri og lík- amlegri hæð í andlega og líkamlega lægð á einni sekúndu!“ Þetta ástand segir hann hins veg- ar tilheyra þátíðinni. „Nú er ég kominn á bíl og orðinn frjáls maður á ný að mörgu leyti. Og mikið var hann orðinn þreyttm- á ástandinu eins og það var. „Þegar ég varð ról- fær hringdi ég í félaga minn, bað hann að koma í bíó og þegar hann spurði á hvaða mynd, tilkynnti ég honum að mér væri alveg nákvæm- lega sama. Ég vildi bara sjá eitt- hvað. Staðreyndin er sú að ég þoli ekki bandarískar klisjumyndir, en þarna fórum við að sjá Leathal Weapon 4 og mér fannst gaman. Ég var orðinn svo þurfandi!" Að borga fyrir heppnina? Sigurvin segist ekki velta því fyr- ir sér hvers vegna hann hafi lent í slysinu. „Ég hef alltaf haft þá trú að enginn maður sé heppinn og annar óheppinn. Svona lagað jafnist bara út. Þegar ég meiddist í fyrra skiptið í sumar hugsaði ég með mér að kannski væri ég nú að borga fyrir hve heppinn ég hefði verið í fyrra- sumar; hve vel mér hefði gengið þá. En allt er þetta mjög lærdómsríkt. Að hafa kynnst öllum kvarðanum; frá toppi og niður á botn, og að vera kominn aftur upp að miðju núna, það er mér mjög mikilvægt. Ég get ekki ímyndað mér að neitt mikið verra hefði getað komið fyrir mig á þessum tíma, nema alvöru missir og ég komst örugglega eins nálægt botninum og ég kem til með að fara.“ Hann segir forráðamenn ÍBV hafa sýnt sér mikinn stuðning í sumar. „Þeir hafa staðið við allt sem mér var lofað og rúmlega það! Nú er ég hins vegar samningslaus mað- ur og tilgangslaust að ræða fram- hald á því.“ Hann segist, þrátt fyrir allt, hafa verið fljótur að sætta sig við slysið. „Ég hef aldrei hugsað sem svo, hvað ef... Ég hafði reyndar ætlað með Óla í land daginn áður, en hætti við því veðrið var svo gott og það var svo gaman. En það er tilgangslaust að hugsa hvað hefði gerst hefði ég farið þá. Það er eins og að deila við dómarann í leik. Ekkert breytist...“ BERUTZ ORÐABÆKURNAR 5«sfc !5*nsk islensk *ns j iSJWWt«k«» Dönsk íslensk íslensk dönsk orðnbók isldBtUlt - dctnsU ordbtX) Frönsk islensk íslensk fröns orðnbók Dktiattalre - IlWodail l,tantittii-itt">i0" 5.000 ítlenik upp1le«'#T» íslensk ensk orðnbók UclHndlt'tBglÍJl* OUtíonory íslensk ?fnsk islensk I islensÍ sZslk tðab*7S« Dentuh*UUíndls«h ÆW ‘ Itölsk úlensfc fslensk íföf orðofa Spænsk íslensf ísiensk\y;;;-bov\ skob»* sirlteiiók DUcionotU ciponol • f Ulnndét • cijjoóoI Ódýror og góðor orðobækur fyrir skólonn, ó skrifstofuno og í ferðologið \ ORÐABÓKAÚTGÁFAN Eins árs ábyrgð og ryðvörn innifalin í verði, Betri MUSSO - Betra verð Staðalbúnaður 602 ELX: Turbo m/millikæli ♦ Sjálfskipting ABS-hemlakerfi ♦ Loftpúði fyrir ökumann ♦ Rafstýrður millikassi Dana Spicer hásingar ♦ Gasdemparar ♦ Diskabremsur á öllum hjölum Álfelgur og 30“ dekk ♦ Rafmagnsrúður og rafstýrðir hliðarspeglar Útvarp, geislaspilari og þjófavamarkerfi ♦ Viðarklætt mælaborð Leðuráklæði á sætum ♦ Stig bretti ♦ - og margt fleira Finndu muninn á buddunni Umboðsmaður J.b. bílaf Selfossi, sími 482 3893 Bílastúdíó hf. Faxafení 14, 108 Reykjavík sími 568 5555, fax 568 5554. Opið kl. 10-19 mán.-föst., kl. 11-14 laugard
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.