Morgunblaðið - 04.10.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.10.1998, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn EIGENDUR SD-sjávar- og jurtasmyrsla, Sigríður Einarsdóttir (t.v.) og Daðey Daðadóttir við gömlu kaffipökkunarvélina frá Kaaber, sem fengið hefur nýtt hlutverk. VIÐ FL UGUM Á BJARTSÝNINNI VESHFTIAIVINNULIF Á SUNNUDEGI ► Daðey Daðadóttir fæddist 3.7. 1950 á Isafirði en er uppalin í Kópavogi, þar sem hún gekk í gagnafræðaskóla. Síðar fór hún í Húsmæðraskólann á Staðarfelli. Sinnti síðan barnauppeldi og vann við barnagæslu, þar til SD-sjávar- og jurtasmyrsl var stofnað 1. desember 1995. ► Sigríður Einarsdóttir fæddist 17.11. 1947 í Reykjavík. Hún fór í lýðháskóla í Danmörku og síðan í fósturskóla í Hvidovre. Eftir það sinnti hún uppeldi eigin barna, fluttist til Svíþjóðar og vann þar við leikskóla. Eftir heimkomuna vann hún hjá Spíritistafélaginu en starfar nú hjá SD-sjávar- og jurtasmyrsl- um og er eigandi þess ásamt Daðeyju. Eftir Hildi Friðriksdóttur INSKAPUR þeirra hófst fyrir 21 ári þegar þær lágu báðar á Borg- arspítalanum vegna bakskurðar. Báðar höfðu þær áhuga á andlegum málefnum og var það einkum sá þáttur sem tengdi þær saman. Þegar Sigríður fluttist út á land og síðar til Sví- þjóðar misstu þær sambandið, en mörgum árum síðar hittust þær fyrir tilviljun hjá læknamiðli, þar sem Sigríður vann sem spámiðill. „Síðan hefur ekki slitnað á milli okkar. Við sáum að okkur hentaði vel að vera saman í svona grúski,“ segir Daðey. „Þetta grúsk“ sem hún nefnir vísar til tilrauna þeirra við að sjóða krem úr jurtum, þorskalýsi og öðr- um efnum. Svo vel tókst til að „grúskið“ er orðið að fyrirtæki, að vísu ekld umsvifamiklu, en viðtök- ur smyrslsins, sem virðist hafa græðandi eiginleika, hafa verið góðar. Sama á við um græðandi smyrsl og vökva fyrir hross, sem dýralæknar hafa mælt með. Verið er að ganga frá samningum við dreifingarfyrirtæki og umboðsaðila í Bandaríkjunum um hestasmyrslið og hestafeldsvökvann og næringar- og rakasmyrslið til Bretlands og hinna Norðurlandanna. Þær upplýsa ennfremur að í sjón- varpsþætti á Stöð 2 hafi birst viðtal við móður drengs sem var illa hald- inn af bamaexemi og hvorki ljós- meðferð né sterakrem höfðu dugað. í þættinum kom fram að honum myndi batna þegar hann yrði full- orðinn. „Ég hélt nú ekki,“ segir Sig- ríður ákveðin. „Við fengum uppgef- ið heimilisfangið og brunuðum upp- eftir. Við buðum móðurinni að prófa kremið á baminu vegna þess að við höfðum sams konar dæmi frá Nor- egi, þar sem náðist að halda exem- inu niðri. Hún var ekki trúuð á þetta í upphafi, en ákvað að slá til. Arangurinn var mjög góður og drengurinn var laus við exemið þremur mánuðum síðar.“ Hver er sjálfum sér næstur En hvernig hófst þetta allt sam- an? „Við höfðum talað um það lengi að vinna eitthvað úr náttúrulegum efnum til að hjálpa þeim sem haldnir væm exemi og þurrki. Hendur Daðeyjar vom allar í sprangum vegna þurrks, svo úr blæddi. Einnig var dóttir mín hald- in slæmu psoriasis-exemi. Segja má að þetta hafi verið framástæð- ur þess að við fóram að hugsa um græðandi jurtasmyrsl," segir Sig- ríður. Eitt sinn sem oftar vora þær staddar í sumarbústað Sigríðar á Syðri-Fjallabaksleið og fóra að „fikta við að tína jurtir, sjóða þær saman og prófa okkur áfram", eins og hún lýsir því. „Við lásum okkur til um eftii í jurtunum og í lýsinu og töldum að þetta tvennt ætti vel sam- an. Bættum síðan við ullarfeiti, sem er mjög sótthreinsandi og góð fyrir húðina, því hún er líkust fitu manns- ins. Síðan hófust tilraunimar.“ Draumspakar konur Það fór íyrir Daðeyju og Sigríði eins og þeim sem fann upp sauma- vélanálina, að þær fengu lausnirn- ar í draumi. Sagan segir að upp- finningamanninn hafi dreymt indíána sem börðust með spjótum þar sem göt vora í gegnum oddinn. Það varð til þess að hann fékk hug- myndina að því að nálaraugað ætti að vera neðst á nálinni en ekki efst eins og á hefðbundinni saumnál. „Við eram mjög draumspakar konur og tráum á allt andlegt. Við fengum vitjanir í gegnum drauma, þar sem okkur var bent á að setja minna af einhverju og meira af öðru. Við fóram eftir því og enduð- um með þetta „kraftaverkakrem“,“ segir Daðey. Þær segja að ýmsir erfiðleikar hafi komið upp á og einn mesti vandinn hafi falist í því að kremið skildi sig. „Það kom fram hjá líf- fræðinemum að það væri ráðgáta hvemig okkur hefur tekist að blanda kremið án þess að það skilji sig, vegna þess hversu magnið er mikið og hlutfóll vatns og fitu era jöfn,“ segir Sigríður. Keyrðu 7.500 kílómetra Vorið 1995 tóku þær þá ákvörð- un að stofna fyrirtæki, því þær höfðu fengið mjög jákvæð viðbrögð frá þeim sem prófað höfðu kremið. „Við gengum í verslanir og báðum kaupmennina um að taka vöruna inn og sjá til hvort hún seldist. Það byrjaði með tveimur dósum í hverri verslun en nú era þær orðn- ar að minnsta kosti 20 sem fara inn í einu. Við fóram síðan um allt Is- land, keyrðum 7.500 kílómetra fyrsta sumarið, til þess að kynna kremið. Við gistum í tjaldi, eins bakveikar og við voram, til að gera allt upp á ódýrasta mátann. Við fengum leyfi til að vera með sölu- borð fyrir utan kaupfélögin og seldum viðskiptavinunum beint.“ Þær segja að á þeim tíma hafi lýsislyktin verið töluvert mikil en Islendingarnir hafi ekki látið það aftra sér. Þær dásama hvað þeir vora þolinmóðir og hversu tilbúnir þeir hafi verið að taka þátt í þess- um tilraunum. „Við notuðum Eyja- lýsi til að byrja með, því það var ódýrast, en svo fréttu þeir af okkur hjá Lýsi hf. og buðu okkur &ð leigja aðstöðu hjá þeim. Þeir hafa reynst okkur óskaplega vel og við fáum til dæmis lýsið frítt. Einnig hafa þeir verið okkur innan handar í sambandi við pappírsvinnu, sam- vinnu við útlönd og fleira.“ Við þetta bætir Sigríður að fleiri stórfyrirtæki mættu taka Lýsis- menn sér til fyrirmyndar í því að hjálpa framkvöðlum, þannig að báðir hefðu hag af. Lýsislyktin horfín Nú hefur þeim tekist vel að ná lýsislyktinni úr kreminu og þær segja aðspurðar að vissulega hafi það komið Lýsismönnum á óvart, en þar hafi samsetning jurtanna og vinnsluaðferðin allt að segja. „Við eram búnar að vera í fjögur ár að þróa aðferðina og loksins gekk hún upp,“ segir Daðey. Aðspurðar hvort þær hyggist sækja um einkaleyfi á aðferðinni svara þær að það borgi sig ekki. „Þá þarf að birta allt innihaldið og vinnsluaðferðir og þar með er búið að auglýsa uppskriftina. Auk þess þarf að sækja um einkaleyfi í sér- hverju landi, svo við teljum lang- best að halda uppskriftunum og að- ferðinni fyrir okkur sjálfar." Þær opnuðu heimasíðu á Netinu strax árið 1995, án þess í rauninni að vita hvað Internet væri, enda vora þær meðal fyrstu íslensku fyrirtækjanna til þess að markaðs- setja sig á þeim vettvangi. I gegn- um Netið hafa þær selt nokkurt magn til útlanda, einkum til ein- staklinga en þó er heilsuhæli á Ital- íu meðal viðskiptavina. Markaðssetnig þeirra á Netinu varð til þess að hróður þeirra spurðist út og era þær að skrifa undir samning við fyrirtækið Acron, sem selur vörar sínar bæði á Norðurlöndum og á Englandi. Til að byija með vilja Englendingar fá 100 kíló á mánuði eða sem svarar 2.000 dósum. Acron mun selja und- ir sínu vörumerki og sér fyrirtækið um að merkja vörana, dreifa henni og útbúa bæklinga. Notað gegn sumar- exemi hrossa „Við getum ft-amleitt 40 þúsund dósir á mánuði eða 2.000 tóló, en dreifingai - og umboðsaðilamir verða auðvitað að setja fram viðskiptaáætl- un þannig að við vitum hversu mikið af grösum við þurfum að tína. Við byrjum að tína í júní og endum í september," segja þær. Sé rétt farið að tínslunni segja þær að grösin séu nánast óendanleg auðlind. Þær létu þó ekki staðar numið við að bæta húðvandamál fólks heldur höfðu jafnframt hug á að lina þjáningar dýra. „Við ákváð- um að athuga með krem fyrir ís- lensk hross, því fá svokallað sum- arexem, sem byrjar út frá skor- dýrabiti. Nú framleiðum við bæði hestasmyrsl og hestafeldsvökva, sem fara á Bandaríkjamarkað innan skamms. Islenski markað- urinn er ekki nógu stór því um árstíðabundin vandamál er að ræða, en í Bandaríkjunum er markaður fyrir kremið og vökvann allt árið. Þar eru veð- hlaupahestar stærsti markhópur- inn. Kremið drepur sýkingu, léttir kláða og græðir húðina. Báðar af- urðirnar hafa verið prófaðar í Belgíu og Þýskalandi, þar sem við höfum umboðsmann, og fengið mjög góða dóma.“ Markaðssetninguna sjá þær sjálfar um og mættu til dæmis á landsmót hestamanna síðastliðið sumar. Annars segja þær að besta markaðssetningin sé varan sjálf, því gæði hennar spyrjist út. Tvö sjúkrahús eru meðal viðskiptavina og nota næringar- og rakasmyrslið meðal annars til að græða legusár sjúklinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.