Morgunblaðið - 04.10.1998, Side 31

Morgunblaðið - 04.10.1998, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998 31 „Grúskið“ er orðið að fyrirtæki, að vísu ekki umsvifa- miklu, en viðtökur smyrslsins, sem virðist hafa græð- andi eiginleika, hafa verið góðar. Sama á við um græðandi smyrsl og vökva fyrir hross, sem dýra- læknar hafa mælt með. j Gigtar- og bleiusmyrsl væntanleg Þær framleiða varasalva og einnig hársvarðarvökva fyrir þá sem hafa exem í hárinu. Tvö önnur krem eru væntanleg á markað, gigtarsmyrsl og bleiusmyrsl. Smyrslin hafa farið í gegnum skoð- Iun hjá Hollustuvemd, þar sem innihaldsefni fara í gegnum eitur- efnadeildina eins og reglur segja til um varðandi snyrtivörur. Ekki hafa allar tilraunir þeirra gengið upp. „Við mölluðum saman hársápu og það var prófað á Dað- eyju í sumarbústaðnum og átti hún að bíða í nokkum tíma í hárinu til að sjá betur virknina. Síðan var Daðey snögglega kölluð til Reykja- víkur og náði ekki að þvo sér um Íhárið en ætlaði að gera það þegar hún kæmi suður,“ segir Sigríður og Daðey bætir við: „Svo fór að efnið náðist ekki úr hárinu og það stóð út í allar áttir eins og ég hefði fengið rafstraum. Það kostaði 4-5 þvotta að ná því úr. Við sáum auðvitað að þetta var ekki nógu góð framleiðsla og helltum afurðinni út í náttúmna. Grasið snarfölnaði og hefur ekki komið síðan! Hins vegar er allt í lagi með hárið á mér,“ bætir við hún við hlæjandi. Daðey kveðst vera slæm af of- næmi og segir að því sé hún ágætis tilraunadýr. „Ef ég fæ ofnæmi af einhverju þá fer afurðin ekki á markað. Ég hef þó aldrei þurft að leita læknis vegna þessarar til- raunastarfsemi minnar.“ Frá handþeytara til iðnaðarvélar Spurðar hvort fyrirtækið beri sig segja þær svo vera. Hins vegar megi markaðurinn stækka og því binda þær vonir við hina erlendu markaði. Tækin sem þær hafa not- að og nota enn em nokkuð frum- stæð, svo vægt sé til orða tekið. I upphafi byijuðu þær með litla handþeytivél til að hræra saman kremið, síðan heimilishrærivél og nú notast þær við litla iðnaðar- hrærivél. Hún er orðin of lítil svo í bígerð er að kaupa stærri og full- komnari vél. Gömul þvottavél gegnir aðalhlut- verki í framleiðslu hársvarðar- vökvans og enn eldri vél frá O.Johnson & Kaaber, sem notuð var til áfyllingar á kaffipokum, gegnir nú því hlutverki að skammta í dósir. Hún hefur þá kosti að auðvelt er að stilla skammtastærðina og hins vegar getur hún fyllt þrjátíu 50 ml dósir á mínútu. „Við urðum að kaupa nýja hluti í hana í upphafi en erum ekki enn komnar með nógu sjálfvirkan búnað,“ útskýrir Daðey. Þær era bjartsýnar á framtíðina, sérstaklega eftir að samningamir við erlendu samstarfsaðilana em komnir í höfn. „Þetta hafa verið miklar pælingar og margar vökunætur, enda snýst hugsunin um þetta allan sólarhringinn. Það var bara okkar eigin bjartsýni sem sá fyrir því að við fómm út í þetta. Við flugum á bjartsýninni. En nú finnst okkur við vera komnar á græna grein,“ segja þessir bjart- sýnu frumkvöðlar að lokum. www.mbl.is Veggofn TFA-10-01 > Undir- og yfirhiti > Grill > Ofnljós Verð áður 24.100 Keramik helluborð TOA-36 >■ Með rofum >- 4 hellur >• Eftirhitunarljós Verð áður 38.800 Veggofn TFA-60-51 >• Fjölkerfa blástursofn >- Stafræn tölvuklukka >■ Grill og griilmótor Verð áður 39.800 Ofn með keramik helluborði >- Fjölkerfa biástursofn > Undir- og yfirhiti > Grill og grillmótor Verðáður 67.300 >- Einn mótor > Sogar 260m/3 á klst. Verð áður 7.990 Eldhúsvifta SUÐURLANDBRAUT 16 rnmSL 108 RVK SÍMI 588 0500 Útdregin eldhúsvifta > Tveir mótorar >■ Sogar 420m/3 á klst. >- Auðvelt að þrifa Verð áður 16.200 hnnsnlló > Innifalin er heimskeyrsla á höfuðborgarsvæðinu sé keypt fyrir kr. 20.000 eða meira >- Öllum tækjum fylgirtveggja ára ábyrgð Löggiltir Endurskoðendur Hf, fulltrúar á íslandi fyrir Andersen Worldwiðe SC Við flytjum starfsemi okkar Hlíðasmára ! Nýtt heimilisfang Hlíðasmári 14 í Kópavogi Frá og með 5. október verða Löggiltir Endurskoðendur hf. með aðsetur að Hlíðasmára 14 í Kópavogi. Nýtt símanúmer; 5803000. Nýttfaxnúmer; 580 3001, entölvupóstfangið er óbreytt; le@le.is Nýtt símanúmer Nýtt faxnúmer 580 3000 580 3001

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.