Morgunblaðið - 04.10.1998, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
#*•
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998 43
FRÉTTIR
+ Sigþrúður Jó-
hanna Karls-
dóttir fæddist 18.
október 1953. Hún
lést 25. september
1998. Sigþrúður var
dóttir hjónanna
Karls Sigti-yggsson-
ar vélstjóra og
Heiðbjartar Helgu
J óhannesdóttur
ráðskonu, sem bú-
sett voru allan sinn
búskap í Innri-
Njarðvík. Karl lést
árið 1992. Sigþrúð-
ur Jóhanna hefur verið búsett í
Mataró á Spáni síðan 1975 og
andaðist þar í borg. Hún giftist
Þegar komið er að leiðarlokum
vefst manni tunga um tönn. Oft er
dauðinn eina lausnin og við fjöl-
skyldan þín, Lilla mín, áttum von á
því að kallið kæmi bráðlega, svo veik
varst þú orðin og algjörlega ósjálf-
bjarga. Lífsorkan var búin og trú-
lega löngunin til að vera í máttvana
líkama sem þú hafðir enga stjóm á.
En samt finnst manni sárt að horfa
á eftir ástvinum sem kveðja þennan
heim ungir, jafnvel þótt þeir hafi
þráð að fara, bara beðið. Lífskraft-
inn hafðir þú nægan þegar við
kynntumst fyrir 20 árum, alltaf
brosandi og kát. Ég man aldrei eftir
að þú skiptir skapi þótt þú hefðir oft
ástæðu til, þessi létta lund var náð-
argjöfin þín, hún vemdaði þig og
létti þér annars oft erfiðar stundir.
Þegar þú sast í hjólastólnum heima 1
stofunni hjá mömmu þinni í fyrra-
sumar og hlóst dátt að einhverju
gríni sem Helga systir þín var að
segja, dáðist ég að þér og hugsaði
sem svo; ef allir væm jafnlífsglaðir
og þessi kona væm færri vandamál í
Eugenio Pérez
Gomez 1981 og áttu
þau einn son, Car-
los, f. 1. febrúar
1983. Fyrir átti Sig-
þrúður dóttur af
fyrra hjónabandi,
Heiðbjörtu Helga-
dóttur, búsetta í
Hollandi og á hún
tvö börn. Hálfsystk-
ini Sigþrúðar sam-
feðra eru:Karl Sig-
tryggur, Óskar Þór
og Alfheiður Björk.
Alsystir Sigþrúðar
er Helga Bára.
títförin fór fram 28. septem-
ber í Mataró.
heimi hér. Þú lagðir aldrei illt til
nokkurs manns, það var ekki þinn
stfll.
Það má segja að lífið hafi yfirleitt
ekki farið um þig mjúkum höndum,
það er hvorki mitt né annarra að
skilja tilganginn, en það er önnur
saga. Þú varst nýkomin úr erfiðu
hjónabandi þegar ég kom í fjöl-
skylduna þína, ákvaðst að venda
þínu kvæði í kross og byrja nýtt líf,
ekki á Islandi. Þú hafðir kynnst góð-
um manni á Spáni, Eugenio, eða
Júdin eins og þú kallaðir hann og þú
sagðir mér fyrir löngu að það hefði
verið ást við fyrstu sýn. Þú kunnir
vel við þig á Spáni og varst fljót að
tileinka þér spænskuna, eignaðist
fljótt vini og varst vinsæl þar eins og
hér á Islandi. Það hefur eflaust verið
erfitt að fara utan með þriggja ára
dóttur og hefja nýtt líf í framandi
landi en þér tókst það bærilega. En
þrátt fyrir að þú byggir erlendis í
rúmlega tuttugu ár varstu fyrst og
fremst Islendingur, þér þótti gott að
koma heim og vera hér um stund og
anda að þér íslensku sjávar- og
fjallalofti sem er svo tært og drekka
íslenskt vatn, eitt af þeim forréttind-
um sem við eigum í okkar fallega
landi. Þér þótti gaman að ferðast um
landið þitt, ekki síst eftir að þú
veiktist og fannst máttinn hverfa
smám saman. Þú vissir trúlega
besta allra að hverju dró og þráðir
að koma einu sinni enn til Islands
eins og þú sagðir í fyrrasumar. Þú
komst hingað, lagðii- land undir fót
og heimsóttir skyldfólk þitt á Akur-
eyri. Þar áttir þú góðar stundir með
þínu fólki og naust útiverunnar,
varst hrókur alls fagnaðar. Innst
inni vissir þú að þetta yrði síðasta
ferðin heim að sinni og þú varst al-
veg sátt við það.
Sjálfsagt má um það deila hvort
guð leggur meira á fólk en það getur
borið, en þú varst óvenju vel af guði
gerð, barst aldrei erfiðleika þína á
torg, aldrei vol né væl, þú tókst
þessu mótlæti með mikilli hetjudáð
svo eftir var tekið. En þú varst líka
heppin að eiga jafn ágætan mann að
sem Júdin. I veikindum þínum sýndi
hann mikinn dugnað og væntum-
þykju, vildi allt fyrir þig gera og
gerði allt sem hann gat. Af Suður-
Evrópubúa að vera var hann óvenju
fljótur að aðlagast íslensku samfé-
lagi og að skilja málið okkar sem
þykir víst frekar tormelt þar suður
frá. Þú hafðir gaman af að heyra
hann spreyta sig á íslenskunni sem
hann var gjörsamlega óhræddur við
að gera. Þú gerðir góðlátlegt grín að
málvillunum sem læddust inn á
milli, en hann hló bara og hélt sínu
strild því honum fannst mikilvægt
að getað skilið og talað málið okkar.
Júdin skilur íslenskuna nánast alveg
og talar bana frábærlega miðað við
þau fáu skipti sem hann hefur komið
hingað til lands. Þetta þótti þér
vænt um og þeim áhuga sem hann
hefur á landi okkar og þjóð.
Nú þegar ég kveð þig í síðasta
sinn, kæra vinkona, vil ég þakka þér
fýrir allt og allt. Það er ekki öllum
gefið að brosa í gegnum tárin og
færa öðrum birtu og yl. Þannig
varst þú.
Páll Ægir Pétursson.
SIGÞRÚÐUR
JÓHANNA
KARLSDÓTTIR
ATLISNÆR
JÓNSSON
+ Atli Snær Jóns-
son fæddist á
sjúkrahúsinu á
Akranesi 12. októ-
ber 1996. Hann lést
á Barnaspítala
Hringsins 25. sept-
ember siðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Borgarnes-
kirkju 3. október.
Elsku vinur minn,
Atli. Nú ert þú farinn á
stærsta leikvöll sem
um getur. Leikvöll þar
sem allir geta leikið sér, þar sem
enginn meiðir sig þó svo að hann
detti, þar sem enginn sársauki er.
Allt er fullt af öfum og ömmum,
frændum og frænkum sem munu
annast þig.
Ég var nú ekki stór þegar ég hitti
þig fyrst á Landspítalanum. Þú
klappaðir mér oft á vangann og leist
eftir mér þegar mamma mín skrapp
frá. Mikið var gott að hafa þig ná-
lægt með bros þitt og stjörnunar í
augum þínum. Mér þótti fyrst skrít-
ið að búa í sjúkrastofu sem hét
„Borgarnes“ en í dag veit ég af
hverju. Elsku Atli, ég heiðra þig
með kveðju á Borgarnesbrúnni í
hvert skipti héðan í frá þegar ég fer
norður í land að heimsækja ætt-
ingja mína. Ég sendi mömmu þinni,
pabba og bróður mitt fallegasta
bros á meðan ég skríki og hjala til
þín.
Þín vinkona
Tinna Rós Konráðsdóttir.
Mikið er nú heimurinn tómlegur
án þín, Atli minn. Við hinir krakk-
arnir á spítalanum litum upp til þín,
því að bæði varst þú eldri en flest
okkar og svo höfðu erfiðleikar þínir
gert þig eldri. Þú sýnd-
ir okkur alltaf að mað-
ur á að takast á við erf-
iðleika með jafnaðar-
geði og passa sig svo á
að láta mömmu og
pabba stjana í kringum
sig svo manni líði bet-
ur. Skemmtilegustu
stundimar voru þegar
við lékum okkur saman
í sjúkraþjálfun hjá
henni Steinunni. Við
réttum hvor öðrum dót
og höguðum okkur eins
og sannir herramenn
sem eru orðnir eins
árs. Það eru fleiri stundir í minning-
unni sem lifa því að við skemmtum
okkur oft vel saman og gátum oft
látið hjúkkumar stjana í kringum
okkur og dúllast með okkur saman.
Ég mun reyna að muna eftir þér
alla tíð, Atli minn, því þó ég sé ung-
ur að árum þá lít ég oft í átt að her-
berginu þínu þegar mamma og
pabbi keyra mig í vagninum fram-
hjá. Ég veit að þau munu hjálpa
mér að viðhalda minningunni um
einn besta vin minn, hann Atla Snæ.
Ljósið lýsi þér veginn, Atli minn.
Þinn vinur
Torfi Lárus.
Líknaður mitt litla lyarta
lífskraftinn þú gefúr mér.
Sálarljósið sólskins bjarta
sendir mér ég þakka þér.
Harður er þessi heimur
hingaðþúsendirmig.
Baráttan í bijósti stendur
berst mitt hjarta fyrir mig.
Andstreymið er foreldrum mínum
erfitt,
óttinn um að ég ffá þeim hverfi.
Megi máttur og styrkur þinn til
þeirra streyma,
megnir þú líf mitt um eilífð að
geyma.
Kveðja,
Helga Einarsdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GRÉTAR RÓSANTSSON,
Þórunnarstræti 119,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 5. október kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Dísa Sigfúsdóttir,
Hreinn Grétarsson, Margrét G
Heiða Grétarsdóttir,
Líney Grétarsdóttir,
Jóhanna Grétarsdóttir,
Rósant Grétarsson,
Sigmar Grétarsson,
Magnúsdóttir,
Jón Sveinbjörnsson,
Friðrik Max Jónatansson,
Sigrún R. Vilhjálmsdóttir,
Hólmfriður Þórðardóttir
og barnabörn.
Y etrarstarfsemi
Sjóminjasafns *
Islands hafín
SJÓMINJASAFN íslands við Vest-
urgötu 8 í Hafnarfirði verður opið
laugardaga og sunnudaga frá
klukkan 13 til 17 frá 1. október til
31. maí og enn fremur eftir sam-
komulagi við hópa.
I fréttatilkynningu frá safninu
segir að tekið verði á móti skóla-
nemum alla virka daga eftir sam-
komulagi við starfsfólk safnsins og
er tekið fram að nauðsynlet sé að
kennarar panti tíma með góðum
fyrirvara. Nemendum standi til
boða sérstök verkefni eða leiðsögn,
auk þess sem boðið verði upp á
myndbandasýningar. Verkefnin
taki mið af þörfum hvers aldurs-
hóps, en markmiðið sé að kynna
skólanemum sjóminjar og veita
þeim nokkra innsýn í sögu íslensks
sjávarútvegs og siglinga. Viðfangs-
efni séu sótt í sýningu safnsins.
Síðastliðinn vetur var í safninu
röð fyrirlestra fyrir almenning í
samvinnu við Rannsóknarsetur í
sjávarútvegssögu með tilstyrk
Hafnarfjarðarhafnar, Hafnarfjarð-
arbæjar og Sparisjóðs Hafnarfjarð-
ar. Fyrsti íyrirlesturinn í nýrri fyr-
irlestraröð var 14. september á Haf-
rannsóknastofnun og talaði Vinnie
Andersen sagnfræðingur frá Kaup-
mannahafnarháskóla um fiskveiðar
Grænlendinga á tímabilinu 1900 til
1940.
Næsti fyrirlestur verður miðviku-
daginn 14. október. Þá mun Hreinn
Ragnarsson sagnfræðingur fjalla
um sfldveiðar Norðmanna við Is-
land. Fyrirlesturinn verður fluttur í
Sjóminjasafni Islands og hefst ^
klukkan 20.30. Seinna í mánuðinum
talar Örlygur Kristfinnsson, safn-
stjóri Sfldarminjasafnsins á Siglu-
firði, um uppbyggingu starfsemi
safnsins. í nóvember og desember
munu þau Unnur Dís Skaptadóttir
og Jónas Allansson flytja erindi á
sviði hafrænnar mannfræði í
Sjóminjasafninu. Fyrirlestrar þess-
ir, sem styrktir eru af menningar-
málanefnd Hafnarfjarðar, verða
nánar auglýstir síðar.
Einnig eru fyrirhugaðar sýningar
um helgar á ýmsum gömlum kvik-
myndum, sem hafa skírskotun til
hafsins á einn eða annan hátt.
I fréttatilkynningunni er vakin
athygli á því að í Nesstofusafni og
Sjóminjasafni Islands séu nú einu
sýningamar á vegum Þjóðminja-
safns íslands, sem séu opnar um
þessar mundir.
Reyklaus að eilífu
NÁMSKEIÐIÐ Reyklaus að ei-
lífu hefur fengið nýjar umbúðir,
nýtt form og á þvi hafa verið
unnar miklar endurbætur í kjöl-
far þeirrar reynslu sem fékkst
með námskeiðahaldi liðins árs,
segir í fréttatilkynningu.
„I stað þess að vera haldið á
tveimur kvöldum fær þátttak-
andi nú spólunámskeið með sér
heim sem hann tekur á sínum
eigin tíma, þó mest 3 vikum. Að
loknu námskeiðinu taka síðan við
stuðningsfundir í fjórar vikur.
Stuðningsfundimir era haldnir
einu sinni í viku á miðvikudögum
kl. 20.30 að Sogavegi 108, 2.
hæð,“ segir ennfremur.
Námskeiðið er til sölu alla mið-
vjkudaga að Sogavegi 108, 2. hæð
(íyrir ofan Garðsapótek) milli kl.
17 og 20.30.
HLÍÐARHJALLI - KÓP. Vönduð og fallega innr, 2ja herb. íb. á 1.
hæð með stórum svölum. Eldhús með góðri innr. og þvhús innaf.
Eikarparket. Áhv. 3,5 millj. byggsj. Verð 6,9 millj. Falleg lóð. Hús í góðu
standi. LAUS STRAX. 8778
HRAUNTEIGUR. Vorum að fá í sölu góða 3ja herb. íb. í kj. með
sérinngang. Tvö svefnherb. Parket og flísar. Góðar innr. Hús nýl. viðgert
og sérlega glæsilegt. Verð 7,2 millj. Áhv. 4 millj. hagstæð lán. Góð
staðsetning. 9982
STÓRAGERÐI - LAUS. Vorum að fá í sölu 98 fm íb. á jarðhæð
með sérinngang í góðu húsi. 2 svefnherbergi. Góð stofa. Frábær
staðsetning. Verð 7,7 millj. LAUS STRAX. 9250
FOSSVOGUR - SKIPTI. Gott 186 fm raðhús ásamt 25,6 fm
bílskúr. Húsið er fyrir ofan götu og er í góðu standi, þak og gler
endurnýjað. Aðeins í skiptum fyrir íbúð í Fossvogi. Allar nánari uppl. á
skrifstofu. 9234
BÚSTAÐAHVERFI. Glæsilegt og mikið endurnýjað 128 fm
einbýlishús ásamt 33 fm bílskúr. 3 svefnherb. 2 stofur. Glæsil. eldhús
með rauðeik í innr. Ný tæki. Parket og flísar. Suðurgarður. Hús klætt að
utan. Áhv. 2,2 m. byggsj. Verð 13,9 m. 9251
ÁRBÆR - SELÁS. Mjög gott einbýlishús á einni hæð ásamt rúmg.
bílskúr. 3 svefnherb. Hiti í stéttum og plani. Lóð fullfrágengin. Stærð
148 fm samtals. Verð 14,2 millj. 9249
ÁRTÚNSHOLT. Vandað og
gott 200 fm einbýli sem er hæð
og ris ásamt 42 fm bílskúr.
Húsið er vel staðsett og gefur
fallegu útsýni. 4 svefnherb.
Góðar stofur, sólstofa o.fl.
Parket og flísar. Góðar innr.
Lóð fullb. með hita í stéttum.
Allar nánari uppl. á skrifstofu.
8758
OPIÐ í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 12 - 15.
Sími: 533 4040
Fax: 588 8366
Dan V.S. Wiium hdl.
lcigg. fasteignasali
^^J^ASTEIGNASA^^^rmúI^H^URc^kjavíI^Tjraustj^öruggJtiónusti^^
*■
4
www.mbl.is