Morgunblaðið - 04.10.1998, Síða 50
50 SUNNUÐAGUR 4. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
í-
KIRKJUSTARF
í DAG
Safnaðastarf
Kvöldmessa í
Hallgrímskirkju
FJÖLBREYTT dagskrá verður í
Hallgrímskirkju í dag. Um morgun-
inn kl. 10 verður fyrirlestur um efn-
ið: Siðfræði erfðavísindanna. Jón
Kalmansson, heimspekingur, fjallar
um þetta efni. Kl. 11 er messa og
bamastarf. Prestur sr. Sigurður
Pálsson.
Kl. 20.30 verður fyrsta kvöld-
messa vetrarins, en þær verða
framvegis einu sinni í mánuði. Bisk-
up Islands, hr. Karl Sigurbjömsson,
* mun predika og Mótettukór Hall-
grimskirkju syngja. Báðir prestar
kirkjunnar þjóna fyrir altari. Þá
munu fleiri prestar koma að
þjónustunni ásamt tveimur djákna-
nemurn og starfsfólki kirkjunnar.
Kvöldmessan verður með nokkuð
öðra sniði en hámessa sunnudags-
ins. Sungnir verða einfaldir söngvar
og sálmar og lögð áhersla á til-
beiðsluna og íhugunina.
Leikþáttur
hjá Oháða
söfnuðinum
t LEIKÞÁTTURINN „Þá mun eng-
inn skuggi vera til“ verður sýndur
mánudagskvöldið 5. október í
Óháðu kirkjunni, Háteigsvegi 56.
Er þetta 30 mínútna einleikur, leik-
inn af Kolbrúnu E. Pétursdóttur, og
fjallar hann um sifjaspell og af-
leiðingar þess, þar sem kona, stödd
í kirkju, stendur frammi fyrir sárs-
aukafullu og tilfmningaríku upp-
gjöri við fóður sinn, sem misnotaði
hana í æsku.
í upphafi verða lesin ljóð eftir þo-
lendur kynferðislegrar misnotkunar
og eftir leikþáttinn verða fyrir-
spumir og umræður við höfunda
verksins, þær Björgu Gísladóttur
og Kolbrúnu leikara. Leikstjóri
einþáttungsins er Hlín Agnarsdótt-
ir.
Allir era velkomnir á sýninguna
og aðgangur er ókeypis.
Bústaðakirkja. Starf TTT mánudag
kl. 17.
Digraneskirkja. Opið hús þriðju-
daginn 6. október frá kl. 11. Sr. Iris
Kristjánsdóttir hefur hugleiðingu.
Sýndar verða myndir frá starfinu á
þessu ári.
Friðrikskapella. Kyrrðarstund í
hádegi á morgun, mánúdag. Léttur
málsverður í gamla félagsheimilinu
að stundinni lokinni.
Grensáskirkja. Mæðramorgunn
mánudag kl. 10-12. Gestur samver-
unnar er Sigrún Sigurðardóttir
hjúkranarfræðingur. Allar mæður
velkomnar með lítil böm sín.
Hallgrúnskirkja. Æskulýðsfélagið
Örk (eldri deild) mánudag kl. 20 í
kórkjallara.
Langholtskirkja. Fundur Kven-
félagsins í Langholtskirkju þriðjud.
6. okt. kl. 20. Venjuleg fundarstörf.
Erindi Guðrún K. Þórsdóttir, fram-
kv.stj. Alzheimersamtakanna.
Félagar taki með sér gesti.
Neskirkja. Hjónastarf Neskirkju í
kvöld kl. 20.30. Farsælt hjónaband.
Nokkrir lyklar. Benedikt Jóhanns-
son sálfræðingur ræðir málið.
Fótsnyrting á vegum Kvenfélags
Neskirkju mánudag kl. 13-16. Upp-
lýsingar í síma 551 1079. TTT,
10-12 ára starf, kl. 16.30. Æskulýðs-
félag Neskirkju kl. 20.
Mömmumorgunn miðvikudag kl.
10-12. Ungar mæður og feður vel-
komin. Kaffi og spjall.
Óháði söfnuðurinn. Fræðslukvöld
mánudag kl. 20.30. Sifjaspell.
Leikþátturinn „Skugginn" sýndur.
Umræður eftir leiksýningu.
Reykjavíkurprófastsdæmin.
Hádegisverðarfundur presta í
Bústaðakirkju mánudag kl. 12.
Árbæjarkirkja. Æskulýðsfundur
yngri deildar, 8. bekkur, kl. 20-22 í
kvöld. Starf fyrir 7-9 ára (STN)
mánudag kl. 16-17. TTT starf fyrir
10-12 ára mánudag kl. 17-18.
Æskulýðsfundur eldri deildar, 9.
bekkur, kl. 20-22 mánudag.
Digraneskirkja. TTT-starf 10-12
ára kl. 17 á mánudögum.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir
9-10 ára drengi á mánudögum kl.
17.30. Bænastund og fyrirbænir
mánudaga kl. 18. Tekið á móti bæn-
arefnum í kirkjunni.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl.
20. Tekið er við bænarefnum í kirkj-
unni alla daga frá kl. 9-17 í síma
587 9070.
Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir
unglinga 13-15 ára kl. 20.30 á
mánudögum. Predikunarklúbbur
presta í Reykjavíkurprófastsdæmi
eystra er á þriðjudögum kl.
9.15-10.30. Umsjón Dr. Sigurjón
Árni Eyjólfsson.
Kópavogskirkja. Samvera
Æskulýðsfélagsins kl. 20 í safnaðar-
heimilinu Borgum.
Seljakirkja. Mömmumorgnar á
þriðjudögum kl. 10-12.
HafnarQarðarkirkja. Æskulýðs-
starf, yngri deild, kl. 20.30-22 í
Hásölum.
Njarðvíkurkirkja. Foreldramorg-
unn miðvikudaginn 7. október kl.
10.30. Fyrsta skipti á þessu
starfsári.
Keflavíkurkirkja. Á morgun, mánu-
dag: Sorgarhópur í efri salnum í
Kirkjulundi (1. sldpti af 5). Fjallað
verður m.a. um bók Viktors Frankl:
Leitin að tilgangi lífsins. Hópurinn
er einungis ætlaður þeim sem era
að takast á við missi og sorg.
Grindavfkurkirkja. For-
eldramorgnar hefjast þriðjudaginn
6. okt. kl. 10.
Landakirkja Vestmannaeyjum.
Vetrardagskráin í helgihaldi Landa-
kirkju hefst kl. 11. Fyrsta samveran
í sunnudagaskólanum. Nýtt og
spennandi efni. Allir fá eitthvað við
sitt hæfi. Böm og foreldrar era
hvött til að njóta sameiginlegrar
helgistundar í kirkjunni. Kl. 14 Al-
menn guðsþjónusta. Samvera fyrir
bömin yfir í safnaðarheimili meðan
á guðsþjónustu stendur. Kl. 16
guðsþjónustu dagsins útvarpað á
UV FM104. Kl. 20 æskulýðsfundur í
Landakirkju. Efni vetrarins verður
kynnt. Mánudagur: Kl. 20 sauma-
fundur kvenfélagsins í safnaðar-
heimilinu.
Akraneskirkja. Kirkjuskóli eldri
bama, 7-9 ára, mánudag kl. 17.30.
Æskulýðsfélag kirkjunnar í sam-
starfi við KFUM og K kl. 20.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía.
Brauðsbrotning kl. 11. Hreinn
Bemharðsson prédikar. Almenn
samkoma kl. 16.30. Útlendingar bú-
settir á íslandi taka þátt í samkom-
unni með söng og vitnisburðum. All-
ir hjartanlega velkomnir.
YOGASTÖÐ VESTURBÆJAR
íHÚSI SUNPLAUGAR SELTJARNARNESS
YOGA YOGA YOGA
Þriðjudaga og fimmtudaga ki. 10:15
Þriðjudaga kl. 18:00 og föstudaga kl.17:30
Leiðbeinandi: ANNA BJÖRNSDÓTTIR, yogakennari
Innritun og upplýsingar í síma 561 0207
Barnavagnar
Rauðarárstíg 16,
sími 561 0120.
PCI lím og fúguefni
- iu iHl
Stórböföa li, vlð Gollinbrú,
sími 567 4844
VELVAKAMII
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Hver kannast við þessar myndir?
KANADÍSK kona, Yvonne Josephson,
bað Velvakanda að birta þessar myndir
fyrir sig. Telur hún líklegt að myndirnar
séu af ættingjum hennar. Hún biður þá
sem kannast við fólkið á myndunum að
hringja í Sólveigu í síma 554 2884 eða
hafa samband við sig:
Yvonne Josephson,
Box 663 Lundar,
Manitoba, Canada.
Altarisgöngur
í SUNNUDAGSBLAÐI
Morgunblaðsins í dálkum
Velvakanda er hinni nýju
aðferð sem viðhöfð er við
altarisgöngur, að dýfa
oblátunni niður í vínið,
fagnað og því haldið fram
að betri aðsókn sé við alt-
arisgöngur eftir að þessi
siður var tekinn upp.
Jesús rétti lærisveinum
sínum bikarinn og sagði:
„Drekkið allir hér af.“ Vilji
menn ekki drekka af
kaleikum, þá verður að
notast við litla bikara, eins
og margir gerðu og gera
kannski enn. Það er ekki
tilgangurinn að safna bara
einhverju fólki að altarinu,
því að þessi athöfn er ein-
göngu ætluð hinum
trúuðu.
í fyrsta Korintubréfi,
11. kap. 23.-31. versi, segir
Páll postuli um þessa
heilögu athöfn:
„Því að ég hefi meðtekið
frá Drottni það sem ég hefi
kennt yður. Nóttina, sem
Drottinn var svikinn tók
hann brauð, gjörði þakkir,
braut það og sagði, þetta
er minn Ukami, sem er fyr-
ir yður. Gjörið þetta í mína
minningu. Sömuleiðis tók
hann bikarinn eftir kvöld-
máltíðina og sagði: „Þessi
bikar er hinn nýi sáttmáli í
mínu blóði. Gjörið þetta
svo oft sem þið drekkið í
mína minningu."
Svo oft sem þið etið
þetta brauð og drekkið af
bikamum, boðið þið dauða
Drottins, þangað til hann
kemur. Hver sem etur
brauðið, eða drekkur bikar
Drottins óverðuglega,
verður þess vegna sekur
við líkama og blóð Drott-
ins. Hver maður prófi
sjálfan sig og eti síðan af
brauðinu og drekki af bik-
amum, því að sá, sem etur
og drekkur án þess að
dæma rétt um líkamann,
hann etur og drekkur
sjálfum sér til dóms. Fyrir
því eru svo margir sjúkir
og krankir á meðal yðar og
allmargir deyja.“
Eggert E. Laxdal,
Hveragerði.
Hver þekkir
vísurnar?
VELVAKANDA barst eft-
irfarandi:
„Þegar ég var innan við
fermingu dvaldi hjá móður
minni öldruð kona, Agnes
Hannesdóttir, indæl og vel
að sér til handanna. Af
henni lærði ég og systir
mín, Anna, eftirfarandi er-
indi:
Hver gengur hér og grætur,
uw grafarhúsið mitt?
Það er ég, elsku mamma,
einmana bamið þitt.
Og:
Hver færir mig í fötin,
og fléttar hár mitt nú
og segir Sigga litla
með sama rómi ogþú?
Ef einhver kannast við
höfundinn eða vlsumar þá
vinsamlega hafið samband
við Ingibjörgu (95 ára) í
síma 434 7965.
Tapað/fundið
Veiðistöng týnd
UM mánaðamótin ágúst-
sept. komu hjón með flugi
frá Bandaríkjunum og
tóku flugrútuna að Loft-
leiðahótelinu. Með í far-
angrinum var ný
veiðistöng í dökkbláum
nælonhólk. Stöngin var af-
mælisgjöf. Þessi ágæta
stöng varð svo viðskila við
eigendur og hefur ekki
fundist þrátt fyrir mikla
leit. Stöngin var merkt
með visa-merki, nafn og
heimilisfang. Ef einhver
veit hvar stöngin er niður-
komin þá vinsamlegast
hafið samband í síma
553 6239 eða GSM
8918912. Þá getur af-
mælisbarnið tekið aftur
gleði sína.
Svart seðlaveski
týndist
SVART seðlaveski með
skilríkjum o.þ.h. týndist
12. september á Glaumbar.
Þeir sem hafa orðið þess
varir skili því á næstu lög-
reglustöð.
Tapað/fundið
Páfagaukur
týndist í Fossvogi
BLÁGRÁR páfgaukur
týndist sl. miðvikudag frá
Goðalandi. Þeir sem hafa
orðið hans varir hafi sam-
band í síma 5681792.
Týnd kanína
HVIT kanina með rauð
augu, svarbrún eyru, trýni
og gráan dindil týndist frá
Skógarhh'ð 12 fyrir
nokkrum dögum. Hafi ein-
hver orðið var við kanin-
una er hann beðinn að
hringja í síma 562 9232.
Víkverji skrifar...
MENNING og listir setja mark
sitt á íslenzkt samfélag þessa
dagana, góðu heilli. Októbermánuð-
ur hefur á sér svipbragð menningar,
máski öðram mánuðum fremur. Þá
hefst gjaman margs konar listastarf
(eftir sumarhlé): leikhús, ópera, sin-
fónía, listsýningar o.fl.
Margir íslenzkir listamenn vora
og í heiminn bomir í þessum mán-
uði: Benedikt Gröndal rithöfundur
(6. okt. 1907), séra Bjarni Þorsteins-
son tónskáld og þjóðlagasafnari (14.
okt. 1861), Guðmundur Daníelsson
rithöfundur (4. okt. 1910), Guð-
mundur Hagalín rithöfundur (10.
okt. 1898), Jakob Smári skáld (9.
okt. 1889), Jón Thoroddsen rit-
höfundur (5. okt. 1818), Stefán frá
Hvítadal (11. okt. 1887), Stephan G.
Stephansson skáld (3. okt. 1853),
Steinn Steinarr skáld (13. okt. 1908).
Fleiri mætti eflaust til tína.
I þessum mánuði er 100 ára
fæðingarafmæli Guðmundar rit-
höfundar Hagalín og 90 ára fæðing-
arafmæli Steins skálds Steinar.
xxx
RÁTT FYRIR góðærið í þjóðar-
búskapnum síðustu árin, nánast
ekkert atvinnuleysi, töluvert aukinn
kaupmátt og stöðugt verðlag áram
saman, jafnvel lækkað
verðlag/vísitölu undanfarið, hafa
skuldir heimilanna vaxið hrikalega.
Talað er um 43 milijarða króna vöxt
á einu ári. Ríkið hefur á hinn bóginn
lækkað sínar skuldir.
Þessi eyðslumáti þjóðarinnar
minnir á gríðarmikinn stríðsgróðann,
sem hér hlóðst upp á árunum 1939 til
1945, þegar fjaraði undan efnahag
flestra Evrópuþjóða. Þrátt fyrir hátt
verð á útflutningsafurðum okkar
fyrstu eftirstríðsárm var stríðs-
gróðinn upp urinn þegar árið 1947.
Þá kom Faxaflóasíldin til bjargar og
síðan Marshall-aðstoðin.
Ef við beram okkur saman við
Norðmenn, sem nýttu olíugróðann
til að borga niður allar erlendar
skuldir og safna að auki í drjúga
varasjóði til að mæta efnahagslegum
niðursveiflum, vaknar sú spurning,
hvort þessar tvær frændþjóðir, Is-
lendingar og Norðmenn, hafi vera-
lega ólíkan „þjóðarkarakter“. Þegar
tekjur okkar aukast þá herðum við
eyðsluróðurinn, stofnun jafnvel til
stóraukinna skulda í trausti þess að
batinn vari, og stöndum síðan jafnvel
enn ver að vígi eftir en áður. Þegar
Norðmönnum bætast viðbótartekjur
borga þeir niður skuldir og setja
fúlgur fjár á vexti til framtíðar.
Norðmenn eru að vísu ekki í háum
metum hér á landi um þessar mund-
ir, en við getum þó sitt hvað af þeim
lært, m.a. fyrirhyggju og framsýni!
xxx
FRAMBOÐ verða trúlega fleiri í
komandi alþingiskosningum að
vori en áður, þrátt fyrir mikinn sam-
einingarfyrirgang. Ekki eykur það
stöðugleikann í stjómmálunum. Til
stuðnings stöðugleika er víða lög-
bundin sú smáflokkahindran að
framboð þurfi ákveðið lágmarkskjör-
fylgi á landsvísu, t.d. fimm af hund-
raði, til að fá þingmann/þingmenn
kjörna.
Misvægi atkvæða er og alvarlegt
mál hér. Landsmenn eiga að vera
jafnir fyrir lögum landsins, ekki sízt
kosningalögum, þ.e. í áhrifum á skip-
an Alþingis. Að mati Víkverja er það
ekki lausnin að landið verði eitt kjör-
dæmi. Það fyrirkomulag er bein
ávísun á stóraukið flokksræði á
kostnað raunverulegs lýðræðis. Á
stóram landslistum, sem flokkar
röðuðu upp, eru baráttusæti neðar-
lega á hverjum lista og allir þar fyrir
ofan nánast sjálfkjömir!
Öðru máli gegnir með einmenn-
ingskjördæmi. Þar er hver og einn
þingmaður kjörinn persónulega og
verður að standa og falla með
frammistöðu sinni. Þar er samband
þingmanns og kjósenda náið og
skilvirkt. Einmenningskjördæmi
stuðla og annarri skipan fremur að
2ja eða 3ja flokka kerfi. Nánast
jafnfjölmenn eimenningskjördæmi
tryggja að auki jafnt vægi atkvæða.
(Sú millileið kann að vera skoðun-
arverð að kjósa hluta þingmanna í
einmenningskjördæmum og hluta
af landslistum).