Morgunblaðið - 04.10.1998, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 04.10.1998, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998 57 MYNDBÖND Gas sem lofar góðu Góð myndbönd Með góðum vilja (Good Wiil Hunting) x'k'k'k'k Metnaðarfull þroskasaga sem fær heillandi yfirbragð í leikstjórn Gus Van Sant. Samleikur Matt Damons og Robin Williams er kjölfestan í myndinni en sá síðarnefndi er stór- kostlegur. Vængir Dúfunnar (Wings of the Dove) ★★★'V2 Hispurslaus mynd um völundarhús mannlegi'a samskipta sem rammað er inn með glæsilegri myndatöku, listrænni sviðsetningu og magnaðri tónlist. Flókið samband persónanna er túlkað á samstilltan hátt af aðal- leikurunum þremur. Jackie Brown ★★★ I nýjustu mynd Tarantinos má finna öll hans sérkenni, þ.e. litríkar persónur, fersk samtöl og stílfært útlit, þótt horfið sé frá harðsoðinni hrynjandi fyrri mynda hans. Tar- antino gerir nokkurn veginn það sem honum sýnist í þessari tveggja og hálfs tíma mynd um einn atburð og tekst vel til. Óskar og Lúsinda (Oscar and Lucinda) ★★★ Heillandi og vönduð kvikmynd um tvær sérkennilegar manneskjur sem henta hvor annarri betur en umhverfi sínu. Ralph Fiennes hreinlega hverfur inn í persónuleika Óskars sem þjakaður er af ógnandi en óvissri návist Guðs. Dálítið erfitt reynist þó að umfaðma hugmynda- heim skáldverksins sem myndin er byggð á. Búálfarnir (Borrowers) ★★★ Búálfarnir eru stórskemmtilegt æv- intýri sem gerist í einkennilegum og tímalausum ævintýraheimi. Þar er fólk almennt svo undarlegt að ör- smáir og sérvitrir búálfamir eru venjulegasta fólkið. Sígild og einföld frásögn sem engum ætti að leiðast nema verstu fylupúkum. Ofurliði bomir (Always Outn- umbered) ★★★ Michaels Apted stýrir óvenju öflugu handriti hins þekkta skáldsagnahöf- undar Walters Mosleys. Myndin er unnin fyrir sjónvarp og ágætis dæmi um að slíkar myndir þurfa alls ekki að vera rusl. Þvert á móti er hér á ferðinn frábært drama þar sem hvergi er veikan blett að finna. Eyjan í Þrastargötu (The Island on Birdstreet) ★★★ „Eyjan í Þrastargötu" sker sig úr hópi annarra kvikmynda um helför gyðinga. Hún fjallar um barn og miðast við sjónarhom þess, auk þess að vísa markvisst í skáldsögu Daniels Defoe um Róbinson Krúsó. Spren Kragh-Jacobsen stýrir enn einu melódramanu af snilld. Boxarinn (The Boxer) ★★★ Enn eitt stórvirki írska leiksjórans Jim Sheridan. Alvarleg, pólitísk, persónuleg og mikilvæg eins og fyrri myndir hans. Einfóld saga um ástir í meinum sem fjallar í raun og veru almennt um kaþólska Ira sem búa í stríðshrjáðri Belfastborg og um leið ómetanlegt gægjugat inn í heim nágranna okkar á Irlandi, sem svo erfitt er að skilja. Flakkari (Traveller) ★★★ Skemmtileg og sígild saga af bragðarefum sem minnir á jafnólík- ar myndir og ,The Sting“ og ,Paper Moon“, en um leið hjartnæm og spennandi ástarsaga. Ein af þessum alltof fágætu myndum sem er ein- faldlega gaman að horfa á, maður veit bara ekki alveg hvers vegna. Hin villta Ameríka (Wild Amer- ica) ★★★ Hér er á ferð góð fjölskyldumynd, skemmtilega skrifuð og hin ágætasta afþreying. Myndataka og tæknivinna ti fyrirmyndar og allur leikur til prýði. Helsti kosturinn er þó eflaust sá að myndin er einfald- lega skemmtileg. Gas & Negli þig næst________ Stuttmyndir Framleiðendur: Filmumenn. Leik- stjóri: Sævar Guðmundsson. Hand- ritshöfundar: Kristján Kristjánsson, Sævar Guðmundsson og Oddur Bjarni Þorkelsson. Kvikmyndataka: Gunnar Árnason. Aðalhlutverk: Haf- þór Jónsson, Hanna Ólafsdóttir, Odd- ur Bjarni Þorkelsson og Kristján Kristjánsson. (88 mín.) Islensk. Há- skólabíó, september 1998. Ollum leyfð. Stuttmyndimar Gas og Negli þig næst sem hér koma saman út á myndbandi eru afurðir áhuga- hóps um kvik- myndagerð sem kallar sig Filmu- menn. Um fyrri stutt- myndina, erótísku spennumyndaaf- leiðuna Negli þig næst, er lítið gott að segja. Hún er viðvaningslegt einkaflipp sem tæpast á erindi á al- mennan markað. Gas er öllu fagmannlegri og nokkuð athyglisverð. Hún spannar eftirmiðdag á bensínstöð, þar sem afgreiðslumennirnir velta fyrir sér tilgangi lífsins í kjölfar fregna um væntanlegan heimsendi í lok vinnu- dagsins. Myndin er vel uppbyggð, möguleikinn á heimsendi verður þema sem bindur sam- an tilviljunarkennda at- burðarás, skapar spennu og gefur heild- inni heimspekilegan en jafnframt fáránlegan undirtón. Samræður rúlla vel og leikurinn er þokkalegur. Þá kemur áhættuatriðið í upphafi myndarinnar mjög vel út í samræmi við heild- ina. Mér virðist sem Gas sé skraut- fjöður Filmumanna, en Negli þig næst hafi verið skellt með til upp- fyllingar. Framtakið er virðingar- vert og ætla ég ekki að dæma það með stjörnugjöf, en það lofar góðu. Heiða Jóhannsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.