Morgunblaðið - 04.10.1998, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998 57
MYNDBÖND
Gas sem lofar góðu
Góð myndbönd
Með góðum vilja (Good Wiil
Hunting) x'k'k'k'k
Metnaðarfull þroskasaga sem fær
heillandi yfirbragð í leikstjórn Gus
Van Sant. Samleikur Matt Damons
og Robin Williams er kjölfestan í
myndinni en sá síðarnefndi er stór-
kostlegur.
Vængir Dúfunnar (Wings of the
Dove) ★★★'V2
Hispurslaus mynd um völundarhús
mannlegi'a samskipta sem rammað
er inn með glæsilegri myndatöku,
listrænni sviðsetningu og magnaðri
tónlist. Flókið samband persónanna
er túlkað á samstilltan hátt af aðal-
leikurunum þremur.
Jackie Brown ★★★
I nýjustu mynd Tarantinos má
finna öll hans sérkenni, þ.e. litríkar
persónur, fersk samtöl og stílfært
útlit, þótt horfið sé frá harðsoðinni
hrynjandi fyrri mynda hans. Tar-
antino gerir nokkurn veginn það
sem honum sýnist í þessari tveggja
og hálfs tíma mynd um einn atburð
og tekst vel til.
Óskar og Lúsinda (Oscar and
Lucinda) ★★★
Heillandi og vönduð kvikmynd um
tvær sérkennilegar manneskjur
sem henta hvor annarri betur en
umhverfi sínu. Ralph Fiennes
hreinlega hverfur inn í persónuleika
Óskars sem þjakaður er af ógnandi
en óvissri návist Guðs. Dálítið erfitt
reynist þó að umfaðma hugmynda-
heim skáldverksins sem myndin er
byggð á.
Búálfarnir (Borrowers) ★★★
Búálfarnir eru stórskemmtilegt æv-
intýri sem gerist í einkennilegum og
tímalausum ævintýraheimi. Þar er
fólk almennt svo undarlegt að ör-
smáir og sérvitrir búálfamir eru
venjulegasta fólkið. Sígild og einföld
frásögn sem engum ætti að leiðast
nema verstu fylupúkum.
Ofurliði bomir (Always Outn-
umbered) ★★★
Michaels Apted stýrir óvenju öflugu
handriti hins þekkta skáldsagnahöf-
undar Walters Mosleys. Myndin er
unnin fyrir sjónvarp og ágætis
dæmi um að slíkar myndir þurfa
alls ekki að vera rusl. Þvert á móti
er hér á ferðinn frábært drama þar
sem hvergi er veikan blett að finna.
Eyjan í Þrastargötu (The Island
on Birdstreet) ★★★
„Eyjan í Þrastargötu" sker sig úr
hópi annarra kvikmynda um helför
gyðinga. Hún fjallar um barn og
miðast við sjónarhom þess, auk
þess að vísa markvisst í skáldsögu
Daniels Defoe um Róbinson Krúsó.
Spren Kragh-Jacobsen stýrir enn
einu melódramanu af snilld.
Boxarinn (The Boxer) ★★★
Enn eitt stórvirki írska leiksjórans
Jim Sheridan. Alvarleg, pólitísk,
persónuleg og mikilvæg eins og
fyrri myndir hans. Einfóld saga um
ástir í meinum sem fjallar í raun og
veru almennt um kaþólska Ira sem
búa í stríðshrjáðri Belfastborg og
um leið ómetanlegt gægjugat inn í
heim nágranna okkar á Irlandi, sem
svo erfitt er að skilja.
Flakkari (Traveller) ★★★
Skemmtileg og sígild saga af
bragðarefum sem minnir á jafnólík-
ar myndir og ,The Sting“ og ,Paper
Moon“, en um leið hjartnæm og
spennandi ástarsaga. Ein af þessum
alltof fágætu myndum sem er ein-
faldlega gaman að horfa á, maður
veit bara ekki alveg hvers vegna.
Hin villta Ameríka (Wild Amer-
ica) ★★★
Hér er á ferð góð fjölskyldumynd,
skemmtilega skrifuð og hin
ágætasta afþreying. Myndataka og
tæknivinna ti fyrirmyndar og allur
leikur til prýði. Helsti kosturinn er
þó eflaust sá að myndin er einfald-
lega skemmtileg.
Gas & Negli þig næst________
Stuttmyndir
Framleiðendur: Filmumenn. Leik-
stjóri: Sævar Guðmundsson. Hand-
ritshöfundar: Kristján Kristjánsson,
Sævar Guðmundsson og Oddur
Bjarni Þorkelsson. Kvikmyndataka:
Gunnar Árnason. Aðalhlutverk: Haf-
þór Jónsson, Hanna Ólafsdóttir, Odd-
ur Bjarni Þorkelsson og Kristján
Kristjánsson. (88 mín.) Islensk. Há-
skólabíó, september 1998. Ollum
leyfð.
Stuttmyndimar
Gas og Negli þig
næst sem hér
koma saman út á
myndbandi eru
afurðir áhuga-
hóps um kvik-
myndagerð sem
kallar sig Filmu-
menn.
Um fyrri stutt-
myndina, erótísku spennumyndaaf-
leiðuna Negli þig næst, er lítið gott
að segja. Hún er viðvaningslegt
einkaflipp sem tæpast á erindi á al-
mennan markað.
Gas er öllu fagmannlegri og
nokkuð athyglisverð. Hún spannar
eftirmiðdag á bensínstöð, þar sem
afgreiðslumennirnir velta fyrir sér
tilgangi lífsins í kjölfar fregna um
væntanlegan heimsendi í lok vinnu-
dagsins. Myndin er vel
uppbyggð, möguleikinn
á heimsendi verður
þema sem bindur sam-
an tilviljunarkennda at-
burðarás, skapar
spennu og gefur heild-
inni heimspekilegan en
jafnframt fáránlegan
undirtón. Samræður
rúlla vel og leikurinn er
þokkalegur. Þá kemur
áhættuatriðið í upphafi
myndarinnar mjög vel
út í samræmi við heild-
ina.
Mér virðist sem Gas sé skraut-
fjöður Filmumanna, en Negli þig
næst hafi verið skellt með til upp-
fyllingar. Framtakið er virðingar-
vert og ætla ég ekki að dæma það
með stjörnugjöf, en það lofar góðu.
Heiða Jóhannsdóttir