Morgunblaðið - 04.10.1998, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 04.10.1998, Qupperneq 64
 |T|N|T| Express Worldwide 580 1010 íslandspóstur hf Hraðflutningar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sjálfseign- arstofnun um starfið í Nóatúni STOFNUÐ hefur verið sjálfseignar- stofnun um starfsemi vísindamanna með nafngreindar upplýsingar þátt- takenda rannsókna sem unnar hafa verið í Nóatúni 17 í Reykjavík. Þar var áður útibú Islenskrar erfða- greiningar sem starfaði með bráða- birgðaleyfí dómsmálaráðuneytisins. Þriggja manna sjálfstæð stjórn verður yfir sjálfseignarstofnuninni, skipuð Kristjáni Erlendssyni, lækni hjá ÍE, Baldri Guðlaugssyni hæsta- réttarlögmanni og Gunnari Sigurðs- sýni, yfirlækni á Sjúkrahúsi Reykja- víkur. Sagði Jóhann Hjartarson, lög- fræðingur hjá IE, að nú væri búið að .rSBP' skilja algjörlega á milli IE og starf- seminnar í Nóatúni eins og Tölvu- nefnd hefði gert kröfu um. „Við höfðum vissar efasemdir um að þetta kæmi nógu vel út, við héld- um til dæmis að kostnaður við þetta myndi aukast mjög mikið, en svo var farið yfir það mál með endurskoð- endum og öðrum og eftir því sem við könnuðum þetta betur leist okkur betur á, þannig að menn eru mjög sáttir.“ Fram til þessa hafa öll nafngreind ___ gögn í Nóatúni verið dulkóðuð af til- sjónarmönnum tölvunefndar áður en þau eru send til ÍE. --------------- Fylgi Framsóknarflokks Fimmfaldur munur á landi og höfuðborg ^ FIMMFALDUR munur er á fylgi Framsóknarflokksins í höfuðborg- inni og á landsbyggðinni samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofn- unar sem gerð var fyrir Morgun- blaðið. Fylgið í landsbyggðarkjör- dæmum er 34,2% en í höfuðborginni 6,8%. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á hinn bóginn sterka stöðu í Reykjavík með 49,7% íylgi miðað við 42,9% fylgi á landsvísu. Samfylking jafnaðar- manna hefur einnig meira fylgi í Reykjavík en á landsvísu, eða 25,2% á móti 22,3%. Frjálslyndi flokkurinn, undir forystu Sverris Hermannsson- ar, er sterkastur á suðvesturhorninu en hugsanlegt vinstra framboð Ög- mundar Jónassonar, Hjörleifs Gutt- ormssonar og Steingríms J. Sigfús- sonar sækir mest fylgi til lands- byggðarinnar. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Haustlitir á Þingvöllum Gagnagrunnsfrumvarpi hugsanlega breytt til að tryggja persónuleynd Þreföld dulkóðun án greining'arlykils ■ Stjórnarflokkarnir/4 --------------- Bflvelta á Suð- urlandsvegi BILL valt á Suðurlandsvegi nálægt Skeiðavegamótunum snemma í gær- , .. morgun. Ökumaður var grunaður ' um ölvun. Um var að ræða fólksbíl og öku- maður var einn á ferð. Lögreglan á Selfossi hafði hann grunaðan um að aka undir áhrifum áfengis og var hann látinn sofa úr sér á lögreglu- stöðinni í gær. Atti síðan að athuga mál hans síðdegis. Ökumaðurinn ^slapp ómeiddur úr veltunni. UNNIÐ hefur verið að umtalsverðum breyting- um á gagnagrunnsfrumvarpinu að undanfömu. Hafa þær verið ræddar í ríkisstjóm og kynntar á fundum lækna, samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins. Breytingarnar miða að því að tryggja betur persónuleynd við flutning upplýsinga í gagnagrunninn en gert hefur verið ráð fyrir í endurskoðuðum frumvarpsdrögum. Þá verður skilgreiningum frumvarpsins á því hvaða upplýsingar teljast vera persónuupplýs- ingar breytt til samræmis við ákvæði tilskipunar Evrópusambandsins (95/46) um meðferð per- sónuupplýsinga og frjálsan flutning slíkra upp- lýsinga en leiða þarf efnisákvæði tilskipunarinn- ar í lög hér á landi á þessu ári. Tölvunefnd annist dulkóðun Samkvæmt heimiidum blaðsins er nú til um- ræðu að taka upp aðra aðferð við dulkóðun upp- lýsinga sem flytja á í gagnagrunn en áður hefur verið rætt um. Felst hún í að persónueinkenni verði mgluð á þremur stigum, með ólíkum að- ferðum, og aðeins í eina átt, þannig að ekki eigi að vera unnt að rekja upplýsingamar til baka með afkóðunarlykli. Þessi aðferð felur í sér að ekki verður til staðar greiningarlykill svo unnt sé að rekja upplýsingar til baka til einstaklinga. í gagnagrunninum verði því eingöngu ópersónu- gi-einanleg gögn. Mun samkvæmt upplýsingum blaðsins vera gert ráð fyrir að starfsmenn heilbrigðisstofnana sem búa upplýsingarnar til flutnings í gagna- gmnn dulkóði upplýsingar um persónueinkenni sjúklinga í eina átt, eins og það er nefnt. Heilsu- farsupplýsingar verði dulkóðaðar með annarri aðferð og til verði greiningarlykill að þeim kóða. Dulkóðuðu gögnin verði því næst send til tölvu- nefndar sem dulkóðar þau aftur í eina átt með annarri aðferð og hér verður heldur enginn greiningarlykill. Gögnin eru svo send áfram inn í gagnagrunninn þar sem þau eru dulkóðuð í þriðja sinn. Þar verður hins vegar til staðar greiningarlykill að þriðju dulkóðuninni, en þann lykil er ekki hægt að nota til að opnu dulkóðunina á fyrsta og öðru þrepi. Greinaflokkur um erfðir og upplýsingar í Morgunblaðinu í dag hefst greinaflokkurinn Erfðir og upplýsingar. Þar munu Gunnar Her- sveinn, Omar Friðriksson, Páll Þórhallsson og Ragnhildur Sverrisdóttir, blaðamenri Morgun- blaðsins, næstu daga gera rækilega grein fyrir ýmsum hliðum þeirra álitamála, sem tengjast umræðunni um öra þróun erfðavísinda, gagna- grunn á heilbrigðissviði og skráningu heilsufars- upplýsinga. ■ Persónuleynd/10-11 ■ Leitin að genunum/Bl/B6-9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.