Morgunblaðið - 04.10.1998, Qupperneq 64
|T|N|T| Express
Worldwide
580 1010
íslandspóstur hf
Hraðflutningar
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII
SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Sjálfseign-
arstofnun
um starfið
í Nóatúni
STOFNUÐ hefur verið sjálfseignar-
stofnun um starfsemi vísindamanna
með nafngreindar upplýsingar þátt-
takenda rannsókna sem unnar hafa
verið í Nóatúni 17 í Reykjavík. Þar
var áður útibú Islenskrar erfða-
greiningar sem starfaði með bráða-
birgðaleyfí dómsmálaráðuneytisins.
Þriggja manna sjálfstæð stjórn
verður yfir sjálfseignarstofnuninni,
skipuð Kristjáni Erlendssyni, lækni
hjá ÍE, Baldri Guðlaugssyni hæsta-
réttarlögmanni og Gunnari Sigurðs-
sýni, yfirlækni á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur. Sagði Jóhann Hjartarson, lög-
fræðingur hjá IE, að nú væri búið að
.rSBP' skilja algjörlega á milli IE og starf-
seminnar í Nóatúni eins og Tölvu-
nefnd hefði gert kröfu um.
„Við höfðum vissar efasemdir um
að þetta kæmi nógu vel út, við héld-
um til dæmis að kostnaður við þetta
myndi aukast mjög mikið, en svo var
farið yfir það mál með endurskoð-
endum og öðrum og eftir því sem við
könnuðum þetta betur leist okkur
betur á, þannig að menn eru mjög
sáttir.“
Fram til þessa hafa öll nafngreind
___ gögn í Nóatúni verið dulkóðuð af til-
sjónarmönnum tölvunefndar áður en
þau eru send til ÍE.
---------------
Fylgi
Framsóknarflokks
Fimmfaldur
munur á
landi og
höfuðborg
^ FIMMFALDUR munur er á fylgi
Framsóknarflokksins í höfuðborg-
inni og á landsbyggðinni samkvæmt
skoðanakönnun Félagsvísindastofn-
unar sem gerð var fyrir Morgun-
blaðið. Fylgið í landsbyggðarkjör-
dæmum er 34,2% en í höfuðborginni
6,8%.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur á hinn
bóginn sterka stöðu í Reykjavík með
49,7% íylgi miðað við 42,9% fylgi á
landsvísu. Samfylking jafnaðar-
manna hefur einnig meira fylgi í
Reykjavík en á landsvísu, eða 25,2%
á móti 22,3%. Frjálslyndi flokkurinn,
undir forystu Sverris Hermannsson-
ar, er sterkastur á suðvesturhorninu
en hugsanlegt vinstra framboð Ög-
mundar Jónassonar, Hjörleifs Gutt-
ormssonar og Steingríms J. Sigfús-
sonar sækir mest fylgi til lands-
byggðarinnar.
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
Haustlitir á Þingvöllum
Gagnagrunnsfrumvarpi hugsanlega breytt til að tryggja persónuleynd
Þreföld dulkóðun án
greining'arlykils
■ Stjórnarflokkarnir/4
---------------
Bflvelta á Suð-
urlandsvegi
BILL valt á Suðurlandsvegi nálægt
Skeiðavegamótunum snemma í gær-
, .. morgun. Ökumaður var grunaður
' um ölvun.
Um var að ræða fólksbíl og öku-
maður var einn á ferð. Lögreglan á
Selfossi hafði hann grunaðan um að
aka undir áhrifum áfengis og var
hann látinn sofa úr sér á lögreglu-
stöðinni í gær. Atti síðan að athuga
mál hans síðdegis. Ökumaðurinn
^slapp ómeiddur úr veltunni.
UNNIÐ hefur verið að umtalsverðum breyting-
um á gagnagrunnsfrumvarpinu að undanfömu.
Hafa þær verið ræddar í ríkisstjóm og kynntar á
fundum lækna, samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins. Breytingarnar miða að því að tryggja
betur persónuleynd við flutning upplýsinga í
gagnagrunninn en gert hefur verið ráð fyrir í
endurskoðuðum frumvarpsdrögum.
Þá verður skilgreiningum frumvarpsins á því
hvaða upplýsingar teljast vera persónuupplýs-
ingar breytt til samræmis við ákvæði tilskipunar
Evrópusambandsins (95/46) um meðferð per-
sónuupplýsinga og frjálsan flutning slíkra upp-
lýsinga en leiða þarf efnisákvæði tilskipunarinn-
ar í lög hér á landi á þessu ári.
Tölvunefnd annist dulkóðun
Samkvæmt heimiidum blaðsins er nú til um-
ræðu að taka upp aðra aðferð við dulkóðun upp-
lýsinga sem flytja á í gagnagrunn en áður hefur
verið rætt um. Felst hún í að persónueinkenni
verði mgluð á þremur stigum, með ólíkum að-
ferðum, og aðeins í eina átt, þannig að ekki eigi
að vera unnt að rekja upplýsingamar til baka
með afkóðunarlykli. Þessi aðferð felur í sér að
ekki verður til staðar greiningarlykill svo unnt sé
að rekja upplýsingar til baka til einstaklinga. í
gagnagrunninum verði því eingöngu ópersónu-
gi-einanleg gögn.
Mun samkvæmt upplýsingum blaðsins vera
gert ráð fyrir að starfsmenn heilbrigðisstofnana
sem búa upplýsingarnar til flutnings í gagna-
gmnn dulkóði upplýsingar um persónueinkenni
sjúklinga í eina átt, eins og það er nefnt. Heilsu-
farsupplýsingar verði dulkóðaðar með annarri
aðferð og til verði greiningarlykill að þeim kóða.
Dulkóðuðu gögnin verði því næst send til tölvu-
nefndar sem dulkóðar þau aftur í eina átt með
annarri aðferð og hér verður heldur enginn
greiningarlykill. Gögnin eru svo send áfram inn í
gagnagrunninn þar sem þau eru dulkóðuð í
þriðja sinn. Þar verður hins vegar til staðar
greiningarlykill að þriðju dulkóðuninni, en þann
lykil er ekki hægt að nota til að opnu dulkóðunina
á fyrsta og öðru þrepi.
Greinaflokkur um erfðir
og upplýsingar
í Morgunblaðinu í dag hefst greinaflokkurinn
Erfðir og upplýsingar. Þar munu Gunnar Her-
sveinn, Omar Friðriksson, Páll Þórhallsson og
Ragnhildur Sverrisdóttir, blaðamenri Morgun-
blaðsins, næstu daga gera rækilega grein fyrir
ýmsum hliðum þeirra álitamála, sem tengjast
umræðunni um öra þróun erfðavísinda, gagna-
grunn á heilbrigðissviði og skráningu heilsufars-
upplýsinga.
■ Persónuleynd/10-11
■ Leitin að genunum/Bl/B6-9