Morgunblaðið - 06.10.1998, Side 7

Morgunblaðið - 06.10.1998, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 B 7 Morgunblaðið/Kristinn góðan sóknarleik með Fram og gerði sjö mörk en Valur Arnarson var helsta skrautfjöður FH með sex mörk. kt hlutskipti ram og FH að aðlagast breyttum aðstæðum,“ segir Guðmundur Guðmundsson væri ekki bjart í hléi: „Leikurinn er 60 mínútur og ég sagði strákunum í hálf- leik að þótt þeir hefðu spilað mjög illa gætu þeir jafnað og sigrað. Það gekk eftir.“ Varnirnar voru ekki upp á marga fiska. „Varnarleikurinn hjá okkur var ekki eins sterkur og hann var í tveimur fyrstu leikjunum, en þá var hann með ágætum. Við höfum lagt mikla rækt við varnarleikinn og hann var skárri hjá okkur í seinni hálfleik. Fyrir vikið náðum við hraðaupphlaupum en í raun var sóknarleikurinn í góðu lagi hjá okkur.“ Guðmundur sagði að gefa yrði And- rei Astzfejv tíma til að aðlagast breytt- nm aðstæðum og fjarvera Olegs Titovs Wefði þó nokkuð að segja. „Það tekur tíma að aðlagast nýju umhverfí og við verðum að gefa Andrei nauðsynlegan tíma. Hins vegar hefur hann staðið sig vel, gert 15 mörk f tveimur leikjum og að þessu sinni gerði hann mikilvæg mörk undir lokin. Ég er sáttur við hann.“ Sumir hafa afsakað frammistöðuna í byrjun móts, haft á orði að eðlilega sé haustbragur á liðunum, þau þurfi meiri tíma til að springa út. „Eg er ekki sam- þykkur þessu því þótt við þurfum að laga margt höfum við æft vel síðan í júlíbyrjun, verið í lyftingum og farið í æfíngaferð til Þýskalands auk þess að hafa leikið marga æfíngaleiki. Hins vegar getur verið að breytingar á lið- unum hafí sitt að segja - sumir séu ekki búnir að fínna rétta taktinn." Góðir í 45 mínútur Kristján Arason, þjálfari FH, furðaði sig á ýmsum dómum dómaranna en var að sumu leyti ánægður með leikinn. „Við lékum mjög góðan handbolta í 45 mínút- ur en vorum slakir síðasta stundarfjórð- unginn," sagði hann við Morgunblaðið. „Við hleyptum þeim inn í leikinn og þetta var hálfgerð vitleysa það sem eftir var en sigur Fi’am var verðskuldaður." FH-ingar gerðu mörg sóknarmistök. „Við vorum óöruggir í sókninni, fórum að spila til hliðar þar sem engin ógnun var af mönnum. Úrslitin í fyrstu tveimur leikjunum hafa áhiif og við þurfum að reyna að komast yfir slæmu kaflana." FH-ingar era ekki vanir að vera í fall- sæti. „Við erum að ganga í gegnum ákveðið tímabil án þess að styrkja hóp- inn með erlendum leikmönnum. Við misstum mikið þegar markvörðurinn Lee fór en Elvar Guðmundsson hefur varið vel og liðið er að slípast. Ég sá miklar framfaiir frá síðustu tveimur leikjum og ég trúi því að við eigum eftir að bæta okkur mikið. Veturinn er lang- ur, við eigum nóg eftir því þetta er rétt að byi’ja. Það er engin örvænting í hópn- um en markmiðið er að komast í úrslita- keppnina.“ ■ Úrslit / B10 ■ Staðan / BIO Framarar standa undir væntingum FRÖMURUM var spáð fyrsta sæti í 1. deild karla t handbolt- anum í vetur og þeir standa undir væntingum, hafa sigrað í þremur fyrstu leikjum sínum. í fyrrakvöld unnu þeir FH-inga 33:29 eftir að hafa verið þrem- ur mörkum undir í hléi, 16:13. Fram er á toppnum með sex stig en FH er í fallsæti með eitt stig úr fyrstu umferð. Hafnfírðingar komu á óvart í Framhúsinu, byrjuðu með lát- um og náðu fljótlega þriggja marka ■BHBBBB forystu, 5:2. Þeir Steinþór fengu gott tækifæri Guðbjartsson til að komast í 11:7 skriíar gn klúðruðu því> Framarar minnkuðu muninn og jöfnuðu, 10:10, þegar níu mínútur voru til leikhlés. FH-ingar misstu ekki móðinn og náðu aftur þriggja marka forystu en Framarar jöfnuðu fljótlega eftir hlé. Heima- menn náðu fyrst forystunni, 20:19, þegar tæplega 12 mínútur voru eftir af seinni hálfleik, en FH-ingar jöfn- uðu upp úr miðjum hálfleiknum, 23:23. Dómararnir gerðu afdrifarík mis- tök í stöðunni 25:23, ráku FH-ing- inn Guðjón Árnason af velli fyrir mótmæli áður en FH-ingar náðu að byrja á miðju eftir að Framarar höfðu skorað og dæmdu Frömurum boltann, sem var þó ekki kominn í leik á ný! Framarar nýttu sér liðs- muninn, sex á móti fjórum, og Gunnar Berg Viktorsson, sem und- irritaður hefur aldrei séð leika eins vel, innsiglaði sigunnn fímm mínút- um fyrir leikslok. í sókninni á und- an eyðilögðu dómararnir möguleika FH-inga á að komast inn í leikinn á ný, dæmdu aukakast eftir að Hálf- dán Þórðarson hafði brotist í gegn og skorað. Hálfdán mótmælti, vildi fá mark eða að minnsta kosti víti, en uppskar tvær mínútur. FH-ingar voru betri framan af, voru með 42% sóknamýtingu í fyrri hálfleik en Framarar 42% nýtingu. I seinni hálfleik snerust tölurnar við, nýting Framara var þá 62% en FH-inga 42%. Hins vegar voru - Framarar yfirvegaðri í leik sínum, gerðu fæmi mistök og voru klókari að refsa mótherjunum fyrir mistök. Sóknarleikur Fram var fjöl- breyttur. Gunnar Berg fór á kostum fyi’ir utan og skoraði nánast að vild, Björgvin Björgvinsson sýndi að hann ætlar sér í landsliðshópinn á ný og Njörður Árnason var frábær í hægra horninu. Hins vegar fór lítið fyrir Rússanum Andrei Astafejv, en hann gerði mikilvæg mörk undir Iokin. Valur Arnarson var helsti ógn- valdur FH og mörk hans voru glæsileg, sum hver eftir mikil þrumuskot. „Gömlu“ mennirnir, Guðjón Árnason, Gunnar Beinteins- son og Hálfdán Þórðarson, voru líka ákveðnir í sókninni en engu að síður urðu sóknarmistök gestanna þeim dýrkeypt. Rauður vamarmúr að Varmá Gífurlega sterkm- varnarleikm- Aftureldingar færði liðinu tvö auðveld stig gegn Stjörnunni í leik liðanna að Varmá. Fros(j Lokatölur urðu 22:15 í Eiðsson sem aldrei varð skrifar spennandi. Það segh’ sína sögu um varnarleik Aftureldingar að Stjörnumenn áttu aðeins þrjú skot á markið í fyi’stu tíu mínútum leiksins. Yfírleitt lauk sóknum Stjörnunnar með því að varnai-menn Afturelding- ar, sem mynduðu háan rauðan múr, unnu af þeim boltann og brunuðu í hraðaupphlaup og staðan eftir tíu mínútur var 6:1. Gestirnir komust inn í leikinn með því að skora þrjú mörk í röð, en náðu aldrei að ógna forystu heimamanna, sem höfðu fímm marka forskot í leikhléi, 12:7. Síðari hálfleikur vai’ afskaplega lítið fyrir augað. Sóknarleikur beggja liða var slakur og það segh’ sitt um mikilvægi Bjarka Sigurðs- sonar fyrh’ Aftureldingu að þegar hann hvíldist í tíu mínútur um mið- bik hálfleiksins vegna smávægilegra meiðslna, þá skoraði liðið ekki mark. Það skipti ekki sköpum, Stjörnu- menn sem voru seinir í öllum sínum aðgerðum, skoruðu aðeins einu sinni á þessum kafla og forráðamenn Garðabæjai’liðsins voru svo vondauf- ir í síðari hálfleiknum, að þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að taka leik- hlé, þó lítið gengi hjá þeim blá- klæddu. Markvarsla Bergsveins Berg- sveinssonar og Ingvars Ragnarsson- ar stóð uppúr hjá liðunum í síðari hálfleik og rétt er að geta frammi- stöðu Magnúsai’ Más Þórðarsonar, hins sterka línumanns Afturelding- ar, sem vann geysivel fyi’ir liðið, bæði í vörn og sókn. Ekki var óal- gengt að sjá leikmenn Stjörnunnar hjálpast að til að stöðva Magnús, en oftast með litlum ái’angri. Valsmenn byrjuðu vel Valsmenn gerðu út um leik sinn gegn Gróttu-KR strax í byrjun, þeg- ar þeir unnu 24:20 á Seltjarnarnesi. Leikmenn Gróttu-KR áttu í erfíð- leikum að rjúfa sterkan varnarmúr Vals og koma knettinum fram hjá Guðmundi Hrafnkelssyni, sem varði mjög vel. Þeir náðu aðeins að skora eitt mark á fyrstu nítján mín. leiks- ins, en Valsmenn voru komnir með afgerandi forustu fyrir leikhlé, 12:5. Valsmenn slökuðu á í seinni hálfleik og náðu leikmenn Gróttu-KR þá að minnka muninn í tvö mörk, en sigur Valsmanna var aldrei í hættu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.